Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 13. JULI 1999 ÞRIÐJUDAGUR 13. JULI 1999 Sport Sport DV ívar Bjarklind, bakvörðurinn knái í liði ÍBV, er hér í leik með ÍBV gegn Stuttgart í Evrópukeppninni fyrir tveimur árum. í dag verða ívar og félagar hans í eldlínunni á Hásteinsvelli í Eyjum þegar þeir taka á móti albanska liðinu SK Tirana. Argon Cuka, aðstoðarþjálfari SK Tirana: „Uröum fyrir áfalli“ DV, Eyjum: „Við höfðum aldrei heyrt ÍBV nefnt á nafn þegar í ljós kom hverjir yrðu and- stæðingcir okkar í forkeppninni. Við urðum að byrja á að leita að íslandi og Vestmannaeyjum á landakorti," segir Argon Cuka sem sér um líkamlega þjálf- un albanska liðsins SK Tirana sem mætir ÍBV í dag í forkeppni meistara- deildar Evrópu í Eyjum í dag. Argon segir að SK Tirana hafi orðið fyrir áfalli rétt fyrir íslandsferðina. „Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að fyrir skömmu fóru þrír fastamenn í liðinu frá félaginu. Þeir stefna á Austurríki, Króatíu og að ég held Þýskaland. Þeirra mál eru í hnút því SK Tirana hefur enn ekki gef- iö þeim leyfi til að spila annars staðar. Þessir þrír menn spila frammi, eru fljót- ir og aðalmarkaskoraramir okkar. Það er því skarð fyrir skildi að hafa þá ekki með.“ Aðstæður í Eyjum komu okkur á óvart Þrátt fyrir þetta er Argon bjartsýnn á úrslit leiksins í dag og hann segir að SK Tirana sé erfitt heim að sækja. En hvað vita þeir um íslenska knattspymu? „Við vitum að flestir í landsliðinu ykkar spila erlendis og að leikmenn em stórir og líkamlega sterkir. Annað vit- um við ekki en aðstæður í Eyjum komu okkur á óvart. Við áttum ekki von á stóram velli en það hvarlaði aldrei að okkur að engin aðstaða væri fyrir áhorfendur. En sjálfur völlurinn er mjög góður. Svo urðum við að fara með skipi sem við áttum ekki von á og urðu flestir sjóveikir. En ég hlakka til leiks- ins heima í Albaníu. Við eigum góöa stuðningsmenn sem hjálpa okkur í heimaleiknum," sagði Argon Cuka að lokum. -ÓG Mótherjar IBV: SK Tirana frá Albaníu 1920 - Stofnað undir nafninu Agimi Tir 1927 Nafninu breytt í SK Tir- ana. 1930 - Eitt af sex stofn- liðum 1 deildar c er meisi þrjú fyrstu anu 1930-1932, og aftur þrjú ár í röð, 1934-1936. Hefur aldrei síðan leikið utan efstu deildar. 1939 - Nafninu breytt í Shpr- efeja Tirana. Deildakeppni ligg- ur niðri 1938-1944 vegna síðari heimsstyrjaldarinnar. 1944 - Endurreist 17. nóvem- ber og nefnt eftir deginum, 17. Nentori Tirana, en þann dag losnuðu Albanir undan yfirráð- um Þjóðverja í stríðinu. 1949 - Nafninu breytt í Tir- ana. 1950 - Nafninu breytt í Puna Tirana. 1958 - Nafnið 17. Nentori Tir- ana tekið upp á ný. 1963 - Bikarmeistari í fyrsta skipti. 1965 - Albanskur meistari í fyrsta sinn í 29 ár og aftur 1966, 1968 og 1970. 1965 - Tekur þátt í Evrópu- keppni í fyrsta skipti og gerir 0-0 jafntefli við Kilmarnock frá Skotlandi heima en tapar 0-1 í Skotlandi. 1969 - Tekur þátt í Evrópu- keppni öðru sinni og gerir 1-1 jafntefli við Standard Liege frá Belgíu en tapar seinni leiknum 0-3. 1970 - Gerir 2-2 jafntefli heima við verðandi Evrópu- meistara Ajax í 1. umferð en tap- ar 0-2 í Hollandi. 1976 - Bikarmeistari öðru sinni og aftur 1977. 1982 - Meistari á ný eftir 12 ára hlé og aftur 1985, 1988 og 1989. Vinnur bikarinn 1983, 1984 og 1986. 1982 - Kemst í 2. umferð Evr- ópukeppni meistaraliða með því að slá út Linfield frá N.-írlandi (1-0, 1-2). Dregur sig úr keppni af pólitískum ástæðum þegar mótherjamir í 2. umferð eru Dinamo Kiev frá Sovétríkjunum. 1986 - Sigrar Dinamo Búka- rest tvívegis, 1-0 og 2-1, í Evr- ópukeppni bikarhafa. í 2. umferð tapar liðið í fyrsta skipti heima- leik í Evrópukeppni, 0-3 gegn Malmö. 1988 - Slær lið frá Möltu út í Evrópukeppni meistaraliða og leikur sama leik 1989. Vinnur þá sinn stærsta Evrópusigur, 5-0 gegn Sliema Wanderers. 1991 - Gamla nafnið, SKTir- ana, tekið upp á ný. 1994 - Bikarmeistari á ný og aftur 1996. 1994 - Kemst áfam í Evrópu- keppni bikarhafa gegn Bobraisk frá Hvíta-Rússlandi (3-0,1-4), en tapar síðan fyrir Bröndby, 0-1 og 0-3. 1995 - Meistari á ný, og aftur 1996 og 1997. 1999 - SK Tirana sigrar bæði í deild og bikar í Albaníu og sæk- ir ÍBV heim í Evrópukeppninni. * Hefur tapaó öllum Evrópu- leikjum síðan 1994. Gegn Beer Shiva frá ísrael (0-1, 0-2), Croatia Zagreb frá Króatíu (0-4, 2-6), og Inter Bratislava frá Slóvakíu (0-2, 0-2). * SK Tirana hefur unnið 6 leiki og gert 2 jafntefli í 15 Evr- ópuleikjum á heimavelli frá upp- hafi. Árangur á útivelli er einn sigur og eitt jafntefli í 15 leikj- um. * SK Tirana hefur oftast allra orðið albanskur meistari, 18 sinnum. -VS Bland í poka Þóröur Emil Ólafsson, GL, sigraði á opna Akra- nesmótinu sem haldið var á Garðavelli á sunnudaginn. Hann lék á 73 höggum en næst- ir komu félagar hans úr GL, þeir Ingi Rúnar Gislason á 76 höggum og Stefán Orri Ólafsson á 78 höggum. Valdi- mar Indriöason, GL, sigraði í keppni með forgjöf. Auóunn Einarsson, GÍ, og Andrea Ás- grimsdóttir, GA, sigruðu í flokkum karla og kvenna á Honda-Open golfmót- inu sem haldið var á Sauðárkróki um helgina. Auðunn lék seinni daginn á einu höggi undir pari, 71 höggi, og sam- tais á 152 höggum. Heióar Bragason, GÓS, varð annar á 154 og Sigurður H. Ringsted, GA, þriðji á 156 höggum. Sig- urður sigraði í keppni með forgjöf. Andrea lék á 170 höggum í kvenna- flokki, Árný Lilja Ámadóttir, GSS, kom næst á 175 og þriðja varð Sesselja Baródal, GSS, á 196 höggum. Andrea sigraði einnig með forgjöf. í unglinga- flokki sigraði Helgi Héóinsson, GH, og með forgjöf sigraði Egill Gylfason, GR. Finnur Kolbeinsson, miöjumaður- inn sterki úr toppliði Fylkis í 1. deild- inni í knattspymu, gekkst undir að- gerð á hné á fostudaginn. Ekki er ljóst hvenær hann byxjar að spila á nýen hannverð- ur alla vega ekki með gegn Skalla- grími um næstu helgi. Enes Cogic, Bosníumaðurinn reyndi, er byrjaður að spila með Fylki á ný. Hann hafði ekkert leikiö vegna meiösla í sumar en kom inn á í leik Árbæinga gegn KVAá Eskiflrði á laugardaginn. Craig Brown, landsliðsþjálfari Skota í knattspymu, er kominn í vandræöi eftir frétt í blaðinu News of the World um helgina. Þar var sagt að Brown hefði sungið níðvísu um kaþólikka inn á símsvara vinkonu sinnar. Brown harðneitar þessu en hann hef- ur lengi reynt að kveða niður þann fjandskap sem ríkt hefur á milli kaþ- ólskra og mótmælenda í skosku knattspymunni. Sergio Cragnotti, forseti ítalska knatt- spymufélagsins Lazio, gaf í gær Arsenal lokafrest til kvöldsins í kvöld til að svara tilboði félagsins í Nicolas Anelka. „ET Arsenal gefur ekki jákvætt svar á þriðjudagskvöld mun ég sllta þess- um viðræðum og snúa mér annað,“ sagði Cragnotti. Lokeren, sem sló Skagamenn út úr Intertoto-keppninni í knattspymu um helgina, mætir Metz frá Fralddandi í 3. umferð. Nokkur kunn félög mæta fyrst til leiks í 3. umferðinni. Þar má nefna að Juventus leikur við Ceahlaul frá Rúmeníu, West Ham mætir Jokerit frá Finnlandi og Hamburger SV tekur á móti Basel frá Sviss. Robert Gulyas, einn fremsti körfu- knattleiksmaður Ungveija, hefur hafn- að tilboði um að leika meö Utah Jazz í NBA-deildinni. Gulyas ákvað að fara frekar til Pau-Orthez í Frakklandi og ná sér i frekari reynslu en að fara til Utah og sitja þar á varamannabekkn- um. Haraldur Þorvaróarson, sem spilaði með Dússeldorf í þýsku B-deildinni í handknattleik á síðustu leiktið, hefur gert samning við Erlangen sem leikur í sömu deild. Þjálfari liðsins er hinn kunni Rússi Júri Klimov. -VS/GH Kristrún með slitin krossbönd Kristrún Lilja Daðadóttir, fram- heiji úrvalsdeildarliðs Breiðabliks, er með slitin krossbönd í hné og leikur að öllum líkindum ekki meira með í sumar. Þrír leikir era á dagskrá í 8-liða úr- slitum bikarkeppni kvenna í kvöld. RKV mætir Breiðabliki, Þór/KA tek- ur á móti Grindavík og Stjaman tek- ur á móti KR. Stjaman leikur án bandarísku stúlkunnar Justin Lorton sem er í banni og eins er óvíst hvort Auður Skúladóttir getur spilað vegna meiðsla í hásin. -ih Schumacher slapp vel Þýski ökuþórinn Michael Schumacher þykir hafa sloppið vel eftir að hafa ekiö bíl sinum á örygg- isvegg á um 200 km hraða í Silver- stone-kappakstrinum á Englandi í fyrradag. Hann fótbrotnaði á hægri fæti en á tímabili var óttast að vinstri fóturinn hefði einnig brotn- að. Schumacher gekkst undir aðgerð á Northampton sjúkrahúsinu á Englandi en bæði beinin I hægri fótlegg brotnuðu. Læknar telja að hann verði frá keppni í 6-8 vikur. Ekki er vitað nákvæmlega hvað olli óhappinu hjá Þjóðverjanum en bilun í hemlabúnaði er líklegasta skýringin. -GH Michael Schumacher telst heppinn að hafa sloppið með fótbrot. Þýski handboltinn byrjar fyrr en venjulega: íslendingaslagur strax í 1. umferð Þýski handboltinn hefst fyrr í ár en venjulega og ræður þar mestu úrslitakeppni Evrópumóts landsliða sem verður í Króatíu í janúar. Keppni í þýsku A-deildinni hefst laugardaginn 28. ágúst og verða þá nokkrir athyglisverðir leikir. Nýlið- arnir í Willstadt með Gústaf Bjarna- son innanborðs mæta Wuppertal í 1. umferð en með því liði leika Dagur Sigurðsson og Valdimar Grímsson. Patrekur Jóhannesson og Páll Þórólfsson og samherjar þeirra hjá Essen mæta Gummersbach. Ólafur Stefánsson og samherjar í Mag- deburg mæta nýliðum Dormagen en þar eru þrír íslendingar á mála, þeir Héðinn Gilsson, Róbert Sig- hvatsson og Daði Hafþórsson. Eisenach með Róbert Dúranona Guðmundur Bragason. DH' . DEILD KV. A-riðill: Fylkir - Selfoss 0-1 RKV - FH 4-1 Grótta - Haukar . . 9-0 FH 8 6 1 1 32-12 19 RKV 7 5 1 1 24-9 16 Grótta 8 3 1 4 21-14 10 Selfoss 7 3 1 3 7-15 10 Fylkir 8 2 2 4 13-21 8 Haukar 8 0 2 6 7-33 2 Tindastóll - B-riðill: Hvöt .... 3-2 Þór/KA 5 5 0 0 23-4 15 Tindastóll 6 3 0 3 10-14 9 Leift/Dalv. 6 2 1 3 7-14 7 Hvöt 5 0 1 4 4-12 1 C-riöill: KVA - Einherji .................3-2 Sindri - Huginn/Höttur..........1-1 KVA - Huginn/Höttur.............2-1 Hug./Hött. 6 2 3 1 8-6 9 Sindri 4 2 2 0 5-1 8 KVA 6 2 2 2 7-10 8 Einherji 6 114 7-10 4 Tvö lið komast í úrslit úr A-riðli en eitt úr hvorum hinna. innanborðs mætir Grosswaldstadt og nýliðamir í Nordhorn mæta Schutterwald. Guðmundur Hrafn- kelsson stendur í marki Nordhorn næsta vetur. Sigurður Bjamason er nýgenginn til Dutenhofen en hann lék áður með Bad Schwartau. 13 leikmenn og tveir þjálfar- ar frá íslandi 13 íslenskir handboltamenn verða í eldlínunni með liðum í A-deild- inni. Tvö verða undir stjórn íslend- inga, Alfreð Gíslason hjá Mag- deburg og Guðmundur Guðmunds- son með Bayer Dormagen. -JKS Blakbærinn Neskaupstaður: Sjö af tíu í landsliði Neskaupstaður stendur svo sannarlega undir nafhi sem mesti blakbær íslands, alla vega ef marka má nýjan unglingalands- liðshóp pilta sem valinn var fyrir helgina og keppir á Norðurlanda- mótinu í Noregi í ágúst. Jón Gunnar Sveinsson lands- liðsþjálfari valdi 10 leikmenn til fararinnar og sjö þeirra koma frá Þrótti í Neskaupstað. Það era þeir Sævar Sólheim, Matthías Haralds- son, Ómar Dennis Wilson, Sigurö- ur Hallur Jónsson, Jakob Vigfús- son, Stefán Jóhann Stefánsson og Ölver Þórarinsson. Hinir þrír í liðinu era þeir Fannar Örn Þórðarson og Yngvi Karl Sigurjónsson sem koma úr hinu Þróttarliðinu, því reykvíska, og Magnús Stefánsson úr KA á Akureyri. -VS Körfuknattleikur: Guðmundur stefnir á þýsku A-deildina Miklar líkur eru á að landsliðs- fyrirliðinn Guðmundur Bragason leiki í þýsku A-deildinni á komandi leiktíð. Samkvæmt heimildum DV hafa tvö A deildar lið, annað frá Frankfurt og hitt frá Braunsweg, sýnt áhuga á að fá Guðmund til sín og er líklegt að málin komist á hreint eftir næstu helgi. Guðmundur hefur skapað sér gott nafn í þýska körfuboltanum og í sumar hefur verið spurst fyrir um hann frá liðum í þýsku B-deildinni og A-deildar liðum í Belgíu og Aust- urríki en Guðmundur mun hafa hafnað þeim tilboðum. DV hafði samband við Guðmund og spurði hvort mögulegt væri að hann léki hér á landi ef mál hans gagnvart þýsku liðunum gengju ekki upp. Nokkur íslensk lið hafa rætt við Guðmund „Ég stefni að því að leika í þýsku A-deildinni í vetur en ef þaö bregst er alveg eins líklegt að ég leiki hér heima, nokkur lið hafa haft sam- band við mig og ég útiloka ekkert í þeim efnum,“ sagði landsliðsfyrir- liðinn. -bb Sjo kmverskar - í heimsliðinu eftir HM kvenna Þrátt fyrir að hafa mátt sætta sig við silfurverðlaunin á heimsmeist- aramótinu í Bandaríkjum eiga Kínveijar flesta leikmenn í heimsliði kvenna í knattspymu sefn tilkynnt var eftir mótið, sjö talsins. Þessar sjö heita Sun Wen, Gao Hong, Jin Yan, Liu Ailing, Zhao Lihong, Wang Liping og Wen Lirong. Kínverska liðið vakti mikla athygli fyrir góðan sóknarleik og hefði hæglega getað staðið uppi sem heimsmeistari en úrslitin réðust í vítaspymukeppni eins og fram hefúr komið. Fimm úr bandaríska heimsmeistaraliðinu vora valdar í úrvalsliðið, þær Mia Hamm, Michelle Akers, Briana Scurry, Brandi Chastain og Carla Overbeck. Þar eru einnig þýsku stúlkurnar Bettina Wiegmann og Doris Fitschen og hin brasilíska Sissi. Loks á Noregur einn fulltrúa, Annistin Aarönes. Sex aðrar frá Noregi þóttu koma til greina en þær voru allar strikaöar út eftir skellinn gegn Kína, 5-0, í undanúrslitum keppninnar. -VS m ENGLAND Paulo Wanschope, Kostarikubúinn stóri og stæðilegi hjá Der- by, er sterklega orðað- ur við West Ham. Harry Redknapp, stjóri West Ham, bauð 250 milljónir króna í leikmanninn en Jim Smith, stjóri Derby, vill fá hærri upp- hæð. Fari svo að Wanchope yfirgefí Derby eins og flest bendir til er ekki loku fyrir það skotiö að annar Kosta- ríkubúi komi i staðinn en Roland Fonesca er hjá Derby til reynslu. Dietmar Haman, þýski miðjumaður- inn hjá Newcastle, gæti verið á fórum til heimalands síns en Borussia Dort- mund er reiðubúið að greiöa um 800 milljónir fyrir leikmanninn. Haman hefur ekki líkað vistin hjá Newcastle enda oft verið úti í kuldanum hjá stjór- anum Ruud Gullit. Dortmund vill gera Qögurra ára samning við Haman en forráðamenn Newcastle hafa hingað til sagt að Haman sé ekki til sölu. Henning Berg, norski landsliðsmað- urinn í liði Manchester United, iét hafa eftir sér í gær að hann væri óhress með þá ákvörðun að United keppir ekki í ensku bikarkeppninni á næstu leiktíð. „Ég veit að leikmenn vilja spila i bikarkeppninni en það er ekki okkar að ákveða hlutina," sagði Berg sem er fyrsti leikmaður liðsins sem tjáir sig um þessi mál. Nick Barmby, framherji Everton, hefur biðlað til stjómenda félagsins um að verða ekki seldur frá félaginu en Everton á i miklum fjárhagskrögg- um. Liðið hefur selt nokkra af sínum leikmönnum og nú hefur Glasgow Celtic borið viumar í Barmby. Celtic hefur boðið 300 milljónir í leikmann- inn en Barmby segist vera mjög ánægður á Goodison Park og vill vera þar áfram. Hollenski landsliðsmaðurinn Edgar Davids lýsti því yflr opinberlega í gær að hann vildi ganga í raðir Manchester United. „Ég hef haldið mikið upp á Manchester United síðan ég var krakki og minn draumur hefur verið lengi að leika með iiðinu," sagði Davids sem er á mála Juventus. Alex Ferguson hefur áhuga á að fá Davids en ekki nema að forráðamenn Juventus lækki hann í verði en þeir vilja fá rúman 1 milljarð króna iyrir kappann. Lee Hughes, markavélin mikla hjá WBA, skrifar í vikunni undir nýjan samning við B-deildar liðið. Hughes sem skoraði 32 mörk á síðasta keppnistimabili og er verðlagður á 800 milljónir króna, óskaði eftir því að vera settur á sölulista fyrr í sumar en eftir fund með forráðamönnum WBA ákvað hann að vera um kyrrt hjá félaginu. Sam Hamman eigandi Wimbledon, segir það ekki koma til greina að láta John Hartson fara aftur til West Ham en Harry Redknapp, stjóri West Ham, segist tilbúinn að kaupa leikmanninn fyrir 350 milljónir, sex mánuðum eftir að hann seldi Hartson til Wimbledon fyrir 750 milljónir króna. Fjallahjólreiðar: Steinar sigraði Steinar Þorbjörnsson varð ís- landsmeistari á fjallahjólum í keppni sem fram fór við Reyn- isvatn á sunnudag. Steinar sigraði meö nokkram yfirburðum í A-flokki en var samt sem áður um 5 mínútum á eftir hinum 16 ára gamla Guðmundi Guðmunds- syni sem varð sigurvegari í unglingaflokki, 16-18 ára. í B-flokki sigraði Jón Ólafur Sigurjónsson og í piltaflokki, 13-15 ára, sigraði Haukur M. Sveinsson. -VS íslands- og bikarmeistarar ÍBV mæta SK Tirana í Eyjum klukkan 18 í dag: Mikið húfi segir Hlynur Stefánsson, fyrirliði Eyjamanna, í spjalli við DV ÍBV mætir albanska liðinu SK Tirana í fyrri viðureign liðanna í forkeppni meistaradeildar Evrópu í knattspymu á heimavefli í dag og hefst leikurinn klukkan 18. Eyjamenn hafa hagað und- irbúningi með svipuðum hætti og fyrir leik í deildinni að sögn Hlyns Stefánssonar, fyrirliða liðsins. Hann segir að mikið sé í húfi í leiknum í dag og markmiðið er að sjálfsögðu að koma lið- inu í 2. umferð. „Vinna með 2-3 mörkum“ „Það skiptir gríðarlega miku máli að vinna leikinn með þetta 2-3 mörkum til að hafa raun- hæfa möguleika. Við erum hér að kljást við besta lið Albaníu og það er í aUt öðrum styrkleika- flokki en albanska liðið sem Skagamenn léku við á dögunum. DeUdarkeppnin í Albaníu er ekki hafin og því skyldi maður ætla að liðsmenn SK Tirana séu ekki komnir í fuUt leikform. Þetta er með okkur í dag og það ætlum við að nýta okk- ur. Við ætlum að ná upp pressu og láta þá hafa lítinn tima með boltann. Ég tel okkur vera með líkamlegra sterkara lið og því er lykUatriði að nýta hom- og aukaspyrnur vel í leiknum. Við höfum aflað okkur reynslu að leika í Evrópu- keppni og erum því með reynt lið tU að standa í svona baráttu," sagði Hlynur Stefánsson í sam- tali við DV. SK Tirana erfitt heim að sækja og hitinn þar er mikill Hlynur sagði ennfremur það mikUvægt að Is- lensku liðin stæðu sig vel á Évrópumótunum í ár og söfnuðu þannig punktum í safnið. HeimavöU- ur SK Tirana er sterkur og tU marks um það tap- aði liðið á útiveUi, 4-1, fyrir liði frá Hvíta-Rúss- landi á Evrópumóti 1996 en vann síðan á heima- veUi, 3-0, og komst þannig áfram á skoruðu marki á útiveUi. Framhaldið ræðst af úrslitum leiksins í Eyjum „Við rennum nokkuð blint í sjóinn varöandi þennan mótherja frá Albaníu. Framhaldið ræðst því veralega af þvi hvernig okkur reiðir af í leiknum hér í Eyjum. Það væri ekki ónýtt að fara með 2-3 mörk í nesti til Tirana. Að undan- förnu hefur verið um 30-40 stiga hiti í Tirana og því er ljóst að við leikum þar ekki við aðstæður sem við eram vanir. Það er engin launung að við Eyjamenn ætlum okkur áfram og því skiptir stuðningur áhorfenda verulegu máli í leiknum í dag. Þeir munu ekki liggja á liði sínu heldur hvetja okkur til dáöa í leiknum," sagði Hlynur. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.