Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Síða 6
6
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999
Viðskipti
DV
Þetta helst: Lítil viðskipti á Verðbréfaþingi, 381 m.kr. ... Mest með ríkisvíxla, 147 m.kr. . Húsbréf 115
m.kr. ... Hlutabréf 90 m.kr .Mest með FBA og TM, 18 m.kr .Gengi Sæplasts hækkaði um 50% .. Töluverð
hækkun á Úrvalsvísitölu, 0,52% ... Sæplast og Skýrr flutt á Aðallista Bensín hækkaði í gær um 1,2 kr. I
Lindarmálinu loksins lokið:
Málalok:
in niðurstaða
og enginn þarf að axla ábyrgð
Einu mesta hneykslismáli íslands-
sögunnar, Lindarmálinu, er nú
loksins lokið. Málið hefur alla
kosti sem gott hneyksli hefur upp
á að bjóða nema einn, það vantar
endinn. Ríkissaksóknari gaf í vik-
unni út yfirlýsingu þess efnis að
embættið sæi ekki ástæðu til að
ákæra neinn í málinu og þar með
lauk málinu án þess að neinn væri
dreginn til ábyrgðar. Hvað sem
ákærum líður þá hlýtur einhver að
vera ábyrgur fyrir því að Lands-
bankinn, banki allra landsmanna,
tapar mörg hundruð milljónum
vegna eins fyrirtækis. Varla var
þetta óheppni, síður en svo.
Glæstar vonir slokkna
Lind hf. var stofnað árið 1987 af
Samvinnubankanum, Samvinnu-
sjóðnum og franska bankanum
Banque Indosuez. Félaginu var ætlað
að vera eignarleigufyrirtæki og var
annað fyrirtækið á markaðnum á
þessu sviði á sínum tíma. Þrátt fyrir
að herfilega hafi tekist tO við rekstur
félagsins hefðu möguleikar fyrirtæk-
isins á góðum árangri átt að teljast
nokkrir. Helsti keppinautur Lindar
var Lýsing hf. Það fyrirtæki gengur
enn þann dag í dag ágætlega og því
virðist hæpið að kenna öðru en
óstjóm um hvemig endanlega fór fyr-
ir Lind hf. Glæstar vonir manna um
árangur Lindar vora því fljótar að
slokkna.
Skólabókardæmi
Rekstur Lindar hf. er skólabókar-
dæmi um hvernig ekki á að reka fyr-
irtæki. Nánast allir sem þangað
gengu inn og báðu um lán fengu það
þótt augljós vanskOaglampi væri í
augum þeirra. Eftir að fyrirtækið
varð gjaldþrota kom í ljós að van-
skOamenn voru mörg hundruð og
námu meðalvanskO hvers og eins 1,8
mOljónum króna. Einnig var mark-
aðsstefna fyrirtækisins eins röng og
hugsast gat og gjörsamlega úr takt
við það sem var að gerast í þjóðfélag-
inu á sínum tíma. Náðarhögg Lindar
sem gerði endanlega út um rekstur-
inn voru glórulaus lán tO kaupa á
vinnuvélum frá Toyota. Þá var fyrir-
tækið reyndar komið í eigu Lands-
bankans. Kaup Landsbankans á Lind
hf. era enn ein mistökin í þessu
hneyksli.
Banki allra landsmanna
Landsbanki íslands og forráða-
menn hans gegna lykilhlutverki í
þessu máli. Þótt tap bankans í þessu
Sverrir
Hermannsson.
Björgvin
Vilmundarson.
Halldór
Guðbjarnarson.
Finnur
Ingólfsson.
Asta Ragnheiður
Jóhannesdóttir.
Þórður Ingvi
Guðmundsson.
máli sé mikið þá er það reyndar
smáræði miðað við heOdarútlána-
töp bankans. Bankinn er i eigu rík-
isins og oftar en ekki voru það önn-
ur sjónarmið en bein hagsýnissjón-
armið sem réðu útlánum. Útlánum
var stýrt þangað sem stjórnmála-
menn töldu að heppOegt væri að
veita fjármagn en ekki þangað sem
lánastarfsemi skOaði arði. Einnig
eru kaupin á Lind á sínum tíma
nánast óskOjanleg. Eina skynsam-
lega skýringin er að bankinn hafi
verið undir pólitískum þrýstingi og
verið að hjálpa Sambandinu sáluga.
En bankinn keypti líka hlut franska
bankans og tók á sig skuldbinding-
ar hans; því er skýringin sennilega
fólgin í því að hér sé um fáránleg
mistök að ræða og glapræði opin-
berra starfsmanna.
Eina leiðin tO að fyrirbyggja að
svona misstök endurtaki sig er að
einkavæða bankana og láta eigin-
hvata einkaframtaksins ráða ríkj-
um í fjárfestingarákvörðunum.
Enginn sekur
Lögreglurannsókn var ætlað að
leiða í ljós hvort HaUdór Guðbjarn-
arson, stjómarformaður Lindar
eftir 1991 og fyrrverandi banka-
stjóri Landsbankans, og Þórður
Ingvi Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Lindar, hefðu brotið
lög. Einnig átti rannsóknin að
leiða í Ijós hvort bankastjórarnir
fyrrverandi, Björgvin VOmundar-
son og Sverrir Hermannsson,
hefðu gerst brotlegir i starfi. Ríkis-
saksóknari telur að minnsta kosti
ekki ástæðu tO að kæra en ekki
hefur verið gefið upp hvort það er
vegna þess að ekki séu nægar
sannanir fyrir sakfellingu eða að
málið sé einfaldlega fyrnt.
Einföld niðurstaða
Nú þegar þetta stærsta fjármála-
hneyksli íslandssögunnar er tU
lykta leitt er rétt að líta tU baka og
reyna að átta sig á niðurstöðum
þessa máls. Engum dylst að flestir
sem að málinu koma una sáttir við
þessa niðurstöðu. Fyrrverandi
bankastjórar Landsbankans, þeir
Sverrir Hermannsson, Björgvin
Vilmundarson og HaUdór Guð-
bjarnarson, eru lausir aUra mála.
Finnur Ingólfsson iðnaðar- og við-
skiptaráðherra var ánægður með
að málinu væri lokið og taldi að
sitt mannorð hefði verið hreinsað
þegar málið var látið niður faUa.
Frá því að hneykslið kom fyrst upp
hafa ófá gífuryrði faUið í garð
Finns og reyndi hann ávaUt flm-
lega að verja sig. Það voru einkum
Sverrir Hermannsson og Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir sem
gagnrýndu Finn harkalega.
Ásta Ragnheiður stendur enn
teinrétt fyrir sinn þátt í málinu.
Hún var einn af upphafsmönnum
þess að hneykslið var gert opinbert
þegar hún spurði Finn út í málefni
Lindar í júní 1996 en hún getur
varla verið sátt við þessa niður-
stöðu. Einnig hlýtur Þórður Ingvi
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Lindar, að vera feginn eftir að hafa
stýrt Lind hf. einstaklega Ula.
Það er alveg ljóst að í þessu máli
eru einhverjir ábyrgir. En hverjir
þeir eru og af hverju þeir axla ekki
ábyrgðina verður ósvarað enn um
sinn. Niðurstaða málsins er því sú
að það er engin niðurstaða. -bmg
Borgarbyggð:
Reynt að bjarga Eðalfiski hf
- kauptilboði upp á eina krónu hafnað?
DV, Vesturlandi:
Bæjarstjóm Borgarbyggðar ætlar
með öllum tiltækum ráðum að
reyna að bjarga rekstri matvælafyr-
irtækisins Eðalfisks í Borgarnesi en
fyrirtækið hefur verið rekið með
miklu tapi á undanfornum árum.
Nú verður bæjarfélagið að hlaupa
undir bagga með aUt að 32 mOljóna
króna framlagi. Eðalfiskur velti á
síðasta ári 150 mOljónum og skapar
störf fyrir 20 manns í Borgamesi.
Samkvæmt heimOdum DV þá
gerði erlendur aðOi tOboð upp á 1
kr. fyrir skömmu en því tilboði hef-
ur ekki verið svarað. Fyrir skömmu
var samþykkt í bæjarstjórn Borgar-
byggðar að leggja fram nýtt hlutafé
í Eðalfiski að upphæð 31 m. kr.
Hlutafé þetta verður greitt með yfir-
töku skuldabréfa sem Borgarbyggð
hefur ábyrgst hjá Sparisjóði Mýra-
sýslu og Lífeyrisjóði Vesturlands.
Bæjarráð Borgarbyggðar samþykkti
þann 3. júní að óska eftir tUboðum i
langtímalán Framkvæmdasjóös að
upphæð kr. 35 miUjónir, vegna
hlutafjárkaupa í Eðalfiski og á fundi
bæjarráðs þann 24. júni var sam-
þykkt að framlengja ábyrgð á hrá-
efniskaupum Eðalfisks tU áramóta.
Þetta er ekki eina fyrirtækið í Borg-
arbyggð sem á I vandræðum. Bæjar-
stjóm Borgarbyggðar samþykkti á
fundi sínum þann 10. júní að faUast
á nauðasamninga við Afurðasöluna
í Borgamesi sem er mjög mikið
skuldsett.
Lögin flókin
Evrópskir atvinnurekendur eiga
langt í land með að ná tökum á þeim
hundruðum lagaákvaða sem eru í
vinnumarkaðslögum Evrópusam-
bandsins. Aðeins einn af hverjum
finrni atvinnurekendum segjast vera
tObúnir að framfylgja öUum þeim lög-
um og reglum sem þeim er skylt að
framfylgja. Ástæðan er fyrst og fremst
að um svo margar reglugerðir er að
ræða og flókinn lagabókstaf.
Lítil áhrif á neytendur
Almennt virðast sérfræðingar sam-
mála um að vaxtahækkun Seðla-
banka Bandar&janna i fyrradag
muni hafa lítO áhrtf á neyslumynstur
neytenda. Undanfarin ár hafa lágir
vextfr drifið áfram neyslu neytenda
sem að mUdu leyti hefur verið ijár-
mögnuð með ódýru lánsfé. Ástæðan
er meðal annars sú að nefndin, sem
ákveður vexti, gaf sterklega tO kynna
að vextir yrðu ekki hækkaðir aftur á
næsíunni.
Steindór ráðinn forstjóri
Steindór Guð-
mundsson verk-
fræðingur hefur
verið ráðinn for-
stjóri KeflavOí-
urverktaka.
Steindór tekur
við af Jóni H.
Jónssyni sem
heftn verið for-
stjóri um árabft. Steindór er 52 ára
gamaU og hefur langa og víðtæka
reynslu á sviði verklegra fram-
kvæmda. SíðasOiðin ár hefur Stein-
dór verið forstjóri Framkvæmdasýslu
ríkisins en áður rak hann eigin verk-
fræðistofu.
Fúlir og fegnir
Vaxtahækkunin í BandarUrjunum
hefúr mælst misjafnlega fyrir. Margir
sérfræðingar vestra hafa gagnrýnt
hana nokkuð og eru nokkuð fúlir yfir
henni. Hins vegar segja margir þeirra
að þeir séu fegnir því þeir heföu aUt
eins búist við enn meir vaxtahækkun
en raun varð á. Gagnrýnin er á þá
leið að Seðlabanki Bandaríkjanna sé
að bregðast við verðbólguþrýstingi
sem í raun og veru sé ekki tO. Vaxta-
hækkun kemur verst niður á þeim
sem minna mega sín og eru fyrst nú
að fá sinn skerf af því góðæri sem ríkt
hefur undanfarin 9 ár.
Hækkanir í kjölfarið
Bæði hlutabréf og skuldabréf
hækkuðu í verði í kjötfar vaxtahækk-
unar. Það ber að skOja sem svo að
fjárfestar hafi liflar áhyggjur af frek-
ari vaxtahækkunum á næstunni. Dow
Jones hlutabréfavísitalan hækkaði
um 1,44% , S&P 500 hækkaði um 1,57
og Nasdaq hækkaði um 1,67%.
Viltu öraggan sparnað sem er
eignaskattsfrjáls?
Sjóður 5 er sérsniðinn fyrir þá sem vilja spara til
lengri tíma á öruggan, þægilegan og hagkvæman
hátt. Hann fjárfestir einungis í ríkisskuldabréfum og
er því eignaskattsfrjáls. Hann er alltaf innleys-
anlegur og nafnávöxtun undanfarin 2 ár hefur verið
9,3% að meðaltali. Hægt er að kaupa í honum í
áskrift eða fyrir hvaða upphæð sem er. Kostir Sjóðs
5 eru fjölmörgum fjárfestum kunnir enda er hann
næststærsti verðbréfasjóður landsins með 7.270
milijónir kr. (VÍB Sjóður 7 er stærstur).
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Kirkjusandi • 155 Reykjavík
Sími: 560 89 00 • Myndsendir: 560 89 10
Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is
1