Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 29
T>V MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 45 4 ísland ísland nefnist ljósmyndasýning flórtán Ijósmyndara sem luku prófi frá Norræna ljósmyndaskólanum í Biskops Amö í Svíþjóð árið 1998. Sýna þeir verk sín í anddyri Nor- ræna hússins tO 15. ágúst. Sýning- in er tvískipt, sjö ljósmyndarar sýna til 11. júlí og sjö ljósmyndar- ar sýna frá 12. júlí til 15. ágúst. Sýningin er opin daglega kl. 9-18, nema sunnudaga kl. 12-18. Lokaverkefnið 1998 var að taka heimildarljósmyndir og varð ís- land fyrir valinu. 16 ljósmynda- nemar komu til hingað til lands ---------------haustið 1998 og Sýllingar unnuaöþessu J______ verkefni í sex vikur. Hver og einn fann sér við- fangsefni og voru þau af ólíkum toga; náttúra landsins, hestar, átt- ræður bóndi, sundhallargestir, ungt fólk að skemmta sér, andlits- myndir o.s.frv. Ljósmyndanámið í Norræna ljósmyndaskólanum tók tvö og hálft ár. Lögð var áhersla á myndblaðamennsku (á sænsku bildjournalistik) og heimildarljós- myndun þar sem listræn túlkun og úrvinnsla gegnir miklu hlutverki. Sýningin var opnuð í janúar í ár í Galleri Kontrast í Stokkhólmi og vakti hún athygli og hlaut góða dóma. Ingólfstorg: Tónleikaröðin Bláa kirkjan fer fram í Seyðisfjarðarkirkju. Blokkflauta og gítar Næstu flytjendur í tónleikaröð- inni Bláa kirkjan í kvöld kl. 20.30 í Seyðisfjarðarkirkju eru Jacqueline FltzGibbon, óbó og blokkflauta, og Hannes Guðrúnarson, klassískur gítar. Á efriisskránni er tónlist eftir John Dowland, Antonio Vivaldi, Mauro Giuliani, Georg Philipp Tel- emann, Leo Brouwer, Joaquin Rodrigo, Gúnter Braun og japönsk lög í útsetningu Gordon Saunders. Jacqueline FitzGibbon er fædd á írlandi og stundaði nám í Royal Col- ~~ ' ~ lege of Music í Tonleikar London Hún ________________kenndi í nokk- ur ár í London og Wales og hefur komið víða fram á Bretlandseyjum. Hún kom til íslands 1989 og hóf kennslu við Tónlistarskóla Skaga- fjarðarsýslu og Tónlistarskólann á Sauðárkróki. Haustið 1991 flutti hún til Akureyrar og kennir þar á tré- blásturshljóðfæri við Tónlistarskól- ann á Akureyri. Jacqueline hefur komið fram á mörgum tónleikum. Hannes Þorsteinn Guðrúnarson, gítarleikari, stundaði framhalds- nám við Tónlistarskólann í Björg- vin þar sem hann lauk einleikara- prófi og prófi í kammertónlist. Hannes hefur verið búsettur á Ak- ureyri sl. tvö ár og starfar þar sem gítarkennari og undirleikari söng- nemenda á efri stigum. Quarashi og Skíta- mórall á útitónleikum Hljómsveitimar Quarashi Skítamórall spila á tón leikum Hins hússins og rásar 2 á Ingólfstorgi í dag kl. 18. Qu- arashi er nýbúin að gefa út lög í út- varpsspilun, hefur um nokkur skeið veriö meðal athygl- isverðustu hljóm- Skemmtanir Quarashi er önnur tveggja hljómsveita á útitónleikum í dag. sveita landsins og í miklu uppáhaldi hjá ungu kynslóðinni. Hljómsveitin stendur nú í undirbúningi við gerð nýrrar plötu sem væntanleg er á haustmánuðum. Skítamórall er aftur á móti með____________________ plötu í far- angrinum en stutt er------------------- síðan fjórða plata hennar kom út. Heitir hún einfaldlega Skítamórall. Það má því búast við nýjum og fersk- um lögum á útitónleikunum í dag. Órafmögnuð Sóldögg Hljómsveitin Sóldögg leikur óraf- magnaða tónlist á Gauknum i kvöld og verða tónleikarnir sendir út á sjónvarpsstöðinni Áttunni. Á tón- leikunum leikur hljómsveitin lög, sem þekkt eru orðin í flutningi þeirra, í nýjum búningi. Hljómsveit- in leikur einnig annað kvöld á Gauknum. Um helgina leikur Sól- dögg í Sjallanum á Akureyri, á föstudagskyöld, og á sveitaballi í Réttinni í Úthlíð í Biskupstungum á laugardagskvöld. Víða bjartviðri Viðvörun: Búist er við stormi, eða meira en 20 m/s, með suður- ströndinni og allhvössum vindi, eða meira en 15 m/s, á Faxaflóa og Suð- austurlandi. Veðrið í dag Hægur vindur um landið norðan- vert og víða bjartviðri fram eftir degi. Hiti 7-16 stig, hlýjast inn til landsins norðan til. Á höfuðborgar- svæðinu verður léttskýjað en þykknar upp og fer að rigna seint í dag með austan og suðaustan 15-20 m/s, en snýst í sunnan 5-8 með skúrum í nótt. Hiti 9-13 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.46 Sólarupprás á morgun: 03.20 Síðdegisflóð í Reykjavík: 12.53 Árdegisflóð á morgun: 01.21 Veðrið kl, Akureyri Bergsstaóir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg 6 í morgun: léttskýjaó léttskýjaö heiöskírt skýjaó skýjaö 10 hálfskýjaö 11 léttskýjaó 9 skýjaö 9 skýjaó 11 léttskýjaö 19 skýjaö 15 skýjaó 14 15 alskýjaö 9 skúr 10 heiöskírt 23 þokumóöa 17 rigning 17 heiöskírt 29 skýjaö 15 alskýjaö 15 rigning 16 alskýjaö 15 alskýjaö 4 mistur 16 þokumóóa 14 léttskýjaö 22 léttskýjaö 21 léttskýjaö 13 hálfskýjaö 29 léttskýjaö 23 skýjaö 15 þokumóóa 23 skýjaö 20 þokumóöa 24 heiöskírt 11 Færð á þjóðveg- um víðast góð Sprengisandur opinn um Bárðardal og í Skaga- fjörð. Fært á Flateyjardal, í Herðubreiðarlindir, í Drekagil við Öskju og í Kverkfjöll. Þríhymingsleið Færð á vegum og Snæfellsleið eru einnig færar. Opið er um Kjöl, Kaldadal og Amarvatnsheiði. Fjallabaksleið syðri og nyrðri em færar. Dagbjört og Guðjón eignast dóttur Myndarlega stúlkan á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans Barn dagsins 27. júní kl. 22.38. Við fæð- ingu var hún 4615 grömm og 54 sentímetrar. For- eldrar hennar em Dag- björt Sumarliðadóttir og Guðjón Páll Einarsson. Óvenjuleg bardagaatriði með miklu af tæknibrellum hafa vakið athygli. Matrix Matrix, sem Sam-bíóin sýna, er kannski sú kvikmynd sem komið hefur einna mest á óvart á þessu ári. Þykir hún mjög snjöll i upp- setningu og sviðsmyndir frábær- ar, auk þess sem hún er spenn- andi. Myndin byggist á þeirri grunnhugmynd að við lifum ekki í raunveruleikanum heldur tölvu- gerðri eftirlíkingu af honum. Að- alpersóna myndarinnar er Neo (Keanu Reeves), tölvuforritari nokkur sem hefur alltaf haft sterklega á tilFinningimni að ekki sé allt með , felldu í þeim heimi r///////y Kvikmyndir ''jjjjjjjj^ sem hann býr í. Dag einn hefur hinn dularfulli Morpheus (Laurence Fishbum), samband við hann og býðst til þess að leiða hann í allan sann- leika um hvað Matrix er - en var- ar hann jafhframt við því að sú vitneskja muni breyta lífi hans um alla framtið. Þegar Neo ákveð- ur að taka boði Morpheusar verð- ur fjandinn laus. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Matrix Saga-Bíó: Entrapment Bíóborgin: Lolita Háskólabíó: Perdita Durango Háskólabíó: Hásléttan Kringlubíó: 10 Things I Hate about Her Laugarásbíó: Austin Powers Regnboginn: Never Been Kissed Stjörnubíó: Go Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 6 9 10 11 12 13 14 16 16 17 18 19 20 21 Lárrétt: 1 spark, 8 orsökuðu, 9 skelfmg, 10 fljótfæmi, 12 kroppi, 13 karlmannsnafn, 15 flökt, 16 kaup, 17 sál, 19 erfiður, 21 veröld. Lóðrétt: 1 óhreinindi, 2 kvelur, 3 hlýju, 4 röðin, 5 ask, 6 deilunni, 7 lögun, 11 pretti, 14 hræddu, 16 vökva, 18 tafði, 20 varðandi. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 skemma, 8 pár, 9 aula, 10 álfu, 11 nót, 13 keikar, 16 orður, 19 ás, 20 tifaði, 21 auðs, 22 rið. Lóðrétt: 1 spákona, 2 kál, 3 erfiði, 4 mauk, 5 mun, 6 al, 7 pati, 12 óráði, 14 ertu, 15 arar, 17 ufs, 19 sið. Gengið Almennt gengi Ll 07. 07. 1999 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollpenqi Dollar 74,670 75,050 74,600 Pund 116,750 117,350 119,680 Kan. dollar 50,800 51,110 50,560 Dönsk kr. 10,2900 10,3460 10,5400 Norsk kr 9,4710 9,5230 9,5030 Sænsk kr. 8,8070 8,8550 8,7080 Fi. mark 12,8655 12,9428 13,1796 Fra. franki 11,6615 11,7316 11,9463 Belg. franki 1,8962 1,9076 1,9425 Sviss. franki 47,7100 47,9700 49,1600 Holl. gyllini 34,7117 34,9203 35,5593 Þýskt mark 39,1110 39,3461 40,0661 ít. líra 0,039510 0,03974 0,040480 Aust. sch. 5,5591 5,5925 5,6948 Port. escudo 0,3816 0,3838 0,3909 Spá. peseti 0,4597 0,4625 0,4710 Jap. yen 0,611500 0,61510 0,617300 Irskt pund 97,128 97,711 99,499 SDR 99,250000 99,85000 100,380000 ECU 76,4900 76,9500 78,3600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 £

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.