Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 25 Myndasögur Veiðivon Þau veiddu vel af bleikju í Hítarvatni á Mýrum fyrir fáum dögum, Birna Ýr, Halidóra Dögg og Magnús Ingvarsson. Veiðin hefur verið að glæðast verulega í vatninu. DV-mynd Jón Þór ’ Hann gœli ol.cfl oins A spmað síf (jossa raoðu! ] Það 01 okkeri som lœr'S breytl ákvórðun hans1 J ^ Já.^boiQanlogll j s Dýrasta veiðiá gengur undir nafninu: Urriðaá á Ásum Veiðimenn, sem hafa rennt í dýrustu laxveiðiá landsins, eru orðnir verulega þreyttir á mergð smáurriða sem er að finna um alla á. En þessi fiskur er staðbundinn í ánni og kemur úr Svínavatni og Fremri-Laxá. En þar hefur verið mikið af urriða. „Þetta er hundleiðinlegt til lengd- ar að renna í Ásana, maðkurinn er hreinsaður á sjö sekúndum. Maður nennir þessu til ekki lengdar,“ sagði veiðimaöur sem var að koma úr dýrustu veiðiá landsins. „Maður er að borga pening fyrir daginn og þetta er ekki sá veiði- skapur sem ég nenni að stunda. Við fengum 3 laxa, en við eyddum um 250 rnöðkum," sagði veiðimaðurinn enn fremur. Það er heldur mikið að eyða 250 möðkum þessa dagana þegar maðk- urinn er á 100-120 krónur. Og mjög erfitt er að fá hann núna. Laxá á Ásum hefur gefið 50 laxa og það eru laxar í henni, og allt í lagi með það. Veiðivon G. Bender Maríulaxinn í Stóru-Laxá „Þetta var meiri háttar að fá mar- íulaxinn þarna í Stóru-Laxá í Hreppum. Maður átti ekki von á neinu eftir hlaupið í Hagavatni," sagði Tómas Woodard, sem veiddi maríulaxinn í Stóru-Laxá fyrir fáum dögum á svæði eitt og tvö. „Ég fékk fiskinn í öðru kasti um morguninn og baráttan stóð yfir í 10 mínútur. Hann tók svartan tóbý og þetta var 11 punda lax, þetta gerðist allt í Kálfhagahylnum. Það voru komnir tveir laxar og þrir silungar. Fiskurinn tók vel og hann beygði Tómas Woodard með maríulaxinn úr Stóru-Laxá. spúninn," sagði Tómas í lokin. Maðkurinn á 110-120 krónur „Það er hryllingur að fá maðk núna og ef maður er svo heppinn að fá maðk er hann dýr. Mér var boð- inn maðkur á 110 krónur í morgun en mér fannst það alltof dýrt. Ég fór og keypti mér nokkrar flugur," sagði veiðimaður sem var að fara í Elliðaámar í gær. Það er hrikalega erfitt að fá maðk núna og hann er dýr. „Já, við eigum maðka en en ekki mikið, það er allt vitlaust núna. Ég sel maðkinn á 80 eða jafnvel meira. Hvað býður þú í maðkinn?" sagði maðkasali sem við ræddum við í gær og hann bætti við: „Þetta er rosalegt núna. Síminn stoppar ekki og allir vilja kaupa maðk. Ég veit ekki hvar þetta endar eiginlega." ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG INTER SPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is mURRAY t EULR** Sími: 587 9699

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.