Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Side 11
tenning
11
FÖSTUDAGUR 2. JULI 1999
Hreinn miðill listarinnar
Sigurbjörn Bemharðsson íiðluleikari og
Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari
héldu tónleika í Salnum í Kópavogi síðastlið-
ið þriðjudagskvöld. Efnisskráin samanstóð
af tónsmíðum frá ýmsum timabilum tónlist-
arsögunnar, þó rómantíkin hafi almennt séð
svifið yfir vötnunum. Meira að segja fantasía
Schönbergs, sem var eitt af atriðum efnis-
skrárinnar, hljómaði aðlaðandi og var allt að
því skemmtileg. Verkið er líka rómantískt í
stíl þrátt fyrir að Schönberg hafi haft tólf-
tónatæknina bak við eyrað þegar hann
samdi það. Fyrir þá sem ekki vita er tólf-
tónaaðferðin ákveðin tónsmíðaformúla sem
þótti einu sinni með afbrigðum framúr-
stefnuleg þó í dag séu íslenskir tónleikagest-
ir orðnir svo sjóaðir í nútimatónlist að þeir
þoli hvað sem er.
Fyrst á efnisskránni var Sónata eftir
Janácek. Þetta er tilfinningaþrungin tón-
smíð með miklum dramatískum andstæðum
sem þau Sigurbjörn og Anna Guðný léku
prýðilega. Túlkunin var hófsöm og dálítið
varfærnisleg, sérstaklega í fyrsta kaflanum,
sem er eðlilegt, því í upphafi tónleika er
maður mest taugaspenntur. Fyrsti kafli
sónötunnar er oft spilaður af meiri ofsa en
þau Sigurbjöm og Anna Guðný túlkuðu
hann þó sannfærandi og duttu aldrei niður I
lognmollu.
Næst á dagskrá voru fjögur rómantísk lög
op. 75 eftir Dvorák. Þetta eru hugljúfar tón-
smíðar og segir í efnisskránni að þær hafi
verið ætlaðar til „einkanota", þ.e. til flutn-
ings í heimahúsum. Hér var Sigurbjörn í ess-
inu sínu, enda lætur honum vel að túlka
„mannlega" tónlist. Hann lék fallega á fiðl-
una við draumkenndan píanóleik Önnu Guð-
nýjar og hefur viðkvæmt fólk í salnum ör-
ugglega þurft á vasaklútnum að halda.
Súrrealískt virtúósaverk
Öllu galsafengnari stemning er í fantasíunni
eftir Schönberg sem fyrr var nefnd. Hún er
skrifuð sem fjörugt, súrrealískt virtúósaverk
og var upphaflega fyrir einleiksfiðlu. Sigur-
bjöm og Anna Guðný fluttu hana glæsilega,
túlkunin var litrík og tilþrifamikil, og marg-
breytheiki tónlistarinnar komst vel til skila.
Sigurbjöm er augljóslega með háþróaða tækni
og Anna Guðný er sömuleiðis gallharður pí-
anisti sem kallar ekki allt ömmu sína, þvi
bæði léku hreint og skýrt hin háskalegustu
hlaup upp og niður tónstigann.
Sigurbjörn Bernharðsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir á æfingu.
DV-mynd Pjetur
Tónlist
Jónas Sen
Síðast á dagskrá var sónata nr. 10, opus 96,
eftir Beethoven. Þetta er innhverf tónsmíð og
ólík sónötunni
á undan sem
gjarnan er
nefnd Kreutz-
er-sónatan. Sú
tíunda er mjög
í anda þriðja
og seinasta
tímabilsins í
tónsköpun
Beethovens og
var einstak-
lega fallega
leikin á tón-
leikunum. Sig-
urbjörn sýndi
hér að hann
býr yfir djúpu
listrænu inn-
sæi, og eins og
sönnum lista-
manni sæmir
var hann ekk-
ert að troða
sér fram fyrir
tónlistina.
Hann er ekki
fiðluleikari af
þeirri gerð-
inni sem seg-
ir við áheyr-
endur: „Hér
er ég, hér er
rándýra fiðl-
an mín, hér
er erflða tón-
verkið sem
ÉG er að spila
svo vel; er ég
ekki sætur?“
Þvert á móti
er hann hóg-
værðin holdi
klædd og að-
eins þannig
miðlar maður
sannri list. Einnig er Anna Guðný alvörulista-
kona sem hefur fullkomið vald á slaghörpunni
og skilur viðfangsefni sitt til hlítar. Þetta voru
því ánægjulegir tónleikar, tónlistin var fógur
og með öllu ómenguð af sýndarmennsku og
kjánaskap.
Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari og
Anna Guöný Guömundsdóttir, píanó.
Salurinn, 29.6.1999
Hægt er að gera heim-
ildamyndir á ýmsan máta,
allt fer það eftir því hvern-
ig höfundar slíkra kvik-
mynda vilja nálgast við-
fangsefni sitt. Öll þekkjum
við það form þar sem at-
burðimir eru látnir segja
sögu í máli og myndum og
ekkert farið út fyrir stað-
reyndir með ágisktmum
eða verið að fara með vafa-
samar heimildir. Þetta
form setur höfundinum
skorður en hefur þann
kost að vera trúverðugt.
Ólíkt þessu eru heimilda-
myndir sem hvað mest
hafa rutt sér til rúms á
undanfórnum árum þar
sem , sögulegar heimiidir
eru færðar í leikrænt form,
staðreyndimar lifna. Þetta form gerir það að
verkum að höfundar geta farið lengra í að
koma sjónarmiðum sínum og hjartans málum á
framfæri við hinn almenna áhorfanda. Slík
kvikmynd er Steyptir draumar sem Kári
Schram leikstýrir eftir handriti hans og Ólafs
Engilbertssonar myndlistarmanns. Umúöllun-
arefnið, alþýðulistamaðurinn Samúel L. Jóns-
son, er þeirra hjartans mál og þeir gera Steypta
drauma meðal annars til þess að koma á fram-
færi við þjóðina að merkileg listaverk Samúels
liggja undir skemmdum í afskekktum dal þar
sem allra veðra er von.
Samúel Jónsson, sem á efri árum flutti á
bernskustöðvar sinar að Brautarholti í Selár-
dal og hóf að búa til listaverk, ekki aðeins mál-
verk og skúlptúra, heldur einnig hús, var
merkilegur maður og sönnun þess að aldrei er
of seint að láta drauma sína rætast. í Brautar-
holti gerði hann sín listaverk sem vöktu at-
hygli þjóðarinnar, ekki aðeins á verkunum
heldur einnig á listamanninum sjálfum sem
notaði ellilifeyrinn í sköpunarstarf.
Karl Guðmundsson leikur Samúel Jónsson, alþýðulistamanninn í Selárdal.
Eiginlega er rangt að tala um Steypta
drauma sem heimildamynd. Það sem hún á
sameiginlegt með slíkum myndum eru í
raun aðeins viðtölin við samferðamenn Sam-
úels i byrjun. Síðan tekur hún á sig mynd
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
leikinnar myndar (meira að segja atriðið
með Ólafi Hannibalssyni er eins og eftir
skrifuðu handriti) sem gerist í nútímanum
og fyrir þrjátíu árum. Árið 1965 fylgjumst við
með landmælingamanni sem flýr hriplekt
tjald og biður um gistingu hjá Samúel í
Brautarholti. Þar dvelst hann hjá honum
nokkra daga og kynnist honum. Atburðir
þessir rifjast upp fyrir honum þrjátíu árum
síðar þegar hann les grein þar sem segir að
listaverkin í
Brautarholti
liggi undir
skemmdum.
Hann finnur fyr-
ir kallinu og
ákveður að fara i
pílagrímsför í Sel-
árdalinn. Á ferða-
laginu riíjar hann
upp kynni sín af
Samúel, kynnist
erlendri stúlku
sem er að nema
arkitektúr og fmn-
ur að lokum að
hann hefur tengst
Samúel órjúfandi
böndum.
Steyptir
draumar
láta ekki
mikið yfir sér.Myndin er látlaus, fal-
leg og einlæg. Karl Guðmundsson nær
vel að lýsa þessum einstæða manni
enda hef ég grun um að margt sé líkt
með Karli og Samúel og Björn Karls-
son gerir hlutverki sínu ágæt skil þótt
lítið þykir mér hann breytast á þrjátíu
árum. Það sem upp úr stendur er að
sjálfsögu einstæð verk Samúels. Þótt
veðurbarin séu þá leynir sér ekki sú mikla
orka og sköpunargleði sem hann hafði og
þótt ekki sé beint verið að biðla til þjóðar-
innar um vemdun þeirra í myndinni þá
komast skilaboðin til skila.
Leikstjóri: Kári Schram. Handrit: Kári
Schram og Ólafur Engilbertsson. Kvik-
myndataka: Halldór Gunnarsson. Lýsing:
Guðmundur Bjartmarsson. Hljóð: Þorbjörn
Erlingsson. Tónlist: IVIargrét Ornólfsdóttir.
Leikarar: Karl Guðmundsson, Björn Karls-
son, Björk Jakobsdóttir, Þóra Friðriksdóttir
og Helgi Skúlason.
m*' í
Kasper Holten
Draumurinn sem rættist
Komiingur leikhússtjóri ráð-
inn að Konunglega leikhús-
inu
Síðustu daga hafa dönsk
blöð verið uppfull með frétt-
ir af ráðningu 26 ára gamals
leikstjðra, Kaspers Holtens
(á mynd), í starf óperustjóra
Konunglega leikhússins í
Kaupmannahöín. Danir
virðast hafa tröllatrú á
sköpxmarkrafti, ímyndunar-
afli og þreki þessa unga leik-
húsmanns og sjálfan skortir
hann ekki sjálfstraustið.
Þetta mun vera sami Kasper Holten og setti
upp Ástardrykkinn eftir Donizetti hjá okkar litlu
íslensku óperu í fyrra en sú sýning fékk heldur
slaka dóma. Vonandi gengur honum allt í haginn
í danska óperuheiminum. Holten á líka góða að
ef eitthvað fer úrskeiðis hjá honum því móðir
hans er seðlabankastjóri Danaveldis.
Rauðvínsglas á dragspili
Sérkennilegir tónleikar verða haldnir í Saln-
um í Kópavogi kl. 16 á sunnudaginn. Þar koma
fram rússnesku harmónikuleikaramir og ein-
eggja imdratvíburarnir Yuri og Vadim Fjodorov.
Þessi piltar eru einungis þrítugir, en hafa unnið
til allra helstu verðlauna sem standa harmóniku-
leikurum til boða í heimi hér. Þeir tengjast ís-
landi fyrir það að útgáfúfyrirtæki
Hrólfs Vagnssonar, CordAria í
Þýskalandi, gaf nýverið út fyrstu
geislaplötu þeirra. Þeir bræður
leika bæði klassíska og létta tónlist
en einnig hafa þeir komið sér upp
sérstökum tónlistaratriðum. í Saln-
um munu þeir sýna eitt slíkt atriði;
spila þeir þá með fullt rauðvínsglas
standandi á harmónikunni, með
bundið fyrir augu og hnappaborðið hulið ábreiðu
þannig að harmónikuleikarinn hvorki sér glasið
né getur fundið nótumar sem spila á, án þess að
muna hvar þær em. Takmarkið er „að geta spO-
að lag með belghristing án þess að dropi sullist
upp úr glasinu," segir í fréttatilkynningu. Og þá
væntanlega líka að tæma glasið með bravúr að
atriðinu loknu.
Edstrand-verðlaun til Önnu G.
Svíar em stöðugt að gera norrænni myndlist
eitthvað til góða. í gær var tilkynnt um Cameg-
ie Art Award þar sem norrænmn listmálurum
standa til boða vegleg verðlaun. í dag sendi Roos-
eum-safnið í Malmö frá sér upplýsingar um þá
listamenn á Norðurlöndum sem fengið hefðu ár-
leg verðlaun Edstrand-listastofnunarinnar. í
framhaldinu efnir Rooseum tO sýnmgar á verk-
um verðlaunahafanna sem stendur frá 3. júlí tO
29. ágúst. Verðlaunin nema áOs
um 12 mOljónum ísl. króna og
er þeim skipt á miili átta mynd-
listarmanna. FaOa þau í skaut
einum listamanni frá hverri
Norðulandþjóð en að auki
hljóta þrir ungir og efnOegir
sænskir listamenn sérstaka
starfsstyrki frá stofnuninni. í
ár em verðlaunahafarnir Anna
Guðjónsdóttir frá íslandi,
Joachim Koester frá Danmörku, Henrietta
Lehtonen frá Finnlandi, Bjame Melgaard frá
Noregi (sjá mynd) og Svíamir Maria Hall, Carl
Michael von Hauswolff, Anders Kappel og
Magnus WaOin.
Anna Guðjónsdóttir býr og starfar í Hamborg
þar sem hún rekur sérstakan sýningarsal sem
helgaður er náttúratengdri myndlist.
Englar til sýnis
AðVaOá á Kjalarnesi 1
i Kjalarnesi hefur Hjördís Gissurar-
dóttir opnað salarkynni sem af ljósmyndum að
dæma eru hm
glæsOegustu,
með freskum
upp um veggi og
loft og völdum
antíkmunum í
hóO' og góif (sjá
mynd). Þessi sal-
arkynni nefnast
Lista- og kaffi-
sölugaOeríið
Englar ogfólk og
verða opin
venjulegu fólki frá föstudegi tO sunnudags kl.
13-18. Þar sem hér er öðrum þræði um að ræða
verslun i eigu húsráðenda vekur athygli að gest-
ir þurfa að reiða fram 500 krónur við inngang-
inn, þó svo þeir ætli einungis að fá sér kaffisopa.
Umsjón
Aðalsteinn Ingnlfssnn