Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 Viðskipti DV Þetta helst: ... Viðskipti á VÞÍ 932 m.kr. ... Mest með spariskírteini, 374 m.kr. ... Hlutabréf 345 m.kr. ,iB Mest með Eimskip, 210 m.kr., og 1,6% hækkun íslenska Járnblendifélagið hækkaði um 5,5% Úrvalsvísitala óbreytt, er nú 1.328,9 ... Plastprent hækkaði um 8% ... Illa horfir í frystingu á uppsjávarfiski - loðnufrysting fyrir Japansmarkað vænleg að mati sérfræðinga Kaupþings Almennt eru horfur í frystingu á uppsjávarfiski hérlendis ekki væn- legar, aö því er fram kemur í Morg- unpunktum Kaupþings í gær. Þar er ítarlega fjallaö um stöðu mála í upp- sjávargeiranum. 1 máli sérfræðinga Kaupþings kemur m.a. fram að fyrirtæki sem byggja afkomu sína á veiðum og vinnslu uppsjávarflska hafa komið nokkuð illa út úr síðustu misserum. Mörg þeirra hafa fjárfest mikið bæði í búnaði til veiða og vinnslu. Verð á mjöl- og lýsisafurðum lækk- aði mikið í upphafl ársins og hefur tekjutap orðið þó nokkuð af þeim sökum. Útlit er þó fyrir að þeir markaðir séu heldur að taka við sér. Á síðasta ári áttu uppsjávarfyr- irtæki erfitt uppdráttar, bæði vegna hruns Rússlandsmarkaðar fyrir frystar afurðir sem og lélegrar stærðarflokkunar í loðnufrystingu fyrir Japan. Þá var síldarvertíðin lé- leg í fyrra, veiðin var dræm og framleiðsla takmarkaðist við Asíu og Vestur-Evrópu. Horfur fyrir komandi síldarvertíð eru ekki góð- ar. Staða Norðmanna er mjög sterk, í ljósi stærðar sinnar í veiðum og vinnslu geta þeir boðið mun lægra verð. Framboð af norskri síld hefur verið mikið og hefur verð lækkað um allt að 25% á milli ára á ákveðn- um markaðssvæðum. Eins og er halda þvi Evrópumenn að sér hönd- um. Ljóst er að íslenskir framleið- endur þurfa að lækka sín verð þó nokkuð til þess að vera samkeppnis- hæfir. Hvað varðar söluhorfur á síld í Rússlandi verður erfltt að keppa við Norðmenn eins og á öðr- um markaðssvæðum. Nokkur vöntun er orðin á fiski í Rússlandi og vonast menn til þess að unnt verði aö selja eitthvað magn af frystri loðnu til Rússlands í haust. Óljóst er enn um hversu mik- ið magn geti verið að ræða og hver greiðslugeta þeirra er. Þá ógnar framleiðsla Rússa einnig markaös- stöðu íslenskrar síldar í Japan þar sem Norðmenn hafa aðstoðað þá við að bæta vinnsluferlið og framleiðsl- una. Gæði rússnesku síldarinnar hafa þannig batnað til muna. Verð fyrir Rússlandssild eru meira en helmingi lægri en það sem íslend- ingar hafa fengið fyrir sína fram- leiðslu. Söluhorfur fyrir íslenska framleiðslu eru því fremur slæmar. Japan vænlegt Að mati Kaupþings getur loðnu- frysting fyrir Japansmarkað hins vegar bætt stöðu framleiðenda svo lengi sem stærðardreiflng loðnunn- ar verði viðunandi. Síðasta vertíð var mjög slæm, eingöngu veiddist í minnsta stærðarflokk og verð voru eftir því. Þá var loðnuvertíðin í Nor- egi með afbrigðum góð, stór og góð loðna veiddist. Norðmenn voru að koma aftur inn á Japansmarkað eft- ir nokkurt hlé og ljóst er að staða þeirra á markaðnum eftir vertíðina er góð. Það sem gæti þó hugsanlega haft letjandi áhrif á þeirra stöðu og um leið til hagsbóta fyrir íslend- inga, er að nú ríkir verðstríð á Jap- ansmarkaði á framleiddri vöru. Er það afleiðing af misræmi sem varð í verðlagningu á norsku loðnunni í upphafi og lok vertíðar. Þá var loðnuvertíð í Kanada sl. sumar frek- ar slæm, loðnan var mjög smá. Þeg- ar íslendingar fóru í samningavið- ræður við Japani á síðasta ári var markaðurinn fullur af kanadískri loðnu sem hafði mjög góða stærðar- dreifingu. Hið lélega ástand á kanadísku loðnunni í ár gæti því vel haft góð áhrif á samningavið- ræður við Japani fyrir komandi vertíð. Þá er einnig ljós punktur fyr- ir vertíðina að sumarveiðar á loðnu hafa verið litlar sem engar I ár, ákveðnar kenningar hafa verið uppi um samhengið milli mikilla sumar- veiða á íslandsmiðum og lélegrar stærðar Japansloðnunnar. -bmg Ríkisstjórnin ber ábyrgð á hagstjórn Nýjustu verðbólgutölur, sem birtar voru á fóstudag sL, vekja óneitanlega nokkurn ugg. Nú mælist verðbólga meiri en hún hefur gert í sex ár og horfur eru á að vísitala neysluverðs hækki um allt að 5 prósent frá upp- hafi til loka árs, jafnvel meira. Þetta hefur margs konar neikvæð efnahags- leg áhrif enda er veröbólga eitt mesta efnahagsböl sem til er. Verðbólga virkar eins og bremsa á allt viðskipta- og athafnalif og skerðir verulega möguleika tO að ná árangri í viðskipt- um. Nú er Ijóst að verulegra aðgerða er þörf og nú standa spjótin á stjórn- völdum því hagstjórnarábyrgð er þeirra. Þetta kemur fram í fréttaskýr- ingu Viðskiptablaðsins sem kom út i morgun. Hvað veldur hækkunum? Ef rýnt er í tölur Hagstofunnar virðist ljóst að hækkun á húsnæði og bensíni vegur þyngst í hækkun neysluverðsvísitölunnar. Einnig veg- ur ýmis önnur þjónusta þungt og skemmst er að minnast hækkunar bif- reiðatrygginga í maí sl. Erfitt er að fmna einhlíta skýringu á hækkunum á húsnæði. Ljóst er að mikil umfram- eftirspurn eftir húsnæði knýr verðið upn á við. Hugsanlegar skýringar geta Skipamiðlunin Bátar & Kvóti verið aukinn kaupmáttur vegna mik- ils hagvaxtar, búferlaflutningar til höfuðborgarsvæðisins, breyttur smekkur neytenda, breytt aldurssam- setning íbúa og of lítið af nýbygging- um. Eflaust koma fleiri þættir hér við sögu. Einnig getur vel verið að þessi hækkun sé einfaldlega eðlileg þróun á markaði. Nauðsynlegt er að benda á að verðbólga sem stafar af hækkandi húsnæðisverði eykur á skuldir heim- ilanna vegna verðtryggingar. En verð- mæti húsnæðis hækkar enn meira því hækkun á húsnæðisverði hefur verið meiri en sem nemur hækkun neysluverðsvísitölu sem gildir til verðtryggingar. Því má kannski segja að hækkun á húsnæði sé ekki alslæm. En hver er þá ástæðan? Olíuverðshækkanir ekki ástæðan Það er alveg ljóst að hækkanir á bensíni vega þungt í hækkun neysluverðsvísitölunnar. Hins veg- ar er hæpið að segja að það sé ástæðan fyrir aukinni verðbólgu hér á landi eins og margir virðast telja. Öll heimsbyggðin finnur fyrir hækkandi verði á olíu. Hins vegar hafa olíuverðshækkanir ekki verið neitt vandamál í Evrópu. Vísitala neylsuverðs í löndum Evrópusam- bandsins hefur hækkað mjög lítið á árinu og sú hækkun sem orðið hef- ur er aðeins að hluta til rakin til hækkandi olíuverðs. Hvers vegna eru áhrifin þá svona mikO á íslandi í samanburði við nágranna okkar? Bensínskattar ástæðan Ástæðan hlýtur að liggja í bens- ínskattakerfinu hér á landi og mjög ótímabærri hækkun bensíngjcdds í maí sl. Skattheimtan er hlutfaOsleg þannig að þegar olíufélögin þurfa að hækka bensín fer stærstur hluti af hækkuninni í vasana hjá ríkinu. Þetta hlýtur að vera afar óskynsam- legt því ekki geta þeir sem semja fjárlögin metið hækkanir á olíu- verði ár fram í tímann. Af þessum sökum er alltaf óvissa um hverjar skatttekjur ríkisins af bensíni verða. Samkvæmt fjárlögum 1999 var áætlað að vörugjald af bensíni skilaði 1.975 miUjónum I rikissjóð og sérstakt vörugjald af bensíni 5.483 mOljónum króna. Nú er ljóst að tekjur ríkissjóðs verða miklu meiri, en hefðu allt eins getað orðið minni ef þróun hefði verið með öðrum hætti á olíu- mörkuðum erlendis. Ef stjómvöld myndu binda skatta á bensín við fasta krónutölu myndu fjárlög aldrei raskast því verðbreytingar á bensíni hafa lítil áhrif á eftirspum. Þar að aúki myndi slíkur skattur ekki kynda undir verðbólgu eins og núverandi hlutfallsskattur. Sam- kvæmt þessu er ástæða aukinnar verðbólgu slæm hagstjórn og svifa- sein viðbrögð við yfirvofandi hættu og þenslu. 1 Viðskiptablaðinu í dag er fjallað ítarlega um orsakir og af- leiðingar aukinnar verðbólgu. -bmg Hækkun einstakra liða EO! Oráðlegt að greiða upp erlend lán Nú, þegar ljóst er að rekstraraf- gangur ríkissjóðs á þessu ári gæti orðið nærri 7,5 miUjarðar króna, segir íslandsbanki F&M að ekki sé ráðlegt að greiða upp erlend lán við núver- andi aðstæður. Ástæðan, að . mati F&M, er að ¥£á uppgreiðsla er- lendra lána veik- í ir krónuna sem ’ ', . , leiðir að öðru jöfnu til aukinn- ,s ar verðbólgu. Út- f f .* ■ I3BÍ lit er fyrir að rekstrarafgangur ríkissjóðs verði um 5 milljörðum meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir, ásamt því sem lánsfjárafgangur ríkissjóðs verði um 20 mUljarðar í stað 16,5 miUjarða í fjárlögum. Vaxtahækkanir óumflýjanlegar Viðskiptastofa SPRON segir það óumflýjanlegt að einhverjar nafnvaxtahækkanir, a.m.k. á styttri enda markaðarins, verði á næstu vikum og að Seðlabanki ís- lands hljóti að hækka endur- kaupavexti sína, jafnvel strax í næstu viku. Þetta kom fram í Við- skiptafréttum Viðskiptastofu SPRON i gær. Þar segir enn frem- ur að þrátt fyrir mun betri greiðslustöðu ríkissjóðs og upp- greiðslu innlendra skulda hans sé ljóst að við núverandi þenslustig eftirspurnar í hagkerfmu, t.d. á húsnæðismarkaði og í fjárfesting- um fyrirtækja, gangi vaxtalækk- anir þvert á alla skynsemi í efna- hagsstjórn. Sparisjóður Kópavogs hluthafi í Smartkortum Sparisjóður Kópavogs hefur keypt 5% hlut í Smartkortum ehf. Fyrirtækið Smartkort ehf. sérhæflr sig í greiðslumiðlunar- lausnum, tengdum smartkortum, fyrir fyrirtæki og stofnan- ir. Að sögn Halldórs Árnasonar spari- sjóðsstjóra hafa Smartkort ehf. og Sparisjóður Kópa- vogs unnið saman að því að þróa rafeyris- og vildarkerfl sem tekið verður í notkun á næstu vikum. Sparisjóður Kópavogs og Smart- kort ehf. munu í samvinnu við bæjaryfirvöld í Kópavogi setja upp smartkortakerfi í einstökum skólum þar sem smartkort verða notuð sem skólaskírteini og mat- armiðakerfi fyrir börn og ung- linga. Fjárfest fyrir 3.500 milljarða króna DaimlerChrysler hyggst kynna 64 nýjar bílgerðir fram til ársins 2004. Þetta kemur fram í minnis- blaði sem dreift var til stjórnenda fyrirtækisins fyrir upphaf bíla- sýningarinnar í Frankfurt í gær. Þar segir að fjárfest verði fyrir 46 milljarða evra á næstu þremur árum i „nýjum hugmyndum, verkefnum og framleiðslubún- aði“. Þetta jafngildir því að næstu þrjú ár verði fjárfest fyrir 3 millj- arða króna á dag að jafnaði. Minnkandi viðskipta- afgangur í Kína Fyrstu átta mánuði ársins var iðskiptaafgangur í Kína 1.168 dlljarðar íslenskra króna. í gúst var afgangurinn 350 millj- •ðar króna. Þrátt fyrir þennan igang hefur hann farið minnk- idi því útflutningur hefur dreg- t saman og innflutningur aukist. sama tíma í fyrra var mun leiri afgangur. -bmg A * m WF t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.