Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 Rafstöðvar Mikið úrval bensín og dísil rafstöðva. Hagstætt verð! Suðurlandsbraut 16, sími 588 9747. Borgartúni 36. sími 568 8220. Útlönd Frelsisher Kosovo með serbnesk skjöl undir höndum: Þjoðarhreinsanir þaulskipulagðar Frelsisher Kosovo kveðst hafa undir höndum hundruð skjala sem sýna að þjóðarhreinsanirnar í Kosovo hafi verið þaulskipulagðar af stjórnvöldum í Belgrad, að því er segir í breska blaðinu Observer. Sagt er að í skjölunum komi fram að serbneskir herforingjar, lögreglustjórar og leiðtogar að með- töldum Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta tengist fjöldamorðunum á yfír 10 þúsund manns. Flest skjalanna eru í vörslu leyni- þjónustu Frelsishers Kosovo, að því er Oberver hefur eftir yfirmanni leyniþjónustunnar, Kadri Veseli. Heimildarmaður Observer innan NATO, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að skipulagt hafi verið hvaða bæi ætti fyrst að hreinsa og þar hafi fjöldamorðin verið hafin. Allt hafi verið skipulagt að ofan og áætluninni framfylgt í smáatriðum. Samkvæmt frétt Observer tók serbneska öryggislögreglan með sér eða eyðilagði flestöll skjöl sín áður Þyrla friðargæsluliða flýgur yfir brennandi hús í Belopolje í Kosovo. en hún fór frá Kosovo. Það sem skil- ið var eftir var nægilegt til að varpa ljósi á hverjir hefðu skipulagt og framkvæmt aðgerðirnar. Fréttir bárust enn af ofbeldis- verkum í Kosovo í gær. Albanskir flóttamenn, fullir af reiði eftir að hafa séð eyðilegginguna við heim- komuna, kveiktu í heilu yfirgefnu þorpi Serba í vesturhluta héraðsins í gær. Áður höfðu þeir rænt og rupl- að í húsum Serbanna. Árásarmenn- irnir kváðust aðeins vera að gera það sem Serbar gerðu þeim. „Þetta er aðeins byrjunin. Við er- um aðeins að ná okkur í 1 prósent af því sem þeir tóku frá okkur,“ sagði albanskur piltur á tánings- aldri um leið og hann hjálpaði fjöl- skyldu sinni við að ræna eignum Serbanna sem flúðu þorp sitt fyrir tveimur vikum þegar serbneskir hermenn héldu á brott frá Kosovo. ítalskir friðargæsluliðar voru á verði við þorpið. Þeir gerðu enga tilraun til þess að grípa inn í þegar hundruð Albana rændu allt frá rúmum til þvottavéla og kveiktu síðan í húsunum. Italimir sögðu það ekki í sínum verkahring að stöðva eyðilegginguna. Borgarstjórinn í Moskvu, Júrí Lzhkov, fékk sér snúning við setningu keppninnar Ungfrú fitubolla í borg hans í gær. Blaðið Moskovsky Komsomolets skipuleggur slíka keppni á hverju ári. Símamynd Reuter KR-ingar heimsóttir Pavarotti rigndi í kaf í Ósló DV, Ósló: Tárin runnu niður kinnar stór- söngvarans Pavarottis eftir tón- leikana. Þeir dropar voru þó ekk- ert á við úrfellið sem á undan var gengið. Sumarið í Ósló hefur verið hið vætusamasta í manna minnum og tónleikar Pavarottis þar á laug- ardagskvöldið rrrnnu bókstaflega út í sandinn. Um 20 þúsund manns höfðu keypt miða á tónleikana. Þar á meðal voru forsætisráðherrann, Kjell Magne Bondevik, og Björg kona hans. Dýrustu sæti kostuðu nær 40 þúsund íslenskra króna og þvi urðu vonbrigðin mikil þegar Pavarotti hóf upp hása og ráma rödd sína í hráslaganum og rign- ingunni. Pavarotti gerði hlé á söng sínum í von um að raddböndin jöfnuðu sig. Hann var skárri eftir hléið en játaði sig að lokum sigraðan og gafst upp. -GK Stuttar fréttir i>v Ævintýralegur flótti Mörg hundruð lögreglumenn leituðu í gærkvöld fanga sem flúði í þyrlu frá fangelsi rétt utan við Marseille í Frakklandi á laug- ardaginn. Alls flúðu fimm fangar. Einn fannst látinn af skotsárum og þrír voru gripnir. Skipuleggj- anda flóttans og vinkonu hans er einnig leitað. Hóta Belgíu blóöbaði Samtök róttækra múslíma í Al- sír hafa hótað blóðbaði í Belgíu og eyðileggingu kirkna verði yfír- völd ekki við kröfum þeirra um að láta fanga lausa. Heim úr útlegð Friðarverðlaunahafarnir Jose Ramos-Horta og Carlos Belo bisk- up taka báðir þátt í friðarvið- ræðum um A- Tímor í Jakarta. Horta kom á laugar- daginn heim til Indónesíu eftir 23 ár í útlegð. Ekki er nema vika síðan utanrík- isráðherra landsins, Ali Alatas, neitaði Horta um vegabréfsáritun á þeirri forsendu að hann væri hrokafullur. 10 ára nauðgari 10 ára drengur í Dayton í Tenn- essee hefur viðurkennt að hafa nauðgað 5 ára leikfélaga sínum á meðan faðir þess síðarnefnda fór út að gera innkaup. Sá 10 ára kvaðst hafa lært hvemig ætti að gera með því að horfa á foreldra sína. Sprengja á diskóteki 16 slösuðust þegar sprengja sprakk utan við diskótek aðfara- nótt sunnudags i Merseburg í austurhluta Þýskalands. Blóð á morðstaðnum Norska lögreglan fann blóð á staðnum þar sem Anne Orderud Paust og foreldrar hennar voru myrt. Blóðið er ekki úr hinum látnu. Útilokar Sinn Fein David Trimble, friðarverð- launahafi og leiðtogi sambands- sinna á N-ír- landi, hafnar í grein í Sunday Mirror tillögu Tonys Blairs, forsætisráð- herra Bret- lands, til bjarg- ar friðarferlinu. Trimble útilokar þátttöku Sinn Fein í stjórn N-írlands fyrr en IRA hefur lagt niður vopn. Blair lagði til að Sinn Fein fengi sæti í stjóminni gegn því að IRA legði niður vopn fyrir maí á næsta ári. Papadopoulos látinn Georgios Papadopoulos, fyrr- verandi einræðisherra í Grikk- landi, lést í gær áttræður að aldri. 61 milljón í flokknum Félagar í kínverska kommún- istaflokknum era nu 61 milljón. 14 milljónir bíða eftir að fá að ger- ast félagar, samkvæmt Xinhua- fréttastofunni sem er opinber fréttastofa í Kína. Fólksflótti stöðvaður Aö beiðni yfirvalda í Hong Kong ákvað kínverska þingið að breyta túlkun á stjómarskránni. Þar með var hægt að ógilda að hluta ákvörðun hæstaréttar í Hong Kong sem heimilaði 1,7 milljón Kínverja að flytja til Hong Kong. Heimilar gyðingabyggðir Stjóm Benja- mins Netanya- hus, fráfarandi forsætisráð- herra ísraels, kveður með því að samþykkja byggingu 1800 íbúða fyrir gyð- inga á Vesturbakkanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.