Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Side 29
MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999
41
Myndasögur
M
Cfl
(Ö
Sh
i-H
i-H
Ö)
>H
3
co
w
•iH
o
'Ö
tí
:0
W
v<D
u
T3
ö
Veiðivon
Elliðaárnar hafa gefið 80 laxa og veiðimenn hafa séð mikið af fiski en hann
hefur verið tregur að taka hjá þeim, hvort sem það hefur verið í Fossinum
eða annars staðar í ánni. DV-mynd G. Bender
Þverá í Borgarfiröi:
Hefur gefið lang-
flesta laxana
Núna, þegar laxveiðin hefur stað-
ið rúmlega mánuð í þeim ám sem
veiðin hefur verið leyfð í, er staðan
þannig að Þverá í Borgarfirði hefur
gefið langbestu veiðina og stærsta
laxinn enn þá. Við skulum aðeins
kíkja á stöðuna.
Þverá í Borgarfirði hefur gefið
660 laxa en næst kemur Norðurá í
Borgarfirði með rúmlega 500 laxa og
síðan Blanda með 430. Nokkuð langt
þar fyrir neðan er Grimsá í Borgar-
firði með 230 laxa, þá Laxá í Kjós
með 220 laxa og Langá á Mýrum
með 170. Víðidalsá í Húnvatnssýslu
kemur þar á eftir með 150 laxa og
svo Miöíjarðará með um 120. Þá
koma Vatnsdalsá með rúmlega
hundrað laxa, Rangárnar með 90 og
Elliðaárnar með 80 laxa. Þetta eru
efstu veiðiárnar þessa dagana og
eins og staðan er núna er Þverá í
Borgarfirði með örugga forystu,
hvað lengi sem það verður. Vel hef-
ur veiðst í henni og Kjarrá síðustu
vikurnar. Smálaxinn hefur verið að
koma í enn þá ríkari mæli. ->
Svartá:
Laxinn stóðst
ekki Brynhildi
„Þetta var ágætt, fyrsti laxinn
veiddist á fluguna Brynhildi í Ár-
mótahylnum, 10 punda fiskur. Bar-
áttan við hann var hin besta
skemmtun,“ sagði Oddur Hjaltason
sem var að koma úr öðru hollinu í
Umsjón
Gunnar Bender
Svartá í Húnavatnssýslu, en hollið
veiddi 5 laxa. Laxamir vom frá 10
upp í 12 pund en opunarhollið í
ánni veiddi engan fisk. „Við hætt-
um við öðrum laxi á Brynhildi svo
laxinn stóðst hana greinilega ekki.
Það er mikið vatn í ánni og þetta
var allt í lagi,“ sagði Oddur enn
fremur.
„Maður veit auðvitað ekki hvort
Lax-á fær Miðfjarðará en ég vona
það svo sannarlega, við buðum alla- ■
vega hátt,“ sagði Árni Baldursson í
gærkvöld, en Árni og Lax-á, sem
hefur alltaf verið talið sama fyrir-
tækið, buðu langhæst í Miðfjarðará
eða næstum 32 milljónir. „Við höf-
um verið með mikið af útlendingum
í Miðfirðinum og við höldum því
vonandi áfram," sagði Ámi.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
bauð næsthest, eða 6 milljónum
minna en Árni og Lax-á.
Það hefur verið altalað núna
lengi að Árni Baldursson og Torfi
Ágeirsson, fyrmm umsjónarmaður
Haukadalsár í Dölum, hafði boðið
best í Haukadalsá. Svissneskir
veiðimenn hafa haft ána í meira en
20 ár en hún er á lausu núna í ,
haust.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför elskulegrar móður
minnar, tengdamóður, ömmu okkar og
langömmu,
Fríðu Þorgilsdóttur,
áður Stigahlíð 32.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki og stjómendum á Elli-
og hjúkrunarheimilinu Gmnd fyrir kærleiksríka ummönnun
þau ár sem hún dvaldi þar.
Auður Eydal, Sveinn R. Eyjólfsson og fjölskylda