Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 Viðskipti DV Þetta helst... Lítil viðskipti á Verðbréfaþingi, 430 m.kr. ... Mest með húsbréf, 180 m.kr. ... Bankavíxlar, 150 m.kr. ... Hlutabréf, 91 m.kr. ... Úrvalsvísitala hækkaði um 0,48% ... Mest í FBA, 22 m.kr., og hækkaði gengið um 3,3% . Búnaðarbankinn, 13 m.kr., og hækkunin 2% ... SR-mjöl hækkaði um 8,9% ... Landsbankinn hækkar um 4,4% ... Rekstur og staða íslenskrar erfðagreiningar á huldu: Fagfjárfestar þurfa nákvæmar upplýsingar I síðustu viku áttu sér stað stærstu einstöku hlutabréfakaup á íslandi þegar Landsbankinn, Bún- aðarbankinn, FBA og Hof keyptu 17 prósenta hlut í DeCODE. Talið er að verðmæti viðskiptanna hafi verið um 6 milljarðar en kaupverðið hef- ur ekki verið gefiö upp. Gengi bréfa í DeCODE hefur lækkað töluvert síðan það náði hámarki í apríl en þá var hluturinn skráður á 26 en er nú á 20. í Morgunpunktum Kaup- þings hf. í gær er bent á ýmsa þætti sem gera má athugasemd við. Upp- lýsingastreymi frá íslenskri erfða- greiningu er mjög lítið og í raun Voruskiptin mun hagstæðari en í fyrra Á fostudaginn í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viöskiptajöfn- uð fyrir fyrsta árfjórðung 1999. Þar kemur fram að hallinn hefur minnkað verulega. Halli vöruskipta var 3,9 milljarðar á móti 12,3 miiljörðum i fyrra. Fyrstu fjóra mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 46,7 milljarða en inn fyrir 50,6 milljarða. Vöruskiptin eru því 8,3 milljörðum betri en á sama tima í fyrra. Heildarverðmæti útflutn- ings jókst um 16,8% á fóstu verðlagi á meðan innflutningur dróst saman um 3,1%. Sjávarafurðir voru 69% alls útflutn- ings og verðmæti þeirra 12% meira en á sama tíma í fyrra. Sala á skipum og flugvélum úr landi á einnig stóran þátt í að virði vöruútflutnings er meira í ár en í fyrra. Útflutningur á iðnaðarvörum var svipaður og í fyrra. Neysluvörur námu 20% alls inn- flutnings og var verðmæti þeirra 12% meira en á sama tíma í fyrra. Sam- dráttur varð á innflutningi á eldsneyti og smurolíum um 21% miðað við sama tíma í fyrra. Minnkandi vöruskiptahalli er já- kvæðar fféttir fyrir íslenskan efnahag. Annars vegar er hann merki um að dregið hafi úr neyslu og fjárfestingum. Hins vegar bendir þetta til að þær að- gerðir sem ráðist hafi verið í til að ná tökum á þenslu og verðbólguþrýstingi séu að bera árangur. -bmg vita fjárfestar ákaflega litið um hver afkoma fyrirtækisins er. Bent er á að stórir fagfjárfestar séu ófúsir að fjárfesta nema ákveðnar grundvall- arupplýsingar um rekstur liggi fyr- ir. Hugsanlegt er að þetta breytist með auknu framboði hlutabréfa hér á landi. Hins vegar virðist þetta hafa haft lítil áhrif á áhuga fjárfesta og væntingar um árangur fyrirtækisins eru miklar. Þessar vænt- ingar eru hins vegar byggðar á sterkum grunni því í væntum samningum og í starfs- fólki liggja gífurlegir möguleikar til tekjuöflunar. Sérfræðingar Kaupþings benda á að töluverð hlutafjáraukning hafi átt sér stað á árinu. í fyrra var gef- in út yfírlýsing um að hlutafjár- aukning væri ekki á daskrá. Samt sem áður var hlutafé aukiö og ekki tilkynnt um það fyrr en að því kom. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við DV að ekki stæði til að auka hluta- fé frekar en hann geti ekki útilokað það. Hvað með krónuna í Morgunkorni F&M er þeirri hug- mynd velt upp hvort þessi kaup geti haft veruleg áhrif á gengi krónunnar. Hér er um 6 milljarða viðskipti að ræða og ef þeirri upphæð væri allri skipt í einu yfir í krónur er ljóst að slíkt gæti haf veruleg áhrif á gengið. Hins vegar benda sérfræðingar F&M á að kaupendurnir ætli sjálfir að eiga stóran hluta bréfanna um hríð en þeir munu sjálfsagt skuldsetja sig í doOurum til að halda gjaldeyrisjöfn- uði sínum stöðugum. Einnig munu einhverjir kaupendanna taka erlend lán til að fjármagna bréfakaupin í DeCODE. Ef þetta gengur svona eftir er óvíst hvort árhif á gengi krónunn- ar verða nokkur. -bmg Mikið tap á bílatryggingum Verðhækkanir á bílatryggingum fyrr í þessum mánuði ollu miklum titringi. Meginástæða þeirra var, að sögn tryggingafélaganna, til komin vegna nýrra skaðabótalaga og slæmrar afkomu í bílatrygging- um. Bæði neytendasamtökin og stjómmálamenn hafa talið þessa hækkun vera allt of mikla og telja hana ekki geta staðist. Ef ársreikn- ingar tryggingafélaganna eru skoð- aðir sést að mjög mikið tap er á ábyrgðartryggingum bíla. Þetta mikla tap er meðal annars rakið til þess að verð hefur lækkað eftir að samkeppni jókst á hérlendum markaði. Það er einkum innkoma FÍB-tryggingar sem hefur stuðlað að aukinni samkeppni. Ef hins vegar þessar tölur eru skoðaðar virðist ljóst að tryggingafélögin hafa rikan hvata til að hækka tryggingar á bíl- um. Svona mikið tap hlýtur að vera fullkomlega óásættanlegt og því má kannski segja sem svo að hækkun- un sé eðlileg frá sjónarhóli trygg- ingafélaganna. Afkoma einstakra tryggingaliða Sjóvá -Almennar Tryggingamiðstöðin vis Eignatryggingar 153 36 8,5 Sjó- og farmtryggingar -19 251 -62 |Lögboðnar ökutækjatryggingar -141 -272 -125 Aörar ökutryggingar Ábyrgðartrygginar 82 33 -12 24 -7 64 Stysa- og sjúkratryggingar 22 55 143 Endurtryggingar 39 50 10,5 Samtals 169 132 32 Bent hefur veriö á að vátrygg- ingaskuld félaganna sé geysilega mikil og nota megi hana til að lækka verð á tryggingum. Vátrygg- ingaskuld er fé sem tryggingafélög- in leggja til hliðar vegna áætlaðra greiðslna tjóna sem þegar hafa orð- ið en er eftir að greiða. Þessi skuld hefur vaxið hröðum skrefum og telja margir að tryggingafélögin hafi verið einum of svartsýn í áætlunum sínum. Hins vegar hlýtur hófleg svartsýni að vera eðlileg í þessum geira. Næstu skref í þessu máli verða áhugaverð en miðað við þessa slæmu afkomu virðist hækkun eðli- leg því félögin hljóta að stefna að því að hver einstakur liður standi undir sér. -bmg viðskipta molar Dollarinn ofmetinn Margir fjármálasérfræðingar telja að dollarinn sé ofmetinn um þessar mundir en hins vegar lætur faÚ hans á sér standa. Ástæða þessarar spár er einfóld. í Bandaríkj- unum er mesti við- skiptahalli í sögunni um þessar mundir sem þýðir að dollarar streyma úr landi. Þeir sem hafa þessa dollara undir höndum munu á endanum losa sig við þá en samt fell- ur dollarinn ekki. Einn þekktasti hagfræðingurinn í Bandaríkjunum, Paul Krugman, tel- ur að markaðurinn ofmeti dollarann en um leið sé hann að gera mistök. Einhvem daginn muni markaðurinn átta sig á þessum mistökum og þann dag falli dollarinn. Minnsta atvinnuleysi í átta ár Atvinnuleysi hér á landi var að- eins 1,9 prósent í síðasta mánuði. í apríl var það 2,2 prósent en í maí í fyrra mældist atvinnuleysi 2,8 prósent. Atvinnu- leysi hefur ekki mælst minna í átta ár. Atvinnuleysi hjá körlum var 1,3 prósent en 2,8 prósent hjá konum. Atvinnulausum fækkaði um 10,5 pró- sent milli apríl og maí en atvinnu- lausum hefur fækkað um 30,6 pró- sent frá því í maí í fyrra. Því er spáð að atvinnuleysi í júní geti farið nið- ur í 1,7%. Laun hækka lítillega Launavísitala maímánaðar hækkaði lítillega í síðasta mán- uði, eða um 0,1%. Hagstofan reiknar út launavísitöluna miðað við meðallaun um miðjan mánuð- inn. Þór Þorláksson ráðin Þór Þorláksson hefur verið ráð- inn í starf framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landsbankans. Þór er fæddur 17. september 1958. Hann útskrifaðist frá viðskiptadeild Há- skóla íslands 1982 og stundaði fram- haldsnám við háskólann i Freiburg eftir námsárin, 1982-1984. Þór réðst til starfa hjá Landsbankanum í jan- úar 1985. Byggingarkostnaður lækkar Vísitala byggingarkostnaðar lækk- aði um 0,2% fyrir þennan mánuð. Hækkun vísitölunnar síðastliðna þrjá mánuði jafngildir 0,2% hækkun á árgrundvelli en síðastliðið ár hefur Taktu flugið Það skiptir ekki málí hvar þú ert. Mað IBM ThinkFad fartölvu art þú alltaf í fararbroddi. Það er sama hvort þú sækist eftir afkastagetu, sveigjanleika eða hagkvæmni, IBM ThinkPad íartölvur sameina alla þessa kosti og gott betur. S ~~~ ~rE Fljúgðu hærra mað IBM ThinkPad. NÝHERJI Skaítahlíö 24 • Sími 569 7700 http://www.nyherji.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.