Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 15 Vér morðingjar Þegar fréttahrina af morðum og illvirkjum fer yfir heimsbyggðina eins og nú síðast frá Kosovo leita ýmsir sér skjóls í því að benda á tiltekna sökudólga, i þessu dæmi Serba, og djöflast á þeim í orðum i vanmáttugri heift. Aðrir rifja upp hlið- stæðar fregnir héðan og þaðan úr heiminum og andvarpa í vanmátt- ugri hryggð: mikil er grimmd mannskepn- unnar. Eins og Hanna Katrín Fredriksen gerir í pistli í Morgunblaðinu nýlega: hún segir þá einu ályktun mega draga af fólsk- unni að „við ákveðnar aðstæður erum við fær um hvaða viðbjóðs- legu grimmdarverk sem er“. Eins og flestar staðhæfingar er þessi bæði rétt og röng. Hún er réttmæt vegna þess að hún færist undan því að sýkna sumar þjóðir með því að sakfella aðrar í heilu lagi - Serba nú, Þjóðverja eða Tyrki á árum áður. Hún er einnig Kjallarinn Arni Bergmann rithöfundur „Þótt herfilegar aðstæður gerí marga að morðingjum ráða þær ekki öllu. ... Hér verður bæði mannamunur og samfélaga. “ réttmæt vegna þess, að aðstæður skipta reyndar miklu máli: þegar vopnin tala slitna sundur ótal ósýnilegir þræðir sem tengja fólk saman í sambýli - og verða þá inn- anlandsstríð enn djöfullegri en ófriður milli ríkja. Stríð er stríð, segir einn illvirki frá Kosovo í við- tali: fyrst líður manni illa en svo Fmnur maður ekki fyrir neinu. Stríð er ofbeldi í öðru og þriðja veldi og leysir úr læðingi flest það sem verst er: margir telja að fárán- leg stórslátrun á heilli kynslóð Evr- ópumanna í skot- gröfum heimsstyrj- aldarinnar fyrri hafi ráðið meiru en nokkuð annað um það hve öldin öll reyndist grimm og blóðug. Nábýli við of- beldi Engu að síður er staðhæfingin röng líka. Þótt herfilegar aðstæður geri marga að morðingj- um ráða þær ekki .......öllu. „Við“ erum ekki endilega í sama báti öll sömul og sjálfum aðstæðunum er hægt að breyta ef vilji og vit leggjast á eitt. Hér verður bæði mannamunur og samfélaga. Erfiðast er við það að eiga að í ýmsum samfélögum hafa ofbeldi og rök vopna orðið svo al- geng að þau verða með djöfullegum hætti sjálfsögð um leið og eitthvað fer úr skorðum. Sagan gerir mönn- um marga skráveifu: samfélög á Balkanskaga hafa öldum saman búið við „þjóða- hreinsanir" og á þeirri öld sem senn er lokið hef- ur hvert þeirra orðið fyrir eða tekið þátt i sliku þrisvar eða fjór- um sinnum. Sérkenni menningar skipta líka miklu máli. Bandarískt samfélag þolir ekki að einn einasti amerískur hermaður falli í vopna- viðskiptum erlendis en er sjálft svo þrælvopnað (220 milljón byssur eru þar í heimahúsum) og svo rækilega stillt inn á notkun vopna að innan- lands hefur hálf milljón manna fall- ið fyrir byssukúlum á sl. fjörutíu árum. Vopnahefðin er svo frek og samtök byssumanna svo öflug og örlát á mútur að þótt unglingar Þegar rök vopnanna eru orðin alvanaleg... (ein milljón þeirra fer með skot- vopn í skólann á hverjum degi) fremji þar fjöldamorð á félögum sínum og allir hrópi á viðbrögð gafst Bandaríkjaþing nú á dögun- um upp við að breyta lögum um byssueign hið minnsta: blóðbaðið mun þvi halda áfram af sama kappi. Mannamunur Öngvar aðstæður eru óhaggan- legar með öllu og auk þess er drjúgur mannanna munur. Það kemur á daginn - nú siðast í Kosovo - að í ófriði eru verstir allra þeir bófar sem láta sér fátt um málstað varða, illan eða sæmi- legan - þeir eru í stríði til að ræna gulli og seðlum og drepa hvem sem í vegi þeirra stendur. Málalið- ar af því tagi sem hafa komið mik- ið við sögu margra stríða undan- farna áratugi. Á hinn bóginn er rétt að muna að í hverju stríði, í hverju ofsóknaræði, finnum við menn sem ekki dansa með, sem neita „að éta af sakramenti uxans“ eins og þýski rithöfundurinn Heinrich Böll lýsti blóðveislum vopnaðs valds. Einstaklingar sem bregðast ekki mennsku sinni og láta sér ekki nægja að snúa sér undan heldur leggja þeim lið sem eru í neyð og lífsháska. Þessir menn em færri en við vildum en þeir era til og þeim má ekki gleyma því þeir eru drjúgur hluti af von heimsins - þrátt fyrir allt. Ámi Bergmann Svona eiga sýslumenn ekki að vera Nýr sýslumaður er kominn á Völlinn. Vonandi tekst honum bet- ur upp í starfi en fyrirrennaranum og bjóða menn hann velkominn til starfa. Hann kemur að embætti sem hefur lengi verið til vansa að áliti þeirra sem gerst þekkja til á Kefla- víkurflugvelli. Hitt er annað mál að ég tel að sameina hefði átt embætti sýslumanns í Keflavík og á flugvell- inum fyrir langalöngu, og þannig spara 200 milljónir króna á ári sem nota mætti til dæmis á sjúkrahús- unum. Gamli sýslumaðurinn lét af störf- „Um embætti þetta á Vellinum hafa blöðin iðulega fjallað - og það ekki af góðu. DV fjallaði um embættið og nokkur mál sem þar voru í gangi fyrir rúmu ári. Þá var sagt að Varnarmálaskrifstofa hygðist víkja sýslumanni frá en síðan var ákveðið að bíða starfs■ loka hans. “ um á vormánuðum, orðinn sjötug- ur. Sagt er að Varnarmálaskrifstofa hafi andað léttar. Um embætti þetta á Vellinum hafablöðin iðulega fjall- að - og það ekki alltaf af góðu. DV fjallaði um embættið og nokkur mál sem þar vora í gangi fyrir rúmu ári. Þá var sagt að Vamar- málaskrifstofa hygðist víkja sýslu- manni frá en síðan var ákveðið að bíða starfsloka hans. Brotlegir endurráðnir Mikil óreiða var á skrifstofunni og gjaldkeri hafði stundað grófan fjárdrátt og verið vísað úr starfi. Trúlega hefur ekkert skilað sér aft- ur af því fé. Deildarstjóri í Tollgæsl- unni hafði tekið út fjármuni úr bók embættisins og notað i eigin þágu. Honum var vikið úr starfi en var _____________ síðar ráðinn hjá Tollinum í Reykja- vík. Ein afglöpin vora þau að leyfa Varnarhðinu að setja upp njósna- myndavélar I verslun flotans til að fylgjast með ís- lensku starfsfólki. Mikil vörurýmun var í fyrirtækinu, dýrmæt hljóm-- flutningstæki og annað hvarf linnu- ___laust úr búðinni. Mikið fjaðrafok varð vegna þessa leyfis sem sýslu- maður veitti Ameríkönunum. Mál- ið var að hann hafði enga heimild til að gefa leyfið, það hefði ráðherra þurft að gera. Ég man líka eftir málum sem snerta byggingu tóm- stundaheimilis lög- reglumanna á lóð emb- ættisins, sem kallað hefur verið „Betlihem", því mestallt efni og vélavinna í kringum húsið var annað hvort betlað af íslenskum að- alverktökum eða tekið ófijálsri hendi frá Varnarliðinu. íslensk- um starfsmönnum Varnarliðsins átti að vísa úr vinnu vegna málsins og sagt er að rænt hafi verið fyrir 19 milljónir króna ahs. Enn er betlað til að ljúka byggingunni og nú hjá verktökunum. Löggan full undir stýri Þrjú atvik eru mér minnisstæð frá embætti sýslumannsins þegar sukksöm saga þess er rifjuð upp á tímamótum. Fyrir hálfu ári var lög- reglumaður úr liði Vallarins tek- inn. Hann lenti í árekstri á Reykja- nesbraut ofurölvi og reyndi að flýja af vettvangi. Starfsbróðir hans var tekinn á sama vegi ölvaður, á leið heim af vakt, á 170 kílómetra hraða! Hann átti góða að. Ári seinna var hann kominn aftur á Völlinn og nú sem starfsmaður herlögreglu Varn- arliðsins. I lokin vil ég minnast á mál sem Kjallarinn Skarphéðinn Einarsson kom upp og dró dilk á eftir sér. Kona sem vann hjá Vamarlið- inu var handtekin við veitingastað Varnarliðsmanna eft- ir vinnu. Hún var á leið í kvöldverðarboð Vamarliðsmanns. ís- lenski lögreglumað- urinn, sem þar kom að, sýndi fádæma ruddaskap og putta- braut konuna. Hún kærði meðferðina. Hæstiréttur dæmdi henni háar bætur og það sem var van- sæmandi fyrir ís- lensk stjómvöld var að lög sem takmörk- uðu ferðir islendinga á Vellinum voru löngu fallin úr gildi, en þau höfðu verið sett árið 1941, í miðju stríðinu. En við eigum von á betri tíð á Vellinum með nýjum sýslumanni. Sá gamli var ekki eins og sýslu- menn eiga að vera. Fulltrúi emb- ættisins, sem tekið hefur á sig margt höggið gegnum tíðina, fékk ekki starfa síns gamla yfirmanns, enda þótt embættið hefði hvílt á hans herðum að mestu. En nýr sýslumaður þarf að sýna hvemig sýslumenn eiga að vera, meðan þetta embætti er til. Skarphéðinn Einarsson nemi Með og á móti Er manninum nauðsynlegt að trúa á sér æðri veru? Árið 2000 verður haidið upp á 1000 ára af- mæli kristnitöku á íslandi. Á slíku stóraf- mæli er ekki úr vegi að spyrja einfaldrar spurningar eins og þeirrar sem hér er að ofan. Snorri Oskarsson er safnaðarhiröir Hvítasunnukirkj- unnar í Vestmanna- eyjum. Eðlilegt og sjálfsagt „Sá eini sem byggir þessa jörð og hefur í frammi trúariðkun er mað- urinn. Þetta hefur verið öllum hulin ráðgáta nema þeim sem trúa, þeim er þetta eðli- legt og sjálfsagt. Elstu menningar- leifar sýna átrún- að og elstu grafir sem fundist hafa bera vott um greftrunarsiði og trúariðkun. Sá eini sem getur lesið sér til um uppruna sinn er líka maðurinn. Hann hefur fengið að vita að höfundur lífsins, skapari alls, gaf áum okkar fyrirmæli um hegðun og háttalag. Af því má einnig sjá að reglurnar frá Guði era ekki endilega auðveldar fyrir mann- inn og geta verið einstaklingnum mótsnúnar. Manninum þykir eðli- legt að svíkja, sukka og dufla við maka náungans. En Guðslögin banna slíkt. Af því má ráða aö mað- urinn hefur ekki skapað reglurnar né átrúnaðinn á Guð heldur skapaði Guð manninn, reglumar og vitund- ina um Guð. Eini aðilinn sem veit að eftir dauðann er framhald og skuldadagar sem enginn sleppur við er maðurinn. En eini aðilinn sem á erfitt með að hegða lífi sínu í sam- ræmi við trúna og reglur hennar er maðurinn. Fyrir því sendi Guð manninum frelsara sem leysir frá synd og hjálpara sem breytir óhlýðnum i hlýðinn og auðmjúkan einstakling í Jesú Kristi. Trú þú á Drottin Jesú og þú munt verða hólp- inn og heimilið þitt.“ Það þarf ekki að trúa á æðri veru til að haga sér vel „Þó að meirihluti fólks virðist finna hjá sér þörf fyrir að trúa á eitt- hvað yfirnáttúr- legt er það stað- reynd að ekki hafa allir þessa þörf. Úti um allan heim eru margar miljónir manna sem vinna að mannréttinda- og réttlætismálum í nafni góð- mennsku og skyn- semi í samtökum sem nefna sig trú- leysingja, guð- leysingja, efa- hyggjumenn, rationalista, húman- ista og fríþenkjara svo að nokkur dæmi séu tekin. Svona fólk hefur alltaf verið til og byggir lífsskoðun sína á skynsemi, kærleika, og góðu siðferði frekar en ósýtiilegum og ósannanlegum öflum. Það þarf alls ekki að trúa á æöri veru til aö haga sér vel. Hin gullna regla sem var uppi langt á undan skipulögðum trúarbrögðum er líka leiðarljós þeirra Sem ekki trúa á sér æðri veru.“ -glh Hope Knútsson iöjuþjálfi er for- maöur Siömenntar, félags áhugafólks um siörænan húmanisma og borgaralegar at- hafnir. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær berist á stafrænu formi, þ.e. á tölvudiski eða á Net- inu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönkum. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.