Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999 11 Fréttir Hanze Poulsen kominn í land úr síðasta síldartúrnum. DV-mynd gk. Fjórir dæmdir fyrir smygl á 4 þúsund lítrum af áfengi: 10,5 milljóna króna sekt Fjórir menn úr Reykjavík og Kópavogi voru í síðustu viku dæmdir til að greiða samtals 10,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa staðið að smygli á rúmum 4000 lítrum af vodka og gini til landsins í gámi síðastliðið sumar. Þrír mannanna, eigendur góssins, voru dæmdir í 3ja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Málið var talið stórfellt, um sexfait að um- fangi miðað við Goðafosssmyglið (700 lítrar) á seinni hluta síðasta vetrar. Eigendumir þrír keyptu áfengið í Bandaríkjunum og smíðuðu átta trékassa utan um það áður en góss- ið var sent til íslands frá Boston. Á farmbréf gámsins voru skráð hús- gögn og notuð fiskvinnsluvél. Babb í bátinn í Boston Eftir að skip það sem gáminn flutti kom frá Bandaríkjunum fylgdist lögreglan náið með, enda hafði hún fengið upplýsingar um smyglið frá „einhverjum starfs- mönnum Eimskipafélags íslands", eins og segir i dóminum eftir ein- um sakbominganna. Reyndar höfðu þremenningamir komist á snoðir um „lekann", stöðvað upphaflega sendingu með skipi Samskipa, einn þeirra selt innihald þriggja trékassa ytra og beðið síðan með að senda fimm kassa en þá með einu af skipum Eimskipafélagsins. Gámurinn var síðan fluttur til landsins frá Boston, skipað í land i Sundahöfn og hann fluttur yflr á starfssvæði Samskipa þar. Þegar toliverðir og lögregla opnuðu gám- inn komu húsgögn í Ijós en fyrir innan voru trékassarnir fimm, fullir af vodka og gini í 1,75 lítra plastflöskum. Áfengið var tekið en trékössunum og húsgögnunum komið fyrir aftur í gáminum, hon- um lokað og reynt að ganga þannig frá innsiglinu að ekki væri hægt að sjá að búið væri að fara inn í gáminn. Samskipamaðurinn átti að fá 60 kassa Lögreglan hafði síðan eftirlit með gáminum. Eigendurnir höfðu fengið fjórða manninn með sér, þá- verandi verkstjóra hjá Samskip- um, til að færa gáminn. Er hann var opnaður gripu þeir í tómt - áfengið var farið. Þeir fjarlægðu engu að síður trékassana úr hon- um og settu fiskvinnsluvél inn - vél sem þeir höfðu leigt húsnæði á Eldshöfða til að geyma i áður en gámurinn kom til landsins. Eigendurnir þrír voru handtekn- ir fljótlega en Samskipamaðurinn nokkru síðar. Við yfirheyrslur kom fram að sá síðastnefndi átti að fá 60 kassa af áfengi fyrir greiðann. Dómurinn taldi brot fjórmenn- inganna sönnuð. Fangelsisrefsing- arnar eru skilorðsbundnar þar sem sakaferill þremenninganna sem þær hlutu var ekki talinn hafa áhrif á brot þeirra nú. Greiði þeir ekki hver sina 3 milljónir (tveir menn) og 3,5 milljónir (einn mað- ur) í sekt innan 4ra vikna frá dómsuppkvaðningu er þeim gerð vararefsing upp á 6-7 mánaða fang- elsi. Samstarfsmaður mannanna í landi fékk 1 milljón króna í sekt og 3ja mánaða vararefsingu verði hún ekki greidd innan 4ra vikna. Sigur- jóna Sigurðardóttir, settur héraðs- dómari, kvað upp dóminn. -Ótt Síldarvertíð lokið: Færeyingur í leit að ævintýrum á íslandi DV, Þórshöfn: „Ég kom hingað til íslands fyrir nokkrum árum; það var atvinnu- leysi heima í Færeyjum svo ég dreif mig bara hingað. Ég er hálfgerður ævintýi'amaöur," sagði Færeying- urinn Hanze Poulsen, skipverji á nótaskipinu Neptúnusi ÞH sem gert er út frá Þórshöfn á Langanesi. DV hitti hann á Þórshöfn fyrir nokkrum dögum en þá var verið að landa síðasta sildarfarminum á vertíðinni að þessu sinni. „Við fengum 1000 tonn í þessum túr, fína síld. Við vorum „andskoti" langt í burtu, 300 mílur frá íslandi, og túr- inn tók alls fimm daga. Nú er síld- in búin og þá tekur loðnan við,“ sagði Hanze. Hann hefur stundað sjómennsku á íslenskum skipum í nokkurn tíma. „Fyrst var ég á Hágangi 2 sem m.a. gerði það gott í Smugunni á sínum tíma,“ segir Hanze og hlær. „Svo var ég á Júlla Dan og loks fór ég á Neptúnus. Þetta er fint líf og ég kann vel við þessa vinnu,“ sagði færeyski ævintýramaðurinn. -gk Tilkynning frá utanríkisráðuneytinu Utanríkisráðuneytið býður íyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra íslands þegar þeir em staddir hérlendis til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Kristinn F. Ámason, sendiherra íslands í Noregi, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu fimmtudaginn 12. ágúst nk. kl. 9-12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Króatíu, Makedóníu, Póllands, Slóvakíu og Tékklands. Nánari upplýsingar og tímapantanir eru veittar ísíma 560 9900. Jajyaa'jíi-it oy BílháíiJMþ^pSSp ihírðáo ooyy - wm ■ suiwrii Opið virka daga kl. 9 - 18 og lauejardaga kl//l2 Verð írá 40.000.- til 4.000.000 Lánamoguleigar til allt að S ára Tokum notaða bíla upp í notaða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.