Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Side 16
16
enmng
MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999 DV
7’ 'S
~7P
o
X—Sa eP—S, /Js/-S c/-S,
Það er eins með
myndlistarmenn
og aðrar starfs-
stéttir að verksvið
þeirra tekur sí-
felldum breyting-
um í tímans rás.
Einhvern tíma hef-
ur gott orðspor
sjálfsagt dugað
best til þess að
koma sér á fram-
færi og útvega sér
verkefni. Tíminn
fann síðar þráðinn
og valdi inn á
spjöld listasögunn-
ar. í dag þurfa
listamennirnir
sjálfir hins vegar
að vera færir um
að leggja mat á
verk sín og greina
samhengið í eigin
ferli.
Regla númer eitt
er að eiga ávallt
handbærar upplýs-
ingar um sjálfan
sig og sín verk.
Ótrúlegur tími fer
i þessa skrásetn-
ingu, að fjölfalda
myndir og útbúa
möppur handa sýn-
ingarstjórum, út-
hlutunarnefndum eða hugsanlegum kaup-
endum. Hvort þetta er slæm þróun veit ég
ekki né heldur hvemig þetta byrjaði en
a.m.k. á mappan sér ákveðna hliðstæðu í
ferðagalleríi Marcels Duchamps frá 4. áratug
aldarinnar.
Þótt Gallerí 18 (Ingólfsstræti 8) sé ekki
stórt um sig hefur Hreini Friðfinnssyni tek-
ist að setja þar upp yfirlitssýningu yfir eigin
feril. Á svipaðan hátt og Marcel Duchamp
kom kópíum af öllum sínum markverðustu
verkum fyrir í sinni haganlegu tösku fleytir
Hreinn rjómann af hugmyndum sínum og
vísar til verka frá ýmsum skeiðum sem hann
metur væntanlega sem sin bestu tímabil.
Hann hefur þannig fundið nýtt og frjósamt
sjónarhom á þetta fyrirbæri, yfirlitssýning-
una. í stað þess að sækja verkin í geymsluna
býr Hreinn til ný verk úr þeim gömlu eða
hugsunin er. Eg
nefni köngurlóarvef-
ina sem hann hefur
fangað á vinnustofu
sinni og rammað inn
milli tveggja glerja.
Einhvern tíma
heyrði ég hann segja
að þetta væri það
eina sem hefði gerst
á vinnustofu hans
það árið. Einfaldast
væri að álykta að
listamaðurinn væri
útbranninn enda ör-
vænta flestir þegar
árangurinn sést ekki
á stundinni. Það þarf
bæði yfírvegun og
staðfestu til að
horfast í augu við að
fátt hafi gerst áþreif-
anlegt.
En hvernig mælir
maður það sem ger-
ist á vinnustofu lista-
mannsins? Það er
ekki svo einfalt, t.d.
hefur þessi næstum
því ósýnilegi vefur
með þessum lítilláta
inngangi í sér fólgna
svo djúpa speki að
seint verður hægt að
koma orðum að
henni.
Þessa speki má í raun sjá í öllum verkum
Hreins og hún hefur dálítið austurlenskt yf-
irbragð, lotningu fyrir hinu smáa í alheimin-
um og æðruleysið gagnvart dægurþrasi og
umbrotum samtímans. Þvi hvernig sem allt
veltist eða virðist standa í stað í veröldinni
vindur tímanum fram með sínum náttúr-
lega hraða og við setjum þar engan punkt,
hvorki aftan við eigin verk, vef köngurlóar-
innar né annað.
Mér er nær að kalla það nautn að skoða
verk Hreins Friðfinnssonar. Þau em af þeim
toga sem ég vil leyfa mér að kalla myndlist
í sinni hreinustu mynd, nefnilega heimspeki
sem orkar á skynjunina, beint og orðalaust.
Það þarf enga sérstaka þekkingu til að skilja
hana, engan tillærðan orðaforða eða skil-
greiningar, ekkert nema opinn huga og ein-
hverja lífsreynslu.
Hreinn Friðfinnsson - Sungames (myndhluti), litljósmynd, 1999.
leyfir þeim e.t.v. öllu heldur að halda áfram
að þróast.
Myndlist
Áslaug Thorlacius
Það sem ekki er
Ásýnd hlutanna skiptir ekki höfuðmáli í
verkum Hreins Friðfinnssonar heldur and-
inn og hugsunin enda snúast þau gjarnan
um eitthvað loftkennt og ósnertanlegt eins
og ljósið, vindinn eða það sem ekki er. Þau
hafa samt til að bera alveg einstakan þokka
og fegurð vegna þess hve einfold og'tær
Myndaveisla í Málmey
„Þau geta ýmislegt í Malmö sem við ráð-
um ekki við hér í Kaupmannahöfn," skrifaði
Politiken í vor þegar Tony Oursler sýndi í
Malmö Konsthall, þungavigtarmaður í víd-
eólistinni. „Þar er sett upp hver dúndursýn-
ingin á fætur annarri með listamönnum á
heimsmælikvarða, og svo er ókeypis inn.“
íslendingshjartað sló örar við að lesa
þessa lýsingu því eins og alþjóð veit er það
íslendingur sem stýrir Malmö Konsthall um
þessar mundir, fyrrverandi forstöðumaður
Listasafns íslands, Bera Nordal.
Önnur sýning i sama sal var til umræðu
hérna megin sunds í vor sem leið á ljós-
myndum Dirks Reinartz frá útrýmingarbúð-
um nasista sem hann tók á árunum
1987-1993. Umræður um hana fléttuðust sam-
an við þrefið um kvikmyndina Lífið er dá-
samlegt eftir Roberto Benigni og sýndist sitt
hverjum. Ef til vill er mest um vert að halda
áfram að tala um þennan svarta blett á evr-
ópskri sögu frá öllum hliðum og sjónarhorn-
um; hann gleymist þá ekki á meðan.
Kannski eiga ekki margir landar beint er-
indi til Malmö í sumarleyfinu sínu en þeim
fjölmörgu sem leggja leið sína til Kaup-
mannahafnar skal bent á að það tekur aðeins
45 þægilegar mínútur að skreppa með ferj-
unni frá Nýhöfninni yfir í Málmeyjarhöfn og
þaðan er þægilegur gangur um miðborg
Malmö að listasafninu. Þeir sem hafa áhuga
á húsum og manngerðu umhverfi yflrleitt
geta skemmt sér á leiðinni við að íhuga mun-
inn á smekk og stíl Skánverja og Hafnarbúa
sem að ári sameinast með mikilli brú í eina
Eyrarsundsborg.
Sprelllifandi samtímamenn
Sumarsýning Malmö Konsthall er á verk-
um í eigu safnsins - eða í eigu íbúa Malmö
eins og vandlega er tekið fram í sýningar-
skrá. Á henni em eingöngu nútímalistaverk
héðan og þaðan úr heiminum (engin sænsk)
og uppistaðan er listaverkagjöf sænska list-
málarans Jules Schyl og Karin konu hans
frá 1983. Gjöfinni fylgdu þau skilyrði að hún
skyldi aukin og safninu haldið við með kaup-
um á erlendum listaverkum sem helst ættu
að benda fram í tímann, vera framúrstefnu-
list. Safnið á nú um 140 verk en á sýningunni
er aðeins tæplega helmingur þeirra.
Hugmyndin að sýna þessi verk um ferða-
mannatímann er ekki galin því erlendir gest-
ir í borginni hafa gaman af að gá hvaða land-
ar þeirra eiga verk þar. Og fólk frá Evrópu,
Bandaríkjunum og Japan leitar ekki árang-
urslaust. Meðal rúmlega flmm-
tíu listamanna sem eiga verk á
sýningunni má nefna Per
Kirkeby frá Danmörku, Imi
Knoebel frá Þýskalandi, Mil-
orad Krstic frá Júgóslavíu, Son-
iu Delauney ffá Rússlandi (og
Frakklandi), Guillermo
Paneque frá Spáni, Leon
Taraschewicz frá Póllandi,
Henri Michaux frá Belgíu,
Arnulf Rainer frá Austurríki,
Matti Kujasalo frá Finnlandi,
Olav Christopher Jenssen frá
Noregi, Cindy Sherman, Ric-
hard Serra og Andres Serrano
frá Bandaríkjunum og okkur til
sérstaks yndis eiga tveir ís-
lenskir listamenn þar skemmti-
leg verk, Hreinn Friðfinnsson
og Jón Óskar.
Örfáir eru listamennirnir
fæddir á öldinni sem leið, lang-
flestir eru sprelllifandi sam-
tímamenn okkar, þeir yngstu á
fertugsaldri.
Sýningin er spennandi og gef-
andi en ef einhverjum gesti
skyldi samt sem áður leiðast
allur þessi nútími getur sá hinn sami dund-
að sér í sérstökum miðbás í hinu stórkost-
lega rými (sem sagt er að sé stærsti listsýn-
ingarsalur Evrópu, sel það ekki dýrar en ég
keypti) við að skoða málverk gefandans
sjálfs, Jules Schyls. Þau eru mjög sæt og
minna á marga (dálítið eldri) samtímamenn
hans í Frakklandi og Þýskalandi.
Schyl 1. Malmö Konsthall, S:t Johannesgat-
an 7, Malmö, til 5. sept.
Opið alla daga kl. 11-17, miðvikud. til kl. 22.
-SA
Tríó Reykjavíkur hiýtur við-
urkenningu úr Sverrissjóði
Hjónin Sverrir Magnússon lyfsali og Ingi-
björg Sigurjónsdóttir, kona hans, voru frum-
kvöðlar að stofnun Hafnarborgar, menningar-
og listastofhunar Hafnarfjarðar. Minningarsjóð-
m- um þau var stofnaður árið 1993 í þeim til-
■
Umsjón
Aðalsteinn Ingólfsson
gangi að veita táknrænar viðurkenningar fyrir
!;;; framlag til menningar og lista í Hafnarflrði. Ný-
verið vom þessar viðurkenningar veittar í
flmmta sinn og féllu þau í skaut Tríói Reykja-
víkur sem skipulagt hefm- árlegar tónleikaraðir
í Hafnarborg frá 1990. Tríó Reykjavíkur skipa
þau Guðný Guðmundsdóttir flðluleikari, Gunn-
ar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleik-
ari en sá síðastnefhdi tók við af Halldóri Har-
aldssyni árið 1996.
Viðurkenningarnar í ár voru skálar eftir Ein-
ar Guðvarðarson myndhöggvara sem hér sést
ásamt Guðnýju, Gunnari og Haildóri. Peter
. Máté var erlendis þegar myndin var tekin.
Aðrir græða á Bertel
Gestir Thorvaldsenssafns í Kaupmannahöfn í
sumar fá sérstakan bónus ef þeir kíkja í kjallara
safnsins. Þar hefur verið komiö fyrir völdum
■ . klassískum listaverkum úr Den
I Hirschprungske Samling sem er lokað i sumar
vegna viðgerða. Verkimum er stillt upp í pömm
og þau látin vaipa nýju ljósi hvert á annað -
sem oft tekst prýðilega (sjá mynd).
Myndir Thorvaldsens sjátfs eru alltaf jafnsæt-
ar en ekki gerist mikið í safninu hans milli ára.
Á fomsölum í Kaupmannahöfn er hægt að fá
rándýrar eftirmyndir af styttunum hans en á
safninu sjálfu er úrvalið hlægilegt. Skýring
starfsfólks er sú að safnið viðurkenni ekki
nema einstaka fyrirtæki sem búa til þessar eft-
irmyndir og geti ekki haft framleiðslu tO sölu
frá öðrum en þeim sem samþykktir hafa verið
af stjóm safnsins. Á meðan græða aðrir á Ber-
i tel...
Jón Helgason endurútgefinn
Þeir em fleiri en umsjónarmaður sem beðið
hafa endurútgáfu á ljóðabók Jóns Helgasonar,
Úr landsuóri, sem lengi hefur verið ófáanleg á
íslenskum bóka-
markaði, og
helst samantekt-
ar á „samlede
værker“ eftir
hann. í tOefni af
því að eitthund-
rað ár era liðin
frá fæðingu Jóns
(á mynd), hefm
Mál og menning
einmitt ráðist í
stíka endurút-
gáfu og aukið
við hana af ýms-
um tækifæris- og gamankvæðum skáldsins frá
æsku- og eOiárum hans, sem margur hefur fýst
að sjá á prenti. Kristján Árnason, skáld og bók-
menntafræðingur, ritar fróðlegan eftirmála að
þessari bók, þar sem hann ræðn- bæði um frum-
samin verk Jóns og þýðmgar. Þama er meðal
annars ljóðið firæga sem Jón orti eftir að hafa
komið við á Ólympíuleikunum í Berhn 1936;
„Undir blaktandi fánum og herlúórum hvellum
oggjöllum / sig hópaöi þjóóanna safn, / þangaö
fór og af íslandi flokkur af keppendum snjöllum
/ og fékk á sig töluvert nafn: / í þeirri íþrótt aó
komast aftur úr öllum / var enginn í heimi þeim
jafn.“
m