Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ1999 „ EM í bridge: Islendingar unnu heimsmeistara Frakklands ■ % íslenska sveitin í opna flokkn- um á Evrópumeistaramótinu i bridge á Möltu vann glæsilegan sigur, 18-12, á heims- og ólympíu- meisturum Frakka í 22. umferð- inni í gær. Þrátt fyrir tapið er franska sveitin efst með 433 stig. Ítalía hefur 432 stig, Búlgaría 428 stig og Noregur 427 stig. ísland er í 19. sæti 37 þjóða með 359 stig. Eftir sigurinn á Frökkum vann ísl. sveitin Sviss 19-11 en tapaði með minnsta mun fyrir Búlgaríu, 14-16. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íslendingar sigra franska titil- hafa á EM. Árið 1967 i Dublin vann ísland stórsigur á frönsku Evrópumeisturunum, 8-0 eftir þá- m verandi stigatöflu. íslensku sveitinni í kvenna- flokknum gengur illa. Er í 20. sæti en þjóðirnar í flokknum eru 21. -hsím Rán við Njálsgötu í nótt sást til tveggja manna hlaupa burt frá söluturni við Njálsgötu. Við athugun kom í ljós að þeir höfðu brotist inn í sölu- turninn og stolið þaðan um þrjú þúsund krónum í skiptimynd og , ^. myndbandstæki. Að sögn lögreglu fundust mennirnir ekki þrátt fyrir ítarlega leit. -EIS Lögreglan var fljót á staðinn en það *dugði ekki til þess að hafa hendur í hári glæpamannana. DV-mynd HH Rán í sölu- turni Tveir menn rændu söluturn við Óðinstorg rétt fyrir ellefu í gær- kvöldi. Annar maðurinn hélt af- greiðslukonunni á meðan hinn tæmdi kassann. Mennirnir, sem ekki reyndu að hylja andlit sitt en voru hettuklæddir, sluppu með ránsfenginn sem var um tuttugu þúsund krónur. Lögreglan handtók einn mann sem var á svæðinu í ■*. gærkvöldi en honum var sleppt eft- ir yfirheyrslu. Rannsókn málsins er í fullum gangi. -EIS Forsætisráðherra Japans, Keizo Obuchi, kom til landsins í gær ásamt konu sinni, Chizuko Obuchi, og föruneyti. Hann sést hér koma til Hótel Loftleiða. í morgun hitti hann Davíð Oddsson forsætisráðherra í Höfða og fór síðan á Hótel Sögu þar sem hann fundaði og snæddi með forsætisráðherrum Norðurlanda. DV-mynd Pjetur Mýrarhúsaskóli: Engar tillögur um brottrekstur - segir Skref fyrir skref „Það eru 5-8 tillögur lagðar til grundvallar í þessari úttekt. Sveit- arfélagið gerir þessa könnun og lætur vinna hana,“ sagði Hansína B. Einarsdóttir, framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Skref fyrir skref, sem gerði úttektina á Mýr- arhúsaskóla. Hansína kvaðst ekki kannast við að tillögur um að skólastjóri og að- stoðarskólastjóri yrðu látnir hætta störfum. „Ég kannast ekki við að tillögur um það séu þar á meðal,“ sagði hún. Að öðru leyti kvaðst hún ekki tilbúin að svara spurningum blaðsins varðandi úttektina og að- ferðir við hana þar sem um trúnað- armál væri að ræða fram yfir fund bæjarstjórnar á morgun. Hún kvað ráðgjafarfyrirtækið taka út um 120 fyrirtæki á ári. „Það hefur alveg rosalega margt gerst í kjölfarið á þeim,“ sagði hún. Stjórn Foreldrafélags Mýrar- húsaskóla kom saman til fundar í gærkvöld þar sem staða skólamála í kjölfar úttektar ráðgjafarfyrir- tækisins var rædd. I ályktun sem samþykkt var á fundinum segir m.a.: „Nýkjörin og fráfarandi stjórn Foreldrafélags Mýrarhúsa- skóla lýsa yfir áhyggjum af skóla- starfi á komandi skólaári. Við hörmum fréttaflutning af fyrirhug- uðum uppsögnum skólastjórnenda og teljum hann vega alvarlega að starfsheiðri þeirra. Við leggjum áherslu á að bæjarstjórn Seltjarn- arness hafi hagsmuni nemenda Mýrarhúsaskóla að leiðarljósi við ákvarðanir í málefnum skólans og að skólastarf verði með eðlilegum hætti á komandi vetri.“ Þessi ályktun var send Sigur- geiri Sigurðssyni bæjarstjóra. Sjá bls. 2 -JSS Hljómsveitin Garbage ræddi við blaðamenn í gærkvöld um tónleikana í Höllinni sem haldnir verða í dag og í kvöld. Sveitarmeðlimir sögðust hrifnir af landi og þjóð og spenntir fyrir tónleikahaldinu. Lengst til hægri má sjá Butch Vig, trommara og heilann á bak við hljómsveitina. DV-mynd HH Veðrið á morgun: Hæg sunn- anátt og skúrir Á morgun, miðvikudag, verður fremur hæg sunnan- og suðvest- anátt, um 5-8 metrar á sekúndu. Rigning verður með köflum en þó verður að mestu þurrt og sums staðar bjart norðaustan- og aust- anlands. Hitinn verður á bilinu 10-18 stig, hlýjast norðaustan- lands. Veöriö í dag er á bls. 37. Eldhúskrókur Símar 567 4151 & 567 4280 , Heildverslun með leikfóng og gjafavörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.