Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 Fréttir Viðburðir sumarsins kynntir í Strandasýslu: Minnisvarði um Sigvalda Kaldalóns DV, Hólmavík: Nær 70 atburðir i sumar í Strandasýslu hafa verið dag- og flestir tímasettir. Fyrir þeim er gerð grein í svonefndu atburðadagatali, sem sent hefur verið á heimili sýsl- unnar og víðar, í riti er ber heitið „Hvað er á seyði á Ströndum". Ef að líkum lætur bætast við einhverjir viðburðir á seinni stigum, sem í júníbyrjun eru ófyrirséðir. Það er Ferðamálafélag sýslunnar sem veg og vanda hefur af útgáfu þessari líkt og verið hefur nokkur undanfarin ár með dyggri hjálp margra einstaklinga vítt og breitt um svæðið. í kynningarritinu ber mikið á göngu- og hestaferðum svo og sjóferðum bæði til veiðiskapar og náttúruskoðunar. Þá skipa hátíðarhöld af ýmsum toga bæði utanhúss sem innan veg- legan sess. Sem dæmi má nefna að fagnað verður 100 ára afmæli Kaup- félags Hrútfirðinga 3. júlí og mikil hátíðarhöld eru fyrirhuguð 31. júlí þegar afhjúpaður verður minnis- varði um tónskáldið Sigvalda Kalda- lóns að Seleyri við Kaldalón. Minn- ingarathöfn um hann verður í Hómavíkurkirkju sama dag. Þann 3. júli verður farin sjálf- boðaliðaferð að Þórðarhelli í Reykjaneshyrnu. Um leið og hann er skoðaður verður unnið þ£u- hreinsunarstarf en mynni hans er að lokast vegna hruns úr berginu fyrir ofan. Er það brýnt verk. Þá er í riti þessu getið að hægt er að eign- ast gönguleiðakort með 15 völdum leiðum í Strandasýslu en nokkrar þeirra hafa verið merktar með áber- andi rekaviðarskiltum, en rekavið- urinn er einkennandi fyrir sýsluna. pw Stigi, vinsæl gönguleið, milli Kollafjarðar og Bitrufjarðar. DV-mynd Guðfinnur Ökuleikni á Höfn: Veltibíllinn vinsæll Veltibíllinn var vinsæll hjá krökkunum og margir fóru aftur og aftur. DV-mynd Júlía DV, Höfn: Yfir hundrað manns komu á ökuleikninámskeið og -keppni sem Sjóvá-Almennar og Bindindisfélag ökumanna héldu á Höfn nú í vik- unni. Keppt var í ökuleikni á bíl- um, go-kart bílum og reiðhjólum og einnig var veltibíllinn með i ferðinni. Unglingarnir í vinnuskóla bæj- arins fengu fri í vinnunni og mættu i bæði verklega og bóklega fræðslu. Sigurvegari í ökuieikni kvenna á bílum var Kristín Hauksdóttir með 126 refsistig og af körlum var Haraldur Jónsson sigursælastur með 132 refsistig. Sigurvegarar í ökuleikni á bílum mæta svo til úr- slitakeppni þann 14. ágúst í Reykjavík og keppa um íslands- meistaratitil í ökuleikni. Öku- I Grundarfirði hefur nú verið starfrækt hótel í tæpt ár. Það eru hjónin Ingibjörg T. Pálsdóttir og Eiður Öm Eiðsson sem eiga og reka hótel Framnes í Grundarílrði. Hús- næðið var byggt á sjötta áratugn- mn og var þar um tíma rekið hótel á sumrin og verbúðir á vetrum. Hús- næðið var tekið til gagngerra endurbóta að innan áður en rekstur hófst í júlí á síðasta ári. í vor hafa síö- an staðið yfir breytingar á efri hæð hótelsins leikni Sjóvá-Almennra og BFÖ verður á 17 stöðum á landinu áður en til úrslita kemur. -JI sem um margra ára skeið hýsti veiðarfærageymslu. Þeim breyting- um er nú að ljúka og getur hótelið þá tekið á móti allt að 50 manns í gistingu. Öfl herbergi eru með baði. Það er Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar í Grundarflrði sem sér um þá vinnu sem nú stendur yfir á hótelinu. Gert er ráð fyrir að frágangi utan húss ljúki í júlí. Að sögn eigenda er hefur mikið verið bókað í sumar þannig að búast má við auknum ferða- mannastraumi til Grundar- fjarðar með til- komu hótelsins. -GK Nýstárleg myndlistarsýning: Óður til karl- Sigríður Gísladóttir, frá Bjamar- fossi í Staðarsveit, opnaði 26. júní málverkasýningu á Snæfellsnesi sem stendur til 20. ágúst. Sýningin er helguð Jóns- messunóttinni og karlmönnunum í lifi Sigríðar eins og hún segir sjálf. Sam- anstendur sýn- ingin af 13 olíu- málverkum á striga. Verkin eru hreyflverk, vind- og veðurverk, mitt á milli flugdreka og fána, unn- in með hreyfiolíum, svo sem smur- olíum, matarolíum og yflrleitt aflri þeirri oliu sem kemur hlutunum á hreyfingu. Sýningarstaðir eru á 5 afmörkuðum stöðum á girðingum við þjóðveginn í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi á 20 km löngum kafla. Sigríður Gísladóttir útskrifaðist úr málaradeild MHÍ 1993. Nam hún eftir það sem gestanemi við Kun- stacademiet í Ósló 1994 og Seminar on Art, MHÍ og HÍ, auk annarra styttri námskeiða. Sigriður hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Þess má geta að Sigríður er nú að halda þriðju útisýninguna á málverkum. Sú fýrsta var í skógi við Gardemoen í Noregi. DV-PSJ EVRÓPA BILASALA ,TÁKN UM TRAUST ' Faxafeni 8 - sími 581 1560 VW Passat GL 2,0 ’96 2000 cc, sjálfskiptur ekinn 34 þ. km. Fallegur vel með farinn bíll. V’ai'é) kr. I.zj'A'J.'J'JO GrundarQ örður: Hótel Framnes stækkað DV, Vesturlandi: Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir, hótel- stjóri Hótel Framness. DV-mynd GK Sigríður Gísladóttir. allt sem þú þarft að vita - og miklu meira til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.