Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Qupperneq 36
irmingstölurlaugardaginn: 03. 07.’9^3g£ÍÍ3
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð
1. 5 af 5 0 2.912.700
2. 4af S+I® 1 306.990
3. 4 af 5 52 9.180
4. 3 af 5 1.904 580
..jgjfei - i V -r i 'í
Jókertölur
vikunnar:
9 2
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Kópavogur:
Ragnar Róbertsson lét Kit Kat-jeppann vaða í þverhnípt stálið í 6. braut DV Sport-torfærunnar sem fram fór við
Akrafjall á laugardaginn. Þrátt fyrir fífldjarfa tilraun tókst Róbert ekki að komast upp brautina og valt niður brekkuna.
Allt um torfæruna á bls. 27. DVmynd JAK
Kennarasambandið fær Qölbreyttari mál á borðið:
Sex skólastjór-
ar hafa fokið
- foreldrar hika ekki við að kæra ákvarðanir
Slegist
um lóðir
„Ég vona að ég sé ekki að grobba
*T)f mikið þegar ég segi að við í Kópa-
vogi erum með puttann á púlsinum
og vitum hvernig hann slær, enda
streymir fólkið hingað," sagði Birg-
ir Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópa-
vogsbæjar, í samtali við DV, en
frestur til þess að sækja um lóðir
fyrir 400 íbúðir sem auglýstar voru
til umsóknar hjá Kópavogsbæ rann
út á fimmtudaginn. Mikill atgangur
var þessa 10 daga sem umsóknar-
frestur stóð og má gera ráð fyrir því
að um 20-25 manns séu að berjast
um hverja lóð. Að sögn Birgis muna
elstu menn ekki svo margar um-
sóknir og það þakkar hann m.a.
góðu skipulagi bæjarins. „Við höf-
um hin síðari ár verið heppin með
•áíýtingu á svæðum og færri hafa
fengið en vildu. Þetta sýnir að Kópa-
vogur er spennandi sveitarfélag i
mikilli sókn.“
Næstu daga verður unnið úr um-
sóknum en mikill fjöldi þeirra setur
vitaskuld strik í reikninginn. -þhs
Demantssíld:
Kvótinn er
- búinn hjá
okkur
- segir ráðherra
„Kvótinn er bú-
inn,“ sagði Ámi M.
Mathiesen sjávar-
útvegsráðherra í
gærkvöld þegar DV
bar undir hann óá-
nægju þeirra sem
horfa á Norðmenn
nú veiða stóra
demantssíld, upp-
lagða til söltunar,
úr norsk-íslenska
-^íldarstofhinum.
Kvóti íslendinga,
sem var 202 þús-
und tonn, er hins vegar uppveiddur og
aflinn sem barst á land var að stærst-
um hluta bræðslusíld.
Árni sagði að vertíðin í ár væri sú
fyrsta sem íslendingum tækist að ná
öllum úthlutuðum kvóta en yfirleitt
hefur síldin ekki veiðst eftir sjó-
mannadaginn þannig að nú væru
uppi nýjar aðstæður sem menn áttu
ekki von á. Hugsanlega þurfl að taka
tillit til þessara nýju aðstæðna næst
þegar fyrirkomulag veiða verður
ákveðið. „Við byggjum okkar aðgerð-
ir á þeirri reynslu sem við höfum af
því að veiða þessa síld og hegðan
hennar núna bætist þá í þann
't'eynslusarp næst,“ sagði sjávarút-
vegsráðherra. -SÁ
„Hingað berast miklu fleiri kvart-
anir vegna alvarlegri mála en áður.
Foreldrar hika' ekki við að kæra
ákvarðanir. Það er þessi mikla ná-
lægð. Svo koma inn mál vegna ógn-
ana og ofbeldis af hálfu nemenda.
Nýmæli er að gripið sé til þess ráðs
að reyna losna við skólastjórann. Að
minnsta kosti sex skólastjórar hafa
verið látnir fjúka frá því 1996 þegar
grunnskólinn var færður undir
sveitarfélögin. í einhverjum tilfell-
um hefur maður það á tilfinning-
unni að menn hafi beðið eftir flutn-
ingnum og síðan notað fyrsta tæki-
færi sem gafst.“
Þetta sagði Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir, varaformaður Kennarasam-
bands íslands, um þá þróun sem orð-
ið hefur á eðli mála sem borist hafa
til sambandsins á seinni árum.
Guðrún Ebba kvaðst alls ekki
vera að tala gegn flutningnum sem
slíkum. Hann hefði verið af hinu
góða og haft marg gott í fór með sér.
„Én fyrir hann var búið að lofa öll-
um svo miklu. Það var búið að lofa
sveitarfélögum því að nú fengju þau
aukið vald yfir kennurum. Það var
búið að lofa foreldrum að nú hefðu
þeir miklu meira um skólann að
segja heldur en þeir hafa lögum sam-
kvæmt. Foreldraráð hafa umsagnar-
rétt um skólanámskrána en eru ekki
hluti af stjórnkerfi skólanna. Laun
kennara áttu að rjúka upp og menn
að sýna meiri skilning o.s.frv. Það er
alltaf hættulegt þegar menn lofa
meiru en þeir geta staðið við. Stóru
loforðin hafa spillt einna mest fyr-
ir.“
Guðrún Ebba benti á að fræðslu-
skrifstofurnar hefðu átt sér stoð í
grunnskólalögunum sem liður í
stjómkerfinu milli ráðuneytis og
skólanna. Nú segði ekkert í lögum
að fræðsluskrifstofa ætti að vera til
staðar. Skólaskrifstofur veittu nú
ákveðna þjónustu en hefðu ekkert
vald yfir skólunum. Þetta hefði í för
með sér visst óöryggi. -JSS
Banaslys
við Eiðar
Banaslys varð þegar Volvo-vöm-
bifreið fór út af við Borgarfjarðar-
veg, rétt sunnan við Eiðar. Bifreiðin
var á leið til Egilsstaða þegar slysið
varð. Ökumaðurinn, sem kominn
var á sjötugsaldur, lést samstundis.
Að sögn lögreglu er málið enn i
rannsókn en líkur bentu til þess að
sprungið hefði dekk á bílnum með
fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er
hægt að greina frá nafni mannsins
að svo stöddu. -EIS
Höfuðborgarsvæðið:
Umferðarteppa
Mikil og þung umferð var til höfuð-
borgarinnar í gær eftir ferðalög lands-
manna viða um landið. Fyrsta helgin
í júlí er orðin næstmesta ferðahelgi
ársins á eftir verslunarmannahelg-
inni. Vora Reykjavíkurbúar margir
hverjir fastir í umferð í nokkra
klukkutíma. Tók meira en tvær
klukkustundir að aka frá HvalQarðar-
göngunum og til Reykjavíkur þegar
umferðin var sem mest. Að sögn lög-
reglu gekk umferðin þó að mestu leyti
áfallalaust. -EIS
Fljótavík:
Bjarg hrundi
á barn
Ung stúlka slasaðist þegar steinn
hrundi á hana. Málsatvik voru þau að
nokkrir krakkar voru að leik í grjót-
brekku þegar grjót hrundi. Öllum
krökkunum nema stúlkunni tókst að
forða sér undan steinunum. Steinninn
sem valt á stúlkuna var um 70-80 kíló,
að sögn fóður hennar. Var hún flutt
með þyrlu á Sjúkrahús Reykjavíkur.
Komið með stúlkuna til Reykjavíkur.
DV-mynd S
Þyrlan var um það bO fjóra tíma að ná
í stúlkuna og koma henni á Sjúkrahús
Reykjavíkur. Fyrstur á vettvang var
lögreglumaður frá ísafirði en hann
flaug frá ísafirði yfir til Fljótavíkur.
Samkvæmt upplýsingum frá lækni á
vakt voru meiðsli stúlkunnar ekki
eins alvarlegt og virtist í fyrstu. Að
sögn læknisins er stúlkan talsvert
marin og með heilahristing en betur
fór en á horfðist. -EIS
Arni M.
Mathiesen
sjávarútvegs-
ráðherra.
Veðrið á morgun:
Hæg
breytileg
átt
Hæg, breytileg átt verður á
landinu og víða léttskýjað. Hiti
verður 8 til 16 stig.
Veðrið í dag er á bls. 45.
Pantið í tíma
25
da^ar í Þjóðhátíð
ú
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
570 3030