Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999
13
Fréttir
Gamli Þór nú fljótandi
hótel og veitingahús
Arnar í skipherrastólnum í brúnni, en þar hafa margir þekktir menn setið í
gegnum tfðina. DV-mynd gk
DV, Akureyri:
Við bryggju í Húsavíkurhöfn
liggur nú eitt frægasta skip sem
verið hefur í flota íslendinga. Það
er gamli Þór, varðskipið fræga sem
smíðað var árið 1951 og var lengi
vel flaggskip Landhelgisgæslunnar.
Þór kom við sögu í öllum þorska-
stríðunum og var fyrsta gæsluskip-
ið sem hingað kom. En hann var
orðinn gamall blessaður og lítið
virtist liggja fyrir honum annað en
að fara í brotajárn þegar Arnar Sig-
urðsson, athafnamaður á Húsavík,
sá sér leik á borði. Hann sá mögu-
leikann á að gera Þór að fljótandi
veitingahúsi og hóteli, keypti skip-
ið og sigldi því til Húsavíkur þar
sem miklar endurbætur hafa farið
fram á skipinu. Þar liggur það við
bryggju undir nafninu Thor, en
Gæslan hefur einkaleyfi á Þórs-
nafninu og kæmi ekki á óvart að
það nafn yrði einmitt notað á nýja
skipið sem fara á að smíða fyrir
Gæsluna.
„Ég fylgdist vel með þegar verið
var að taka Þór úr umferð og vissi
sem sjómaður að þarna var um
mjög merkilegt skip að ræða. Það lá
ekkert annað fyrir en skipið yrði að
brotajámi en minn vilji stóð alltaf
til þess að varðveita skipið, en til að
það mætti takast fjárhagslega varð
um leið að vera í því einhver rekst-
ur til að standa undir kostnaði,"
segir Arnar.
Hann segist ekki hafa fengið eina
einustu krónu í styrk við varðveislu
skipsins og hið opinbera hafi sýnt
málinu fullkomið áhugaleysi. Hann
hefur þó haldið ótrauður áfram og
skipið er að verða afar glæsilegt og
skemmtilega innréttað. Þar verða 9
„klefar“ með 20 „kojum“, mjög
skemmtilegur veitingasalur hefur
verið tekinn í notkun þar sem „yfir-
mannamessinn" var áður og for-
setasvítan fræga er nú mjög huggu-
leg setustofa og bar.
Uppi í brú hefur hins vegar allt
fengið að halda sér eins og það var
þegar Eiríkur Kristófersson og fleiri
frægir skipherrar Gæslunnar voru
að eltast við landhelgisbrjóta í
þorskastriðunum og brúin svo og
vélarrúmið og fleiri staðir í skipinu
eru opnir til skoðunar fyrir gesti.
„Ég opnaði hér 12. júní og viðtökur
hafa verið mjög góðar. Það er
greinileg ánægja meðal þeirra sem
hingað koma með það að fá að koma
í þetta merkilega skip,“ segir Arnar.
Hann segist verða með skipið í
Húsavíkurhöfn til 15. september, en
þá hafa bæjaryfirvöld gert honum
að fara með skipið úr höfninni.
Hvert Arnar fer með Thor er óráðið
og eins hvort þetta sögufræga skip á
þá afturkvæmt til Húsavíkur. -gk
Beltavagnar
■ ■
Oflugir vinnuhestar
með mikla burðargetu
Sólgleraugu á
húsið - bílinn
Ekki bara glæsileikinn, einnig
vellíðan, en aðalatxiðið er öryggið!
Skagfirskur hestadagur:
Landsþekkt
hross til sýnis
DV, Skagafirði:
Svokallaður Skagfirskur hesta-
dagur var í fyrsta sinn haldinn 26.
júní sl. Dagurinn fólst i því að fimm
ræktunarbú í héraðinu voru opin
almenningi til skoðunar, það er Hól-
ar, Vatnsleysa, Flugumýri, Miðsitja
og Hafsteinsstaðir. Talsvert af fólki
notfærði sér þessa nýbreytni og er
vitað að nokkrir aðilar fóru á öll
búin. Er talið að þessi fyrsti hesta-
dagur hafi heppnast vel enda nokk-
ur landsþekkt hross til sýnis. Er
áformað að þetta verði árlegur við-
burður hér eftir.
„Við hjá Hrossaræktarsambandi
Skagafjarðar erum nokkuð ánægðir
með hvernig tii tókst. Markmiðið
með þessu var að gefa fólki kost á
að kynna sér ýmislegt varðandi
ræktunina í héraðinu og mér heyrð-
ist á aðkomufólki að það væri nokk-
uð ánægt með þetta,“ sagði Bjarni
Maronsson, formaður hrossarækt-
arsambandsins.
Bjami sagði að nokkrir tugir
fólks hefðu komið á hvern bæ og
sumir verið langt að komnir. Yflr-
leitt vora skoðaðir graðhestar og
ung hross sem eru í tamningu. Þá
var hægt að ganga innan um hross
ýmist í haganum eða gerðum og
virða fyrir sér hryssur og folöld.
„Við teljum að i Skagafirði sé að
vissu leyti kjölfestan í hrossarækt í
landinu og viljum með þessu halda
okkar ræktunarstarfi á lofti og
kynna það þannig bæði fyrir hesta-
áhugafólki og hinum almenna ferða-
manni,“ sagði Bjami Maronsson.
-ÖÞ
Á Hólum var verið að flytja fóstur-
vísa milli hryssna.
íbúð óskast
Fjögurra manna fjölskylda nýkomin frá Bandaríkjunum úr námi.
Óskar eftir 3-4 herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst.
Vinsamlegast hafið samband við Jónu eða Magga
í símum 564 3029/6952095.
Hryssur á Hólabúinu með afkvæmi.
DV-myndir Örn
Lituð filma innan á gler tekur ca 2/3 af hita
og 1/3 af glæru, upplitun.
Við óhapp situr glerið í filmunni og því er
minni hætta á að fólk skerist.
Asetning meðhita - fagmenn
Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770
XJrval
- hefur þú lesið það nýlega?
Austurstræti 20
Suðurlandsbraut 56
Aðeins í takmarkaðan tíma.
Sjáumst sem fyrst! t
Hinn eini sanni
BigMa
á ótrúlegu
sumarverði!
/V\
McDonaid's