Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ1999 Hringiðan DV Sumarhjólabrettamót Týnda Hlekksins og Brettafélags Reykjavíkur var haldið í Skautahöll- inni á laugardaginn. Margar af bestu skötum íslands voru þarna sam- an komnar til að sýna snilli sína. Þessir ungu herrar stóðu þó uppi sem sigurvegarar. Hjört- ur lenti í þriðja sæti, Egill vann og Bubbi vermdi annað sætið. A laugardaginn opnaði samsýning íslenskra og franskra listamanna, undir yfirskriftinni Út úr kortinu, f Gerðarsafni í Kópavoginum. Listamennirnir Sigurður Árni og Daníel Magnússon eru hér ásamt Hjördísi, Kor- máki og Dýrleifu á opnunar- daginn. Nýtt gallerí var opnað á laugardaginn. One O í sam- i J One Gallerí. I nefndri tiskufataversl- / un á Laugaveginum. ; I/ Sá sem fyrstur steig W þar á stokk var Húbert / Nói, sem hér rabbar við kollega sinn úr listinni, Georg Guðna. Söngleikurinn Rent, sem Þjóð- leikhúsið sýnir um þessar mundir í Loft- kastalanum, fjallar að hluta til um samkyn- hneigt fólk. Valin atriði úr Rent voru því tilvalin sem atriði í dag- skrána á Ingólfs- torgi, þar sem hommar og lesb- íur komu saman undir yfirskrift- inni „Gay pride“. Dragdrottning Islands var valin á föstudags- kvöldið. Aðeins fjórar drottningar kepptu um titilinn að þessu sinni. Eftir harða keppni kom það svo í hlut Venusar að vera krýnd Dragdrottning íslands 1999 á skemmtistaðn- um Nelly’s café. Léttklæddar dragdrottningar settu sinn skemmtilega svip á hátíðahöldin á Ingólfstorginu á laugardaginn. Birgir Andrésson er einn af íslensku listamönnunum sem opnuðu ásamt frönskum koilegum sínum sýningu í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, á laugardaginn. Steinunn Svavarsdóttir, kona Birgis og Ruth Bergsdóttir sitja hér með listamanninum fyrir utan safnið í veðurblíðunni á laugardaginn. ,Ájf Hjólabrettasnillingar Is- / lands sýndu sínar bestu W hliðar í Skautahöllinnni á V laugardaginn. Þá fór fram r sumarmót Brettafélags Reykjavíkur og Týnda hlekks- ins. Einn af snillingum dagsins í miðju „trlkkl". Hinsegin helgi var um helgina, þar sem hommar og les- bíur skemmtu sér saman, stolt af sér og sínum. Á Ing- ólfstorgi var haldin „Gay pride-hátíð“ þar sem sjáifur Páll Óskar skemmti gestum af sinni alkunnu snilld. DV-myndir Hari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.