Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst<®ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Heigarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Uppteknir í kjarabaráttu Vonandi var það skynsamleg ákvörðun bæjarstjórnar Seltjarnarness að draga til baka uppsögn skólastjóra og að- stoðarskólastjóra í kjölfar úttektar ráðgjafarfyrirtækis á skólastarfi í Mýrarhúsaskóla. Þess í stað vill bæjarstjóm- in hrinda af stað tólf mánaða verkefni um uppbyggingu skólastarfsins. Gífurlega mikilvægt er að friður ríki um starf í skólum landsins. Þess vegna valdi bæjarstjóm Seltjarnarness þá leið að draga uppsagnirnar til baka og freista þess að ná sáttum. En þó friður sé mikilvægur skiptir mestu hvaða verði hann er keyptur. Frumskylda bæjarstjóma um allt land er ekki við stjómendur skóla eða kennara heldur við nemendur. Áhyggjur sveitarstjórnarmanna eiga ekki fyrst að beinast að sálrænu ástandi einstakra kennara eða stjórnenda skóla, heldur að því hvort menntunin, sem boð- ið er upp á, standist þær kröfur sem gerðar eru. Nemend- ur mega því aldrei verða tilraunadýr í átaksverkefnum til lengri eða skemmri tíma eða fórnarlömb í kjaradeilu kenn- ara og sveitarstjóma. Flest bendir til þess að ný viðhorf til skólastarfsins séu að ryðja sér til rúms, samhliða því sem nemendur og for- eldrar þeirra gera auknar kröfur til þeirrar menntunar sem boðið er upp á. Skólar eru því ekki lengur einhvers konar afgangsstærð sem skylt er að sinna, heldur þjón- ustustofnanir sem gerðar eru miklar og strangar kröfur til. „Menn eru famir að horfa á skólana sem þjónustustofnan- ir, en ekki sem stofnanir,“ sagði Sigurgeir Sigurðsson, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi, hér i DV sl. föstudag. „... ég tel að heimamenn hugsi miklu betur um skólann sinn heldur en meðan hann var undir ríkinu. íbúamir geta nú snúið sér beint til þeirra og hafa veruleg áhrif á það hvernig skattfé þeirra er varið.“ Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaganna var rétt ákvörðun, en mörg sveitarfélög eiga eftir að sýna það og sanna að þau standi undir aukinni ábyrgð. Einn helsti vandi íslenskra skóla hefur verið sú íjarlægð sem skapast hefur á milli skóla og foreldra - enda það viðhorf ríkjandi jafnt hjá foreldrum sem kennurum að skólastarf- ið kæmi foreldrum í raun ekkert við, enda hafi þeir engar forsendur til að leggja neitt vitiborið til málanna. Með því návígi sem skapast hefur eftir að grunnskólarnir urðu á ábyrgð sveitarfélaganna er þetta viðhorf sem betur fer að breytast enda foreldraráð orðin virkari en áður. En á sama tíma hefur æ meiri orka kennara farið í kjarabaráttu. Þeir eru margir hverjir orðnir svo upptekn- ir af eigin kjörum og aðbúnaði að þeir hafa sett nemendur - skjólstæðinga sina - til hliðar. Verulegar kjarabætur hafa engu breytt í þessu efni eins og Sigurgeir Sigurðsson bendir réttilega á í áðumefndu viðtali: „Þeir telja það samt sem áður ekki nóg, þannig að það fer greinilega töluvert miklu meiri tími í kjaraumræðu hjá kennurum en ég teldi æskilegt, einmitt á þessum tíma. Ég held að það hljóti að bitna á skólastarfinu.“ Samkeppnisleysi um starfskrafta kennara hefur verið ein helsta skýring á slökum kjörum kennara, samhliða því sem faglegar kröfur hafa vikið í geldri kjarabaráttu. Með flutningi grunnskólans til sveitarfélaga hefur fyrsti vísir að samkeppni um hæfileikaríka kennara - og þeir eru fjöl- margir - orðið til. Full samkeppni kemst hins vegar ekki á fyrr en einkaaðilum, ekki síst kennurum sjálfum, verður gert kleift að reka og eiga skóla. Þegar kennarar fara sið- an að verja kröftum sínum til að bæta gæði menntunar mun staða þeirra i kjarabaráttunni batna sjálfkrafa. Óli Bjöm Kárason íslenskur mannfjöldi í landi sem enn er strjálbýlt. Greinarhöfundur segir að almennir borgarar muni láta æ meir til sín taka og þar með draga úr flokksræði, hagsmunavörslu og geðþóttaákvörðunum nærsýnna pólitíkusa. Gjaldþrot gam- alla hugmynda un jarðarbúa, mengun lofts, láðs og lagar, al- menn mannréttindi, réttlátari skipting á auðæfum jarðar og sj álfsákvörðunarréttur þjóða og þjóðarbrota. Alvarlegasta vamdamál- ið er án efa fólksfjölgun- in sem gerir fullnægj- andi fæðuöflun æ tor- veldari, þó margar snjaflar úrlausnir hafi komið til sögunnar á síðustu áratugum. Um aldamótin 1800 voru jarðarbúar 1 mifljarður; um aldamótin 1900 voru þeir 1,65 milljarður; árið 1930 voru þeir 2 milljarðar; um þessar „Alvarlegasta vandamáliö er án efa fólksfjölgunin sem gerir full- nægjandi fæðuöflun æ torveld- ari, þó margar snjallar úrlausnir hafi komiö til sögunnar á síö- ustu áratugum. “ Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur í nýafstöðnum al- þingiskosningum kom einkar ljóslega fram að hugmynd- imar, sem mótað hafa félagslega og pólitíska umræðu undanfamar tvær aldir, hafa að veru- legu leyti gengið sér til húðar, enda var hugmyndafátæktin eitt helsta auðkenni kosningaharáttunn- ar. Kannski ekki vegna þess að fram- bjóðendur væru beinlínis hræddir við hugmyndir, heldur vegna þess að gömlu hugmynd- irnar eru trosnað- ar, holar eða ófrjó- ar, en ferskar eða frumlegar hug- myndir rata ekki innfyrir höfuðskelj- ar stjórnmála- manna. Ófyrirséðar breytingar Heimurinn hef- ur á liðnum tíu árum tekið svo gagngerum og ófyrirséðum breyt- ingum, að margt af því sem taldist vera góð og gild sannindi fyrir ein- um eða tveimur áratugum er hjóm eitt eða hindurvitni. Á það jafnt við um kommúnisma, sósíalisma, fasisma, kapítalisma, markaðs- hyggju og nýfijálshyggju (sem er hvorki ný né frjálslynd). Vanda- málin sem mannkyn glímir við upp úr næstu aldamótum eru allt annars eðlis en þau sem áður hafa haldið fyrir mönnum vöku. Meðal þeirra helstu eru ört vaxandi fjölg- mundir eru þeir komnir upp í 6 milljarða. Um aldamótin 2100 gætu þeir verið komnir uppí 15 milljarða, verði ekki gerðar raun- hæfar ráðstafanir til að takmarka barneignir. Á öskuhauga sögunnar Fólksfjölgunin er nátengd meng- un lofts, láðs og lagar. Þvi örar sem mannkyni fjölgar, þeim mun víðtækari verður mengunin um heim allan. Þegar Kínverjar fara að njóta svipaðra lífskjara og Vest- urlandabúar, má búast að gróður- húsaáhrifin margfaldist til þeirra muna, að öllu lífi á jörðinni verði bráð hætta búin. Ekki eru nema nokkrir áratugir síðan mannrétt- indi urðu meðal brýnustu við- fangsefna mannkyns og vægi þeirra á eftir að aukast með aukn- um fjarskiptum sem virða landa- mæri að vettugi. Réttlátari skipt- ing á auðæfum jarðar er frumskil- yrði þess að lífvænt verði á hnett- inum. Sjálfsákvörðunarréttur þjóða og þjóðarbrota er nátengdur auknum mannréttindum og mun gera æ eindregnari kröfur um að alþjóðleg deilumál verði leyst frið- samlega fyrir atbeina Sameinuðu þjóðanna, en ekki með loftárásum eða öðru ofbeldi. Hvorki máttvana tilburðir af- lóga hemaðarbandalaga né ofur- vald fjölþjóðafyrirtækja, sem einskis svifast í fégráðugum yfir- gangi sínum, munu setja verulegt mark á samfélagsþróunina á næstu öld, þó dauðateygjur þeirra kunni að dragast á langinn. Fyrir tilstilli alnetsins og annarra tækninýjunga munu almennir borgarar láta æ meir til sín taka og þar með draga úr flokksræði, hagsmunavörslu og geðþóttaá- kvörðunum nærsýnna pólitíkusa. Barnalegt er að gera sér í hugar- lund að hnökrótt og hægfara þró- un síðustu tveggja alda hafi fund- ið sér eitthvert endanlegt mynstur í lok tuttugustu aldar. Alit sem nú er talið máli skipta í íslenskri og alþjóðlegri pólitík verður komið á öskuhauga sögunnar fyrr en flest okkar órar fyrir. Ekki ætla ég mér þá dul að spá fyrir um, hvað við muni taka, en það hlýtur íjanda- kornið að verða skárra en það sem mannkynið hefur látið bjóða sér undanfarin hundrað ár. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Færu þeir í stríðsleik í Central Park? „Myndi ameríski herinn fara í slíkan stríðsleik í sínum eigin Cental Park í New York? Ég er eiginlega viss um ekki. En það hvarflar ekki að honum að neitt kunni að vera athugavert við að biðja um leyfi til slíkra leikja hjá sínum góðu vinum íslendingum. Og það sem verra er: Þeirra góðu vinir íslendingar sáu heldur ekkert rangt við þetta. Hvaða virðingu lýsir það af hálfu íslenskra stjórnvalda fyrir smu eigin landi og þjóð.“ lllugi Jökulsson, Umbúðalaust í Degi og Rás 2. Grunnskólabörnin úti á landi „Víst er að samspil margra þátta í skólastarfi og umhverfi skólanna leiðir til þess að einkunnir nem- enda eru mun lægri úti á landi en á höfuðborgar- svæðinu. Nefnt hefur verið að úti á landi sé minni námshvatning, annað samfélagsmynstur og fleiri leiðbeinendur. Getur verið að úti á landi gleymi for- eldrarnir að uppfræða bömin sín um gildi menntun- ar? Eða em kennarar og leiðbeinendur úti á landi svona miklu lélegri uppfræðarar en á höfuðborgar- svæðinu? Er vinnan úti á landi í fyrirrúmi, er kapp- hlaupið um að leggja sem mest fyrir til að geta keypt íbúð í Reykjavík svo mikikð að námið gleymist? Hef- ur þetta kannski alltaf verið svona en kemur bara fyrst í ljós núna eftir að skylt var að birta útkomu samræmdu prófanna?" Fjallað er um fallista samræmdu prófanna í leiðara Austurlands, en austfirskir nemendur voru undir landsmeðaltali grunnskólabarna. Minnt á dýrmætustu auðlind bankanna „Framundan eru umbrotatimar. Áfram verður barist um bankana og þau völd sem yfirráð yfir þeim veita mönnum. Okkar hlutverk er að tryggja sem best starfsöryggi og þau réttindi og kjör sem við, með samtakamætti og baráttu, höfum náð á und- anförnum árum... Gleymum aldrei að minna ráða- menn á að í öllum fyrirtækjum eru starfsmenn dýr- mætasta auðlindin." Friðbert Traustason, formaður Sambands ísl. banka- manna, í leiðara SÍB-blaðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.