Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 lenning Sigfúsartónleikar í Landeyjum Þrístirnið Jónas Ingimundarson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson hafa nú yf- irfyllt Salinn í Kópavogi fjórum sinnum á sína skemmtilegu dagskrá úr verk- um Sigfúsar Halldórssonar (á mynd) og vinsælum söngleikj- um. Verða að minnsta kosti tvennir tónleikar þar í viðbót, á fimmtudagskvöld og mánu-- dagskvöld, til að taka kúfinn af hópi æstra áhugamanna. En þau syngja ekki aðeins fyrir fólk á höfuðborgarsvæð- inu þvi á sunnudaginn, 19.9., ætla þau að syngja sömu efnisskrá í félags- heimilinu Gunnarshólma í Austur-Landeyjum og hefjast tónleikarnir kl. 16. Hundraðasta og önnur sýning Steingríms Hætt er við að ekki verði mjög margar myndir eftir á sýningu Steingríms St. Th. Sig- urðssonar listmálara í veitingahúsinu Staupa- steini, tvo km frá opinu ofan í Hvalfjarðar- göngin Reykavíkurmegin, ef þið komið þangað 1 dag, því hann hefur selt vel og er farinn að leyfa kaupendum að fara burt með myndir sín- ar. En okkur finnst rétt að benda fólki á að ef það drífur sig gæti verið að nokkrar verði enn eftir. Steingrímur segir það annars af sinum högum að hann er ham- ingjusamlega tluttur til Bíldudals og feginn að losna úr Reykjavík. Á Bíldudal býr hann i hundrað ára gömlu glæsihúsi úr steini með tveimur turnum. Húsið fékk hann á túkall og fylgdi þvi Volvo- bifreið. Aðalfréttirnar af Steingrími eru þær að hann sendir frá sér tvær bækur í haust, báðar prentaðar í Banda- ríkjunum - sem er mun ódýrara en að prenta hér heima. Önnur er málverkabók en hin heit- ir Lifsmynd og geymir hugleiðingar hans um ýmis málefni, akureyrsku, vestfirsku, íslenska öfundarhyggju, íslenska blaðamennsku og margt fleira. „Fersk bók með eintómu nýju efni og á að koma að óvörum," segir Stein- grímur. Kaurismáki og dogma Einn þekktasti kvikmyndaleikstjóri Norður- landa, Finninn Aki Kaurismáki (sem til dæm- is gerði Bóhemalíf, Leningrad Cowboys, Hamlet í viðskiptum og Stúlkuna í eldspýtna- verksmiðjunni), er ekki hrifinn af hinu danska „dogma“ í bíómyndum, en dæmi um það sem hér hafa verið sýnd eru Festen eftir Thomas Vinterberg og Idíótamir eftir Lars von Trier, upphafsmann bylgjunnar. Þetta eru ósköp bamalegar myndir og sosum engar al- mennilegar kvikmyndir, segir hann í viðtali við Aftonblaðið sænska. Aki var á sínum tíma boðið að skrifa undir dogmareglurnar en neit- aði: „Mér fannst þær beinlínis hlægilegar," segir hann. „Ef maður má ekki nota kvik- myndatökuvélar og engin ljós af hverju ætti maður þá að vera að gera bíómyndir?" Sjálfur er Kaurismáki þessar vikurnar að kynna nýja kvikmynd sína, Juha. Hún er ekki síður en dogmamyndimar í uppreisn gegn venjulegum bíómyndum því hún er þögul - Aki finnst allt of mikið masað i kvikmyndum nú til dags. „Næsta myndin mín á líka að vera alveg myndalaus!" segir finnski meistarinn. Hamlet Baltasars í Óðinsvéum Baltasar Kormákur, leikari og leikstjóri, setti upp Hamlet eftir Shakespeare fyrir Oden- se Teater og hefur fengið vitsmunalega um- fjöllun um sitt verk í dönskum blöðum. Mitt í gleðinni yfir því vekur þó nokkra gremju hvemig farið er með nafn hans og búninga- hönnuðar hans, Filippíu I. Elísdóttur, í um- sögnum. í Politiken er leikstjórinn til dæmis alltaf kallaður Baltasar Koimagkur og bún- ingahönnuðurinn Filippa I. Els- dottir. Hins vegar ráða þeir full- komlega við nafnið á leikmynda- hönnuðinum sem heitir Vytaut- as Narbutas. Manni dettur svei mér þá í hug (líka eftir meðferðina á foð- umafni Sigrúnar Davíðsdóttur á kápunni á bók hennar um hand- ritamálið sem fyrr var sagt frá í þessum dálki) að sú sérviska að vera með brodda yfir stöfum og nota úrelta stafi eins og þ og ð fari virkilega i taugarnar á Dönum. Umsjón Týndar bækur oq brotin bein Á fremur ömurlegu einskismannslandi austarlega í París, þar sem mœtast gamli borgarjaóarinn meó sundurleitum húsakof- um og sálarlaus úthverfi nútímans, gnœfa fjórir skýjakljúfar úr stáli og gleri sem eru hver um sig í laginu eins og vinkill. Þetta er hin nýja „þjóóarbókhlaöa" Frakka, síóasta stórvirki Mitterrands forseta sem hann œtl- aöist til aö yrói kórónan á framkvœmdum hans í París, á eftir Bastilluóperunni, gler- píramíóanum í Louvre og fleira slíku. Þegar bókhlaðan var tekin í gagnið áfóngum á árunum 1996 til ‘98 vora uppi hástemmdar yfirlýsingar um að hún yrði framtíðarlausn á vanda- málum háskólasafnsins aldagamla sem illræmt var fyrir sætaleysi og endalausar biðraðir. Fyrir til- stilli tölvukerfisins, sem engan sinn líka ætti í öllum heimi, og sjálfvirks vélbúnaðar af ýmsu tagi gætu lesendur fengið í hend- ur allar bækur og skjöl á himni og jörðu á aðeins 20 mínútum eða lesiö þau beint af skermi. Þannig myndi Parísarborg hoppa beint úr 19. öld og langt fram á 21. öld í bókasafnsmálum og verða aftur höf- uðborg fræða og vísinda í álfunni þar sem hámenntuð sveit allra landa myndi flykkjast saman. Kjarnorkubókabátur En bókhlaðan hafði ekki verið opin nema stutta stund þegar óþægilegur sannleikur fór að stinga menn í augun eins og sól- myrkvi úr heiðskiru lofti: Allur tæknibún- aðurinn var rassmalagestur sem virkaði að- eins með höppum og glöppum og gerði ýms- an óskunda í leiðinni. Byggingin var eins og hún hefði verið sérhönnuð til að fæla menn burtu, og öll vandamál landsbókasafnsins gamla vom mætt til leiks í fitonsanda. Fastagestir landsbókasafnsins flúðu á önnur bókasöfn og fregnir bámst um að erlendir fræðimenn afpöntuðu flugmiða sína og hót- elpantanir unnvörpum. Nú sýnist sitt hverjum. Enginn verður til þess lengur að verja þessa „þjóðarbókhlöðu" eins og hún er heldur standa deilurnar milli þeirra sem trúa því að hægt verði að laga hana með tímanum og hinna sem em þeirr- ar skoðunar að eina raunhæfa lausnin sé að rífa báknið til grunna og byggja nýja bók- hlöðu. Sumar tillögur til úrbóta gefa til kynna þá virðingu sem menn bera nú fyrir öllu þessu brambolti. Svo vildi nefnilega til að á sama tíma og bókhlaðan var reist smíð- uðu Frakkar kjamorkukafbát sem reyndist síðan ekki geta siglt nema í rjómalogni. Sú hugmynd kom þá fram að leggja kafbátnum við Signubakka, beint fyrir framan bókhlöð- una - en þar er bátalægi allgott - flytja þang- að allar bækumar og nota svo kjarnorkukaf- bátinn sem bókabát á Signu. Myndi það vafalaust stuðla að auknum bóklestri í land- inu. Týndar bækur Öllum er ljóst aö ástandið í bókhlöðunni er gersamlega óviðunandi. í raun eru sætin þar litlu fleiri en þau voru í landsbókasafn- inu gamla, og verða menn nú aö panta sér ir dag þótt þeir séu ekki vissir um að koma - og gerir það málið auðvitað enn verra fyr- ir aðra. Bækur þarf að panta með sólar- hrings fyrirvara og verða menn því að mæta tvisvar í bókhlöðuna í hvert skipti sem þeir þurfa að nota bók, fyrst til að leita að henni í tölvukerfinu og panta hana, svo sólarhring síðar til að lesa hana. Alveg er undir hælinn lagt hvort menn fá það sem þeir leita að. Fjöldamargar bækur sem em til á safninu finnast ekki leng- ur í tölvukerfmu, og þótt bókin og spjaldskrárnúmerið birtist á skerminum er engan veginn víst að hægt sé að hafa uppi á henni í raun og vera. Bókin er á ein- hvern hátt „týnd“. Menn sem hafa pantað átta bækur (en það er hámarkið) telja sig góða ef þeir fá tvær! Bókavagnar í blindgötum „týn- hafa Það var greinin „Kafka í þjóðarbókhlöðunni" í franska dagblað- inu Le Monde sem vakti fyrst athygli almennings á ástandinu í nýju bókaskemmunni. Með henni fylgdi þessi teikning til skýr- ingar, en hún virðist býsna sakleysisleg miðað við lýsingar greinarinnar. sæti með sólarhrings fyrirvara þar sem þeir fá ekki aðgang að byggingunni nema þeir séu búnir að panta sæti, jafnvel þótt þeir ætli bara að leita i spjaldskrám. Tölvan seg- ir gjarnan aö salirnir séu fullsetnir þótt nóg sé af lausum sætum og klókir lesendur hafa því tekið upp þann sið að panta sæti dag eft- Hvernig bækurnar ast“ vita þeir sem skyggnst baksviðs í bókhlöð- unni. í bókageymslunum er allt sjálfvirkt og tölvustýrt. Þar eru skápar á hjólum og síðan vagnar sem flytja bæk- urnar óravegu eftir teinum úr geymslunum og inn í lestrar- salina. Allt er þetta klunna- lega hannað og því ber ósjaldan við að bækur detta úr hillum og vögnum, dreifast hingað og þangað og hverfa eða tætast sundur undir vagnhjólunum. Það gerist einnig að tölvan stýrir af einhverjum óskUjanlegum ástæðum vögnunum /—X á aUt annan stað ' ■ en þeir eiga að fara, kannski inn á einhverja blind- götu fjarri sjónum manna. Og þar fá þeir að dúsa: Enginn veit hvar þeir eru niður komnir. Einstaka lesendur sleppa þó við allt um- stangið. Fyrir framan bókhlöðuna er víðáttu- mikið plan, lagt fágætum ipeca-viði sem verður glerháU eins og sveU í votviðri. Á því renna menn stundum og fótbrotna og komast aldrei inn í tæknidýrð bókhlöðunnar. Sá sem þessar linur ritar hefur orðið vitni að slíku slysi. Einar Már Jónsson, París Rúsína í Silja Aðalsteinsdóttir Kvartett John Abercrombie lék í íslensku óperunni á lokakvöldi Djasshátíðar Reykja- víkur á sunnudagskvöldið, en með honum voru Dan Wall sem leikur á hammondorgel, fiðluleikarinn Mark Feldman og trommu- leikarinn Adam Nussbaum, sem kom hing- að 1983 með öðram stórgítarista, John Sco- field. Frá 1980, þegar Abercrombie kom hér í fyrra skiptið, hefur tónlist hans færst frá djassrokki yfir í tUtölulega frjálslegan djass. Efnisskrá kvartettsins var svotil öll af nýrri plötu þeirra, „Open Land“, sem er rétt ný- komin út, og vora þetta fyrstu tónleikamir sem þeir halda eftir að þeir spiluðu inn á plötuna. Á henni era reyndar tveir stórblásarar sem ekki voru með á þessum tón- leikum, trompetistinn Kenny Wheeler og ten- óristinn Joe Lovano. En sínu, og fram að hléi fluttu þeir þrjú fyrstu lög plötunnar: „Just in Tune“, titiúagið „Open Land“ og „Spring Song“. Fiðlarinn Mark Feldman fékk svo heldur lengra hlé en hinir, því fiðlulausir fluttu þeir eina stand- ard kvöldsins, „Long Ago and Far Away“ eftir Jerome Kern. „Descending Grace“ óút- gefinn vals var næstur og síðan lokalag plöt- unnar „That’s for Sure, sem er í eins konar reggaehryn. Klykkt var út með fönklagi eft- Djass Ársæll Másson ir Nussbaum sem ég kann ekki að nefna, en eftir uppklapp tónleikagesta var bætt við einu lagi af plötunni, „Gimme Five“, sem er vitaskuld í 5/4 takti. Kvartettinn var tvímælalaust rúsínan í ingi, enda líka til þess ætlast. John Abercrombie er eitt af stóru nöfnunum í nú- tíma djassgítarleik og semur einnig mjög at- hyglisverða tónlist. Félagar hans eru einnig margreyndir snillingar. Mark Feldman er nýjasti meðlimurinn, magnaður fiðluleikari með mjög rafmagnaðan tón. Þótt boðið hafi verið upp á ýmislegt gott á djasshátíðinni að þessu sinni, þá saknaði ég þess að fá ekki fleiri erlenda spilara í lið með íslendingunum. Þá er ég ekki að tala um stór og þekkt nöfn, heldur einungis ein- hverja tónlistarmenn sem geta verið gefandi í samvinnu við okkar menn. Tónleikar af slíku tagi hafa oft verið mjög skemmtilegir fyrir áheyrendur og geta um leið verið lyfti- stöng fyrir íslenska spilara þegar vel tekst til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.