Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 Fréttir Tvær áttræðar konur frá Svlþjóð hrifnar af landi og þjóð: Fara með bakpok- ann um allan heim Þær Gunbritt Stálegárd og Naemi Pettersson frá Svíþjóð hafa ferðast vítt um breitt um heiminn sem bakpokaferða- langar þótt þær séu báðar tæplega áttræðar. DV-mynd E.ÓI. Máltækið segir eitthvað á þá leið að allt sé fertugum fært en í tilfelli Gunbritt Stálegárd og Naemi Pett- ersson væri e.t.v. nær að segja að allt sé áttræðum fært. Gunbritt og Naemi, sem eru báðar tæplega átt- ræðir sænskir félagsráðgjafar, hafa undanfarið gist á farfuglaheimili í Hafnarfirði. Þær hafa ferðast vítt og breitt um landið sem bakpoka- ferðalangar eins og títt er um ungt fólk. “Við höfum ferðast víðs vegar um heiminn og ég hef t.d. komið til 24 höfuðborga í Evrópu og farið til Sádi-Arabíu,“ segir Naemi. „Ég hef líka alltaf haft gaman af að ferðast enda er ég ógift og frjáls eins og Naemi. Ég hef m.a. farið með lest frá Moskvu til Peking og er á leiðinni til Argentínu í haust,“ bætir Gunbritt viö. Þær stöllur eru einstaklega brosmildar og léttar og bera aldur- inn vel. Þær hafa ferðast til nokk- urra annarra landa saman en einnig hafa þær ferðast mikið ein- ar síns liðs. „Það er ekkert mál að ferðast einn því maður hittir alltaf eitt- hvert skemmtilegt fólk. Fyrir einu og hálfu ári hitti ég til dæmis ensk- an herramann sem varð góðvinur minn. Viö ætluðum að hittast aftur um síðustu jól og eyða jólunum saman en því miður dó hann rétt fyrir jól,“ segir Naemi. Að sjálfsögðu var ekki hægt að sleppa þeim stöllum án þess að spyrja þær hinnar sígildu spurn- ingar um hvað þeim fyndist um ís- land: “Landið er mjög ólíkt Svíþjóð því hér er svo mikið um hraun. Veðrið hefur verið vont en fólkið hefur verið mjög almennilegt við okkur og við höfum eignast góða vini,“ segja þær stöllur að lokum. -GLM Hilmar Lúthersson, mótorhjólakappi á sjötugsaldri: Hef átt 100 mótorhjól á tuttugu árum ÓL fatlaöra: Ólafur Ragnar flytur ávarp Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, flutti á laugar- daginn ávarp á setningarhátíð á Ólympíuleik- um fatlaðra sem haldnir eru í Norður-Kar- ólínu. Mikill fjöldi íþrótta- manna frá ótal ólafur Ragnar löndum var við- Grímsson. staddur opnun- arathöfnina ásamt rúmlega 5000 áhorfendum. Margir úr Kenn- edy-fjölskyldunni voru viðstadd- ir opnunarhátíöina en fjölskyld- an stofnaði „Special Olympics" fyrir þrjátíu árum. Um fjörutíu íslendingar keppa á leikunum og koma þeir frá öllum landshlut- um. -EIS Snæfellsbær: Skólastjóraskipti DV, Vesturlandi: Hulda Skúladóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskólans á Hellissandi í stað Guðlaugar Sturludóttur. Hulda hefur um ára- bil starfað sem kennari við skól- ann. Tveir umsækjendur voru um stöðu skólastjóra við Gnmnskól- ann í Ólafsvík sem auglýst var laus til umsóknar á vordögum. Um- sækjendumir em Sveinn Þór Elín- bergsson, aöstoöarskólastjóri í Ólafsvík, og Guðbrandur Stígur Ágústsson, fyrrverandi skólastjóri Patreksskóla á Patreksfirði. Sam- kvæmt heimildum DV er taliö lík- legt að Sveinn verði ráðinn skóla- stjóri við Grunnskólann í Ólafsvík. -DVÓ „Það eru hjólin sem em gamlingj- arnir, ekki félagsmennimir, það er algengur misskilningur. Til að kom- ast inn í félagið verða menn annaö hvort að vera komnir til vits og ára eða eiga gamalt mótorhjól," segir Dagrún Jónsdóttir, leiðtogi Vélhjóla- félags gamlingja. Vélhjólafélag gaml- ingja var stofnað fyrir sex árum. Meðlimir em 33. Félagsmenn sýndu i gær mörg hjóla sinna á Árbæjar- safni. Aðspurð um hjólaeign sína segir Dagrún: „Ég á eitt hjól hér á sýningunni sem er frá 1946. Auk þessa á ég Harley Davidson mótor- hjól heima sem er frá árinu 1931. Það er hjól sem ekki er hægt að meta til fjár. Harleyinn er dýrgripur." Hilmar Lúthersson, sem kominn er á sjötugsaldurinn, er einn félags- manna Vélhjólafélags gamlingja. Hann á nokkur hjól og voru tvö af hans hjólum til sýnis í Árbæjarsafn- inu. „Ég hef átt um 100 hjól síðustu 20 ár. Þá er ég ekki að ýkja mikið. Ég átti mótorhjól þegar ég var ung- ur en svo kom góð pása meðan ég var i fjölskyldustússi. Ég byijaði aft- ur í þessum bransa fyrir um tuttugu ámm. Þetta er frábær skemmtun. Félagsskapurinn er góður og þetta er skemmtilegt áhugamál," segir Hilmar Lúthersson - EIS sasandkor Löggan sparar Lögreglan í Reykjavík býr við nokk- urt fjársvelti svo sem fram hefur kom- ið. Böðvar Bragason hefur brugðist við kreppunni með þeim hætti að skera niður yfírvinnu hinna óbreyttu. Ein- stöku yfirmenn hafa hlaupið í skarð hinna óbreyttu til að ekki verði löggulaust á álagstímum. Hinn stóri og stæðilegi V estmannaey ingur Geir Jón Þórðar- son yfirlögreglu- þjónn hefur verið sérlega áhugasamur og víða sýnilegur. Þannig var hann í lykilhlutverki þegar umdeild hantaka NATÓ andstæðinga fór fram á Austur- velli á 17. júni. Sá yfirvinnuspamaður gæti þó reynst tvíbentur því mótmæl- endurnir þrír gætu í versta falli feng- ið milljónabætur eða sem samsvarar þúsundum yfirvinnutíma... Fýla í Framsókn Bráðlega mun sendiherrafrúin Guðrún Ágústsdóttir halda vestur um haf til varanlegra samvista við mann sinn, Svavar Gestson, sendi- herra og fyrrum for- manns Allaballa. Til stendur að halda mikið kveðjuhóf henni til heiðurs á næstunni. En það er ekki ailt gull sem glóir og nú heyrist að Guðrún muni ekki hætta alveg eins og áður var talið heldur fara í frí. Þetta mun fara mikið í taugar Framsóknarforystimn- ar sem vill Guðrúnu einfaldlega út. Þá mun þetta háttalag ýta enn frekar undir að Framsókn verði ekki innan- borðs hjá R-listanum við næstu sveit- arstjórnarkosningar... Vörutalningin Gísli Hjartarson, stórkrati og rit- stjóri á ísafirði, gaf út 101 vestfirska þjóðsögu fyrir síðustu jól og seldi vel. Nú hyggur hann á framhaldsútgáfú og meðal þjóðsagna þar er eftirfarandi: Eitt sinn voru þeir við vörutalningu í Kaupfélagi Önflrð- inga á Flateyri, Halldór Kristjáns- son, bindindisfföm- uður frá Kirkju- bóli, og Emil R. Hjartarson, skóla- stjóri og kennari. Taldi Dóri en Emil skrifaði. í einni hillunni voru leik- fóng, þar á meðal dýr úr plasti. Dóri tekur eitt dýrið, otar því að Emil og spyr: „Hvað er nú þetta?" „Þetta er hundur," segir Emil, en Dóri svarar af bragði: „Þeir eru ekki svona á Kirkjubóli. Skrifa þú þrjú helvítis kvikindi úr plasti," og varð Emil að færa þaö í vörutalningabókina... Hringnum lokað Eftir að Þórarinn Viðar Þórarins- son er brottgenginn úr VSÍ og orðinn forstjóri Landssímans velta menn vöngum yfir því hver verði forstjóri hinna nýju Samtaka atvinnulífsins sem taka við hlutverki VSÍ og VMS þann 1. sept- ember nk. Vinur Sandkorns telur að þar komi Ásmund- ur Stefánsson sterklega tU greina. Hann sé fyrrum __ forseti ASÍ þar sem hann gekk öreiga lega tU fara og bar fram launakröfur umbjóðenda sinna af harðfylgi. Nú er Ásmundur framkvæmdastjóri hjá ís- landsbanka með starfsmannahald og launamál á sinni könnu. Hann gætir þar hagsmuna bankans af harðfylgi og kann orðið að meta faUeg jakkafót og góða jeppa. Hann er því hnútum þaul- kunnugur í atvinnulífinu beggja vegna borðsins. Verði hann framkvæmda- stjóri Samtaka atvmnulífsins er hringnum lokað... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.