Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaftur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjörn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Ofbeldi skilar árangri Nokkrar starfsstéttir búa við þær einstöku aðstæður að njóta sérstakrar vemdar samkvæmt lögum - lög- vemdun starfsheita og -réttinda. Flestar þessara stétta hafa oftar en einu sinni farið fram með ofbeldi til að ná fram sínu í harðri kjarabaráttu. Einstök staða hefur gert það að verkum að þessar starfsstéttir hafa náð kverka- taki á viðsemjendum sínum, enda tekið saklausa gísla sem eiga litla eða enga möguleika á að verja hendur sín- ar. Enn einu sinni hefur ofbeldi í kjarabaráttu skilað ár- angri. Kennarar sem héldu reykvískum nemendum og foreldrum þeirra í gíslingu höfðu betur í baráttunni við borgaryfirvöld. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri var neydd til að koma til móts við kennara - að öðrum kosti var allt starf grunnskóla á komandi vetri í uppnámi vegna fjöldauppsagna. Hér skipti engu þó í gildi væm kjarasamningar sem kennarar höfðu samþykkt og Reykjavíkurborg staðið við að fullu og jafnvel gott betur. Kennarar eru ekki eina stéttin sem telur sjálfsagt og eðlilegt að beita ofbeldi í kjarabaráttu. Á liðnu ári héldu meinatæknar Landspítalanum í helgreipum með hóp- uppsögnum. Þá líkt og svo oft áður vom sjúklingar tekn- ir í gíslingu. í kjölfar gíslatökunnar á Landspítalanum varpaði Dav- íð Oddsson forsætisráðherra fram þeirri hugmynd að setja sérstök lög sem hindra að einstakar starfsstéttir misnoti hópuppsagnir sem verkfæri í launabaráttu. Ekki er ljóst hvemig lagasetning sem þessi yrði úr garði gerð. Öllum má hins vegar vera ljós nauðsyn þess að komið sé í veg fyrir að fámennir hópar misnoti aðstöðu sína með svipuðum hætti og meinatæknar, kennarar og nokkrar aðrar starfsstéttir hafa gert. Það er ekki aðeins umhugs- unarvert heldur sérstakt áhyggjuefni þegar samtök laun- þega eru hætt að virða þá samninga sem gerðir hafa ver- ið - friðarskyldan er að engu höfð. Enginn mun græða á þessum nýju baráttuaðferðum - ekki atvinnurekendur og allra síst launafólk þegar fram líða stundir. Mun ríkari friðarskylda er á herðum þeirra starfs- stétta sem njóta sérstakra forréttinda samkvæmt lögum. Raunar vakna enn á ný efasemdir um réttmæti þess að einstakar stéttir njóti lögverndunar starfsheita og jafnvel lögvemdunar á þjónustu sinni. Með slíku eru fámennum hópum afhent ótrúleg völd sem almenningur stendur vamarlaus gegn. Löggjafinn verður að finna leiðir til að koma í veg fyr- ir að hópuppsögnum sé beitt í kjarabaráttu með sama hætti og kennarar gerðu gagnvart borgaryfirvöldum. En um leið ættu ríki og sveitarfélög að grípa tækifærið og brjótast út úr þeim vítahring sem myndast hefur um þjónustu sem hið opinbera hefur fyrst og fremst sinnt. Samkeppnisleysi sem einkennir mennta- og heilbrigðis- kerfið hefur komið niður á öllum - þeim sem þjónust- unnar eiga að njóta og þeim sem hana eiga að veita. Sam- keppni um starfsmenn tryggir hærri laun. Samkeppni um þjónustu tryggir betri og ódýrari þjónustu. Þetta á jafnt við um skóla og sjúkrahús. Á liðnu ári féll dómur í Hæstarétti þar sem rudd var leið, sem áður var nær ófær, fyrir einkaaðila að stunda ýmsa þjónustu og rekstur innan heilbrigðiskerfisins í sanngjami samkeppni við einkaaðila. Heilbrigðiskerflð fellur undir samkeppnislög samkvæmt úrskurði Hæsta- réttar. Hið sama hlýtur að eiga við um menntakerfið. Óli Björn Kárason „Undir stjórn Árna Johnsen munu Norðlendingar brátt eiga um tvo hlemmivegi að velja til Vestmannaeyja, ann- ars vegar um Sprengisand, hins vegar um Kjalveg. - Á Sprengisandsleið. Um Kjöl til Eyja og Evrópu í góðu samræmi við þennan bumbu- slátt hlupu síðan Arnbjörg Sveins- dóttir og Ámi John- sen hvort á eftir öðra irni þingvöll- inn með tillögur um Fáskrúðsfjarðar- og Vestmannaeyja- göng. Sjaldan hefur Alþingi oröið að viðlíka skrípaleik- húsi og í umræðu um þessar sýndar- tillögur stærsta flokksins. Niðurstaðan í þessari sápuóperu varð almennt oröuð þingsályktun „um „Jafnhliða því sem grafa á jarð- göng út um sund og eyjar og gegnum fjöll skulu lagðir há■ lendisvegir til að stytta vegar lengdir til Mekka, sem í þessu tilviki er höfuðborgin og þó öllu heldur Vestmannaeyjar, þaðan sem styst er til Evrópu, að sögn nefndarformannsins. “ Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaður Það hefur verið sérkennilegt að fylgjast með talsmönnum ríkis- stjómarinnar og þingliði hennar þegar vegamál og jarðgöng eru á dagskrá. Sama ríkisstjórn og nú situr gekk með þingliði sínu á síð- asta vetri frá vegaáætlun til fjög- urra ára og langtímaáætlun um vegagerð allt til ársins 2010. Á Al- þingi gagnrýndi stjórnarandstað- an áætlanirnar fyrir hægagang, rangar áherslur og alveg sérstak- lega fyrir að ekki skuli áformað að byggja ein einustu jarðgöng næstu 10 árin. Nú að loknum kosningum halda stjómarþingmenn upptekn- um hætti, syngja hver með sínu nefi og láta sem framkvæmdir við jarðgöng séu í vændum á færi- bandi. í þessum kór fara þing- menn Sjálfstæðisflokksins fremst- ir og hæst flýgur formaður sam- göngunefndar. Þessir loftfimleik- ar eru ekki síst athyglisverðir fyrir þá sök að Sjálfstæðisflokk- urinn leggur til samgönguráð- herra og fjármálaráðherra í rík- isstjórninni. Hvorgur þeirra hef- ur gefið til kynna breytta stefnu um vegaframkvæmdir og jarð- göng frá því sem meirihlutinn á Alþingi ákvað fyrir fáeinum mánuðum. Jarðgangaglamur sjálf- stæðisþingmanna Fjórir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins skáru sig úr í glamurmálflutningi um jarðgöng síðustu mánuði fyrir kosningar. Þar fór fremstur sjálfur samgöngu- ráðherrann Halldór Blöndal studd- ur af Hjálmari Jónssyni með yfir- lýsingum um framkvæmdir við jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar innan íjögurra ára. Stuttu áöur hafði sami Halldór sem ráðherra lagt fram langtímaá- ætlun án nokkurra jarðganga til ársins 2010! langtímaáætlun í gerð jarðganga á íslandi". Samkvæmt henni er sam- gönguráðherra falið að vinna að langtímaáætlun um gerð jarð- ganga á íslandi sem feli í sér út- tekt á kostum sem taldir eru á jarðgangagerð í landinu, kostnaö- armat og arðsemismat einstakra framkvæmda og forgangsrööun verkefna. Áætlun þessi á að liggja fyrir „áður en lokið verður við næstu reglulegu endurskoðun vegaáætlunar", sem vísar á vorið 2001. Það verður kátt í höllinni þegar sú áætl- un lítur dagsins ljós. Á tveimur tímum yfir Kjöl Ríkisútvarpið ræddi við nýkjörinn formann samgöngunefndar Al- þingis, Áma Johnsen, nýlega. Af máli hans má ráða að samgöngu- umræðan berist um víðan völl á næstunni ekki síður en á liðnum vetri. Samgönguráð- herra er ekki mjög öf- undsverður af þeirri forskrift sem trúnaðar- maður hans á þingi dró upp í þessum útvarps- þætti. Nú á allra vanda að leysa og það hratt. Jafnhliða því sem grafa á jarðgöng út um sund og eyjar og gegnum fjöll skulu lagðir hálendisvegir til að stytta vegalengd- ir til Mekka, sem í þessu tilviki er höfuð- borgin og þó öllu held- ur Vestmannaeyjar, þaðan sem styst er til Evrópu, að sögn nefndarformannsins. Undir stjóm Árna Johnsen munu Norðlendingar brátt eiga um tvo hlemmivegi að velja til Vestmannaeyja, annars vegar um Sprengisand, hins vegar um Kjalveg. Þegar ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins verða búnir að tryggja þessar sjálfsögðu sam- göngubætur fyrir landslýðinn tek- ur það fólk á Norðurlandi vestra, að sögn Árna, aðeins tvo tíma að bregða sér um Kjöl suður í hlýj-' una, vel að merkja landleiðis. Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra Byggðakvóti - „sveitarstyrkur“ nútímans „Úthlutun byggðakvóta, sem skýrt var frá í fyrra- dag, er að sjálfsögðu ekkert annað en sértækar aðgerð- ir sem stjómvöld hafa itrekað lýst yfir að þau hafi horfið frá með örfáum undantekningum. ... Fiskkvóti er ígildi peninga. Byggðastofnun hefði alveg eins getað afhent þessum byggðarlögum peninga. Samkvæmt hvaða reglum á að úthluta þessum verðmætum til sjáv- arútvegsfyrirtækja i viðkomandi byggðarlögum? ... Eina skynsamlega leiðin fyrir þær sveitarstjórnir, sem nú hafa fengið þessi verðmæti í hendur, er að selja þau á markaðsverði eða bjóða þau upp til þess að sjá hver er tilbúinn til að bjóða bezt.“ Úr forystugrein Mbl. 25. júlí. Samfylkingin ekki til „Ég held að það sé grundvallaratriði að heíjast handa strax við að stofna félög út um land og síðan flokk strax i kjölfarið. Ég held þessu fram vegna þess að það er enginn vettvangur fyrir pólitíska umræðu innan Samfylkingarinnar, þar sem hún er í rauninni ekki til. Þess vegna tel ég rangt að ætla að halda áfram starfi með kosningabandalagsfyrirkomulagi í stað þess að hefjast handa sem fyrst við að stofna flokkinn og skapa nauðsynlega umgjörð um hann.“ Ágúst Einarsson, í viðtali í Degi 27. júlí. Landsbyggðin í fjölmiðlum „Við ykkur fjölmiðlamenn vil ég segja þetta: Þið haf- ið geysilega mikil áhrif á skoðanir almennings með um- fjöllun ykkar um málefni. Ef umljöllunin er neikvæð eða einhæf fær fólk ekki rétta mynd af málefninu og myndar sér skoðun sem ekki á við rök að styðjast vegna ónógra upplýsinga. Því hvílir mikil ábyrgð á ykkur að segja rétt og hlutlaust frá málum þeim sem efst eru á baugi hverju sinni. Landsbyggðin á undir högg að sækja gagnvart höfuðborgarsvæðinu og víða úti á landi stendur byggð höllum fæti ýmissa orsaka vegna. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir ykkur að vanda vinnubrögð ykkar því ef hallað er réttu máli eykur það enn á vanda okkar sem viljum búa úti á landi því skiln- ingur á sjónarmiðum okkar er oft lítill, því miður." Lilja Magnúsdóttir, í pistli sínum „Ég mótmæli" í Mbl. 27. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.