Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 9 Utlönd Fellibylurinn Floyd á leiö norður meö austurströnd Flórída: Við einu íbúar Miami og Fort Lauderdale á Flórída vörpuðu öndinni léttar í nótt þegar ljóst var að þeir yrðu ekki fyrir barðinu á fellibylnum Floyd. „Þetta er mikill léttir. Við slupp- um alveg, fengum ekki einu sinni rigningu," sagði Ellen Úlfarsdóttir sem býr í Miami í samtali við DV snemma í morgun. Hún sagði að aðeins hefði hvesst í borginni en úrhellisrigningin sem allir hefðu verið að bíða eftir hefði ekki látið sjá sig. Floyd, einhver öflugasti fellibylur sem nokkru sinni hefur komið af Atlantshafinu, gerði mikinn usla á Bahamaeyjum í gær og hrakti um tvær milljónir íbúa í Bandaríkjun- um, allt frá Flórída til Norður-Kar- ólínu, á flótta frá heimilum sínum. Tré brotnuðu og rafmagnslínur slitnuðu í veðurhamnum á Bahama- eyjum en seint í gærkvöld var ekki vitað til að manntjón heföi orðið. Um 1,7 milljónum íbúa á Atlants- hafsströnd Flórída var fyrirskipað að yfirgefa heimili sín i bæjum við ströndina, á láglendum eyjum und- an landi og i hjólhýsabyggðum. Margir sneru þó aftur til síns heima þegar fellibylurinn sveigði í norður- átt. Búist er við að hann komi að fengum ekki sinni rigningu segir Ellen Úlfarsdóttir sem býr í Miami ■ ■ NORTH ^ ^SA Kennedy Space Center Titusville 1 MILE SOUTH Cocoa Cocoa Ðeach •Sl nSHrtM - 1 «*** í, «1 \ ' tMM 1 g t'****»M> V* mut '"m"\ Gífurlegt umferðaröngþveiti myndaðist á þjóðvegum við austurströnd Flórída þegar íbúarnir lögðu á flótta undan fellibylnum Floyd sem spáð var að myndi koma á land f gærkvöld eða nótt. Það gerðist þó ekki. landi í Karólinuríkjunum tveimur Floyd var þrisvar sinnum um- sem olli gífurlegu tjóni og varð tug- einhvem næstu daga. fangsmeiri en fellibylurinn Andrew um að bana árið 1992. Benjamin og Sara grunuð um að misnota almannafé Búist er við því að lögreglan í ísrael kalli bráðum til yfirheyrslu fyrrverandi forsætisráðherra landsins Benjamin Netanyahu og Söru, eiginkonu hans. Eru hjónin grunuð um að hafa misnotað almannafé í eigin þágu. Talið er að Netanyahu og eigin- kona hafi greitt byggingarfyrir- tæki, sem þau fengu til þess að framkvæma ýmis verk í einka- íbúðum sínum, með fé ríkisins. Eigandi byggingafyrirtækisins, Avner Amedi var handtekinn í gær og færður til yfirheyrslu. Sjálfur hefur Benjamin Netan- yahu neitað allri aðild að máli byggingafyrirtækisins. Stjóm Netanyahus galt mikið afhroð í kosningunum í maí síð- astliðnum. Hafði stjórnin þá veriö við völd í þrjú ár. Netanyahu sagði í kjölfarið af sér sem leið- togi Likudflokksins. ■ íslandsvinur árþúsundsins Á síöasta ári þessa árþúsunds kanna DV, Bylgjan, Vísir.is og SS hverjir þaö eru aö mati íslendinga sem skarað hafa fram úr og hvaða atburöir hafa sett hvaö mestan svip á síöustu 1000 árin í sögu ísiands. Nú stendur yfir val á íslandsvini árþúsundsins og lýkur því iaugardaginn 18. September. Taktu þátt á www.visir.is. Eftirtaldir íslandsvinir fengu flestar tilnefningar: Damon Albarn Erlendi feröamaöurinn Jörundur hundadagakonungur Kristján IX Danakonungur Rasmus Christian Rask Willard Fiske

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.