Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 28. JULI 1999 onn Ummæli Ráðherra- prósentan geng- ur ekki upp „Við höfum séð það á síð- t ustu árum að þeg- i ar menn koma að j samningaborð- , inu sjá þeir að \ , lífið er nú einu , sinni þannig að ; ! þegar stórir , hópar ætla að ná fram ein hverjum „ráð- herraprósentum“ gengur dæmið ekki upp.“ Ari Skúlason, framkvæmda- stj. ASÍ, í Degi. íbúar á Vestfjörðum „Með þessum fréttaflutningi er markvisst verið að brjóta niður andlegt ástand íbúa á Vestfjörðum og fá okkur til að trua því að hér sé óbyggilegt og það eina rétta sé að flytja héðan sem fljótast." Lilja Magnúsdóttir, form. at- vinnumálanefndar Tálkna- fjarðarhrepps, í Morgun- blaöinu. Fylgishrunið heldur áfram „Ég óttast að fylgið haldi áfram að hrynja 1! af Samfylking- unni ef ekki verður gengið til flokksstoíhunar | strax í haust.“ I Ágúst Einarsson samfylkingar- maður, í Degi. Engin Hollywood-saga „Líf mitt er hálfgerð lyga- saga, glæstir sigrar, alvarleg } veikindi og sögur um lyfjamis- ferli. En þetta er engin j Hollywood-saga.“ Lance Armstrong, sigurveg- ari í Tour de France, í Morg- unblaðinu. Aðeins einn Laugardalur „Auð svæði í Laugardaln- um eru of verð- mæt til að þeim verði fórnað und- ir atvinnustarf- semi. Ef það ger- ist verður ekki aftur snúið. Menn búa ekki til nýjan Laug- ardal.“ Guölaugur Þór Þórðar- son borgarfulltrúi, í DV. Ragnar Ingi Stefánsson, íslandsmeistari í motocross: Hef orðið fyrir meiri meiðsl- um í fótbolta en í motocrossi „Ég var sautján ára þegar ég fékk áhugann á motocrossi og byrjaði mjög fljótt að keppa. Ég flutti síðan til Sví- þjóðar fyrir átta árum til að reyna fyr- ir mér í alvörukeppnum og hef búið þar síðan,“ segir Ragnar Ingi Stefáns- son, íslandsmeistari í motocrossi, en hann hafði nokkra yfirburði í þeim mótum sem hann tók þátt í. Ragnar segir að hann hafi aldrei ætlað að vera lengi í Sviþjóð en að- stæður hafa gert það að verkum að hann er þar enn: „Ég var nánast ein- göngu að keppa fyrstu árin og gekk mér allvel þrátt fyrir að keppnin þar sé mjög hörð og mikill fjöldi keppnis- manna. Ég átti það til í fyrstu að detta illilega á hausinn til að byrja með — en smám saman náði ég upp al- vörudampi. Meðfram keppni vann ég á mótorhjólaverkstæði og það æxlaðist síðan þannig til að ég stofnaði mitt eigið mótorhjólaverk- stæði í Falun þar sem ég bý og nú er ég meira að keppa mér til gamans en sem keppnismaður." í tvö ár hefur Ragnar komið heim til að keppa hér á landi: „Þetta eru fjórar keppnir á ári sem ég hef tekið þátt í, voru að vísu ekki nema þrjár í ár. í fyrra fékk ég lánað hjól til að keppa á en í ár hef ég haft mitt eigið hjól hér heima sem ég keppi á.“ Ragnar segir áhugann hafa aukist gífurlega á motocrossi hér á landi frá því hann byrjaði: „Það er að koma upp hópur ungra stráka sem hafa fengið áhuga á motocrossinu og er uppgangur mikill í sportinu. Þessa ungu stráka má sjá iðulega vera að leika sér án þess að vera að keppa enda er þessi íþrótt hér á landi meiri leikur en keppni. í Svíþjóð er aftur á móti mikil hefð fyrir motocrossi og eru þeir meðal fremstu í heiminum í þessari íþrótt. Klúbburinn sem ég er í sem er í Falun er tfl að mynda áttatiu ára gamall og í Svíþjóð eru yfir tíu þúsund manns með keppnisskírteini og margar keppnir háðar. Ein vinsæl keppni sem ég tek þátt í er liðakeppni í All Svenska þar sem ég er í liði sem í eru félagar mínir i Falun." Með verkstæði sínu sameinar Ragnar Ingi áhugamálið og atvinn- una: „Verkstæðið er í dag á finu rúlli. Ég hafði ekkert hugsað mér að fara Maður dagsins erum vel varðir, með góða hjálma og nánast hlíf á öOum liðamótum, þannig að það má þola sæmflegar byitur, enda er það svo að ég hef orðið fyrir meiri meiðslum í fótbolta, sem ég stunda mér til gamans, en í motocrossinu." Auk þess að keppa i motocrossi og leika sér i fótbolta er Ragnar Ingi sundknattleiksmaður: „Ég hafði ver- ið í sundknattieik hér heima og var meira að segja íslandsmeistari. Þeg- ar tfl Svíþjóðar kom tók ég upp þráð- inn aftur með sundfélagi í Falun og keppum við í deOdakeppninni í Sví- þjóð og förum einu sinni á ári tfl Þýskalands tfl keppni" Eiginkona Einars er Steinunn Valdimars- dóttir og eiga þau tvö HK út í sjálfstæðan atvinnurekstur en þegar fyrirtækið sem ég vann hjá, sem var stórt fyrirtæki í mótor- hjólabransanum, fór á hausinn sá ég möguleika á að stofna verk- stæði en það var aldrei ætlunin að vera svona lengi í Svíþjóð og þótt ég flölskyldan hafí fest rætur þá tölum við alltaf öðru hverju um að fara heim.“ Ragnar Ingi er spurður hvort motocrossið sé ekki hættulegt sport: „Við Landsköp * Karla Dögg Karlsdóttir hefur opnað sýningu í GaU- erí Geysi, Hinu Húsinu við Ingólfstorg, og er yfirskrift sýningarinnar Landsköp. Karla Dögg útskrifaðist úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið 1999 og sýnir hún glerskúlptúra á þessari sýn- ingu. Þetta er fyrsta einka- sýning hennar. Sýningin stendur til 1. ágúst. Akrýlmyndir Bjarni Bernharður Bjarnason er með mál- verkasýningu á Mokka þessa dagana. Sýnir hann akrýlmyndir sem hann hef- ur málað á undnafórnum ý, árum. Bjarni er Selfyssing- ur að uppruna og hefur stundað hin ýmsu störf, þó aðallega sjómannsstörf. Hann er sjálfmenntaður málari og hefur einnig fengist við ljóðagerð. Bjami Sýningar hefur haldið eina einkasýn- ingu áður, á Mokka 1988. Sýningin stendur til 5. ágúst. Málverk og teikningar í Gallerí Garði á Selfossi sýnir Jón Kristinsson, bóndi og myndlistarmaður á Lambey í Fljótshlíð, mál- verk og teikningar. Sýning- in stendur til 11. ágúst. Vængjatak Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. BV á erfiðan leik fyrir höndum í kvöid. Evrópuleikur ÍBV ÍBV er í kvöld að hefja leik í annarri umferð Evrópumeistar- keppninnar í knattspymu og eiga þeir heimaleik gegn ungverska liðinu MTK Budapest. ÍBV er í toppbaráttunni í Úrvalsdeildinni hér heima og sigraði Leiftin- á úti- velli á sannfærandi hátt um síð- ustu helgi og hefur örugglega hug á að ná lengra í Evrópumeistar- keppninni. Róðurinn verður þó erfiður því ungverska liðið er sterkt en á heimavelli ættu Vest- mannaeyingar að eiga möguleika. íþróttir Einn leikur er í Úrvalsdeildinni í kvöld. KR, sem er efst í deild- inni, á möguleika á að auka bilið enn meira í kvöld þegar það tekur á móti Leiftri frá Ólafsfirði í Frostaskjóli. Leiftur, sem tapaði illa fyrir ÍBV á Ólafsfirði, á ekki möguleika á að blanda sér í topp- baráttuna tapi þeir leiknum. Tveir leikir eru í 1. deild karla í kvöld. KA, sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni, leikur gegn Stjörnunni og fer leik- urinn fram á Akureyri og svo á KVA heimaleik gegn ÍR, sem er í öðru sæti deildarinnar. Allir leik- ir kvöldsins hefjast kl. 20. Bridge Landslið íslands í eldri flokki á Norðurlandamóti yngri spilara hafn- aði í þriðja sæti með 150 stig, jafn- mörg og Finnar. Spilaðar vom tvær umferðir á mótinu, Finnar unnu fyrri viðureignina við ísland, 18-12, en síð- ari viðureignin fór 20-10 fyrir Island. Sá leikur var í lokaumferð keppninn- ar og þurftu íslendingar að lágmarki 20 stig til að ná þriðja sætinu. Finnar voru ekki ánægðir með að enda í fjórða sæti keppninnar, enda vora þeir í fyrsta sæti þegar 7 umferðum var lokið af 10. í áttundu umferð töp- uðu Finnar, 9-21, gegn Dönum, fengu 7 stig gegn Svíum í 9. umferð og 10 stig gegn íslendingum í 10. umferð. Spil dagsins var það siðasta í leiknum við islendinga. Þar ákváðu Finnarnir að keyra alla leið í laufslemmu í opn- um sal á hendur n-s: 4 32 * DG6 4 ÁDG5 * ÁG106 4 754 «4 103 4 1098643 * 32 4 ÁDG96 «4 K987 * - ♦ KD75 Verri slemmur en þessar hafa áður sést við borðið. Vinningslíkur hennar era þó innan við 50%, þar sem einn öruggur gjafaslagur er á hjarta og ekki verður kom- ist hjá spaðasvín- ingu. Slæm tromp- lega eða í öðrum hvorum hálitanna gæti einnig sett strik í reikning- inn. Lánið lék ekki við Finnana í þessu spili og slemman tapaðist. og Guðmundur Gunnarsson létu sér nægja að spila 5 lauf í lokaða salnum og ísland græddi 13 impa á spilinu. Ef Finnar hetðu stöðvað í 5 laufum hefði leikurinn farið 17-13 fyrir ísland og þriöja sætið komið í hlut Finna. ísak Örn Sigurðsson Ómar Olgeirsson 4 K108 44 Á542 4 K72 * 984

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.