Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Page 13
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 13 Héraðsdómur vegna Þróttarhússins Þróttarhúsið er senn tilbúið í Laugardal, verðlaunatillaga sem þrír arki- tektar lögðu hugmyndir í. DV greindi frá því að Pálmi R. Guðmundsson hefði farið í mál til að fá sig dæmdan meðhöfund verðlaunahönnunarinn- ar. Hann sagðist hafa átt heiður að verja. Pálmar Kristmunds- son arkitekt hefur beðið mig um að rita þetta bréf til þess að gera grein fyrir niðurstöðum ofangreinds héraðsdóms en tilefnið er mjög mis- vísandi blaðagrein í DV 21. júní síðastliðinn. Þar er málavöxtum og dómi, með stríðsfyrirsögn á forsíðu og í baksíðu- grein, lýst á vægast sagt afar hlutdrægan hátt og garri efhislegum niður- stöðum dómsins. Með tilliti til samnings PK Hönnunar sf. við Reykjavíkurborg og Knattspymufélagið Þrótt um hönnun félagshúss Þrótt- ar í Laugardal og hinnar villandi fréttar í DV óskar Pálmar eftir að gerð verði grein fyrir niðurstöðu umrædds héraðsdóms. Mun hér að- eins getið niðurstöðu dómsins er varðar þau ágreiningsatriði sem þar er fjallað um. Vildi fá viðurkenndan höfundarrétt Dómkröfur stefnanda voru eftir- farandi: „Að viðurkennt verði með dómi að stefnandi hafi verið einn þriggja höfunda að verðlaunatillögu í hönnunarsamkeppni um félags- hús Þróttar sem haldin var á veg- um byggingadeildar borgarverk- fræðings Reykjavíkurborgar í mars 1997. Að stefhdu verði dæmd in soli- dum til að greiða stefnanda skaða- bætur að fjárhæð 1.594.537 krónur og miskabætur að fiárhæð kr. 3.000.000 krónur, ásamt dráttarvöxt- um, samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. ágúst 1997 til greiðsludags. Til vara er þess krafist að viður- kennt verði með dómi að stefnandi hafi verið einn þriggja höfunda að verðlaunatillögunni um félagshús Þrótt- ar og að stefndu verði dæmd til greiðslu miska- og skaðabóta að mati réttarins. Þá er í öll- um tilvikum gerð krafa um að stefhdu verði gert að greiða stefnanda málskostnað að mati rétt- arins.“ Niðurstöðm- dómara eru þessar: „Með vísan til framburðar aðila og vitnisins Haraldar fyrir dómi þykir í ljós leitt að framlag stefnanda til verðlaunatillögunnar hafi verið þess eðlis að það njóti verndar höf- undarlaga. Þar sem ekki er unnt að aðgreina framlag stefnanda frá framlagi stefnda Pálmars og Har- aldar teljast þeir allir hafa orðið samhöfundar að tillögunni í skiln- ingi 7. gr. höfund- arlaga." Um framsal á höfundarrétti seg- ir dómarinn eftir- farandi: „Enda þótt stefnandi og PK Hönnun sf. hafi ekki samið sérstaklega um það að arkitekta- stofan fénýtti höf- undarrétt stefnanda í starfsemi sinni verður að líta svo á að í starfssambandi aðila hafi falist framsal á höfundarrétti stefnanda til PK Hönnunar sf. að svo miklu leyti sem nauðsynlegt var til þess að nýta verðlaunatiliöguna sem grundvöll imdir frekari hönnun fé- lagshúss Þróttar meö þeim hætti sem gert var. Samkvæmt því átti stefnandi ekki kröfu til að verða að- ili að hönnunarsamningnum og ekki tilkall til frekari þóknunar fyr- ir framlag sitt til verðlaunatillög- unnar.“ Um fiárkröfur stefnanda segir dómarinn: „Með hliðsjón af þeirri niðurstöðu að í starfssamningi stefnanda og PK Hönnunar sf. hafi falist framsal á rétti til að fénýta verk stefnanda þ. á m. framlag hans til umræddrar samkeppnistillögu, sem hönnun félagshúss Þróttar í Laugardal var grundvölluð á, og að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að honum hafi borið frekari þóknun fyrir framlag sitt til tillögunnar þykja stefndu ekki hafa valdið stefnanda fiárfióni. Á stefnandi því ekki rétt á skaðabótum úr hendi stefndu á þeim grundvelli sem hann gerir kröfu til.“ Miskabætur vegna brota á sæmdarrétti Að lokum kemur þetta fram í nið- urstöðum dómsins: „Með vísan til 2. mgr. 56. gr. höfundarlaga þykir vera gnmdvöllur til að dæma stefnanda miskabætur úr hendi stefndu óskipt vegna brots á sæmdarrétti hans, samkvæmt 1. mgr. 4. gr. höfundar- laga og þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 250.000 krónur.“ „Með hliðsjón af því að kröfur stefnanda hafa aðeins að litlu leyti verið teknar til greina og stefnanda höfðu áður verið boðnar sömu bæt- ur og dæmdar eru í máli þessu þyk- ir rétt að hvorir aðila greiði sinn kostnað af máli þessu." Með tilvísan til framangreindra orðréttra tilvísana í niðurstöður dómsins verður ekki ályktað annað en að umrædd forsíðu- og baksíðu- frétt DV frá 21. júní s.l. sé fullkom- lega misvisandi og reyndar ámælis- vert að reyndir fréttamenn skuidi ekki kanna betur heimildir fyrir svona fréttaflutningi, m.a. með því að lesa sjálfan dóminn. Túlkun stefnanda á niðurstöðu málsins skal látin liggja milli hluta í bréfi þessu, aðeins minnt á að fiár- kröfur stefnanda, í ailt kr. 4.594.537, voru lækkaðar í kr. 250.000, máls- kostnaður felldur niður og viður- kennt að PK Hönnun sf. hafi fengið framseldan til fénýtingar höfundar- rétt stefnanda. Dómsupphæð, kr. 250.000, var sú sama og stefndu höfðu boðið stefnanda í bætur löngu áður en mál þetta var höfðað. Af háifu umbjóðenda minna mun máli þessu ekki verða áfrýjað til Hæstarétar enda hefur fengist við- urkennt það grundvallaratriði málsins að PK Hönnun sf. sé heim- ilt án sérstakrar þóknunar að fénýta það hugverk sem hér er ver- ið að fialla um með þeim hætti sem gert hefur verið. Umbjóðendur mínir líta svo á með hliðsjón af niðurstöðum dómsins að ekki verði um að ræða frekari kröf- ur af hendi stefnanda í máli þessu. Knútur Bruun Kjallarinn Knútur Bruun hæstaréttarlögmaður „Þar sem ekki er unnt að að- greina framlag stefnanda frá framlagi stefnda, Pálmars og Haraldar, teljast þeir allir hafa orðið samhöfundar að tillögunni, i skilningi 7. gr. höfundarlaga. “ Háskólasetur á Austurlandi Flestir telja að samsöfnun þjóð- arinnar á eitt landshorn sé óheppi- leg en færri kunna ráð tii að hamla gegn þessum fólksflutningum. Þó bar svo við um daginn að í mig hringdi glöggur maður frá Akur- eyri og spurði: Hvers vegna er ekki komið upp háskóla eystra frekar en að baksa við þessa álbræðslu? Sá hinn sami benti á að nú vanti fólk til starfa í ýmsum háskólagreinum, meðal annars kennara. Talað væri um að stækka þurfi Kennarahá- skólann fyrir mörg hundruð nem- endur til viöbótar. Væri ekki nær að koma upp slíkum skóla mið- svæðis á Áusturlandi? Og hann minnti á gildi Háskólans á Akur- eyri fyrir Norðurland. Ég gat ekki annað en samsinnt, hafði reyndar verið að tala fyrir svipuðu máli á Alþingi árum saman, en fyrir held- ur daufum eyrum. Stórt hagsmunamál Háskólamiðstöð á Austurlandi, þar sem byrjað væri með kennslu í völdum greinum, er knýjandi nauðsyn fyrir fiórðunginn og ólikt líklegri til jákvæðra áhrifa en stóriðjustefnan sem sfiórnvöld streitast við. í fyrra var opnað fyrir háskóla- og endurmenntun á Austurlandi í formi fiarkennslu. Það er gott skref sem tengist framhaldsskólum í fiórðungnum. En við það má ekki láta staðar numið. Koma þarf hið fyrsta upp miðstöð fyrir háskólanám á völd- um námsbraut- um og skapa góða aðstöðu fyrir yfirstjórn, háskólakennara og nemendur. Slíkur kjarni myndi fljótlega hafa mikil áhrif út í samfélag og atvinnulíf og ná að þróast ef að honum er hlúð. Engin aðgerð er líklegri til að efla fiórðunginn og skapa skilyrði fyrir farsæla byggðaþróun. Lærum af reynslunni Margföld og góð reynsla er af því að koma upp menntastofnun- um til að ryðja nýjar brautir. Ná- lægt 1930 beitti þáverandi ríkis- stjóm undir forustu Jónasar frá Hriflu sem menntamálaráðherra sér fyrir uppbyggingu héraðs- „Hafa ber í huga að staða háskóla í menntaskerfi okkar nú er Mið- stæð alþýðuskólunum fyrr á öld• inni. Ekkert landsvæði mun halda í horfinu án þess að til komi gott aðgengi að háskólamenntun skóla og húsmæðra- skóla víða um land. Slíkar stofnanir vom reistar á undra- skömmum tíma og höfðu strax mikil samfélagsleg áhrif. Um sama leyti kom til sögunnar Mennta- skólinn á Akureyri með réttindum til að brautskrá stúdenta. Þessar ákvarðanir höfðu stuðning af nýjum meirihluta á Alþingi gegn harðri andstöðu íhaldsafla. Svipaðrar andstöðu gætti gegn frekari fiölgun menntaskóla síðar og stofnun Há- skólans á Akureyri. Umræða um þann síðasttalda ætti að vera mönnum í fersku minni. Samvinna í formi setra Enn eru uppi háværar raddir um að varast beri að fiölga skól- um, nú síðast háskólum. Óttast talsmenn stofnana sem fyrir eru að missa spón úr aski, en þó gætir hjá mörgum meiri víðsýni en áður. Hafa ber í huga að staða há- skóla í menntaskerfi okkar nú er hliðstæð alþýðuskólunum fyrr á öldinni. Ekkert landsvæði mun halda í horfinu án þess að til komi gott aðgengi að há- skólamenntun. Þá er hin óbeina þýðing slíkra stofnana ekki síður mikilvæg. Sam- vinna skóla á há- skólastigi er sjálfsögð og brýn. En eigi nýjar stofnanir að dafna verða þær að vera fiárhagslega sjálf- stæðar. Þar má læra af þeirri tilhögun sem upp var tekin við út- færslu Náttúrufræði- stofnunar íslands í formi setra sem hafa sjálfstæðan fiárhag. Eiðastaður sem háskólamiðstöð Svo vill til að á Austurlandi væri hægt að koma upp háskólamiðstöð með litlum fyrirvara. Húsnæði fyrrum alþýðuskóla á Eiðum hefur staðið ónotað frá 1995 nema notað að hluta til ferðaþjónustu að sum- arlagi. Staðurinn er vel í sveit sett- ur, aðeins í 10-15 mínútna aksturs- fiarlægð frá Egilsstöðum og aðal- flugvelli þar. Hér þarf aðeins póli- tískar ákvarðanir. Hvemig væri að ráðamenn hvíldu sig ögn á stór- iðjubaksinu og settu strax á fót há- skólamiðstöð eystra til eflingar mannlífi? Hjörleifur Guttormsson Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður Með og á móti Stök gangaferð kostar enn þúsundkall Markmið að flýta afgreiðslu „Mér þykir rétt að stakt fargjald kosti áfram eitt þúsund krónur. Eitt af markmiðum stjórnar Spalar er að fá sem flesta til að kaupa sér áskrift og flýta þannig afgreiðslu í gjaldskýli og koma í veg fyrir biðraðir. Fyrir þá sem fara að- eins tvisvar til fiórum sinnum um göngin á ári skiptir þessi kostnaðarmis- munur ekki höf- uðmáli. í byrjun ágúst verður væntanlega boð- ið upp á tíu ferða kort meö 30 pró- senta afslætti. Slíkt ættu flestir að geta notfært sér enda verða þau kort ekki bundin við ákveðin öku- tæki. Þeir sem aka oftar en tvisvar til fiórum sinnum á ári geta nýtt sér þennan kost. Þeir sem aka enn oftar um göngin eiga kost á allt að 50 prósenta afslætti meö 40 feröa áskrift og 60 prósenta afslátt ef greitt er fyrir fram fyrir 100 ferðir. Hluti ástæðunnar fyrir því að þús- und króna gjaldið er ekki lækkað nú er sú að stjórnin vonast til að hægt verði að halda verðinu á gjaldinu stöðugu um einhver ár þrátt fyrir einhverja verðbólgu - enda má segja að raungjaldið hafi nú þegar lækkað um 3 prósent vegna verðbólgunnar undanfarið ár.“ Kaldar kveðjur til „þúsund- krónafólksins" „Það sætir furðu að ekki standi nú til að lækka eitt þúsund króna gjaldið fyrir staka ferð í samræmi við aðra boðaða lækkun sem stjórn Spalar er að leggja til. Fyrir rúmu ári, þegar nú- verandi gjald- skrá lá fyrir, lagði FÍB fram rökstuddar at- hugasemdir sér- staklega í ljósi þess að minni og meðalstórir bílar voru að greiða óeðlilega hátt gjald. í raun hafa þeir verið að niðurgreiða fyrir aðra notendur. Þess vegna vekur það furðu að nú, þegar vilji stjórnar kemur fram um að lækka gjald- skrána, skuli þeir ekki njóta henn- ar sem nota stakar ferðir. Það er ljóst að með þessum tiilögum Spal- ar viröist það enn sem fyrr stefna stjórnarinnar aö láta þá notendur sem nota göngin minna greiða fyr- ir þá sem nota göngin meíra. í ljósi jafnræðissjónarmiða er þetta alls óviðunandi. Við verðum að gera ráð fyrir að með hliðsjón af þeim tillögum sem gert er ráð fyrir að komi til framkvæmda 1. ágúst þá sé enn ráðrúm til að leiðrétta þann mismun sem þarna er boðið upp á. Að öðrum kosti má líta svo á að þeir séu að fá kaldar kveðjur sem hafa á síðasta ári tryggt rekstar- grundvöll ganganna - með því að greiða hæsta gjaldið - og sé nú áfram ætlað að gera það.“ -Ótt Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is Stefán Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.