Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 17 Bland i poka Alltaf bestur Júlíus Jónasson er einn mesti baráttujaxl í íslenskum hand- bolta á síðari árum, keppnis- maður fram í fingurgóma. Júl- íus er sem kunnugt er kominn á ný í sitt gamla féíag, Val, eftir ára- langa atvinnumennsku erlendis. Viðbrigðin eru alltaf mikil og Júlla var ekki skemmt þegar til- kynnt var, eins og venjulega, að nú þyrftu leikmenn Vals að taka sinn skammt af ársmiðum til sölu fyrir næsta tímabil. En keppnisandinn var fljótur að segja til sín. Strax á næstu æf- ingu var kannað hvemig gengi að selja miðana. Lítið hafði geng- ið, nema hvaö einn var búinn að selja alla sína miða. Hver var þaö? Auðvitað Júlíus Jónasson! Sport Umsjón: Víðir Sigurðsson Sport Sportkorn Stendur bara og fitnar Frammistaða dómara er sígilt umræðuefni í tengslum við boltaíþróttir, ekki síst í knatt- spymunni. Þá gildir einu hvort um sé að ræða úrvals- deild eða 6. flokk. Á dögun- um var Sport- kornsritari staddur á leik í 5. flokki drengja þar sem frjálslega vaxinn dómari stóð allan tímann á miðjunni og stjómaði umferð- inni þaðan. Frammistaða hans vakti mismikla hrifningu meðal áhorfenda, ekki síst vegna þess að í þessari stöðu missti dómar- inn af mikilvægu jöfnunarmarki annars liðsins. Einum pabban- um sem horfði á leikinn var nóg boðið, hristi höfuðið og sagði stundarhátt. „Þessi * dómari stendur bara á miðjunni og fitn- ar.“ Pétur og Keflavík Sinnaskipti Péturs Péturssonar, sem hætti við að þjálfa fót- boltalið Keflvík- inga, hafa vakið mikla athygli og umtal síöustu daga. Annríki 1 ljósmynduninni hefur helst ver- ið gefið upp sem ástæða. En að sögn fróðra manna er skýringin önnur. Fyrir fimm ámm tók Pét- ur við liði Keflavikur á miðju timabili og reif það hressilega upp. í keppnisferð í Evrópuleik urðu nokkrir leikmenn uppvísir aö agabrotum og Pétur refsaði þeim með því að taka þá út úr liðinu. Stjórnarmenn voru óhressir með að vera ekki hafðir með í ráðum og endurréðu ekki Pétur að hausti, þrátt fyrir góð- an árangur og vinsældir meðal leikmanna. Þegar ganga átti frá samningnum nú, er sagt að Pét- ur hafi viljað vera viss um að hann réði ef sambærileg staða kæmi upp. Ekki fékkst skrifað upp á það og þar með kvaddi Pét- ur. Laumuðust til Eyja „Njósnarar" frá ungverska knattspymuliðinu MTK Búda- pest komu til Eyja fyrir skömmu í þeim erindagjörðum að kíkja á leik ÍBV við SK Tirana í Evr- ópukeppninni. Ungverjamir vildu sjá væntanlega mótherja sína en þeir spila sem kunnugt er við ÍBV í Eyjum í dag. Þeir höguðu sér eins og sannir njósn- arar, komu með einkaflugvél til Eyja án þess að gera boð á und- an sér og birtust á vellinum eins og hverjir aörir áhorfendur. Þeir voru meira að segja mkkaðir um aðgangseyri og tíndu til myntir frá hinum ýmsu löndum til að horga sig inn á völlinn. italska knattspyrnuliðió AC Milan hefur samþykkt aö selja þýska lands- liðsmanninn Christian Ziege til enska A-deildarliðsins Middlebrough. Leikmaðurinn á hins vegar eftir að samþykkja félagaskiptin og geri hann það þarf Middlesbrough að greiða ná- lægt 500 milljónum króna. David Seaman, markvörður Arsenal, missir af leik Arsenal og Manchester United um góðgerðar- skjöldinn en leikurinn fer fram á Wembley á sunnudaginn. Seaman meiddist á fæti í æflngaleik gegn Monaco í fyrrakvöld og ekki er vitað hvað hann verður lengi frá. Stefan Hácker, markvörður hjá þýska handknattleiksliðinu Essen, liði þeirra Patreks Jóhannessonar og Páls Þórólfssonar, hefur fram- lengt samning sinn við félagið um eitt ár. Hácker er 40 ára gamall og er elsti leikmaður þýsku A-deildarinn- ar. Hann á að baki 158 landsleiki. A-landslið kvenna vann Kinafar- ana í undir 21 árs liði íslands, 18-17, í gær, f kveðjuskemmtun liðsins í Framhúsinu í gær. íþróttafréttamenn og konur unnu Alþingismenn og konur 4-3 í aukaleik í hálfleik á hinum leiknum. Ailt bendir nú til þess að Lijana Sadzon, markvörður Stjömunnar í l.deild kvenna í handbolta, sé búin að leggja skóna á hilluna og spili ekki með liðinu I vetur. -GH/ -BB/ -ÓÓJ ÍBV- MTK Búdapest í Eyjum í kvöld: „Ætlum áfram" Eyjamenn mæta ungverska liðinu MTK Búdapest í fyrri leik liðanna í meistaradeild Evrópu í Vestmanna- eyjum klukkan 19 í kvöld. Mótherjinn að þessu sinni er mun erfiðari en albanska liðið SK Tirana, sem Eyja- menn lögðu slðast að velli. „Ungverska liðið er skip- að leikmönnum sem gera ekk- ert annað en að leika knatt- spyrnu. Ungverjarnir hafa verið að byggja liðið upp á liðnum árum, með góðum árangri, en á síð- asta tímabili vann MTK deildina með 18 stiga mun. Þetta segir okkur að að þarna er á ferð mjög sterkur og verðugur andstæðingur," sagði Bjami Jóhannsson, þjálfari ÍBV, i samtali við DV. Ungverjararnir styrkst Ungverska liðið hefur enn fremur styrkt liðið fyrir komandi leiktíð en deild er ekki hafin enn þar í landi. Leikmenn frá Vestur-Evrópu hafa verið keyptir og þjálfari liðsins er hollenskur. MTK-liðið er í lok síns undirbúningstímabils og ætti því ekki að vera í mikilli leikæfingu. „Við höfum ekki náð að sjá liöið vegna þess að deildarkeppnin er ekki hafin í Ungverjalandi og það hefur reynst erfitt að fá upplýsingar um lið- ið. Það má því segja að við rennum nokkurn veginn blint í sjóinn. Það er ekkert launung- armál að við ætlum okkur áfram. Við erum með ekkert ann- að á prjónunum en að leika okkar leik. Stóri möguleiki okkar á að komast áfram er að ná sem hagstæðustu úrslitunum á heimavelli. Með réttu hugarfari er einnig hægt að kom- ast langt. Það ríkir mikil eftirvænting fyrir þess- um leik,“ sagði Bjami. Eyjamenn geta að mestu leyti teflt fram sínu sterkasta liði ef undan er skilinn Goran Aleksic sem á við meiðsli að stríða. Að sögn Bjarna, þjálfara liðsins, verður tekin ákvörðun rétt fyrir leik hvort hann verður með. Guðni Rúnar Helgason, sem veiktist af mat- areitrun í Tirana er á batavegi og er klár í slaginn í kvöld. Stuðningsmenn Eyjaliðsins verða með ýmsar uppákomur fyrir leikinn fyrr um daginn. -JKS # \ ?*LANDSSfMA DEILDIN “Vj Úrvalsdeild kvenna: KR Valur Stjaman Breiðablik ÍBV ÍA Fjölnir Markahæstar: Ásgerður Ingibergsdóttir, Val . .13 Helena Ólafsdóttir, KR ..........10 Elfa B. Erlingsdóttir, Stjörnunni . 9 Kelly Shimmin, ÍBV................9 Guðlaug Jónsdóttir, KR ...........7 Ásthildur Helgadóttir, KR........6 Heiða Sigurbergsdóttir, Stjöm. . . 6 Karen Burke, ÍBV..................6 Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki . 6 fris Andrésdóttir, Val............5 lO.umferð fer fram 11. ágúst og þá mætast Fjölnir-KR, ÍBV-Grindavík, Valur-Stjaman og Breiðablik-ÍA. í. DEILD KARLA Fylkir 11 8 0 3 24-16 24 ÍR 10 5 2 3 28-19 17 Víðir 11 5 2 4 22-25 17 Stjarnan 10 5 1 4 24-18 16 FH 11 4 3 4 22-19 15 Dalvik 11 4 3 4 19-23 15 Þróttur R. 11 4 2 5 18-17 14 KVA 10 3 2 5 18-28 11 Skallagr. 11 3 1 7 20-25 10 KA 10 2 4 4 9-14 10 Markahæstir: Hjörtur Hjartarson, Skallagrími 10 Atli Viðar Bjömsson, Dalvík .... 8 Hörður Magnússon, FH............7 Hreinn Hringsson, Þrótti R.....7 Kári Jónsson, Víðir ............7 Sævar Þór Gíslason, ÍR..........7 11. umferð klárast í kvöld með leikjum KA og Stjörnunnar á Akureyri og KVA og ÍR fyrir austan. DEILD KARLA B-riðill KFS-Bruni....................3-0 C-riðill Hvöt-Magni...................0-1 Neisti H. - HSÞb.............7-0 Helena Olafsdottir mörkum liðsins gegn Breiðabliki. íslenska sundfólkið á Evrópu- meistaramótinu í Istanbúl hefur lokið keppni i dag. Ekkert þeirra komt í úrslit en sumir voru að bæta sinn persónulega árangur. Öm Amarson synti 100 m skrið- sund á 0:51,65 mín., sem er aðeins 3/100 úr sek. frá íslandsmeti Magn- úsar Ólafssonar, og varð 26. af 44 keppendum. Þetta er bæting hjá Erni upp á 17/100 úr sek. Ríkarður Ríkarðsson synti sömu vegalengd á 0:53,00 mín., sem er jafnt hans besta tíma. Ríkarður varð 34. af 44 keppendum. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir synti 100 m skriðsund á 0:58,93 mín. og varð 3 af 40 keppendum. Lára Hrund Bjargardóttir synti 100 m skriðsund á 0:59,71 mín. og varð 34 af 40 keppendum. Á morgun keppir Lára Hmnd í 200 m fjórsundi og Hjalti og Jakob Jóhann í 200 m bringusundi. -JKS - og Marel, fyrrum félagi Guðmundar með Grindavík, á leiðinni Úrvalsdeildarlið Hauka í körfuknattleik hefur fengið góðan liðsstyrk en í gær skrifaði Guðmundur Bragason, fyrirliði islenska landsliðsins, undir tveggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið og þá mun Marel Guðlaugsson einnig vera á leið til Hauka en hann lék með KR-ingum á síðustu leiktíð. Guðmundur hefur leikið í Þýskalandi undanfarin ár, fyrst með BJ Hamburg og síðan Weissenfels en hér heima hefur hann leikið allan sinn feril með Grindavík. Guðmundur stefndi á að spOa í þýsku A-deildinni og var í viðræðum við Braunschwig en forráðamenn liðsins drógu hann á svörum og því ákvað hann að taka tilboði Haukanna. „Verður skrýtið að spila í fyrsta sinn gegn Grindavík" „Ég hef æft með Haukaliðinu i sumar og ég sé að það býr mikið í þessu liði. Það hefur verið á þröskuldi þess að komast í fremstu röð og ég vona að reynsla mín geti hjálpað til og að við getum keppt við Suðumesjaliðin um titlana sem í boði verða. Það verður auðvitað skrýtið að spila í fyrsta sinn gegn Grindavík en gaman líka og gott að breyta til,“ sagði Guðmundur, í samtali við DV. Með Guðmund og Marel, gömlu samherjana í liði Grindavíkur, eru Haukar til alls líklegir fyrir komandi leiktíð en auk þeirra hafa Haukar fengið Eyjólf Öm Jónsson, stóran og bráðefnilegan leikmann frá Stjömunni, og þá er líklegt að Bergur Eðvarðsson, enn einn Grindvíkingurinn, taki fram skóna en hann lék með Haukum fyrir tveimur áram. -GH Víðir við toppinn - eftir þriðja útisigur liðsins í röð 0-1 Gunnar Sveinsson (57. mín.) 0-2 Kári Jónsson (68. mín.) 1- 2 Ingvar Ólason (93. min.) Víðismenn unnu sinn þriðja úti- sigur í röð þegar þeir lögðu Þrótt, 2- 1, í gærkvöldi. Þróttur hóf leik- inn af miklu kappi, án þess að skapa sér veruleg færi, en Víðis- menn beittu beittum skyndisókn- um í markalausum fyrri hálfleik. Nokkur harka færðist í leikinn í seinni hálfleik þar sem Þróttarar sóttu meira. Víðismenn nýttu þá skyndisóknir sínar betur og eftir eina slíka náði Gunnar Sveinsson boltanum úr þvögu og skoraði ör- ugglega. Stuttu síðar vann Hlynur Jóhannsson boltann í vörninni og stakk honum fram á Kára Jónsson sem hljóp vömina af sér og vipp- aði boltanum yfir Fjalar í mark- inu. Þróttarar sóttu látlaust það sem eftir var en sem fyrr stóð vöm Víðis þá af sér þar til komið var fram í viðbótartíma þegar Ingvar Ólason náði að skalla bolt- ann í markið. Þróttarar vildu fá víti í lokin þegar boltinn virtist varinn á línu með höndum af vamarmanni. Maður leiksins: Gunnar Sveinsson, Víði. -RG stofnað ______iPKARFl Guðmundur Bragason er hér kominn með Haukatreyjuna og að sjálfsögðu fær hann að bera númer 6 á bakinu, eins og hann gerði hjá Grindavík. en eftir annað mark KR vora þær heillum horfnar. Rakel og Þóra markvörður vom bestar í liði þeirra. Þrjár þrennur í hinum leikjunum Þorbergur Aðalsteinsson tekur við Víkingum: Kominn heim Valskonur eru enn þremur stigum á eftir KR eftir 1-5 sigur á Grindavík i gær. Ásgerður Ingibergsdóttir gerði þrjú mörk og þær Katrín Jónsdóttir og íris Andrésdóttir eitt hvor en Bára Karlsdóttir náði að svara einu sinni fyrir heimastúlkur, sem börðust vel í leiknum. Elfa B. Erlingsdóttir gerði þrennu annan leikinn í röð í 7-0 sigri Stjömunnar á Fjölni í gær. Heiða Sigurbergsdóttir gerði tvö og þær Justine Lorton og Rósa Dögg Jónsdóttir bættu einu við hvor. Að lokum tryggði Kelly Shimmin Eyjastúlkum 0-3 sigur á ÍA upp á Skaga en hún gerði þrennu í porl kveðjuleik sínum með liðinu.-HI/-ÓÓJ Hauka KNATTSRYRNUFELAGIÐ liðin fjögur ár, tekur við af Sigurði Gunnarsyni sem ákvað að láta af störfum sem þjálfari liðsins, í góðu samráði við stjóm handknattleiks- deildar, síðastliðinn fóstudag. Þor- bergur skrifar undir eins árs samn- ing við Víkinga í dag. „Ég hafði ákveðið aö taka mér frí frá þjálfun en þegar Víkingar leit- uðu til mín um þjálfun meistara- flokks þá ákvað ég að taka því,“ sagði Þorbegur, í samtali við DV. Þorbergur stjórnaði fyrstu æfingu sinni í gærkvöld en sjálfur lék Þor- bergur með gullaldarliði Víkings á níunda áratugnum. -BB/-ÓÓJ Víkingar höfðu þjálf- araskipti í meistara- flokki karla í handbolta í fyrra- kvöld. Þorberg- ur Aðal- steins- son, sem hefur þjálfað Í.B.V. síðast- FH lá heima 0-1 Hjörtur Hjartarson (11.) 0-2 Gunnar M. Jónsson (30.) 0-3 Haraldur Hinriksson (61.) Leikmenn Skallagrims höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna inni- lega í leikslok eftir að hafa lagt FH- inga að velli í Kaplakrika, 0-3. Fyr- ir leikinn höfðu Borgnesingar leik- ið 8 leiki í röð í deildinni án þess að sigra og síðasti sigur liðsins var einmitt gegn FH í Borgamesi í fyrri umferðinni. Ekki er hægt að segja annað en að lið Skallagríms kunni vel við sig í Kaplakrika en þetta var þriðji sigur þess í jafnmörgum leikj- um. Gestirnir mættu í leikinn með því hugarfari að selja sig dýrt og leik- menn Borgarnesliðsins uppskám ríkulega. Þeir báru enga virðingu fyrir heimamönnum, börðust eins og ljón og unnu fyllilega sanngjam- an sigur sem hefði alveg getað orðið stærri því FH-vömin var orðin fá- liðuð þegar á siðari hálfleikinn leið og Skallagrímsmenn fengu nokkur upplögð færi til að bæta við mörk- um. í góðri liðsheild stóðu Hjörtur Hjartarson, Jakob Hallgeirson og Aleksander Linta upp úr og með sama áframhaldi eiga Borgnesingar eftir að hífa sig upp töfluna. FH-ing- ar virtust ekki vera komnir niður úr skýjunum eftir góðan sigur á Fylki um síðustu helgi. Liðið var alls ekki í takt við leikinn og engu líkara en að leikmenn biðu eftir að hlutirnir gerðust að sjálfum sér. Maður leiksins: Hjörtur Hjartarson, Skallagrimi. -GH Rútur í Keflavík? - tilkynnir ákvörðun sína í dag Rútur Snorrason, knattspymumaður úr Vestmannaeyjum, hef- ur verið mjög eftirsótt- ur síðan hann til- kynnti á dögunum að hann væri hættur að leika með ÍBV. Átta af hinum niu liðunum í Úrvalsdeildinni reyndu að fá hann til liðs við sig og hann hefúr fundað með stór- um hluta þeirra undanfarna daga. Um helgina ræddi Rútur við Fram, Breiðablik, Keflavík og KR og Leiftur var líka inni í mynd- inni. Samkvæmt heimildum DV liggur ákvörðun nú fyrir og verð- ur tilkynnt í dag. Flest virðist benda til þess að leið Rúts muni liggja til Keflavíkur. Rútur ætti að vera Keflavíkurliðinu góð- ur styrkur í fallbar- áttunni. Hann er 25 ára miðjumaður og hefúr spilað 3 A- landsleiki og samtals 25 landsleiki fyrir öli landslið íslands. Rút- ur hefur hins vegar misst mikið úr vegna meiðsla síð- ustu ár en hann lék sex af fyrstu sjö deildaleikjum ÍBV í sumar. Samtals á hann að baki 76 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 10 mörk. -VS mm Níunda umferö Úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu fór fram í gær: skriði Óvæntur Dalvíkursigur 0-1 Jón örvar Eiríksson (23.) 0-2 Guðmundur Kristlnsson (45.) 1-2 Theadór Óskarsson (51.) Liðsmenn Dalvíkinga höfðu ærna ástæðu til að fagna sigrinum á Fylki í Árbænum í gærkvöld. Þeir hlupu til stuðningsmanna, veifuðu til þeirra og tóku síðan lagið. Dalvík- ingar komu mjög á óvart í leiknum gegn Fylki, léku af skynsemi og bar- áttan geislaði af hverjum leikmanni. Þetta skilaði góðum sigri, 1-2 á efsta liðinu í deildinni, nokkuð sem fæst- ir áttu von á. Það sýndi sig enn einu sinni að á baráttunni er hægt að komast ansi lang. Fylkismenn voru meira með boltann allan tímann en hvorki rak né gekk þegar upp að marki andstæðingsins kom. Dalvíkingar vora hins vegar skeinuhættir í sínum skyndisóknum og uppskáru tvö falleg mörk eftir slíkar sóknir í fyrri hálfleik. Fylkir gerði harða hríð aö marki Dalvíkinga í síðari hálfleik og tókst aðeins einu sinni að koma boltanum í netið. Dalvíkingar gátu hæglega bætt við marki en Kjartan Sturlu- son, markvörður Fylkis, varði víta- spyrnu Atla Viðars Bjömssonar vel. Fylkismenn leika ekki eins vel og áður og nú eru að baki tveir tapleik- ir í röð. Dalvíkurliðið er seigt og hef- ur innanborð áhugaverða einstak- linga sem myndu hæglega sóma sér í efstu deild. Má þar nefna Atla Má, Atla Viðar, Jón Örvar og fleiri. Dal- víkingar hafa byrinn um þessar mundir og nýta sér hann i botn. „Þetta var frábær sigur og mjög sterkt að koma hingað í Árbæinn og taka öll stigin. Satt best að segja bjóst ég við erfiðum leik og við ein- settum okkur að tapa ekki leiknum. Það er okkar leikstill að hafa tvo snögga leikmenn frammi og það skil- aði sinu. Það verður gott að fara í fríið eftir aö hafa unnið tvo leiki í röð,“ sagði Atli Már Rúnarsson, markvörður Dalvíkinga, í samtali við DV eftir leikinn en hann kom í veg fyrir að Fylkismenn geröu fleiri mörk. Maður leiksins: Atli Már Rún- arsson, markvörður Dalvíkur. -JKS Það virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu KR-inga í meistaradeild kvenna í knattspymu. KR-ingar tryggðu sér sigur í viðureigninni við Breiðablik með góðum fyrri hálfleik og í raun voru úrslitin ráðin í hálfleik þrátt fyrir að leikurinn jafnaðist aðeins í síðari hálfleik. Guðlaug gaf tóninn Guðlaug Jónsdóttir gaf tóninn með glæsilegu marki þegar hún skaut boltanum af harðfylgi upp í þaknetið eftir sendingu frá Olgu Færseth. Eftir markið tóku Blikastúlkur nokkuð við sér og Margrét Ólafsdóttir, Rakel Ögmundsdóttir og Ema Sigurðardóttir fengu allar prýðileg færi til að skjóta áður en annað mark KR kom. Það gerði Helena Ólafsdóttir með góðum skalla eftir frábæra sókn KR-inga og fyrirgjöf Guðlaugar Jónsdóttur, besta manns vallarins. Eftir þetta mark var allur vindur úr Blikastúlkum og KR- stúlkur yfirspiluðu Blika það sem eftir var háifleiksins. Þær gerðu þó aðeins eitt mark fyrir leikhlé og geta Blikastúlkur þakkaö Þóra Helgadóttur, markverði sínum, að þau urðu ekki fleiri. Markið gerði Olga eftir stungusendingu frá Guðlaugu. Jafnara í seinni hálfleik Seinni hálfleikur var mun jafnari og bæði lið fengu ágæt færi til að skora. Mark kom þó ekki fyrr en fimm mínútum frir leikslok þegar Rakel Ögmundsdóttir lék laglega á vamarmann og markvörð KR og sendi síðan í autt markið fimm mínútum fyrir leikslok. Það mark kom allt of seint fyrir Blika. KR-stúlkur gerðu það sem þær þurftu til að sigra. Þær léku prýðilega í fyrri hálfleik en nokkuð dofnaði yfir leik þeirra í síðari hálfleik, enda úrslitin nánast- ráðin þá. Guðlaug, Ásthildur Helgadóttir og Helena Ólafsdóttir voru bestar í KR-liðinu. Blikastúlkur léku vel fyrsta hálftímann Evrópumótið í sundi: Enginn í úrslit Guðmundur til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.