Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 15 Stríðsleikir í Reykjavík Herstöðvaandstæðingar finnast enn. Hér mótmæla þeir heræfingum í höfuðborginni í síðustu viku. DV-mynd HH. Miðvikudaginn 23. júní var fyrirhuguð mik- il björgunaræfmg Banda- ríkjahers í Reykjavík. Bjarga átti starfsmönn- um bandaríska sendi- ráðsins frá umsátri öfga- sinnaðra umhverfis- vemdarmanna. Yfirmað- ur hersins á Keflavíkur- flugvelli, flotaforingi að tign, sagði í viðtali við Morgunblaðið sama dag að æfingamar tækju mið „af raunverulegum að- stæðum". Sams konar af- staða kom fram hjá tals- manni hersins, Friðþóri Eydal, en rætt var við hann í síðdegisútvarpi Rásar 2 þennan sama dag. Hann var inntur eftir því í hverju þátttaka víkingasveitarinnar íslensku ætti að felast í þessum mikla björgunarleiðangri: „Ja, vík- ingasveitin gerir náttúrlega það sem hún er vön að gera, sagði tals- maðurinn." Og hvað er það? var spurt. „Bjarga gíslum," hljómaði svarið stutt og laggott. Jamm og já, vikingarnir íslensku ekki af baki dottnir, síbjargandi öllum gíslum sem þeir finna. Hvers Gísli á að gjaida veit ég ekki. En engan útúrsnúning. Alvara málsins er sú að hér á landi skuii sí og æ fara fram æfmgaleikir Nató- herja þar sem sam- hæfðir era kraftam- ir til að gera það sem herjum er ætlað að gera: drepa, hjálpa valdamönnum að halda völdum og út- víkka valdasvæðið, samanber á Balkan- skaga. Og núna átti að færa æfingasvæð- ið inn i miðborg Reykjavíkur. Vegna þessa söfnuð- ust nokkrir tugir manna saman í Hljómskálagarðin- um, með þeim til- gangi að koma í veg fyrir að herþyrla lenti þar, og það tókst þennan dag. Málið er að við viljum ekki gikkglaða gæja í bófahas- ar í bænum og engar heræfmgar eða hemaðarbrölt yfirleitt hér á landi. Leyfði borgarstjóri heræfingarnar? Hjá flotaforingjanum bandaríska kom fram í áðurnefndu viðtali við Moggann að allt væri þetta með vit- und og vilja ís- lensku ríkisstjóm- arinnar sem væri með í undirbún- ingi aðgerða frá upphafi til enda. Þeir Davíð, Halldór og félagar hafa sem sagt veitt leyfi til heræfinganna almennt og verið með í því að skilgreina umhverfissinn- aða öfgahópinn. Gaman hjá þeim drengjunum og margur sandkass- inn sem hægt er að dunda sér í. Ég vildi hins vegar gjaman fá svar frá borgarstjóra, sem æðsta pólitískum starfsmanni okkar borgarbúa, við eftirfarandi spurningu: Hvar innan borgarkerfisins var fiailað um að veita leyfi til heræfinga innan borg- armarka? Hver veitti það leyfi og hvenær? Það er leiðinlegt til þess að vita, sé borgarstjóri kominn á kaf í sandinn. Mjólk er góð Þegar ljóst var orðið að knáir kappar Kanans höfðu gefist upp við björgunarafrek í Þingholtunum fór hópur heræfingaandstæðinga upp að bandaríska sendiráðinu til þess að andæfa endalausum hernaðaryf- irgangi og stríðsbrölti Bandaríkja- hers hér á landi sem annars staðar. Léttfættir úr hópnum stukku upp á skyggni yfir útidyrum og komu svörtum fána fyrir á fánastöng hússins. Er það trúlega í fyrsta skipti sem bandariskt sendiráð flaggar fána anarkista. Einhverjir úr hópnum munu hafa skvett súr- mjólkurslettu á útveggi. I morgunfréttum Ríkisútvarpsins 24. júní var haft eftir lögreglu og starfsmönnum bandaríska sendi- ráðsins að málið sé litið mjög alvar- legum augum. Skiljanlegt, þetta eru algjör stílbrot. Menn sem eru hing- að komnir, þrautþjálfaðir í því að nota almennilegar græjur, svo sem klasasprengjur og úraníumsprengj- im, auk annars dótarís, þeir verða að horfa upp á það að sendiráð þeirra er svívirt með landbúnaðar- afurðum, sveitamennskan í há- marki! Að voga sér að nota súr- mjólk þegar allt er löðrandi í hand- sprengjum í heiminum! Lásí hall- ærismennska. Og það undir blakt- andi fána anarkista á stöng sendi- ráðsins og með rauðan fána yfir hinu allra helgasta - sjálfu skjaldar- merkinu. Þetta gengur náttúrlega ekki. Það hefði í það minnsta verið hægt að skreppa suður á Miðnes- heiði og grafa upp smá PCB-meng- aðan jarðveg undan hernum og hræra út í mjólkina. Birna Þórðardóttir Kjallarinn Birna Þórðardóttir blaðamaður „Máliö er að við viljum ekki gikk* glaða gæja í bófahasar í bænum og engar heræfíngar eða hernað• arbrölt yfírleitt hér á landi.“ A5 lokinni flugeldasýningu Sprengjuregnið í Júgóslavíu er yfirstaðið. NATO, fuiltrúi lýðræðis og mannréttinda, hefur lýst yfir sigri á óvininum, Slobodan MUos- evic, alræðissegg og valdníðingi, sem leitt hefur land sitt í gegnum hverja ógæfuna á fætur annarri. Nú er hann upptekinn við að halda völdum og framkvæmir þessa dag- ana minni háttar „hreinsanir" a la Stalín. Nú hefm- hann sparkað tveimur nánum samtarfs- og stuðn- ingsmönnum, m.a. yfirmanni serbneska sjónvarpsins. Milosevic gerir allt til þess að halda völdum. Hversu lengi honum tekst það er óvíst, en það hjálpar ekki til við að losna við hann að stjórnarandstað- an er lömuð og almenningur í Serbíu virðist ekki vera á þeim nót- unum að gera byltingu. Unga fólkið frekar flýr þau ömurlegheit sem nú ríkja í Júgóslavíu og svo lengi sem Milosevic hefur stuðning hersins og öryggislögreglunnar og heldur sinni ógnarhendi yfir fjölmiðlum, þá mun hann sennilega sitja áfram. Alheimslöggan og Tíbet Lofthemaðurinn og sú aðferða- fræði sem beitt var í Júgóslavíu leiðir hugann að stöðunni í alþjóða- kerfinu. Þar á toppnum em Banda- ríkin, almáttug og enn þá í eins konar algleymi yfir því að vera orð- in lögga heimsins númer eitt og geta næstum farið sínu fram hvar sem er. Þetta ástand getur skapað hættur og fyllt bandariska ráða- menn mikilmennsku. Afstöðu Bandaríkjanna má kannski best lýsa með því að þeir segja blákalt við Evrópumenn; „við sprengjum - þið byggið upp.“ Bandaríkjamenn virðast nefnilega vera bestir í því að sprengja og eyðileggja, en vemi í því að byggja upp. Eða kannski hafa þeir einfaldlega miklu meiri áhuga á hinu fyrrnefnda. Þetta leiðir einnig hugann að því hvers vegna Bandarikin berjast ekki svona gegn öðrum alræðisríkj- um sem hafa hegðað sér á álíka hátt og Milosevic hefur gert gegn Kosovo og ibúum þess. Hvers vegna sprengja Banda- ríkjamenn t.d. ekki Kina út úr Tíbet, sem hefur verið , undir grimmdarstjórn í marga áratugi? Kínverjar hafa framið hryllilega glæpi gegn íbúum Tíbet og stefna markvisst að því að útrýma tíbetskri menningu. En í tilfelli Tibet virðast Bandaríkja- menn samþykkja þau rök Kínverja að ástandið í Tíbet sé kínverskt innanríkismál. Evrópa borgar uppbygginguna Kostnaðurinn við endurbyggingu Júgóslavíu og Kosovo mun lenda að stærstum hluta á ríkjum Evrópu. Þau munu einnig bera kostnaðinn af flóttamannastraumnum og af- leiðingum hans. Kostnaður vegna tapaðra viðskipta mun einnig lenda að mestum hluta á evrópskum fyrirtækj- um og lönd í nágrenni Júgóslavíu verða sér- lega hart úti. Talið er að það muni kosta á bilinu 10-12 þúsund millj- arða íslenskra króna að byggja upp Júgóslavíu (talið er að 60% íbúðarhúsnæðis í Kosovo séu meira eða minna ónýt). Upp- byggingin mun taka Qölda ára og ef tala má um „andlega“ upp- byggingu mun hún taka enn lengri tíma. Frosin samskipti Samskipti Serba og Albana hafa aldrei verið verri. En draumar um Stór-Serbíu annars vegar og Stór-Albaníu hins vegar verða ekki að veruleika á næst- unni, kannski sem betur fer. Að hafa forskeytið „Stór“ fyrir framan nafn lands býður heim þjóðernis- rembu og uppblásnu stolti. Hvernig fór t.d. fyrir Stóra-Bretlandi (Great Britain) og nýlenduveldi Breta? Það er ekkert stórt lengur og hugsanagangur á þessum nótum er einfaldlega gamaldags. Rússar reyna á sig Enn einn flötur á endalokum Kosovo-stríðsins er hin skondna „innrás" Rússa í Kosovo. Þeir vildu sýna hvað þeir gætu, brunuðu í gegnum Júgóslavíu frá Bosníu (þar sem þeir yfirgáfu skylduverkefni á vegum SFOR) og tóku flugvöllinn í Pristina, höfuðstað Kosovo, í eins konar gíslingu. Síðan hafa þeir ver- ið með stæla gagnvart NATO, en verið vinir Serbanna og hleypt þeim inn á flugvöllinn. Fyrr en seinna munu þeir hefja alvöru sam- starf við NATO, þeir geta tæplega staðið einir síns liðs, því ástandið er slíkt í rúss- neska hernum að Sergei Stepasjin (nýjasti forsætisráð- herra Rússlands!) lýsti því nýlega sem „hörmrdegu", vegna fjárskorts og slakrar stjórnunar. Rússarnir hafa m.a. beðið NATO- hermenn um mat og vatn! Og allir vita að Rússland er næstum gjaldþrota og algerlega háð vest- rænum lánum. Dimm framtíð Ástandið á Balkanskaga mun um ókomin ár einkennast af hatri, van- trausti og efnahagslegum erfiðleik- um. Óhjákvæmilega fellur það í hlut vestrænna (evrópskra) lýðræðis- ríkja að reyna að breyta þessu og halda áfram að „passa“ Balkanskag- ann. Ummæli Carl Bildt, sendifull- trúa SÞ, lýsa ástandinu kannski best en hann sagði í viðtali um daginn að „svo lengi sem ekki ríkir innri frið- ur meðal íbúanna verður ekki friður á Balkanskaga“. Framtíðin er dimm, mjög dimm og ástæðan; botnlaus þjóðernishyggja og stórmennsku- brjálæði. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson „Hvers vegna sprengja Banda- ríkjamenn t.d. ekki Kína út úr 77- bet, sem hefur verið undir grimmdarstjórn í marga áratugi? Kínverjar hafa framið hryllilega glæpi gegn íbúum Tíbets...“ Kjallarinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson stjórnmálafræðingur Með og á móti Lenging íslenska knattspyrnutímabilsins Knattspyrnutímabilið á íslandi er það stysta sem þekkist í Evrópu og þó víðar væri leitað. Liðin hafa eytt sjö mánuðum í undirbúning þegar deilda- keppnin hetst seint í maí og henni lýk- ur aðeins fjórum mánuðum síðar. í Vestmannaeyjum telja menn alla möguleika á að lengja tímabilið en í Ólafsfirði telja menn það afar erfitt. Virðing fyrir grassvæðum „Það er nauðsynlegt að lengja tímabilið hér á landi og um leið að setja á fasta leikdaga. Það á að vera hægt að byrja ís- landsmótið snemma í maí og spila lengra fram á haustið, og spila í knattspyrnu- húsum þar sem þess verð- ur þörf. Það er að eiga sér stað bylting í grasvallamál- um og til dæmis eru Keflvíking- ar að gera athyglisverða tilraun með að styrkja náttúrulegt gras með gervigrasi. Það hefur verið gert með frábærum árangri í Noregi og nýting valla aukist allt að 100 prósent fyrir vikið. Menn verða lika að bera virð- ingu fyrir grassvæðunum og líta á þau sem alvöru íþróttamann- virki, ekki byrja að huga að þeim að vori eins og svo algengt er. Grassvæðum þarf að fjölga og gera félögum kleift að vera með sérstakan leikvang fyrir topp- leikina. Svo er furðuiegt að ekki skuli vera fleiri upphitaðir vellir hér á landi en raun ber vitni.“ Aðstæður leyfa ekki slíkt „Nei, það er ekki raunhæft að svo stöddu að lengja knatt- spyrnutímabil- ið. Aðstæðurn- ar hér á Norð- urlandi og að- stöðuleysið til knattspyrnu- iðkunar á öðr- um tíma en yfir hásumarið leyfa einfald- lega ekki slíkt. Það hefur sýnt sig að það er útilokað að byrja fym að vorinu en gert er, og að haustinu er allur gangur hvað veðráttuna varðar. Það er stund- um farið að snjóa á okkur hérna upp úr miðjum september. Það væri mikið nær að færa til leiki því að mínu mati er spilað alltof þétt í byrjun móts. Stund- um er búiö að spila fjórar til fimm umferðir í byrjun júní í stað þess að dreifa þessu betur. Á besta tíma sumarsins, i júlí, er síðan yfirleitt ekki nema einn leikur á viku. Eina leiðin til að lengja keppn- istímabilið hér á landi er að byggja knattspyrnuhús. Ef KSÍ leyfir að leikið sé i slikum hús- um í deildakeppninni er ekkert því til fyrirstöðu að lengja tima- bilið í báða enda þegar slíkt hús verður risið hér á Norðurlandi.“ -VS Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is Þorsteinn Þor- valdsson, formaöur knattspyrnudeildar Loifturs. Bjarni Jóhannsson, þjálfari íslands- og bikarmoistara ÍBV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.