Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999
19
DV
Ricky segir ekki
orð um orðróm
Latínukynbomban Ricky
„mjaðmasveifla" Martin neitar að
segja eitt aukatekið orð um
orðrðminn um að hann sé
hommi. Að minnsta kosti eru
hommar hrifnir af honum og
prýða myndir af poppstjörnunni
forsíður hommablaða um
gjörvallan heim.
„í menningarsamfélagi mínu
kyssast allir þegar þeir hittast í
fyrsta skipti. Við latínóarnir erum
með þetta í blóðinu," segir söng-
fuglinn Ricky frá Puerto Rico.
Allt á afturfót-
unum hiá Demi
Illa árar nú hjá kvikmynda-
leikkonunni Demi Moore.
Frumsýningu nýjustu myndar-
innar hennar, Passion of Mind,
hefur verið frestað til vors vegna
neikvæðra viðbragða forsýn-
ingagesta. Myndin var tekin upp
í París, á sama tíma og Demi
gekk í gegnum skilnað við töffar-
ann og eiginmanninn Bruce
Willis. Að sögn Stellans Skars-
gárds, meðleikara Demi, fór hún
aðeins einu sinni út þá átta mán-
uði sem hún var í borginni þar
sem ljósmyndarar sátu fyrir
henni við hótel hennar. „Þeir
voru að vonast eftir aö ná mynd-
um af henni meö nýjum karl-
manni,“ segir Stellan.
Tina Turner er
flott fuglahræða
Hverjum þykir sinn fugl fagur,
eða fuglahræða, eða þannig. Tina
Turner hefur hingað til ekki þótt
slorleg söngkona, með kraftmikla
rödd og allt það. Nú á að nota
þessa sömu rödd til að hræða
burtu fugla frá flugvelli einum á
Englandi. „Það hefur sýnt sig að
rödd Tinu hentar betur til þessa
en þar til gerðar kassettur sem
notaðar eru í þessum tOgangi,"
segir flugvallarstjórinn Ron
Johnson.
Bandaríski tískuhönnuðurinn Betsey Johnson vill að ungu stúlkurnar verði
svona klæddar á baðströndinni næsta sumar. Sýnt var í New York í vikunni.
Sviðsljós
Sjálfsvörn, bardagalist
og uppbyggjandi líkamsrækt
fyrir fólk á öllum aldri
NÝ NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST
, Reynslumiklir þjálfarar.
Æfingar fara fram
í ÍR-heimilinu
við Skógarsel
(SVR leið 11 & 111)
Barnaflokkur: þriðjudaga
og fimmtudaga kl. 18.50
Byrjendaflokkur: mánudaga,
þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19.40
og laugardaga kl. 12.10
Upplýsingar í síma: 587 7080, TaeKwonDo-deild ÍR
Svo virðist sem örlögin hafi ráðð því
að tískukóngurinn Valentino átti þátt í
að ofurfyrirsætan Claudia Schiffer og
milljónamæringurinn Tim Jefferies
náðu saman að lokum.
Skötuhjúin hittust fyrst í samkvæmi
Valentinos í New York árið 1991. Þá
þegar varð Tim yfir sig hrifmn af fyr-
irsætunni. Hann gekk á eftir henni
með grasið í skónum en það var til lít-
ils. Claudia hafði ekki áhuga á honum,
að því er þeir fullyrða sem grannt
fylgdust með.
Á næstu árum var Tim, sem hafði
verið kvæntur Koo Stark um skeið, í
sambandi við ýmsar fyrirsætur, þar á
meðal Elle Macpherson og Ines Sastre.
Claudia hitti hins vegar töframanninn
David Copperfield og trúlofaðist hon-
um.
En í ágúst síðastliðnum lágu leiðir
Tims og Claudiu saman á ný. Það var í
kvöldverðarboði til heiðurs Valentino
sem haldið var á Mallorca. Tim kom í
boðið í fylgd tiskukóngsins.
Tim var ekki lengi að koma auga á
Claudiu sem á hús á Mallorca. Hún var
ekki í fylgd unnustans. Þau höíðu
reyndar lítið sést saman í nokkurn
tíma.
Tim leist jafn vel á Claudiu í þetta
sinn og fyrir átta árum. Og greinilega
þótti Claudiu hann álitlegri en fyrst
þegar þau sáust þvi þau héldu áfram
aö hittast. David Copperfield hætti
hins vegar við fyrirhugaða komu sína
til Mallorca.
David hefur sést með nýrri ljósku,
Angelicu Castro, sem er kynnir á sjón-
varpsstöð í Chile. David gerir þó lítið
úr sambandi þeirra og segir aðspurður
að hann sé bara að njóta lifsins.
Claudia segir reyndar það sama um
samband sitt og Tims. Tim er
rómantískari en Claudia og segir það
hafa verið þess virði að bíða eftir
henni.
BRÆÐURNIR
Lógmúla 9 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2820
BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut
Tlm beið í mörg
ár eftir Claudiu
Taylor í meðferð
hjá kírópraktor
eftir hryggbrot
Kvikmyndaleikkonan Elizabeth
Taylor er nú á batavegi eftir hrygg-
brot sem hún hlaut í ágúst síðast-
liðnum. Leikkonan hrasaði að næt-
urlagi um teppi í húsi sínu.
Elizabeth er í meðhöndlun hjá
kírópraktor sjö daga vikunnar og
verður líklega ekki búin að jafna sig
til fulls fyrr en eftir tvo til þrjá mán-
uði.
„Hún leggur hart að sér til að ná
fullum bata. Fólk veit ekki hvað það
er mikill kraftur í henni,“ segir Ler-
oy Perry, kírópraktorinn sem ann-
ast kvikmyndaleikkonuna frægu.
Fyrir um það bil einu ári hlaut
Elizabeth svipuð meiðsl á baki og
fór þá í sams konar meðferð. Hún
hefur átt við vanheilsu að stríða um
árabil. Fyrir tveimur árum gekkst
Elizabeth undir aðgerð á heila til að
láta fjarlægja æxli. Árið 1990 var
hún hætt komin vegna sjúkdóms í
öndunarfærum.
www.umferd.is