Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 Fréttir i>v Nýleg dæmi um ofbeldi nemenda í grunnskólum: Sló kennara niður - annar hótaöi skólastjóra sínum lífláti Ofbeldi og agavandamál í grunn- skólum eru stjómendum, kennur- um og starfsliöi síaukið áhyggju- efni. Sem betur fer á þar mikill minnihluti nemenda hlut að máli en „einn slíkur er einum of mikið“ eins og kennari í grunnskóla á Reykjavíkursvæðinu sagði við DV. Sem dæmi um þau grófu agabrot sem skólastjómendur mega glíma við má nefna að á síðasta skólaári gerðist það í einum grunnskólanna að nemandi sló kennara niður og sparkaði í hann. Nemandinn braut settar reglur sem hann hafði raun- ar gert áður. Kennarinn veitti hon- um tiltal með fyrrgreindum afleið- ingum. Skólastjórinn gerði foreldr- um nemandans, lögreglu, bama- vemdaryfirvöldum og skólaskrif- stofu þegar grein fyrir atburðin- um. í framhaldi af þessu treysti skólastjórinn sér ekki til að hafa þennan nemanda lengur í skólan- um. Þetta var ekki fyrsta brot nem- andans. En árásin á kennarann var komið sem fyllti mælinn. For- eldrar nemandans sóttu þó fast að hann yrði áfram í skólanum en kennararnir stóðu einhuga með skólastjóranum. Þeir óttuðust að atburðurinn gæti endurtekið sig og töldu að auki ekki hollt fyrir nem- andann að komast upp með að beita ofbeldi og halda síðan áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nem- andinn var sendur í annan skóla og hefur fengið aðstoð. Eftir síðustu áramót hótaði nem- andi í grunnskóla skólastjóranum lííláti. Skólastjórinn kærði til lög- reglu, auk þess sem hann tók þá ákvörðun um að visa nemandan- um úr skóla, að undangengnu til- teknu ferli. Foreldrar nemandans sættu sig ekki við brottvísunina og leituðu til lögfræðings. Málið fór alla leið til menntamálaráðuneytis- ins sem staðfesti gjörning skóla- stjórans. Nemandinn fékk síðan heimakennslu. Auk þessa eru fjölmörg dæmi um orðbragð og jafnvel hótanir nemenda við kennara og starfsfólk. -JSS Tillögur um skólareglur og agamál tilbúnar: Miklu skýrari samskiptareglur - núgildandi reglur bjóöa upp á mistúlkun Starfshópur um skólareglur og aga- mál í grunnskólum er nú að leggja síðustu hönd á tillögur að endurbætt- um reglum. í hópnum eiga sæti full- trúar Skólastjórafélags Islands, menntamálaráðuneytis, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, Heimilis og skóla, Kennarasambands íslands, svo og umboðsmaður barna. Að sögn Guðmundar Sighvatssonar, skóla- stjóra Austurbæjarskóla, sem sæti á í hópnum, er miðað við að „reglurnar verði miklu skýrari" þannig að fólk viti nákvæmlega hvað það á að gera. Tillögumar fela í sér stífar ábending- ar um hvernig eigi að vinna með sam- skiptavandamál sem kunna að koma upp. Þær gera ráð fyrir meira svig- rúmi til ýmissa hluta en ekki strang- ari aga. „Núgildandi reglur eru óljósar og bjóða upp á ákveðna mistúlkun," sagði Guðmundur. „Skólamir hafa verið nokkuð sjálfstæðar einingar varðandi sínar skólareglur. Menn hafa gegnum tíðina farið þær leiðir Páll Pétursson. Starfsfólk Rauðsíðu: Geta rift ráðn- ingarsamningi - segir félagsmálaráðherra „Starfsfólk Rauðsíðu getur einfaid- lega rift ráðningarsamningi við Rauð- síðu og haldið öllum réttindum til at- vinnuleysisbóta. Það er ljóst að vinnu- veitandi þeirra er margsekur um brot á ráðningarsamningi meö því að greiða ekki út laun,“ segir Páll Péturs- son félagsmálaráðherra vegna þeirra ummæla Gunnhildar Elíasdóttur, trúnaðarmanns starfsfólks Rauðsíðu, að starfsfólkið geti ekki sagt störfum sínum lausum nema að sæta því að bíða í 40 daga eftir bótum. Hún sagði jafnframt við DV í gær að félagsmála- ráðherra væri fúllkunnugt um þetta. „Ef Gunnhildur trúir mér ekki get- ur hún borið þetta undir lögfræðinga ASÍ og VSÍ og hún fær staðfestingu um þetta. Það sem þau þurfa að var- ast er að það verður að rifta ráðning- arsamningum en ekki segja upp störf- um,“ segir félagsmálaráðherra. -rt Starfshópur um skólareglur og agamál í grunnskólum er nú að leggja síðustu hönd á tillögur að endurbættum reglum varðandi samskipti kennara og nemenda. Myndin er efni fréttarinnar óviðkomandi. sem þeim hefur fundist virka best. Ýmsar úrlausnir, eins og t.d. brottvís- un úr skóla, eru stjómvaldsákvarð- anatökur þar sem skólastjóri verður að fara að settum leikreglum. Stjóm- sýslulögin eru leiðarvísir í stjórnkerf- inu, þannig að allir hafa sinn rétt.“ Guðmundur sagði að i Austurbæj- arskólanum kæmu öðru hvoru upp einstök mál, t.d. einelti, hópamyndan- ir gegn öðrum hópum, einstaklingum, nemendum og kennurum. Lausn slíka mála lægju í samvinnu skól- anna við heimilin og nemendur. Starf umsjónarkennara væri einnig mjög mikilvægt. „í vetur hef ég átt gott og farsælt samstarf við foreldra og okkur hefur tekist að skrúfa niður mál sem hafa verið erfið og hefðu getað orðið stór- mál,“ sagði Guðmundur. „Þetta er endalaus barátta við þessi neikvæðu öfl og það má aldrei slaka á. Það skiptir höfuðmáli að gripið sé fljótt inn í og foreldrarnir séu upplýstir um málin. Verkefni næsta vetrar í mín- um skóla og mjög mörgum öðrum verður að endurskoða skólareglur frá rótum og festa þær í sýnilegri sess.“ Guðmundur sagði að gera þyrfti „þjóðarátak" í að fá nemendur til að leggja af slæmt orðbragð við kennara og starfsfólk. í raun væri þetta spurn- ingin um hvemig fólk talaði við fólk í þjóðfélaginu öllu. „Ég tel, að nám og uppeldi verði að vera ein höfuðfjárfesting á íslandi. Það er ekki bara nóg að virkja og veiða fisk.“ -JSS Minna finnst af loðnu nú en í upphafi síldarvertíðar í fyrra. DV-mynd Jón Trausti Róleg byrjun á loönuvertíö: Leitað um allan sjó - en lítið finnst nema smáloðna Lítið hefur fundist af loðnu enn sem komið er. íslensk og færeysk skip hafa flengst um allan sjó en ár- angur er heldur lítill. Aflinn í upp- hafi vertíðar er mun minni en und- anfarin ár. Nokkur skip fengu loðnu skammt austur af Kolbeinsey á sunnudag en hún reyndist smá og var svæðinu lokað. Áhöfn Guðrúnar Þorkelsdóttur SU frá Eskiflrði datt í lukkupottinn þegar skipið fyllti sig af gæðaloðnu um 80 sjómílur norð- austur af Langanesi. Búið er að leita vítt og breitt eða allt vestur á Hala án þess að finnist nema litlar torfur og gjaman af mjög smárri loðnu. -jtr Tiltöluléga lítið hefur heyrst frá nýráðnum upplýsingafulltrúa Ál- versins, Hrannari Péturssyni, frá því hann tók við starfinu fýrir stuttu. Hann hefur átt fremur erfitt upp- dráttar í fjölmiðlum og hefur reyndar ekki sést í sjónvarpi síðan hann starfaði sem fréttamaður hjá rík- issjónvarpinu. Talið er að Hrannar muni nú leita allra leiða til að koma sér á framfæri en það er talið verða mjög erfitt og eina vonin sé að panta viðtal við fyrrum starfs- menn sína hjá ríkissjónvarpinu og þá skipti engu mikilvægi þess sem Hrannar ætlar sér að koma á fram- færi... Stefán rís UPP Deilumar í sveitarsfjóm Skaga- fjarðar um ráðningu nýs skólastjóra em taldar geta dregið dilk á eftir sér. Sjálfstæðismenn og Framsókn mynda meirihluta í sveitarfélaginu. En Framsókn og Skagafjarðarlist- inn, sem er einskonar skagfirsk Samfylking, samein- uðust um að styðja Guðrúnu Helga- dóttur á Hólum gegn sjálfstæðis- manni af Krókn- um, Birni Bjöms- syni, en bæði eru gamalreyndir skólastjórar. Mik- il heift er í málinu og svo gæti farið að meirihlutinn spryngi. Langlíklegast er þá að Framsókn og Skagafjaröarlistinn myndi meirihluta. Nú er talið að búið sé að finna sveitarstjóraefhið sem mun vera fyrrv. þingmaður Framsóknarflokksins, StefánGuð- mundsson, sem mörgum finnst ákjósanlegur í stöðuna... Fulltrúi mildinnar Innan Landssímans þykir mörg- um undaileg sú ákvörðun að ráða Þórarin V. Þórarinsson í stað Guð- mundar Bjömssonar í stól forstjóra fyrirtækisins. Þórarinn er hins vegar eins langt frá því að geta tahst fúlltrúi mildinnar og hægt er að hugsa sér. Hann er yfirlýsingaglatt hörkutól og margir telja að eðlislæg árásarhvöt hans skapi neikvæða áru í kringum Landssímann. Margt launafók telur sig líka eiga Þórami grátt að gjalda vegna kjaradeilna fýrri ára. Gárungamir segja því að það sé eftir öðm hjá Landssímanum að velja sér Þórarin sem andht mild- innar út á við ... Út eftir áramót Beðið er eftir því með mismikl- um spenningi að Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra láti af embætti og dragi sig hlé frá stjómmálunum. Það er ekki talin sísta ástæðan á bak viö flutning Byggðastofiiunar frá forsætisráðuneyt- inuyfirtil Finnslng- ólfssonar sem var ætlað að gera Pál að stjómarformanni hennar um mitt kjör- tímabilið. Nú er talið er að Páll muni hætta mun fyrr og að Val- gerður Sverrisdóttir forframist til starfs félagsmálaráðherra upp úr áramótum. Talið var að Páll hygðist þá hætta þingmennsku og snúa sér algerlega að Byggðastofrmn en ekki hefur enn náðst sátt meðal fram- sóknarmanna á Norðurlandi vestra um að Ámi Gunnarsson, vara- þingmaður Páls, taki við kjördæm- inu og muni því Páll sitja á þingi þar til Ámi verður tekinn í sátt í sveitinni... Umsjón Hjálmar Blöndal Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.