Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Qupperneq 26
26
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ1999
Messur
Árbæjarkirkja: Guösþjónusta kl. 11
árdegis. Organleikari Pavei Smid.
Prestarnir.
Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Ámi
Bergur Sigurbjörnsson.
Breiöholtskirkja: Messur falla nið-
ur vegna sumarleyfa starfsfólks fram
í miðjan ágúst. Bent er á guðsþjón-
ustur í öðrum kirkjum prófastsdæm-
isins.
Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11.
Organisti Guðni Þ. Guðmundsson.
Pálmi Matthíasson.
Digraneskirkja: Kl. 20.30. Kvöld-
söngur með altarisgöngu. Prestur sr.
Gunnar Siguijónsson. Organisti
Kjartan Sigurjónsson.
Dómkirkjan: Messa kl. 11 í Fríkirkj-
unni í Reykjavík. Prestur sr. Hjalti
Guðmundsson. Organleikari Mar-
teinn H. Friðriksson. Dómkórinn
syngur.
Viðeyjarkirkja: Messa fyrir heyrn-
arlausa kl. 14. Sr. Miyako Þórðarson
messar. Táknmálskórinn syngur.
Allir eru velkomnir. Staðarskoðun
eftir messu verður túlkuð á tákn-
máli. Bátsferð úr Sundahöfn kl.
13.30.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta
kl. 10.15. Prestur sr. Halldór Gröndai.
Organisti Kjartan Ólafsson.
Fella- og Hólakirkja: Kvöldmessa
kl. 20.30. Umsjón Guðlaug Ragnars-
dóttir. Organisti Pavel Smid. Prest-
amir.
Frikirkjan í Reykjavík: Fermingar-
messa kl. 14. Fermdur verður Páll
Þráinsson. Allir hjartanlega vel-
komnir. Sr. Hjörtur Magni Jóhanns-
son.
Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Anna Sigriður Pálsdóttir pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Org-
anisti er Guömundur Sigurðsson.
Kór Grafarvogskirkju syngur. Prest-
amir.
Grensáskirkja: Messa kl. 11. Altar-
isganga. Prestur sr. Hreinn S. Há-
konarson. Kammerkórinn Cantemus
frá Danmörku syngur ásamt
kirkjukór Grensáskirkju. Organisti
Árni Arinbjamarson. Tónleikar
danska kammerkórsins Cantemus
kl. 17. Sr. Ólafur Jóhannsson.
Hallgrímskirkja: Messa ki. 11.
Sögustund fyrir bömin. Fermd verð-
ur Björg Maria Acchiano frá Banda-
ríkjunum, Laugamesvegi 106. Hópur
úr Mótettukór syngur. Organisti
Douglas A. Brotchie. Sr. Sigurður
Pálsson. Orgeltónleikar kl. 20:30.
Mark A. Anderson frá Bandaríkjun-
um leikur.
Landspitalinn: Messa kl. 10.
Háteigskirkja: Messa kl. 11. Org-
anisti Halldór Óskarsson. Sr. Tómas
Sveinsson.
Hjallakirkja: Guðsþjónustur i
Hjallakirkju falla niður í júlímánuði.
Fólki er bent á helgihald í öðrum
kirkjum prófastsdæmisins. Við
minnum á bæna- og kyrrðarstund á
þriðjudag kl. 18. Prestamir.
Kópavogskirkja: Vegna sumarleyf-
is starfsfólks fellur guðsþjónustan
niður en kirkjan verður opin á
messutíma. Sóknarprestur.
Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands
biskups. Messa kl. 11 í safnaðarheim-
ilinu. Fermd verður Karen Ósk Pét-
ursdóttir. Prestur sr. Jón Helgi Þór-
arinsson. Organisti Jón Ólafur Sig-
urösson. Félagar úr Kór Langholts-
kirkju syngja. KafFisopi eftir messu.
Laugarneskirkja: Vegna sumar-
leyfa starfsfólks Laugarneskirkju er
bent á guösþjónustu í Áskirkju.
Neskirkja: Messa kl. 11 í safnaðar-
heimilinu. Prestur sr. Halldór Reyn-
isson. Organisti Reynir Jónasson.
Selfosskirkja: Messa kl. 11.
Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 20. Sr.
Valgeir Ástráðsson prédikar. Altar-
isganga. Kór Rangæingaféiagsins
syngur. Stjómandi er Elín Ósk Óst*
arsdóttir. Organisti er Jón Óiafur
Sigurösson. Prestarnir.
Seltjarnameskirkja: Kvöldmessa
kl. 20. Athugiö breyttan messutima.
Prestur sr. Sigurður Grétar Helga-
son. Organisti Sigrún Steingríms-
dóttir.
U.C.UJ. Lein/afninDar
hreinsa og móto ollonn líkomo þinn
ón sfrongrar megrunor eðo æfingo
og gerir húðina ofor stinno og
silkimjúko.
KioveisK heilsulini)
Ármúla 17o • Sími 553 8282
Afmæli
Jóhann Hjálmarsson
Jóhann Hjálmarsson, skáld og
blaðamaður, Brekkutanga 23, Mos-
fellsbæ, er sextugur í dag.
Starfsferill
Jóhann fæddist í Reykjavík en
ólst upp á Hellissandi til níu ára
aldurs en þá fluttu foreldrar hans
aftur til Reykjavíkur. Hann stund-
aði prentnám og var síðan í námi
erlendis. Jóhann starfaði hjá Pósti
og sima 1964-1990. Hann varð deild-
arstjóri þar 1980, útibússtjóri 1981
og skipaður blaðafulltrúi fyrirtækis-
ins 1986. Hann hefur verið bók-
menntagagnrýnandi Morgunblaðs-
ins frá 1966, haft umsjón með leik-
listargagnrýni blaðsins 1967-1988 og
verið blaðamaður Morgunblaðsins
frá 1990.
Jóhann átti sæti í stjórn Félags ís-
lenskra rithöfunda 1968-1972 og i
stjóm Rithöfundasambands íslands
á sama tímabili. Hann sat i frí-
merkjaútgáfunefnd 1982-88. Hann
hefur setið í dómnefnd bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs nær
óslitið frá 1981 og formaður hennar
um tveggja ára skeið. Þá var hann
formaður Samtaka gagnrýnenda frá
1986-1988. Jóhann hefur enn fremur
verið fulltrúi í Þýðinganefnd Evr-
ópuráðsins, Ariane, undanfarin
þrjú ár.
Út hafa komið fimmtán ljóðabæk-
ur eftir Jóhann Hjálmarsson: Aung-
ull í tímann 1956, Undarlegir fiskar,
1958, Malbikuð hjörtu, 1961, Fljúg-
andi næturlest, 1961, Mig hefur
dreymt þetta áður, 1965, Ný lauf,
nýtt myrkur, 1967, Athvarf i himin-
geimnum, 1973, Myndin af langafa,
1975, Dagbók borgaralegs skálds,
1976, Frá Umsvölum, 1977, Lífið er
skáldlegt, 1978, Ákvörðunarstaður
myrkrið, 1985, Gluggar hafsins,
1989, Rödd í speglunum 1994 og Mar-
líðendur 1998.
Ljóðaþýðingar Jóhanns hafa kom-
ið út í fimm bókum.
Eigin ljóð Jóhanns hafa verið
þýdd á mörg tungumál og komið út
í fjölda erlendra safnrita, og úrval
ljóða hans komið út á sænsku, en
það heitir Landet vilar i egen dikt,
og á spænsku, en sú bók nefnist
Antologia.
Jóhann samdi bók um íslenska
nútímaljóðlist sem kom út 1971.
Hann sá um útgáfu á Trúarlegum
ljóðum ungra skálda 1972 og Til
landsins, ísland, í ljóðum sautján
nútímaskálda 1974. Hann sat í rit-
stjórn Forspils 1958-59 og Birtings
1958-61 og var einn af ritstjórum
ljóðaárbókar AB 1988 og 1989. Þá er
Jóhann einn ritstjóra Nordisk Post
tidskrift sem er tímarit norrænu
póststjórnanna.
Fjölskylda
Jóhann kvæntist 29.4. 1962 Ragn-
heiði Stephensen, f. 11.2.1939, hjúkr-
unarforstjóra Hrafnistuheimilanna
í Reykjavík og Hafnar-
firði. Ragnheiður er dóttir
Péturs Stephensen, múr-
arameistara í Reykjavík,
og konu hans, Kristrúnar
Arnórsdóttur Stephensen
en þau eru bæði látin. Jó-
hann og Ragnheiður eiga
þrjú börn. Þau eru Þorri,
f. 1963, rithöfundur sem
vinnur við kvikmynda-
gerð. Sonur hans er Hrólf-
ur Þeyr f. 1989, og barns-
móðir hans er Hlín Svein-
bjömsdóttir; Dalla, f. 1968,
dagskrárgerðarmaður, í
sambúð með Kjartan Pierre Emils-
syni eðlisfræðingi; og Jóra, f. 1971,
ljósmyndari, í sambúð með Krist-
jóni FVey Sveinssyni hagfræðingi.
Systkini Jóhanns eru Katrín,
kennari í Reykjavík; Gerður Elin,
lést í bemsku; Gerður Elín, lyfja-
tæknir í Reykjavík; Þorvarður, rit-
höfundur, búsettur í Reykjavik; og
Örn, verslunarstjóri, búsettur í
Reykjavík.
Foreldrar Jóhanns voru Hjálmar
B. Elíesersson, skipstjóri og útgerð-
armaður, f. 13.12. 1913, d. 3.10. 1972,
og kona hans, Jensína Ágústa Jó-
hannsdóttir húsmóðir, f. 8.6.1918, d.
26.3. 1988.
Ætt
Hjálmar var sonur Elíesers, út-
gerðarmanns á Seyðisfirði, Sigurðs-
sonar, sem bjó á Refsteinsstöðum og
i Litlu-Hlíð í Vesturhópi, Eiríksson-
ar, í Litlu-Hlíð, Jóhannssonar. Móð-
ir Sigurðar var Sigurlaug, systir
Halldóru, langömmu Jóns á Torfa-
læk, föður Jónasar fræðslustjóra,
fóður Ögmundar, alþingismanns
VG. Halldóra var dóttir Sigurðar,
bónda í Grundarkoti í Vatnsdal, fóð-
urbróður Jóns á Snæringsstöðum,
langafa Jónasar læknis, afa Jónasar
Kristjánssonar, ritstjóra DV, og
Jónasar, formanns Varðar. Sigurð-
ur var einnig föðurbróðir Péturs,
afa Þórðar, læknis á Kleppi, afa
Hrafns og Tinnu Gunnlaugsbama.
Systir Sigurðar í Grundarkoti var
Þórunn, langamma Jóns, skálds á
Helluvaði, föður Sigurðar, skálds á
Amarvatni, föður Málmfríðar, fv.
alþingismanns. Jón á Helluvaði var
einnig faðir Jóns, fv. alþingismanns
frá Múla, föður Árna, föður Jónas-
ar, rithöfundar og fv. alþingis-
manns, og Jóns Múla
tónskálds. Sigurður var
sonur Jóns, „Harða-
bónda“ í Mörk i Laxár-
dal, Jónssonar, ættföður
Harðabóndaættarinnar.
Móðir Sigurlaugar var
Ólöf Eyvindsdóttir. Móð-
ir Elíesers var Elín, dótt-
ir Þorsteins Þórðarsonar
frá Borgarholti. Móðir
Hjálmars var Þorgerður
Albertsdóttir, bónda á
Skálum á Langanesi,
Finnssonar. Móðir Þor-
gerðar var Soffía Ey-
mundsdóttir, bónda í Höfða á
Langanesi, Eymundssonar. Jensína
Ágústa er dóttir Jóhanns stýri-
manns, bróður Guðrúnar, móður
Sveinbjarnar Péturssonar, ættfræð-
ings og matreiðslumanns. Bróðir
Jóhanns var Júlíus, faðir kaup-
mannanna Jóns í Nóatúni og Guð-
mundar í Melabúðinni. Jóhann var
sonur Þórarins, hreppstjóra á Sax-
hóli í Breiðuvík, bróður Jóns,
langafa Friðriks Ólafssonar, skrif-
stofustjóra Alþingis. Þórarinn var
sonur Þórarins, bónda á Ytra-
Rauðamel, Árnasonar, bróður
Magnúsar, föður Magnúsar Smith,
skákmeistara í Kanada. Móðir Þór-
arins Þórarinssonar var Gróa Jóns-
dóttir, smiðs á Þórólfsstöðum, Andr-
éssonar og konu hans, Guðbjargar,
systur Jóns beykis á Reyðarfirði,
afa Jóns Norðfjörð, langafa Matthí-
asar ritstjóra Morgunblaðsins, og
Louisu listmálara. Jón beykir var
einnig afl Helgu, langömmu Hans G.
Andersen sendiherra. Guðbjörg var
dóttir Magnúsar, prests á Kvenna-
brekku, Einarssonar. Móðir Guð-
bjargar var Gróa Sigurðardóttir
réttláta, Jónssonar. Móðir Jóhanns
var Jensína Jóhannsdóttir, bónda,
Dagssonar og konu hans, Kristínar
Árnadóttur.
Móðir Jensínu Ágústu var
Katrín, dóttir Þorvafðar Þorvarðar-
sonar, útvegsbóndá í Hallsbæ á
Hellissandi, og Ragnheiðar, systur
Ingveldar, ömmu Öergsveins Ólafs-
sonar augnlæknis/ Bróðir Ragnheið-
ar var Guðmundur í Krossnesi, afi
Heimis Þorleifssonar sagnfræðings.
Annar bróðir Ragnheiöar var Skúli,
afi Sigfinns Sigúrðssonar, fv. bæjar-
stjóra í Vestmánnaeyjum. Ragnheið-
ur var dóttir 'Skúla Jónssonar frá
Fagurey.
Ríkharð
Guðmundsson
Ríkharð Guðmundsson, bUstjóri hjá
Húsasmiðjunni, er fertugur í dag. Hann
er búsettur að Fléttu-rima 22 í Reykjavík
og er kvæntur Stellu Björgvinsdóttur
húsmóður. Þau hjónin verða aö heiman
á afmælisdaginn.
Jóhann
Hjálmarsson.
DV
Til hamingju með afmælið 2. júlí
85 ára
Helga Moth Jónsson, Hjallaseli 55, Reykjavík.
80 ára
Ragnheiður Valdemarsdóttir Hæðargarði 33, Reykjavík.
75 ára
Ragnheiður Benediktsdóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Runólfur Sæmundsson, Sunnubraut 3, Vík.
70 ára
Guðný Málfríður Pálsdóttir, Álfhólsvegi 12a, Kópavogi.
60 ára
Bjöm Guðmar Maronsson, Hlíðargötu 32, Sandgerði. Salvör Gottskálksdóttir, Bröttukinn 25, Hafnarfirði. Sigurbjöm Bjömsson, Hamrahlíð 12, Vopnafirði.
50 ára
Bjöm Hauksson, Heiðarbrún 10, Hveragerði. Erna Svanbjörg Gunnarsdóttir, Njörvasundi 1, Reykjavík. Guðmundur Guðjónsson, Kambaseli 17, Reykjavík. Guðrún Eggertsdóttir, Flókagötu 57, Reykjavík. Gunnlaugur Már Olsen, Arnarsmára 14, Kópavogi. Halla E. Jónsdóttir, Suðurvör 12, Grindavík. Ingi Þór Vigfússon, Barrholti 17, Mosfellsbæ. Jón Sveinsson, Grund 2, Borgarfírði. Margrét Þórisdóttir, Skriðuseli 3, Reykjavík. Páll Mortensen, Vallholti 16, Ólafsvík. Sigurður O. Pétursson, Kambaseli 27, Reykjavík. Þóra Pétursdóttir, Miðstræti 3, Reykjavík.
40 ára
Guðmundur Már Stefánsson, Hæðarseli 1, Reykjavík. Harpa Þorbjörg Hólmgrímsdóttir, Lónabraut 33, Vopnafirði. Hulda Hrafnkelsdóttir, Skjöldólfsstöðum 2, Egilsstöðum. Hörður Jónasson, Flúðaseli 61, Reykjavík. Laufey J. Sveinbjörnsdóttir, Gullsmára 4, Kópavogi. Páll Þór Pálsson, Sólheimum 3, Reykjavík. Ragnar Haukur Högnason, Skagavegi 16, Skagaströnd. Samúel Kristján Valsson, Dalseli 21, Reykjavík. Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir, Njarðvíkurbraut 23, Njarðvík. Þorvaldxu- Logi Pétursson, Snekkjuvogi 5, Reykjavik. Þórunn María Þorbergsdóttir, Bragavöllum 9, Keflavik.