Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 DV nn Ummæli Gangandi kjötskrokkar „Níutíu prósent Islendinga eru ekkert nema gangandi i kjötskrokkar. Til- ! finningalega dof- , ið lið sem hugs- l ar aldrei um það i sem skiptir i máli og getur fyrir vikið , hvorki útskýrt i fyrir sjálfu sér eða öðrum hvernig því líður.“ Páll Óskar Hjálmtýsson, Dr. Love, um reynslu sína af kynlífsráðgjöf í Fókusi. Hér og þar „En þessi ótrúlegi munur, 7 dagar hér og 90-120 dagar þar, hlýtur að vekja upp spumingar um það hvort við hér á íslandi í raun og vem meinum það sem við segjum á tyllidögum þegar við mær- um fjölskylduna og setjum hana á stall sem undirstöðu þjóðfélagsins.“ Sr. Þórhallur Heimisson um mun á frídögum foreldra á Norðurlöndum vegna veik- inda barna í Mogganum. Á hálum ís Lögreglan færir fram, sér til afsökunar, að mennirnir hafi valdið „röskun" á ein- , hverju fyrir fram ákveðnu ! hátíðarsvæði. Það getur yel verið. En er það ástæða til þess að hand- taka menn og hætta sér þar með út á þann glerhála ís sem fylgir því að taka menn fasta fyrir að flagga tjáningarfrelsi sínu? Illugi Jökulsson, pistlahöf- undur í Degi, um handtöku mótmælenda 17. júní. Þeim skal útrýmt „Hið eina senrekki virðist skortur á eru leiðbeinendur. Þeir kvarta ekki um kaup- ið og una glað- ir við sitt. Þeim skal út- rýmt. En það er hægara sagt en gert, því ekki er hægt að taka við nema rúm- um þriðjungi þeirra sem sækja um í Kennaraháskólan- um.“ Oddur Ólafsson um harma- grát skólamanna í Degi. Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn: Sauðfjárbóndi í sérflokki „Svona árang- ur kemur ekki af sjálfu sér, það er nokkuð langur vegur að þessu marki og þó þessi árangur sé góður og öllu betri en þeir bændur sem sauðfjárbúskap stunda hafa talið til skamms tíma að hægt væri að ná, er ég ekki í nokkrum vafa um að hægt sé að ná töluvert miklu lengra með réttri meðferð, kynbót- um og öðru því sem til þarf,“ seg- ir Indriði Aðal- steinsson, sauðfjárbóndi á Skjald- fönn. Samkvæmt yfirliti um afurðir þeirra sauðfjárbúa sem hafa skýrsluhald og voru virkir í sauð- fjárræktarfélögum 1997 er Indriði, ásamt bóndanum á Kvíabekk við Ólafsfjörð, í nokkrum sérflokki þeirra sem eru með meira en 100 skýrslufærðar ær. Hann er með um þremur kílóum meira kjötmagn eftir hverja á en sá sem er í þriðja sæti listans. Hjá Indriða, sem er með 205 ær, svarar það til þess að allar æm- ar hafi skilað tveimur dilkum og meðalþungi þeirra hafi verið hálft tuttugasta kíló. „Fyrir utan góða meðferð hef ég lagt mig fram við að ná upp mikilli frjósemi og vænleika því þótt landgæði séu hér mikil duga þau ekki nema annað fylgi með.“ Hann segir frjósemina vera orðna eðlislæga og gróna í fjárstofn- inn, sem mikils virði sé, enda fylgi fengieldi sem margir bænda viðhafa enn þá allnokkur aukakostnaður. Indriði fær um 15% þrílembt og að meðaltali um eða yflr tvö lömb fædd á kind. Hann segir að afurðir sínar hafi undanfarin ár verið við þetta mark. Aðeins gæti árstíðasveiflna eins og eðlilegt sé. Hann segist ekki hafa verið að berjast um á hæl og hnakka, eins og sumir bændur, við að stytta fótlegg- ina á fénu svo það eigi óhægt með að bera sig um af- rétti og heima- lönd og fari strax að draga kviðinn og einhvem snjó gerir. Ær hans em um 5-6 tomm- um hærri á jötu en ær margra fj árr æktarmanna á Ströndum, sem til fyrirmyndar eru taldir. Þær era auk þess þyngri sem nem- ur um 10-15 kg. Hann segir að vegna þessa hafi fyrirfram verið talið að nýjar flokkunar- og mats- reglur á kjöti, sem tóku gildi sl. haust, myndu koma illa út fyrir byggingarlag hans fjárstofns. Svo reyndist þó ekki vera, enda er Ind- riði mjög sáttur við út- komuna, sem var honum miklu hagstæðari en sú viðmiðun sem fyrirfram var lögð til grundvallar um flokkunarhlutföll. „Landkostir, ásamt glöggu auga bóndans um að vera sífellt vakandi við ræktunarstarfið og að umhirðan öll sé í lagi, verða ætíð afgerandi þættir þar sem góður árangur næst í sauðfjárræktinni,“ segir Indriði að lokum. Guðfinnur Maður dagsins Sendibílastöðin heldur upp á afmælið. ■ Sendibílastöðin 50 ára Sendibílastöðin hf. verð- efni afmælisins verður opið ur 50 ára á morgun, þriðju- hús að Klettagörðum 1 laug- dag. Hún var form-________ardaginn 3. júlí nk. frá lega stofnuð 29. júní f|fL.L ■* * kl. 13. Gestum er boðið árið 1949 en sendi- MTIlloBII I kaffihlaðborð, grill- bílar fóm ekki að---------aðar pylsur. Leiktæki sjást á götunum fyrr en eft- og fleira er fyrir börnin. ir seinni heimsstyrjöld. í til- Allir eru velkomnir. Meinvarp Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Anna S. Björnsdóttir les eigin ijóð. Rithöfunda- kvöld í Gunnarshúsi í kvöld kl. 20 verður rithöfunda- kvöld í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Þar mun danski rithöfundurinn Vagn Predbjorn Larsen lesa úr eigin verkum og segja frá rithöf- Samkomur undarferli sínum. Anna S. Björns- dóttir les eigin ljóð á íslensku og dönsku. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Bridge Það getur verið flókin kúnst að finna réttu öryggisspilamennskuna við borðið. í þessu dæmi er loka- samningurinn fjögur hjörtu á hend- ur n-s. Níu toppslagir eru sjáanlegir og nokkrir möguleikar á þeim tí- unda. Það er hins vegar ekki sama hvernig farið er að við úrspilið: ♦ D63 M 1043 ♦ KDG ♦ DG98 4 G754 «* 765 ♦ Á63 * Á63 4 K10982 M 92 ♦ 10954 * 104 4 Á M ÁKDG8 4 872 4 K752 Útspil vesturs er tígulkóngur og sagnhafi drepur á ásinn. Augljóst má telja að möguleikamir felist í lauf- litnum. 3-3 lega í laufi skapar engin vandamál en vel er hugsanlegt að ráða megi við 4-2 legu. Þeir sem spila beint af augum myndu hgsanlega taka strax ÁK í laufi og spila þriðja laufinu. Hins vegar gengur sú leið ekki því austur getur yfirtrompað blindan þegar vestur spilar fjórða laufinu. Einhverjum dytti sjálfsagt í hug að taka tvö hæstu trompin, spila síðan ÁK í laufi og meira laufi. Þá ynnist spilið í 3-3 legu og einnig í 4-2 legu ef sá sem lendir inni á laufið á ekki tromp. Vanir spilamenn sjá strax réttu leiðina í úrspilinu. Hún felst í því að spila litlu laufi frá báð- um höndum strax í öðram slag. Það er sama hvað vömin gerir í þessari stöðu. Sagnhafi getur tekið tvo hæstu í trompi og trompað fjóröa laufið í blindum. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.