Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 22. JUNI 1999 37 Vigdís Finnbogadóttir er meðal ís- lendinga á sýningunni. Til móts við árið 2000 Sumardagskrá Norræna húss- ins er hafln með opnun nokkurra ljósmyndasýninga. Þar á meðal er sýning á ljósmyndum eftir norska ljósmyndarann Kay Berg. Við- fangsefni hans eru ljósmyndir af listafólki og menningarfrömuðum úr menningarborgum ársins 2000, enda er yfirskrift sýningarinnar „Til móts við árið 2000“. Kay Berg er frá Bergen í Noregi, en borgin er einmitt ein af menningarborg- um Evrópu árið 2000. Hann hefur heimsótt þær allar og markmið hans er að tengja þær allar saman Sýningar með því að taka myndir af fólki sem á einhvem hátt hefur verið áberandi á sviði menningar og lista i sinni borg. Þessi sýning er hluti af sumardagskrá Norræna hússins sem að þessu sinni er helguð menningarborgunum níu árið 2000. Á mánudagskvöldum frá 14. júní til 22. ágúst koma fyrirles- arar og listamenn frá menningar- borgunum og leggja sinn skerf til dagskrárinnar. Meðcd íslendinga sem Ijósmyndir verða af á sýning- unni era Guðrún Jónsdóttir, Sig- urður A. Magnússon, Hjálmar H. Ragnarsson, Vigdís Finnbogadótt- ir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bubbi Morthens og Þórunn Sigurðardótt- ir. Kynning á Kínaferð Kínaklúbbur Unnar heldur kynningu á ferð til Kína og Tíbets sem fyrirhuguð er í haust. Þetta er þriggja vikna ferð á vegum Unnar Guðjónsdóttur, sem hefúr farið 12 sinnum áður til Kína, og Ferðakynning er ferðalöngum m.a. hoðið inn á kínversk heimili og í ýmsar skoð- unarferðir. Kynningarfundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Shanghai, Laugavegi 28b, kl. 19 í kvöld, og eru allir velkomnir. Ögmundur Jónasson reif- ar stöðuna á stjórnmála- sviðinu. Félagsfundur VG Almennur félagsfimdur verður haldinn hjá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík á morgun, miðvikudag. Fundurinn verður í húsnæði Iðnnemasam- handsins að Hverfisgötu 105 og hefst Samkomur kl. 20. Ögmundur Jónasson, þing- maður flokksins, gerir grein fyrir störfúm sumarþingsins og reifar stöðuna á stjómmálasviðinu. Að því loknu verða almennar stjómmála- umræður. Taltónleikar Rásar 2 og Hins hússins: Aukin fjölbreytni í tón- listarlífi miðbæjarins borgina lífi á svokölluðum „dauð- um“ tímum. „Við fáum gott hljóð- kerfi og fagmenn í hljóðvinnslu, upptökur og tilheyrandi, svo áheyr- endur njóti tónleikanna sem best og umgjörðin sé í sem bestu lagi. Tón- leikamir em teknir upp og hljóð- blandaðir á Rás 2 og verða síðar á dagskrá Rásarinnar." Ingvi segir enn fremur að miðað sé við að hljómsveitimar sem fram komi á tónleikunum sem haldnir verði í sumar séu þekktar og spili frum- samið efni, eins og á við um bæði Dead Sea Apple og Botnleðju. „Báð- ar þessar sveitir hafa gert það gott erlendis, Botnleðja hefur verið á tónleikaferðalagi með Blur og Dead Sea Apple hefúr spilaö víða í Evr- ópu og Bandaríkjunum við góðar undirtektir. Það sem er nýtt við þessa tónleikaröð er að við reynum að fá til liðs við okkur hljómsveitir sem hafa ekki endilega verið mikið í tónleikahaldi en frekar inni á sveitaballamarkaðnum sem hentar öðrum áhorfendahóp. Þannig fá áhorfendur oft að kynnast hljóm- sveitum sem þeir hafa kannski ekki heyrt mikið í áður.“ Hljómsveitimar Dead Sea Apple og Botnleðja spila á Taltónleikum Hins hússins og Rásar 2 á morgun, miðvikudag, kl. 17. Þetta era aðrir tónleikar í tónleikaröð Hins hússins og Rásar 2 í sumar og verður ókeyp- is inn á alla tónleikana en þeir era stílaðir inn á aldurshópinn 16 ára og eldri. Ensími og Sóldögg riðu á vaðið 1. júní og nú koma Botnleðja og Dead Sea Apple fram á klukku- stundarlöngum tónleikum á Ingólfs- torgi á morgun, miðvikudag. Skemmtanir Ingvi R. Ingvason, umsjónarmað- ur tónleikanna, segir að þessi tón- leikaröð sé liður í því að glæða mið- Botnleðja verður á Taltónleikunum ásamt Dead Sea Apple. Suðlæg átt og súld suð- vestanlands í dag verður suðlæg átt, 8-13 metrar á sekúndu, ríkjandi um vest- Veðríð í dag anvert landiö en heldur hægari vindur á austanverðu landinu. Dá- lítil súld verður með köflum sunn- an- og vestanlands en skýjað með köflum á Norðausturlandi. Hitinn verður á bilinu 8-17 stig, hlýjast síðdegis á norðaustanverðu landinu. Á höfúðborgarsvæðinu lít- ur út fyrir suðlæga átt, 8-13 metra á sekúndu. Dálítil súld verður með köflum og skýjað. Hitinn verður á bilinu 8-11 stig. Sólarupprás í Reykjavík: 02.55 Sólarlag í Reykjavík: 24.05 Árdegisflóð: 01.12 Síðdegisflóð: 13.57 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 11 Bergsstaóir skýjaö 9 Bolungarvík skýjaö 10 Egilsstaöir 10 Kirkjubœjarkl. skýjaö 8 Keflavíkurflv. alskýjaö 8 Raufarhöfn léttskýjaö 11 Reykjavík skýjaö 9 Stórhöföi alskýjaö 8 Bergen skýjaö 9 Helsinki skýjað 19 Kaupmhöfn léttskýjaö 13 Ósló skýjað 12 Stokkhólmur 15 Þórshöfn hálfskýjaö 9 Þrándheimur úrkoma í grennd 8 Algarve léttskýjaö 23 Amsterdam léttskýjaö 13 Barcelona skýjaö 19 Berlín skýjaö 10 Chicago léttskýjaö 19 Dublin skýjaö 9 Halifax léttskýjað 15 Frankfurt rigning 12 Hamborg léttskýjaö 11 Jan Mayen skýjað 4 London léttskýjaö 10 Lúxemborg þokumóöa 8 Mallorca léttskýjaö 21 Montreal heiöskírt 21 Narssarssuaq léttskýjaö 8 New York heiöskírt 18 Orlando skýjaö 24 París heiöskírt 11 Róm heióskírt 16 Vín rigning 9 Washington þokumóða 17 Winnipeg léttskýjað 22 Fyrsta barn Yil- borgar og Andra Þessi litli drengur fæddist á Landspítalan- um þann 7. júní sl. klukk- Bam dagsins an 21.17. Við fæðingu var hann 2677 g að þyngd og 48 1/2 sm á lengd. For- eldrar hans heita Vilborg Elva Jónsdóttir og Andri Kristinsson og er hann fyrsta bam þeirra. Flestir þjóðvegir greiðfærir Helstu þjóðvegir landsins era færir en nokkrar heiðar era illa eða ekki færar. Þar má nefna Lóns- heiði sem er ófær vegna aurbleytu. Tveggja tonna öxulþungatakmarkanir era á umferð um Þorska- fjarðarheiði og er hún því aðeins fær minni bUum og jeppum. Fært er í Eldgjá og Skaftárhmgu og sömu sögu er að segja um Lónsöræfi og Hólasand. Færð á vegum Kjalvegur er fær noröur tU HveravaUa en aðrir há- lendisvegir era enn lokaðir vegna snjóa og aur- bleytu. Grafningsvegur nr. 360 er lokaöur mUli JóragUs og Kattargils mUli kl. 7.30 og 21 vegna vegagerðar. Að öðra leyti er greiðfært um þjóðvegi landsins. ^ Skafrenninj m Steinkast E1 Hálka m Vegavinna-aOgát 0 Öxulþungatakmarka C^) ófært [D Þungfært 0 Fært fjallabtlum Ástand vega Atriði úr Rushmore. Rushmore sýnd í Bíó- borginni Rushmore, sem Bíóborgin sýn- ir um þessar mundir, er mennta- skólamynd þar sem litið er gagn- rýnum húmorsaugum á skólalífið og samhand krakkanna við kennarann. Aöalpersónan er snUlingurinn Max Fischer. Hann er ekki einungis ritstjóri skóla- blaðsins og árbókarinnar heldur líka forseti frönsku- klúbbsins, þýsku- ///////// Kvikmyndir klúbbsins, skák- klúbbsins, geimvísindaklúbbsins, skylmingaklúbbsins og Max Fischers-klúbbsins sem hefúr það að verksviði að koma leikritum eftir Max Fischer á framfæri. Þessi mikla aukastarfsemi hans hefur gert það að verkum að hann er einn slakasti nemandinn i skólanum. Honum gengur samt aUt í haginn þar tU hann verður ástfanginn af einum kennaranum sem telur hann of ungan fyrir sig. í aðalhlutverkum era Jason Schwartzman, sem leikur Max Fischer, og BiU Murray. Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 10 19 20 21 22 23 Lárrétt: 1 svimar, 7 rækta, 8 erlend- is, 10 óvirða, 11 gata, 12 ávaxta- mauk, 14 átt, 15 samtals, 17 ótta, 19 barði, 21 súld, 23 virki. Lóðrétt: 1 sæti, 2 fjöldi, 3 karl- mannsnafn, 4 féU, 5 svefn, 6 skjálfti, 9 áhald, 13 tóma, 15 Uát, 16 sorg, 18 skoði, 20 mynni, 22 sting. Lausn á síðustu krossgátu: Lárrétt: 1 topp, 5 ský, 8 örlátur, 9 skóla, 10 ró, 12 kambur, 14 una, 16 ókiun, 18 reglu, 20 na, 21 æska, 22 ris. Lóðrétt: 1 töskur, 2 orka, 3 plóma, 4 pál, 5 staukur, 6 kurr, 7 ýr, 11 ólma, 13 bóla, 15 nes, 17 uni, 19 gk. Gengið Almennt gengi LÍ 22. 06. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 74,380 74,760 74,600 Pund 118,130 118,740 119,680 Kan. dollar 50,500 50,820 50,560 Dönsk kr. 10,3470 10,4030 10,5400 Norsk kr 9,5070 9,5590 9,5030 Sænsk kr. 8,8710 8,9200 8,7080 R. mark 12,9282 13,0058 13,1796 Fra. franki 11,7183 11,7888 11,9463 Belg. franki 1,9055 1,9169 1,9425 Sviss. franki 48,2000 48,4600 49,1600 Holl. gyllini 34,8809 35,0905 35,5593 Þýskt mark 39,3016 39,5378 40,0661 ÍL lira 0,039700 0,03994 0,040480 Aust sch. 5,5862 5,6197 5,6948 Port escudo 0,3834 0,3857 0,3909 Spá. peseti 0,4620 0,4648 0,4710 Jap. yen 0,610300 0,61390 0,617300 írskt pund 97,601 98,187 99,499 SDR 99,320000 99,92000 100,380000 ECU 76,8700 77,3300 78,3600 Símsvari vegna genglsskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.