Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Síða 12
12
MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999
Spurningin
Lesendur
Hver er uppáhalds-
matur þinn?
Katla Gísladóttir 12 ára: Pitsa.
Stefanía Jóhannsdóttir fram-
reiðslunemi: Humar i hvítlauks-
sósu.
Elín Jóhannsdóttir afgreiðslu-
kona: Rauðvínslambalæri.
Brynjólfur Nikuiásson múrari:
Skata.
Bryndís Brynjólfsdóttir 12 ára:
Pylsur.
Birgir Helgason, vinnur í
Heimskringlunni: Svínakótelettur.
Friðrik kostar okk-
ur hálfan milljarð
- afdankaðir stjórnmálamenn eru óhæfir í vinnu í fyrirtækjunum
Hryllingssögur af heim-
sendum sjúklingum
Jónas Sveinsson skrifar:
Stjómmálamenn kvarta oft yfir
því að enginn vilji ráða þá í vinnu
þegar þeir detta út úr pólitíkinni.
Nú var stjórnmálamaðurin Friðrik
Sophusson ráðinn til Landsvirkjun-
ar og hvað gerðist? Jú, hann neitaði
að taka lægsta tilboði í virkjanir án
nokkurs rökstuðnings.
Afleiðingarnar eru þær að við
skattborgarar fáum 500 milljóna
aukareikning frá stjómmálamann-
inum Friðriki Sophussyni. Enn
fremur munu útlendingar verða
tregir framvegis við að bjóða í verk
Landsvirkjunar. Þýðir nokkuð að
bjóða gegn einkavinum stjómmála-
manna hér á landi? Ég bara spyr.
Stjórnmálamaðurinn Friðrik
Sophusson verður okkur því dýr,
bæði í bráð og lengd (og er þá ekki
verið að tala um núverandi lífeyris-
greiðslur hans). Nú vita stjórnmála-
menn hvers vegna einkageirinn vill
ekki ráða stjórnmálamenn í vinnu.
Ég er þeirrar skoðunar að sumir
þeirra séu spilltir. Þeir halda enga
samninga né heldur almennar um-
gengnisreglur frekar en Friðrik
Sophusson.
Virkjanaframkvæmdir kosta skattgreiðendur mikið fé. Framkvæmdirnar eru
alþjóðlegs eðlis og bréfritari óttast að útlend fyrirtæki verði treg tii að bjóða
í framkvæmdir hér eftir að hagstæðu kínversku tilboði var hafnað.
Sigrún Reynisdóttir hringdi:
Það hefur
hringt í mig fullt
af fólki eftir að DV
sagði frá þörfinni
fyrir samtök fyrir
vanrækta sjúk-
linga. Það er ekk-
ert lítið sem DV
hefur að segja en
ég viðurkenni að sigrún Reynis-
ég hélt að ástandið dóttir berstfyrir
væri ekki svona stofnun sam-
slæmt. Nú verða taka vanræktra
samtökin stofnuð, sjúkiinga
það er ákveðið.
Kona ein lenti í því að keyrt var
á hana á gangbraut, hún þeyttist 6
metra og var öll brotin og brömluð.
Hún var send heim eftir tvo daga
ósjálfbjarga eftir svona hrottalegt
bílslys.
Maður á niræðisaldri hringdi í
mig og sagði mér að hann væri með
konuna sína fárveika heima. Hann
væri enginn maður til að veita
henni umönnun. Gamli maðurinn
sagði að fram undir þetta hefðu þau
hjón ekki þurft á sjúkrahússdvöl að
halda né öðru úr heilbrigðiskerfmu.
En þá gerist það að þau eigi engin
réttindi eftir áratuga skattgreiðslur.
Hann var nú klökkur gamli maöur-
inn yfír ástandinu.
Ein kona sem hringdi sagði frá
því að amma hennar hefði dottið og
meitt sig og var látin koma ósjálf-
bjarga heim. Konan og maðurinn
hennar urðu bæði að sleppa úr
vinnu. Gamla konan gat ekki einu
sinni farið óstudd á klósettið, hvað
þá meira.
Ég hef rætt við Jóhönnu Sigurð-
ardóttir alþingismann um þetta mál
og hún sýnir því skilning. Ég hef
líka reynt að hafa samband við Ingi-
björgu Pálmadóttur heilbrigðisráð-
herra en ekki fengið að ræða vanda-
málið við hana, enda þótt hún hafi
lofað að hringja í mig. Hún á von-
andi eftir að efna það.
Vaknaðu, Halldór!
Skarphéðinn Einarsson skrifar:
Það er tími til kominn fyrir þig
að rumska, Halldór Ásgrímsson,
formaður Framsóknarflokksins og
utanríkisráðherra. Nú verða menn
að opna augun til fulls. Fyrir kosn-
ingar í vor lofaðir þú og flokkur
þinn að veita milljarði til viðbótar
til baráttunnar gegn flkniefnum.
En þess í stað fréttist af stórfelld-
um niðurskurði hjá Stuðlum sem þó
er of lítið úrræði miðað við þá
brýnu þörf sem er fyrir slíK heimili.
Ég hef heimsótt þessa stofnun og
séð það göfuga starf sem þar er innt
af hendi. ég hef séð þörfina fyrir
margföldun húsnæðisins.
Ég endurtek það, vaknaðu Hall-
dór, og stattu við stóru orðin, ella
ertu maður að minni. Þú hlýtur að
hafa heyrt neyðaróp unglinganna
og aðstandenda þeirra. Það sem
ÍU^I»Æi þjónusta
allan sólarhringinn
H H
- eda hringið í síma
550 5000
milli kl. 14 og 16
Framsókn
toknarflokkurinn víll róaatafn
O mllljónum krörm til vlSfaótor
itm nú or gort tll bordttunnar
ffknlufnum.
FnAMSOKHARFlOKKURIHH
® :-----\ —!5 ------------------- • t Istum talal
Févana og fámenn lögregla. útsöluverO á dópi og lokun moðferðarpKssa í miðju góðairi:
ópsalar glotta við getuleysinu
okkur vantar eru alvöruúrræði fyr-
ir þennan hóp ungmenna. Okkur
vantar ekki Júmbóþotur með 400
hryðjuverkamenn innanborðs hing-
að til lands til að berjast við tryllta
umhverfissinna.
Vandamál eitursins magnast.
Eitrið er að lækka í verði. Tugir
ungmenna ánetjast óþverranum og
unglingavændi orðið eins og í stór-
borgum heimsins. Samlíkingin úr
auglýsingu Framsóknarflokksins er
orðin sönn. 200 íslensk ungmenni
eru í raun og veru týnd í hríðarbyl
á fjöllum. Við verðum að sækja þau,
Halldór.
Islendingar eru
guðleysingjar
Sonja R. Haralds skrifar meðal
annars þetta:
Ég las f blaðagrein eftir Júlíus
Valdimarsson um
agaleysi íslenskra
barna sem stafar af
Mammonsdýrkun
foreldra þeirra.
Það er engin furða
þótt illa sé komið
því þessi kynslóð
ólst upp án trúar á
guð, án þæna um
drottins náð, hjálp
og vernd. Þetta
leiðir svo til drykkjuskapar -og
flkniefnanotkunar. íslendingar
þykjast vera kristin þjóð en þeir
eru upp til hópa guðleysingjar og
sérstaklega á það við um valda-
menn þjóðarinnar.
Leiðarana
í jólabók
Vilhjálmur Alfreðsson, Reykja-
vík, skrifar:
„Menn eru famir að íhuga jóla-
bækur ársins strax á þessum árs-
tíma og jafnvel miklu fyrr. Hvem-
ig "væri að ritstjóri DV, Jónas
Kristjánsson, gæfi út jólabók með
forystugreinum sem hann hefur
skrifað í blaðið. Jónas segir
mönnum til syndanna og brýtur
málin til mergjar. Hvergi á Vest-
urlöndum getur að líta skarpari
penna, það fullyrði ég.
Erna Hauksdóttir.
Kona í karl-
rembuveldinu
Ferðaþjónustumaður benti á:
Þegar talað er um fram-
kvæmdastjóra fyrir Vinnuveit-
endasamband íslands bendi ég á
Ernu Hauksdóttur sem unnið hef-
ur fyrir okkur sem rekum gisti-
staði og veitingahús. Hún hefur
góða menntun og það sem mikil-
vægast er, hún hefur náð þeim
merkilega árangri að sameina at-
vinnugrein, hótel- og veitinga-
húsageirann, sem er afar við-
kvæm grein. Það er meira en
mörgum hefur tekist, yfirleitt
tekst karlrembunum aðeins að
sundra, ekki sameina. Þeir í
Garðastætinp ættu að skoða Ernu
sem verðugasta kostinn. Hún er
betri en Víglundur, Óli í Sand-
gerði eða Þórarinn V. sem nú er
horfinn á braut.
Sjúklegur hugs-
unarháttur
Verslunarmaður í Kringlunni
hringdi:
Hvað var að gerast í Kringl-
unni þegar átti að þvinga kaup-
menn til að hafa opið allar helg-
ar? Var verið að bjarga ein-
hverju? Til dæmis Nýkaupi þar
sem umferð er stöðugt minni?
Hagkaupsmenn og Jón Karlsson
kvótakaupmaður, aðaleigendur
að gömlu Kringlunni, eru auðvit-
að uggandi um sinn hag. Miklu
stærri og flottari Kringlur eru að
rísa á höfuðborgarsvæðinu og
gróska er í verslun út um allt. En
að láta sér detta í hug að múl-
binda kaupmenn á bása sína alla
daga vikunnar, það var fáránleg
hugmynd. Enn verri hugsunar-
háttur var að sekta þá sem ekki
heföu opið um 1.500 krónur á
hvem fermetra! Maður spyr. Er
þetta ekki sjúklegt?