Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999
óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfusýóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgalds.
Verkefni nýs forstjóra
Þórarinn V. Þórarinsson hefur tekið við sem for-
stjóri Landssímans, eftir nokkrar hræringar innan
fyrirtækisins, sem hafa orðið efni í ýmsar sögusagn-
ir og kenningar. Þegar fram líða stundir skipta þær
minnstu en hvernig nýjum forstjóra tekst til við
stjórnun Landssímans skiptir mestu, enda fyrirtæk-
ið hluti af lífi allra íslendinga. Varla finnst sá ís-
lendingur sem ekki hefur skoðun á Landssímanum.
Leiða má sterkar líkur að því að margt muni
breytast í starfsháttum Landssímans nú þegar Þór-
arinn V. Þórarinsson, fyrrum framkvæmdastjóri
VSÍ, hefur tekið við daglegum rekstri. „Ég ætla
ekki að verða ósýnilegur forstjóri sem er lokaður
inn á skrifstofu, heldur vinna með starfsmönnum
fyrirtækisins,“ sagði forstjórinn í yfirheyrslu hér í
DV í gær.
Sem stjórnarformaður sama fyrirtækis hefur
Þórarinn staðið í deilum við samkeppnisyfirvöld og
á stundum látið þung orð falla í garð þeirra. Flest
bendir til að Landssíminn eigi eftir að glíma enn
frekar við yfirvöld samkeppnismála. Fyrirtækið er
með yfirburðastöðu á íj arskiptamarkaði eftir að
hafa setið eitt að markaðinum í skjóli ríkisverndað-
ar einokunar. Nú þegar lítil en ört vaxandi og fram-
sækin fyrirtæki í eigu einkaaðila sækja inn á fjar-
skiptamarkaðinn má búast við átökum þar sem
Landssíminn er í hlutverki Golíats. Hraðar tækni-
framfarir munu einnig gera erlendum aðilum kleift
innan fárra ára að bjóða íslenskum símnotendum
þjónustu sína, óháð landfræðilegri staðsetningu.
Það verður því sótt að Landssímanum úr öllum átt-
um. Hlutverk Þórarins verður að verjast þessari
samkeppni.
Mikilvægasta verkefni hins nýja forstjóra Lands-
símans verður að undirbúa einkavæðingu á fyrir-
tækinu. Eignarhald fyrirtækisins er tímaskekkja,
eins og flestir eru búnir að átta sig á. Fyrir örfáum
árum þótti það jaðra við landráð að setja fram hug-
mynd um einkavæðingu Landssímans. Viðhorf al-
mennings virðist vera allt annað nú og aðeins fá-
einir forpokaðir afturhaldsmenn leggjast gegn því
að fyrirtækið sé selt.
Einkavæðing Landssímans verður langstærsta
einkavæðing sem ráðist hefur verið í hér á landi og
því er mikilvægt að rétt sé að málum staðið. Margt
bendir til að heillavænlegt sé að reyna að selja stór-
an hluta félagsins til erlendra aðila, samhliða því
sem einstaklingum, fyrirtækjum og stofnanafjár-
festum hér heima, eru boðin hlutabréf á jafnréttis-
grunni og skapa þannig frið um söluna. Eina
spurningin sem vert er að svara áður en hafist er
handa við söluna er hvort eðlilegt og skynsamlegt
sé að brjóta fyrirtækið upp í tvær einingar, þar sem
önnur starfi á samkeppnismarkaði en hin annist
dreifikerfið, sem verður öllum opið. Tækniframfar-
ir kunna hins vegar að gera slíkt óþarft.
Með einkavæðingu Landssímans verður stigið
mikilvægt skref í þá átt að draga ríkið út úr rekstri
fyrirtækja sem það á ekki að vasast í. Það er vert
að hafa þá óþægilegu staðreynd í huga að einungis
þriðjungur eigna landsmanna er í eigu einkaaðila
en tveir þriðju eru í eigu ríkis og sveitarfélaga,
samvinnufélaga eða sjálfseignarfélaga með óljóst
eignarhald.
Óli Björn Kárason
/ ?S3 g m n i
| Bj 2íl
, 1 . 11
Barnaspítala hefur verið valinn staður þar sem hann í raun rúmast ekki þótt mun betri kostir séu fyrir hendi.
Prívatfirrur eða
réttmæt sjónarmið?
Guðmundur Andri Thorsson rit-
höfundur fjallaði nýlega í DV um
kæru íbúa í nágrenni Landspítala-
lóðar vegna framkvæmda við
barnaspítala. Hann segist reyndar
ekki þekkja ástæður kærunnar og
kvartar yfir að fiölmiðlar hafi ekki
gegnt hlutverki sínu að greina frá
þeim. Hann munar samt ekki um
að kalla íbúa kæruóða og segir fólk-
ið hafa fundið sér þá hugsjón í líf-
inu að vera á móti barnaspítala.
Kemur á óvart að Guðmundur
Andri Thorsson skuli leitast við að
gera kærendur tortryggilega og
leiða hjá sér að kanna staðreyndir
málsins.
Gagnrýni fagfólks á stærð
og staðsetningu
Stærð fyrirhugaðs barnaspítala
og staðsetning hans á Landspitala-
lóð hefur sætt gagnrýni fagfólks. í
greinum í Morgunblaðinu undan-
fama mánuði hafa læknar og hjúkr-
unarfræðingar bent á að bamaspít-
alinn sé of lítill frá upphafi enda
ræðst stærð hans af þröngri lóð en
ekki þörfum veikra barna. Yfir-
læknir bama- og unglingageðdeild-
ar sagði barnaspítalann ekki allra
barna spítala, enda er geðveikum
bömum úthýst þaðan, sem kunn-
ugt er. Fagfólkið bendir á að sjálf
staðsetningin komi í veg fyrir að
unnt verði að stækka spítalann og
þróa starfsemina í framtíðinni.
Bamaspítala hefur verið valinn
staður, þar sem hann í raun rúm-
ast ekki, þótt mun betri kostir séu
fyrir hendi.
Umferð sprungin að dómi
borgarinnar
Ekki dugir að afgreiða umferðar-
og bílastæðamál Landspítalans með
aulafyndni um hugarfar íbúa í ná-
grenni hans. Umferðaröngþveiti
ríkir á Landspítalalóð og nálægum
íbúðargötum og hefur skipulags-og
umferðamefnd Reykjavíkur bókað
að ástandið sé „sprungið". Umferð-
arkönnun sýnir að starfsfólk, sjúk-
lingar á göngudeild og heimsóknar-
gestir lenda í „hremmingum" þegar
leggja þarf bílum við spítalann. Mér
er til efs að þessu fólki sé hlátur í
huga þegar bílastæðavanda Land-
spítalans ber á góma. Yfirlæknir á
Landspítala segir mikið umferðar-
öngþveiti inn og út úr miðbænum á
álagstímum vera óheppilegt fyrir
Landspítalann vegna mögulegra
umferðartafa. Hann bendir á að líf
getur legið við að koma mikið veik-
um eða slösuðum
sjúklingum á sjúkra-
húsið á sem
skemmstum tíma og
að starfsfólk geti
ekki brugðist við út-
köllum án tafa
vegna umferðaröng-
þveitis. Borgaryfir-
völd höfðu engin
svör um úrræði þeg-
ar íbúar spurðu þau
um vanda vegna að-
komuleiða og bUa-
stæða.
Hávaði og loft-
mengun við
barnaspítala
Spítalabygging á
flugvallarins. Samkvæmt upplýs-
ingum borgaryfirvalda á að reisa
spítalann í einni aðflugsleið Reykja-
víkurflugvaUar sem vafasamt er að
Standist ákvæði heilbrigðisreglu-
gerðar. Leita þarf undanþágu frá
reglum gegn hávaðamengun tU að
spítalann megi reisa á þessum stað.
Skýtur skökku við að slíkum vörn-
um skuli rutt á brott og gripið tU
undanþágu þegar í hlut á barnaspít-
ali þar sem dveljast
börn sem eru viðkvæm
fyrir hávaða.
Alvarlegir gallar
á undirbúningi
málsins
í nýjum lögum um
skipulags- og byggingar-
mál eru skyldur lagðar
á herðar sveitarstjóm-
um um undirbúning
framkvæmda og íbúum
tryggður kæmréttur ef
út af er bragðið. Ákvæð-
um laganna ber að
fylgja, alltaf en ekki
bara stundum, jafnvel
þótt framkvæmd sé tal-
in brýn. íbúar í ná-
Kjallarinn
Ólafur ísleifsson
hagfræðingur
„Spítalabygging á Landspítala-
lóð virðist ekki standast kröfur
um loftmengun og hávaðameng■
un frá umferð bíla og flugvéla. “
Landspítalalóð virðist ekki standast
kröfur um loftmengun og kröfur
um hávaðamengun frá umferð bíla
og flugvéla. Loftmengun hefur sam-
kvæmt upplýsingum ' borgaryfir-
valda farið yfir leyfileg mörk við
fyrirhugaðan barnaspítala og virð-
ist ekki gert ráð fyrir að sjúklingar
geti verið úti við ef svo ber undir.
Hávaðamengun er hálfu meiri en
æskilegt þykir og er þá ótalinn há-
vaði frá flugvélum sem líklegt er að
færist i aukana með umferð milli-
landaflugs eftir endurbyggingu
grenni Landspítalalóð-
ar telja að Reykjavík-
urborg hafi við undir-
búning málsins og
málsmeðferð alla brot-
ið gegn ákvæðum laga.
Borgaryfirvöld hafa
ekki sinnt ítrekuðum
ábendingum íbúa sem
áttu því ekki annarra úrkosta en
beina málinu til úrskurðamefndar.
Nefndin staðfesti með úrskurði í
febrúar að kæra íbúanna hafi átti
við rök að styðjast og verið rétt-
mæt.
Guðmundur Andri Thorsson
verður að eiga við sjálfan sig telji
hann það „skrípamynd af lýðræð-
inu“ að fólk leiti réttar síns eftir
lögmætum leiðum ef það er haldið
þeirri „prívatfirru" að lög hafi ver-
ið brotin á því.
Ólafur ísleifsson
Skoðanir annarra
Hagvöxtur áfram næstu árin
„Óhætt er að segja, að endurmatið á efnahagshorf-
um í ár er bæði jákvætt og neikvætt. Aukning hag-
vaxtar kemur nokkuð á óvart og er rakin til vaxandi
útflutnings og minni samdráttar í íjárfestingu en
reiknað var með. Hagvöxtur verður því um og yfir
5% í fjögur ár samfleytt og verður það að teljast mik-
ill árangur á alþjóðlegan mælikvarða. Þá reiknar
Þjóðhagsstofnun með áframhaldandi hagvexti næstu
árin, þótt hann verði hægari en verið hefur. At-
vinnuleysi er og úr sögunni og vinnuaflsskortur er í
ýmsum atvinnugreinum."
Leiðari Morgunblaðsins 1. júlí.
Eigandinn ekki með í ráðum
„Svokallaður eigandi félagsins, „þjóðin", var vit-
anlega ekki höfð með í ráðum og það tók handhafa
hlutabréfs félagsins, samgönguráðherra, einungis
fimm minútur að skipta um stjórnarformann.
Talsmenn ríkiseignar telja það oft lýðræðislegra
fom, atburðimir í Landssímanum sýna svo ekki
verður um villst að þvi er einmitt þveröfugt farið.
Raunar hefur verið bent á það áður i þessum dálki
að ef ríkishlutafélög eigi að vera lýðræðisleg væri
nærtækast að velja stjórnarmenn af handahófi úr
þjóðskrá."
í þættinum Undarleg vika er fjallað um forstjóra-
skiptin hjá Landssímanum og „tálsýn sem fylgdi há-
effun" ríkisfyrirtækja.
Halldór í forsvari evrópskrar fordæmingar
„Það hefur komið í hlut Halldórs Ásgrimssonar,
sem formanns í Evrópuráðinu, að vera í forsvari
hinnar evrópsku fordæmingar á dauðadómnum
ásamt ýmsum forustumönnum Evrópubandalagsins.
Það er sérstaklega ánægjulegt að bæði Halldór og
aðrir fullmegtugir evrópskir forystumenn virðast
einhuga í fordæmingu sinni á dauðarefsingunni. En
það rýrir á engan hátt gildi þessarar fordæmingar
þó á það sé bent að þessir höfðingjar mættu gjaman
halda þessari sömu prinsippafstöðu sinni hátt á lofti
I samskiptum við önnur ríki sem beita dauðarefs-
ingu og vilja eins og Tyrkir eiga mikil og góð sam-
skipti við Evrópu. Jafnvel þó þeir dæmdu séu ekki
eins mikilvægir og Öcalan. í þeim efnum hljóta
menn auðvitað að horfa vestur um haf.“
Birgir Guðmundsson, aðstoðarritstjóri Dags, i for-
ystugrein.