Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Page 6
6
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 JjV
útlönd
stuttar fréttir
Vill miðla málum
Hosni Mubarak, forseti Eg-
yptalands, sem nú er staddur í
Bandaríkjunum, hefur lýst yfir
vilja sínum til að miðla málum
ísraela og nágranna þeirra. Hann
hyggst á næstunni hitta leiðtoga
I ísraels, Sýrlands og Palestínu.
Serbía fái aöstoð
Martii Ahtisaari, forseti Finn-
lands, sagði í gær að aðstoð við
Serbíu ætti ekki
að vera háð því
að Slobodan
Milosevic forseti
afsalaði sér völd-
um. Hann sagði
jafnframt að
fengju Serbar
ekki hjálp myndi
það bitna á saklausum borgurum
auk þess sem það myndi tefja fyr-
ir lýðræðisþróun í landi.
Hátíöarhöldum frestaö
Tíbetskir útlagar á Indlandi
hafa ákveðið að slá á frest hátíð-
arhöldum vegna afmælis andlegs
leiðtoga þeirra, Dalai Lama.
Ástæðan er átök Indverja og
skæruliða í Kasmír.
Kanar í Skotapils
Skotar eru glaðir þessa dagana
vegna hins nýstofnaða þings. En
þeir vilja leyfa fleirum að njóta
og hafa nú hannað Skotapils úr
ameríska fánanum. Þeir telja víst
að Bandaríkjamenn með skoskt
blóð í æðum vilji ólmir klæðast
slíkum pilsum á hátíðisdögum.
Fjórir létust í þyrluslysi
Fjórir írskir hermenn létu lífið
í gær þegar þyrlu þeirra hlekkt-
ist á i lendingu á suðurströnd ír-
lands í gær. Mikil þoka byrgði
mönnum sýn.
Talaði við Arafat í síma
Ehud Barak, sem tekur við
embætti forsætisráðherra ísraels
í næstu viku,
ræddi við Ara-
fat, leiðtoga
Palestínu-
manna, í síma í
gær. Leiðtog-
arnir urðu
ásáttir um að
hittast fljótlega
eftir embættistöku Baraks en slík-
ur leiðtogafundur hefur ekki ver-
ið haldinn um sjö mánaða skeið.
Hálshöggnir
Tveir eiturlyijasmyglarar voru
hálshöggnir í Sádi-Arabíu í gær.
Þar með hafa 49 verið teknir af
lífi í ríkinu á þessu ári.
Andæfa dauðadómum
Laurent Fabius, forseti franska
þingsins, réðst harkalega að íran
í ræöu í gær. Sagði hann Frakk-
land myndu slíta allt samband
við landið yrðu tólf gyöingar,
sem íranar gruna um njósnir fyr-
ir Israel, teknir af lífi. Fleiri vest-
ræn ríki hafa hvatt írana til að
þyrma lífi gyðinganna.
Danskir stúdentar:
Meiri verkfræðiáhugi
Áhugi á verkfræði- og tækni-
fræðimenntun meðal danskra stúd-
enta hefur greinilega aukist eftir
áratuga áhugaleysi. Eftir að skrán-
ingarfrestur til náms við danska
tækniháskóla rann út í vikunni
kom í ljós að 13-28% fleiri hafa
skráð sig í slíkt nám en í fyrra.
Margra ára áhugaleysi á tækni- og
raungreinanámi virðist því úr sög-
unni í Danmörku.
Á þeim áratug sem nú er að líða
hafa um helmingi færri stúdentar
lokið verkfræðinámi en síðasta ára-
tug. Þetta áhugaleysi hefur orðið til
þess að mikill hörgull er nú á verk-
fræðingum í landinu. Yfirmaður
rannsóknardeildar samtaka iðnað-
arins í Danmmörku segir við
Jyllands-Posten að þessi aukni
áhugi sé mjög gleöilegur. Hver verk-
fræðingur í starfi skapi fjölmörg ný
störf og auknar tekjur bæði fyrir-
tækja og samfélagsins í heild. -SÁ
Heimastjórn í sjónmáli á N-írlandi:
Afvopnun IRA hefst
innan fárra daga
„Báðir flokkar hafa samþykkt
tillögur okkar,“ sagði Tony Blair,
forsætisráðherra Breta, eftir að
sáttafundi stríðandi fylkinga á N-
írlandi lauk í gærkvöld.
Stífir fundir hafa verið
síðastliðna fimm daga í Stormont-
kastala. Mikil spenna ríkti á N-
írlandi í dag enda ljóst að annað-
hvort næðu menn samkomulagi
eða friðarsamkomulagið frá í fyrra
myndi renna út í sandinn.
Tony Blair sagði meðal annars i
ávarpi sínu að með samþykkt
tillagnanna væri von til þess að
friður gæti ríkt á N-írlandi eftir
áralanga tíð ofbeldis og
hryðjuverka.
Helsta ágreiningsefni deilenda
varðaði afvopnun öfgahópa í
héraðinu. David Trimble, leiðtogi
Sambandssinna, krafðist þess að
írski lýðveldisherinn hæfi
afvopnun þegar í stað, annars yrði
ekkert úr myndun heimastjórnar.
Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein,
sagðist aðeins geta heitið
afvopnun en IRA fékkst ekki til að
gefa skriflega yfirlýsingu þess
efnis.
í drögunum sem samþykkt voru
í dag er skýrt tekið fram að IRA
hefji afvopnun innan fárra daga og
að henni skuli lokið fyrir
maímánuð árið 2000. Skýrsla
Kanadamannsins, John De
Chastelain, staðfesti að afvopnun
öfgahópa gæti hafist þegar í stað.
Þá er í drögunum greint frá því
að þann 15. júlí næstkomandi
muni báðir flokkar tilnefna
ráðherra og þremur dögum síðar
verði mynduð heimastjórn með
aðsetur í Belfast. Hún muni þó
aðeins hafa takmörkuð völd fyrst i
stað.
Leiðtogarnir tveir, David
Trimble fyrir hönd Sambandssinna,
og Gerry Adams, fyrir Sinn Fein,
hétu því báðir að standa við alla
þætti tillagnanna. Enda sagði Tony
Blair að ef svo yrði ekki gert myndi
breska stjómin grípa hratt til
ráðstafana.
Japönsk kona horfir á klukkur í verslun íTokyo. Japanskir þingmenn undirbúa nú frumvarp sem kveður á um sumar-
og vetrartíma. Kosturinn við sumartíma að mati þingmannanna felst einkum í orkusparnaði en Japanir sjálfir óttast
að breytingin muni hafa f för með sér lengri vinnutíma. Símamynd Reuter
Júgóslavneskir hermenn
teknir höndum í Kosovo
Friðargæsluliðar NATO tóku í
gær höndum fimm hermenn
júgóslavneska hersins sem vom enn
í Kosovo þrátt fyrir gildandi sam-
komulag um brottflutning herliðs
Júgóslava frá héraðinu.
Handtakan átti sér stað í grennd
við landamæri Kosovo í noröri. Her-
mennimir vom íklæddir einkennis-
búningum og sögðust tilheyra hópi
friðargæsluliða.
Að sögn Jans Joostens, talsmanns
friðargæsluliðsins, handtóku hol-
lenskir friðargæsluliðar auk þess sex
manns sem liggja undir grun um að
vera fyrrum starfsmenn júgóslav-
nesku lögreglunnar. í húsi sexmenn-
inganna, skammt frá bænum Ora-
hovac í suðurhluta Kosovo, fannst
mikið magn vopna auk ijarskipta-
tækja. Talsmaðurinn sagöi að yfir-
völd í Belgrad yrðu krafin skýringa
á veru hermannanna í héraðinu. Þá
var varað formlega við því í gær að
hugsanlega væru fleiri vopnaðar
sveitir á vegum Júgóslava í Kosovo.
Um hálf milljón Kosovo-Albana
hefur snúið heim á síðustu tveimur
vikum. Rúmlega 200 þúsund bíða
flutnings til Kosovo. Hjá Flótta-
mannastofnun SÞ blasa hins vegar
við fjárhagsörðugleikar. Að sögn
Dennis McNamara erindreka ramb-
ar stofnunin á barmi gjalþrots og
verði ekkert að gert muni starfsem-
in lamast að tveimur vikum liðnum.
Kauphallir og vöruverð erlendis
london Frankfurt
11066,42 11000 10500 10000 9500 ^ 6000 5500 5000
6000 4000
9000 Dow iones FT-SE100 4000 2000 DAX40
F M A M F M A M F M A M
Svkur
400
300
100
0
í/t F M A M
Kaffí
2000
500
0
í/t F M A M
BwsíoSSoM.
Bonsin 98 okt.
Hráolið
25
20
15
10
5
0
$/
tunnaF M A M
I
I
I
Ekki samið
umdauðadóm
Öcalans
Bulent Ecevit, forsætisráð-
herra Tyrklands, varaði I gær við
þvi að of mikill þrýstingur Vest-
urlanda vegna dauðadómsins yf-
ir kúrdíska leiðtoganum Öcalan
gæti snúist upp í andhverfu sína.
Allt frá því Öcalan var dæmd-
ur til dauöa síðastliðinn þriðju-
dag hefur ljöldi þjóða, einkum
innan Evrópusambandsins, hvatt
tyrknesk yfirvöld til að fullnægja
ekki dauðadómnum. Þjóðverjar
sögðu til að mynda að aftaka
Öcalans myndi draga úr líkum á
að Tyrkjum yrði veitt aðild að
Evrópusambandinu.
„Þrýstingur Evrópulanda get-
ur auðveldlega komið málum í
koll. Það verður ekki samið um
dauðadóm Öcalans og Tyrkir
sjálfir hljóta sjálfir að vega og
meta hvað sé rétt að gera í þeim
efnum. Við munum andæfa hvers
kyns tilraunum til að gera dóm-
inn aö pólitísku máli,“ sagði
Ecevit á blaðamannafundi í gær.
Áður en fyrirhuguð aftaka fer
fram þurfa bæði áfrýjunardóm-
stóll og tyrkneska þingið að sam-
þykkja það.
‘Uppþot hafa verið tíð í Tyrk-
landi frá uppkvaðningu dómsins
og 22 kúrdískir skæruliðar auk
þriggja hermanna fallið í valinn.
Færeyingar
kaupa fleiri bíla
en nokkru sinni
Innflutningur á nýjum bílum
til Færeyja hefur aukist gífurlega
í ár. Allt bendir því til að metsala
verði á nýjum ökutækjum. Dag-
blaðið Dimmalætting skrifar að
þó að bílainnflutningur síðastlið-
in tvö ár hafi veriö tífalt meiri
en á kreppuárunum 1993 og 1994
hafi innflutningurinn fyrstu
fimm mánuði þessa árs aukist
um 50 prósent frá því í fyrra.
Færeyingar eru sem sé farnir að
skipta út gömlu bílunum sínum
sem þeir hafa ekið þar til þeir
hafa verið úr sér gengnir.
Arne Larsen, formaður ráð-
gjafarnefndar Pauls Nyrups
Rasmussens forsætisráðherra,
hefur varað við þenslunni í Fær-
eyjum. Karsten Hansen, sem er
fjármálaráðherra færeysku
landsstjómarinnar, segir vel
fylgst með efnahagsþróuninni.
Enn sé ekki ástæða til að grípa
inn í. Hansen segir að verið sé að
vinna að áætlun um skyldu-
greiðslu almennings í lífeyris-
sjóð.
Plastkýr urðu
þjófum að falli
Maður nokkur búsettur í
Winnipeg kom upp um þjófa með
nokkuö sérstökum hætti á dögun-
um. Maðurinn ætlaði að hrekkja
bróður sinn með því að setja 40
plastkýr á lóðina hjá honum. Þeg-
ar plastkýrnar voru komnar á
sinn stað klifraði maðurinn upp í
tré og hugðist taka ljósmyndir af
viðbrögðum bróðurins. Á meðan
hann beið vakti athygli hans að
dularfullir menn voru í óðaönn að
bera út búslóöina í næsta húsi.
Þjófarnir sluppu en lögreglan í
Winnipeg segir eftirleikinn auð-
veldan enda með ljósmyndir af
hinum grunuðu.
Leikur breyttist
í harmleik
Sá voðalegi atburður átti sér
stað í vikunni að 7 ára piltur í
Dallas varð valdur að dauða 3 ára
bróður síns þegar hann stældi
glímubrögð sem hann hafði séð í
sjónvarpinu.
Pilturinn, sem er frávita af
sorg, bar því við að hann hefði
oftsinnis horft á fjölbragðaglímu
í sjónvarpinu og sig hefði langað
að prófa glímubrögðin. Hann
hefði alls ekki ætlað sér að meiða
litla bróður.