Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 Fréttir Stuttar fréttir dv Ýmissa bragða neytt við ólöglegan lyfjainnflutning: Falsaðar umbúðir og skipl um innihald í pakkningum - upprunavottorð þarf að vera skylda við innflutning heilsuvara, segir apótekari Dæmi eru um að ólögleg fæðubótarefni, náttúrulyf og jafnvel steralyf séu í umbúðum utan af ailt öðrum efnum, t.d. venjulegum vítamínum. Talsvert hefur borið á því undan- farið að ólögleg fæðubótarefni, náttúrulyf og jafnvel steralyf hafi verið í umferð hér á landi. Dæmi eru um að þessi efni séu í umbúð- um utan af allt öðrum efnum, t.d. venjulegum vítamínum. Innflutn- ingsfyrirtækið Medico hefur orðið fyrir umtalsverðum óþægindum vegna þessa. Fyrirtækið flytur inn mikið af vítamínum og bætiefnum frá bandaríska fyrirtækinu Twin Lab en ólögleg efni í umbúðum merktum Twin Lab hafa fundist í nokkrum mæli. Fyrir stuttu síðan var heil vöru- sending til Medico frá Twin Lab tekin algjörlega í gegn og rannsök- uð af tollayfirvöldum og Lyfjaeftir- liti. Engin ólögleg efni fundust í sendingunni. Einar Ólafsson, lyfja- fræðingur og framkvæmdastjóri Medico, staðfesti þetta í samtali við DV. Hann kveðst í aðra röndina vera ánægður með að rannsóknin fór fram. Þar með hafi fyrirtæki hans verið hreinsað af öllum grun um að stunda innflutning ólöglegra efna. Ólögleg efni Ástæða rannsóknarinnar mun vera sú að fyrirtækið Twin Lab í Bandaríkjunum, sem Medico hef- ur umboð fyrir, framleiðir megr- unarefnablöndu sem nefnist Ritt Fuel og inniheldur efedrín. Efedrín er örvandi efni sem hefur svipaða virkni og amfetamín og fjarlægir hungurtilfinningu þeirra sem þess neyta. Öll fæðubótarefni sem innihalda efedrín eru bönnuð í almennri sölu hér á landi, í Evr- ópusambandslöndum og flestum ríkjum Bandaríkjanna. Ritt Fuel hefur engu að síður verið boðið til sölu hér á landi í gegnum sjálf- stæða sölumenn sem stunda heimasölu. Apótekari sem DV ræddi við seg- ir að mjög mikið af vörum sem inni- halda efedrín hafi verið á heima- sölumarkaði hér á landi undanfarið, m.a. Ritt Fuel. Það sé trúlega ástæða þess að fyrrnefnd rannsókn var gerð á vörusendingu umboðsaðila Twin Labs. Hann segir ekkert vandamál að fá keyptar vörur, bæði drykki og jafnvel töflur sem innihalda hreint efedrín. Þá séu á boðstólum margs konar vaxtarhvetjandi efni, m.a. sterar sem beint er sérstaklega að íþróttamönnum. Apótekarinn segir að háskaleg þróun sé að eiga sér stað í þessum málum. Falsaðar umbúðir Apótekarinn segir að eftirspurn eftir hvers konar orkuefnum og vaxtarhvetjandi efnum virðist mik- il og vaxandi, ekki sist meðal íþróttafólks, sem sé mjög varhuga- verð þróun. Aðferðin við að koma þessum efnum inn í landið sé oftar en ekki sú að ýmsir einstaklingar og jafnvel smærri fyrirtæki í heilsuræktargeiranum kaupi vörupartí af löglegum fæðubótar- efnum erlendis. Eftir að varan er keypt er skipt um innihald í nokkrum kössum hjá millilið og í stað t.d. B-vítamíns komið fyrir t.d. anabólískum sterum í umbúðun- um, eða umbúðir viðurkenndra framleiðenda eru hreinlega falsað- ar. Apótekarinn segir að eina leið- in til að koma í veg fyrir svindl af þessu tagi sé að gera að skyldu að upprunavottorð fylgi heilsuvörum á sama hátt og skylt er að uppruna- vottorð fylgi innfluttum lyfjum. Einar Ólafsson, lyfjafræðingur og framkvæmdastjóri Medico, hefur orðið þess var að einhverjir honum og fyrirtæki hans gjörsamlega óvið- komandi hafi verið að smygla inn efnum í umbúðum frá framleiðend- um, sem Medico hefur umboð fyrir. “Ég hef bent Lyfjaeftirlitinu á ólögleg efni sem ég hef sjálfur séð í umferð sem eru í umbúðum sem eru greinilega eftirlíkingar af um- búðum umbjóðenda minna,“ segir Einar. Hann segist hafa fengið kunn- ingja sinn til að kaupa eitt slíkra glasa á líkamsræktarstöð rækilega merkt Twin Lab. Hann hefur sent það út til Twin Lab til efnagreining- ar og bíður nú niðurstöðunnar og viðbragða forsvarsmanna Twin Lab. -SÁ Borgarnes: Vegagerðin vinnur spjöll DV, Vesturlandi: Vegagerðin í Borgamesi hefur unnið að þvi að lagfæra aðkom- una að nýuppgerðri brú yflr Brák- arsund. í þeim framkvæmdum á að fjarlægja hluta úr kletti sem stendur við brúarsporðinn Brák- areyjarmegin. Sú framkvæmd hef- ur farið fyrir brjóstið á mörginn og er talað um hönnunarmistök. Stendur á leyfi fyrir framkvæmd- unum frá Borgarbyggð en Vega- gerðin taldi sig hins vegar hafa tilskilin leyfi. Á siðasta fundi bæjarráðs Borg- arbyggðar, 24. júní, var rætt um framkvæmdir Vegagerðarinnar við vegtengingar á brúna yfir Brákarsund. Var eftirfarandi sam- þykkt gerð: „Bæjarráð bendir á aö óskað var eftir samþykki bæjaryfirvalda á hönnun vegtengingar við brú yfir Brákarsund með bréfi dags. 14.05. 99. Samþykki þetta hefur ekki verið veitt en engu að síður hafa framkvæmdir verið hafnar m.a. með broti á klettum í Brákar- ey. Bæjarráð harmar þessi vinnu- brögð og telur að þarna hafi verið unnin spjöll sem ekki verði bætt og væntir þess að framvegis verði tilskilin samþykki fengin áður en til ffamkvæmda kemur.“ -DVÓ Svignaskarð: Hiti í orlofshús DV, Vestnrlandi: Menn frá verktakafyrirtækinu Jörva á Hvanneyri eru að leggja loka- hönd á lagningu nýrrar hitaveitu- lagnar að orlofshúsunum í Svigna- skarði. Vatnið er keypt af hitaveitu Stafholtstungna og byrjar nýja lögnin við dæluhús skammt frá versluninni Baulunni. Um 30 hús munu tengjast nýju veitunni. -DVÓ Suðurland: Bíða eftir þurrki DV.Vík: Tíðarfarið það sem af er sumri hefur verið afar kalt og rysjótt víða og sláttur virðist ætla að fara al- mennt seinna af stað en í meðalári. Kenna má um kulda og vætutíð. Út- hagi er þó viðast komin í það horf sunnanlands að farið er að keyra fé á afrétti og fyrir þó nokkru var farið að hleypa út kúm til beitar. Bændur eru famir að bíða eftir þurrki og má bú- ast við að mikið verði að gera í hey- skap um leið og þomar. -NH Bílvelta varð við afleggjarann á Fellsströnd um hádegisbilið á laugardaginn. Málsatvik voru þau að ung kona sem keyrði bílinn var að snúa sér við til þess að huga að barni í aftursæti með þeim afleiðingum að hún missti stjórn á bílnum. Konan var í bílbelti og barnið í bílstói og urðu meiðsli því ekki alvarleg. Bíllinn er talinn ónýtur. DV-mynd G.Bender Vill umhverfismat Jón Helgason, fyrrverandi ráð- herra Fram- sóknarflokks- ins og formað- ur Landvernd- ar, hefur skor- að á umhverf- is- og iðnaðar- ráðherra að lögformlegt mat á um- hverfisáhrifum Fljótsdalsvirkj- unar fari íram. Þetta gerði Jón í opnu bréfi í Morgunblaðinu í fyrradag. Aldarafmæli Aldarafmæli Jóns Helgasonar, prófessors í Kaupmannahöfn, var haldið í gær í Reykholts- kirkju. Jón var sjálfur frá Rauðs- gili í Borgarfirði. í tengslum við afmæli Jóns var haldið málþing í Reykholtskirkju í gær. 33 erindi 33 erindi, þar sem íslendingar telja stjómvöld brjóta á sér mannréttindi, liggja nú fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strasbourg. Ríkissjónvarpið greindi frá. Ólöglegar hópuppsagnir Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþýðu- sambands ís- lands, óttast að atvinnurek- endur muni einnig grípa til hópuppsagna i kjarabaráttu en hann telur þær hópuppsagnir sem hafa átt sér stað upp á síðkastið vera ólöglegar. Textavarpið greindi frá. Fjölmennur útifundur Fjölmenni var á útifundi homma og lesbía á Ingólfstorgi á laugardag þar sem þau fögnuðu 30 ára afmæli réttindabaráttu sinnar. Þingmennimir Össur Skarphéðinsson, Samfylking- unni, og Kolbrún Halldórsdóttir, VG, fluttu ávörp og Páll Óskar Hjálmtýsson, Selma Bjömsdóttir o.fl skemmtu. Talið er að um 1.000 manns hafi veriö á fundin- um. Óheppnir þjófar Tveir piltar gerðust svo bí- ræfnir um helgina að stela tjald- vagni af bílastæði í Garðabæ og fara með það til Þórsmerkur. Þegar þangað var komið varð þeim ljóst að tjaldvagninn var ónothæfur og þar að auki vildi svo til að eigandi tjaldvagnsins var í næsta tjaldi. Kallað var á lögreglu sem handtók mennina en þeim var sleppt eftir skýrslu- töku. Þetta kom fram á Vísi.is. Forsetanum fagnað Um 50 þúsund áhorfendur fögnuðu for- seta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar hann gekk inn á leikvang Al- þjóðaleika þroskaheftra í um í gær. Ólafur er þar ásamt 40 íslenskum þátttakendum sem taka þátt í leikunum í ár. Flutti Ólafur ræðu við setningu leik- anna. Harður árekstur Harður árekstur varð í Gríms- nesi í gær. Tildrög árekstursins voru þau að bíll sem var að taka fram úr keyrði á vörubíll sem var að keyra inn á veginn. Öku- maður fólksbílsins var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. Síldveiðum lokið Veiðar úr norsk-íslenska sild- arstofninum í síldarsmugunni voru stöðvaðar um helgina en 202 þúsund tonna kvóti íslend- inga var þá veiddur. -hb/EIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.