Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 Spurningin Hvaða ráðherra finnst þér standa sig best? Hjálmar Guðmundsson, eldri borgari: Enginn þeirra. Árdís Sigurjónsdóttir, heima- vinnandi: Mér finnst ekki komin nógu mikil reynsla á þá. ■ ■ Fanney Björg Sveinsdóttir nemi: Ég hef enga skoðun á því. Birgir Magnús Björnsson, 13 ára: Davíð Oddsson. Svana Víkingsdóttir píanóleik- ari: Ég er ekki ánægð með neinn þeirra. Sandra Róbertsdóttir, útivinn- andi húsmóðir: Davíð Oddsson. Lesendur Dóp og vændi á nekt- ardansstöðunum - sannleikurinn um starfsemina „Margar af stúlkunum (alls ekki allar þó) stunda vændi hér, ekki á staðnum sjálfum heldur utan vinnutíma. - Staðan í dag hér í Reykjavík gengur út í öfgar. Fjölda svona staða ætti t.d. að miða við töiuna tvo eða þrjá“. Fyrrv. rekstrarstjóri nektarklúbbs skrifar: Mikil skrif og umræða hefur orðið um nektar- dansstaði í Reykjavík. Hafa rekstraraðilar stað- anna reynt eftir megni að fegra þessa starfsemi og sverja af sér allt sem við- kemur vændi og dópi. Ég rak svona stað í nokkra mánuði en sá mér ekki annað fært en að draga mig í hlé úr þessu vegna þess að mér ofbauð vænd- ið og dópið í kringum bransann. Því miður fylg- ir þessi ófögnuður stöðun- um, sama hvað reynt er, hann loðir við þá. Ég horfði upp á þetta allt á mínum stað. Margar af stúlkunum (alls ekki allar þó) stunda vændi hér, ekki á staðnum sjálf- um heldur utan vinnutima. í mörg- um tilfellum verða þær sér úti um kúnnana á stöðunum sjálfum og í sumum tilvikum eru starfsmenn staðanna milligöngumenn og þiggja þá prósentur í staöinn. Þetta er mjög umfangsmikið á stöðunum. Dansarar þessir eru á „ráðherra- launum" og greiða ekki krónu í skatta. - Eru með á bilinu 400-800 þúsund kr. á mánuði. Á sumum þessara staða nota margir dópsalar borgarinnar stað- ina sem miðstöðvar til að dreifa og selja. Margir dansaranna og kúnnar staðanna eru fastir kaupendur. Að halda því fram að svona nokkuð þrífist bara úti í hinum stóra heimi er barnalegt. Þetta fylgir því miður þessum stöðum í Reykjavík líka. Staðurinn sem ég rak var með marga fasta kúnna, oft menn í góð- um stöðum, sem borguðu vel fyrir nótt með dansara. Venjulegur launamaður getur ekki greitt upp- sett verð. Á stöðunum eru líka svokölluð „einkaherbergi" þar sem hægt er að kaupa „einkasýningu" með ein- hverri stúlkunni. Þá reiða kúnnarn- ir meiri peninga af hendi. Þetta fer þó náttúrlega alveg eftir stúlkunum. Margar stúlknanna eru þarna bara til að dansa og þéna peninga. Aðrar eru í þessu til að dansa og stunda vændi, dópa og „skemmta sér“. Því mið- ur ýta sumir starfsmenn á þessum stöðum undir þetta, misnota aðstöðu sína og reyna að græða á stúlkunum og eru þá orðnir venjulegir „dólg- ar“. Þessir staðir velta gríð- arlegum fiárhæðum, svo ekki sé talað um stelp- urnar sem græða á tá og fingri. Allt beint í vas- ann. Ég held að á mörg- um þessara staða þyldi bókhaldið ekki dagsljós- ið. Staðan í dag hér í Reykjavík gengur út i öfgar. Fjölda svona staða ætti t.d. að miða við töl- una tvo eða þrjá. Það er alveg ljóst að staðirnir fara líka senn að rúlla hver af öðrum. Vonandi munu yfirvöld fara að standa sig í stykkinu gagnvart þess- ari starfsemi. Það viðgengst aílt of mikill sori í þessum viðskiptum og aðhaldið hefur ekkert verið. Ég vona sannarlega að þessum stöðum fækki í borginni (2-3 nægja) og þeir verði undir öflugu eftirliti borgaryf- irvalda og lögreglu. Nauðsynlegt er að hafa eitthvert val í skemmti- bransanum. En umfram allt; burt með vændið og dópið af þessum stöðum. Borgarstjóri vanhæfur í Laugardalsmálinu Margrét Jónsdóttir skrifar: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri lýsti því yfir að henni hefði verið falið að semja við Jón Ólafs- son um litla blettinn í Laugardaln- um sem Jón girnist. Það hefði hún ekki átt að gera. Hún er nefnilega vanhæf í öllum samningum við Norðurljós. Hvers vegna? - Jú, hún hefur umtalsverðan hluta tekna sinna frá Norðurljósi. Og sá sem á tekjur sínar (eða hluta þeirra) und- ir viðsemjanda sínum er vanhæfur í samningum sínum við hann, fyrir okkur hin (alla Reykvíkinga), sem erum að selja Jóni Laugardalsblett- inn góða. Við viljum annan samningamann en Ingibjörgu Sólrúnu þegar að Jóni Ólafssyni kemur. Einhvem sem ekki er vanhæfur. Forseti borgarstjórnar, Helgi Hjörvar, er kjörinn í samning- ana. Hann hefur fiármálavitið. En nú kann einhver að spyrja hvemig Jón Ólafsson kom Ingi- björgu Sólrúnu í þessi vanhæfis- stöðu. Jú, Jón sá strax að maður sem menntast hefur í Rauða kveri Maós formanns er kjörinn í stöðu yfirþýðanda á Stöð 2. Og yfirþýð- andi á Stöð 2 er eiginmaður Ingi- bjargar Sólrúnar borgarstjóra. Enginn fiármálamanna landsins, nema Jón Ólafsson, sá nokkur verð- mæti í Rauða kveri Maós. En Jón hefur gjarnan séð það sem öðrum er hulið og þess vegna náð lengra en aðrir. Og nú hefur því líklega átt að greiða gjaldið fyrir Rauða kverið hans Maós formanns. Nú skal Laug- ardalsbletturinn góði færður Jóni Ólafssyni. ## Kvótaúthlutun til landsbyggðarstaða: Olmusa Byggðastofnunar Guðm. Ólafsson skrifar: Loks virðist mega vænta þess að tekið verði ærlega til í samvisku- hulstri þjóðarinnar sem hefur sætt sig við án stórkostlegra vandkvæða aö svokölluð Byggðastofnun ráðsk- ist með fiármuni þjóðarinnar að vild í formi styrkja og lána til dreif- býlissvæða á íslandi. Öll hefur sú úthlutun verið tH að auka á erfið- leika hinna dreifðu byggða. Síðasta náðarstungan var úthlutun Byggða- stofnunar á fiskkvóta til nokkuma sveitarfélaga, sem svo aftur eru komin í hár saman út af úthlutun- inni. Ummæli sjávarútvegsráðherra nýlega um að flest gengi nú vel á Vestfiörðum í sjávarútvegi og sýni- þjónusta allan sólarhringinn H H r \ H r\s) f-1 *) Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Byggðakvóti - landskvóti? Hver er munurlnn? Og hvaða fyrirtæki eiga að njóta ölmusunnar á þeim stöð- um sem urðu fyrir því óláni að fá úthlutun? lega velgengni þar hljóta að sann- færa landsmenn um að starf Byggðastofnunar er allt ein hörm- ung. Loka ætti þeirri stofhun sem allra fyrst. Svona úthlutan- ir Byggðastofn- unar eru ekkert annað en ölmusa sem reidd er fram fullkomlega að þarflausu. Eða hver eru rökin fyrir því að af- henda fiskkvóta með þessum hætti? Og hvaða fyrirtæki eiga svo að njóta ölm- usunnar á þeim stöðum sem urðu fyrir þvi óláni að fá úthlutun? Byggðakvóti landskvóti? Hver er munurinn? Hverjir eru ábyrgir fyrir hræðilegu fiármunasóun? þessari Hvar eru ráðherrarnir aUir? Eða rík- isstjórnin? DV Skjálftahátíð tengist ekki tjald- svæði á Selfossi Sigurður Jónsson skrifar f.h. Ferðaþjónustusviðs KÁ: Að gefnu tflefni vegna auglýs- ingar á Skjálfta í fylgiblaði DV, Fókusi, 23. þ.m. og umfiöUunr í sama blaði skal eftirfarandi upp- lýst: - Skipulagning á Skjálfta - dansleikjahátíðinni sem fyrirhug- uð var í Inghóli á Selfossi um verslunannannahelgina en verð- ur i ÖlfushöUinni, var ekki á neinn hátt unnin í samráði við rekstraraðUa tjaldsvæðisins á Sel- fossi, Gesthúsa. TUvísanir á tjald- svæðið sem heppUegan stað fyrir gleðskap og drykkju um verslun- armannahelgina eiga alls ekki við og ekki verður tekið á móti fólki í slíkum hugleiðingum. Tjaldsvæði Gesthúsa er í miðju íbúðahverfi og mjög strangar reglur gilda á svæðinu þar sem hvers konar skemmtanahald með gleðskap er bannað. Svæðið er ætlað fiöl- skylufólki og erlendu ferðafólki sem vUl njóta þægilegrar dvalar án utanaðkomandi truflunar. Sjónvarpiö á sunnudagskvöldi Guðbjörg skrifar: Enn einu sinni er Sjónvarpið að ergja okkur sem vUjum horfa á kvikmyndir í dagskránni með fyrra faUinu, en ekki þurfa að bíða þar tU að loknum íþrótta- þættinum Helgarsportinu kl. 22.00. Hví geta hinir ungu og hressu íþróttaunnendur ekki horft á Helgarsportiö síðast í dag- skránni en leyft okkur, hinum vinnandi sem þurfum að fá okkar svefn fyrir kl. 23, að horfa á kvik- mynd eins og á sunnudagskvöldið var? Prýðilega franska kvikmynd með hinni rosknu dömu Michele Morgan og fleiri góðum leikurum. Þetta er að fara með mann, þessi sífeUda bið ef eitthvað bitastætt er í Sjónvarpinu, að það skuli ávaUt vera sett síðast í dagskrána. SVR-fargjalda- hækkunin er óhófleg Hrólfur hringdi: Mémni finnst ekki á bætandi fyrir okkur sem notum SVR að hækka fargjaldið um heU 25%. Svona hækkun á opinberum þjón- ustugjöldum er sjaldgæf í okkar þjóðfélagi. Þessa hækkun verður að endurskoða, annað verður ekki liðið. Ef ekki getur R-listinn engan veginn búist við að fá at- kvæði borgarbúa í næstu sveitar- stjómarkosningum. Forystumenn hans gera það kannski heldur ekki og þess vegna sé þeim sama hvemig verkast tU næstu kosn- inga. Já, þetta er alvöramál fyrir okkur sem notum vagna SVR. Yfir þessa hækkun má ekki fenna, og þessu gleymum við ekki. Svei þeim sem réðu henni. Aukinn lofthiti og ísrek Jóhannes hringdi: Maður les um það víða í blöð- um og tímaritum (ekki síst er- lendum) að aukinn lofthiti geti valdið ísöld á ný. Og staðreynd er að aukinn lofthiti í dag veldur meiri bráðnun á Grænlandsjökli. Skammvinn ísöld gæti því haldið innreið sína hér á norðurslóðum a.m.k. Ég tók eftir því er ég flaug til Vesturheims nýlega að mikið ísrek er á sjónum mUli Græn- lands og Islands. Það er því ekki að undra þótt hér sé fremur kalt í veðri og það hefur það sannarlega verið hér vestan- og suðvestan- lands í sumar. Með sama áfram- haldi á votviðri og kulda mun leggjast af öU túnrækt. Þetta þekkja bændur betur en við hér á mölinni. En vísindamenn eru búnir að vara við, meira verður varla að gert í bili. Hægfara land- flótti og síðan vaxandi kunna svo að verða næstu skrefin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.