Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 17
MANUDAGUR 28. JUNI 1999 17 Fréttir I kirkjunni á Stóra-Vatnshorni: Frá vinstri: Hallur Kristinn, sonur, Hallur Kristmundsson, Aðalheiður Hanna Björns- dóttir, Ásthildur Björnsdóttur, Bjarni Kristmundsson og synir, Sigurjón Tryggvi, Bjarni Rúnar, Kristbjörn Snær, Guðni Freyr og Jóhann Atli hjá pabba sínum. Tvöfalt systkinabrúðkaup DV, Búðardal: Tvöfalt systkinabrúðkaup var 12. júní í kirkjunni á Stóra-Vatnshomi í Dölum. Þar vom gefin saman í hjónaband þau Bjami Kristmunds- son og Ásthildur Bjömsdóttir, Gilja- landi, og Hallur Kristmundsson og Aðalheiður Hanna Bjömsdóttir, Reykjavík. Séra Óskar Ingi Ingason, sóknar- prestur i Hjarðarholtsprestakalli, gaf brúðhjónin saman. Kirkjukór Hjarðarholtsprestakalls söng undir stjóm Lilju Sveinsdóttur organista og Ásgeir S. Jónsson söng einsöng. Að lokinni athöfn í kirkjunni var brúðkaupsyeisla haldin í félags- heimilinu Árbliki í Dalabyggð. -MB Í>WW 1 Lwíw >■«;-„ í I Aðalheiður Borgþórsdóttr framkvæmdastjóri í miðstöðinni og kunn söngkona. DV-mynd Jóhann SeyöisQörður: Menningarmiðstöð í Skaftfelli DV, Seyöisfirði: Listahátíðin á Seyði var formlega opnuð um siðustu helgi sem er ár- legur viðburður á Seyðisfirði. Við þetta tækifæri nú var tekinn í notk- un aðalsalur hússins Skaftfells sem hér eftir heitir Menningarmiðstöðin á Seyðisfirði. Þetta er gjöf til bæjar- ins frá hjónunum Karólinu og Garð- ari Eymundssyni byggingameistara. Húsið er byggt 1907 og þótti ávallt reisuleg þygging og hefúr í tímans rás hýst margvíslega starfsemi. Á ámnum 1953-1975 var það eign „Norsk Sjömannsmissjon" og á síld- arárunum ráku eigendur þess lengi norskt sjómannaheimili með mikl- um tilþrifum og myndarskap. Húsið var náttúrlega í fremur bágbomu ástandi þegar það varð eign kaupstaðarins en fljótlega, eða 1995, vom mynduð samtök um end- urreisn þess sem nefnast síðan Skciftfellshópurinn. Hefur hann unnið mikið og fómfúst starf við að bæta og fegra húsnæðið en þótt vel hafi miðað fram á veg og mikið starf sé að baki er margt óunnið. Núverandi formaður samtak- anna er Ambjörg Sveinsdóttir. Fé- lagamir koma víðs vegar af landinu enda era samtökin öllum opin og öll liðveisla er þakksamlega þegin. Listahátíðin á Seyði er nú haldin í funmta skiptið og hefur hún verið að eflast með hverju árinu sem líð- ur. Líklega fyndist mörgum tómlegt bæjarlífið og umhverfið um hásum- arið ef hana vantaði. Margt góðra gesta kom á opnun- arhátíðina og þar fluttu ávörp Hjálmar R. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, sem fagnaði þessu menningarframtaki Seyðfirðinga sem ávallt heföu verið miklir fram- taksmenn i þessum efnum og létu síst deigan sjga. Ambjörg alþingis- maður Sveinsdóttir flutti hvatning- ar- og þakkarræðu og sömuleiðis Ólafur Sigurðsson bæjarstjóri sem minnti jafnframt á að þörf væri á ákvarðanatöku um framkvæmdir og varðveislu foma merkishúsa í bænum, hvemig þar yrði best stað- ið að málum. Menningar- og ferðamálafulltrúar bæjarins em Aðalheiður Borgþórs- dóttir og Gréta Garðarsdóttir og era myndlistarsýningar og annað af- þreyingarefni víðs vegar um bæinn fram eftir sumri. -JJ Nýr bátur til Ólafsvíkur DV.Vesturlandi: Nýr bátur, Svanborg SH-404, kom til til heimahafhar í Ólafs- vík í júníbyrjun. Eigendur era hjónin Sæbjöm V. Ásgeirsson og Soffla Eðvaldsdóttir. Skrokkur skipsins var smíðaður í Póllandi en skipasmíðastöð Óseyjar í Hafnarfirði sá um verklok. Skipa- og vélatækni í Keflavík teiknaði og hannaði bátinn. Sæ- bjöm V. Ásgeirsson verður skip- stjóri bátsins sem verður gerður út á dragnót. Ný gerð af lengdar- og átakstölvu er í bátnum sem tcngist spilbúnaði hans. Þetta er nýjung sem unnin var sem sam- starfsverkefni milli Óseyjar og Vaka. Báturinn er 29,93 brúttó- lestir og hefur kvóta sem jafn- gildir um 220 tonnum þorskígilda, hann er búinn 470 hestafla tölvustýrðri Caterpillar- vél ásamt fúllkomnum stjóm- og fiskileitartækjum. -DVÓ Eyjafjarðar- svæðið eitt sveitarfélag Katrín segir að skiptar skoðanir hafi verið meðal fundarmanna um hvort eigi að fara í allsherjarsam- einingu eða sameina í minni áfong- um en þó hafi fulltrúarnir verið sammála um að sameining sé ekki í sjónmáli alveg á næstunni. Hins vegar sé ljóst að á næsta áratug muni einhver af þessum sveitarfé- lögum sameinast, hvort sem næst aö stíga skrefið til fulls. Engin eiginleg niðurstaða fékkst á fundinum, utan það að bæjarráð Akureyrar mun boða til fundar á haustdögum og var óskað eftir því að sveitarfélögin tilnefndu fulltrúa í samstarfshóp. DV, Dalvík: Haldinn var fundur 21. júní þar sem til umræðu var hugsanleg sam- eining Eyjafjarðarsvæðisins í eitt sveitarfélag. Á fundinn, sem hald- inn var að tilstuðlan bæjarstjórnar Akureyrar, komu fulltrúar allra sveitarfélaga í Eyjafjaröarsýslu, að Siglufirði meðtöldum, og fulltrúar Hálshrepps i S-Þingeyjarsýslu. Katrín Sigurjónsdóttir, formaður bæjarráðs Dalvíkur, sagði að til- gangur fundarins hefði verið að kanna hug sveitarfélaganna til sam- einingar en engar ákvarðanir verið teknar enda fulltrúar sveitarfélag- anna ekki með umboð til ákvarð- Ert þú með aukakíló sem þ ú kærir þig ekki um? Hvernig væri að taka þ; oj Leitum að 96 mam Átak wá*!®' átt í að ná árangri með skemmtilegu fólki l frábærum vörum? ns sem eru ákveðnir í að grenna sig. s- og stuðningshópar! saó Uppl. veitir Alma í síma 588 0809. Suzuki Baleno GL, árg. '96, ek. 60 þús. km, bsk„ 4 dyra. Verð 890 þús. Suzuki Baleno GLX 4x4, árg. '96, ek. 76 þus. km, bsk., 4 dyra. Verð 990 þús. Suzuki Baleno GL, árg. '96, ek. 60 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 890 þús. Suzuki Swift GLX, árg. '98, ek. aðeins 1 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1040. Suzuki Swift GLX, árg. '97, ek. 58 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 760 þús. Toyota Rav 4,3 d„ árg. '98, ek. 6 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 1880 þús. Hyundai Elantra, árg. '94, ek. 99 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 690 þús. Toyota Touring'XL, árg. '93, ek. 79 þús. krh, bsk., 5 dyra. Verð 890 þús. Daihatsu Feroza DX, árg. '91, ek. 92 þús. km, 3 dyra. Verð 580 þús. Toyota Corolla WG, árg. '97, ek. 53 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1190 þús. Ford Escort CLX, ár. '96, ek. 43 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 890 þús. BMW3181A, árg. '96, ek. 51 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1990. Renault Mégane, árg. '97, ek. 36 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1050 þús. Nissan Almera SLX, árg. '97, ek. 23 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 1170 þús. MMC Lancer, árg. '88, ek. 150 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 250 þús. MMC Lancer, árg. '91, ek. 105 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 580 þús. Foid Escort CLX, árg. '97, ek. 31 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1050. Volvo 460, árg. '95, ek. 48 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1050. Hyundai Accent, árg. '98, ek. 17 þús. km, ssk., 3 dyra. Verð 890 þús. Subaru Justy GL, árg. '91, ek. 65 þús. ' km, ssk., 5 dyra. Verð 390 þús. Daihatsu Charade, árg. '86, ek. 93 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 130 þús. Toyota Touring, árg. '94, ek. 72 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1050 þús. Fiat Uno Select, árg. '91, ek. 38 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 350 þús. Opel Vectra st., árg. okt. '98, ek. 12 þús. km, 5 dyra. Verð 1590 þús. SUZUKI BILAR HF. Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is $ SUZUKI -///>------

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.