Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 15 Hringferð for- sætisráðherra Þegar þau tíðindi bárust að eignar- haldsfélagið Orca (skráð í Lúxemborg) hefði keypt rúmlega fjórðungshlut i Fjár- festingarbanka at- vinnulífsins lýsti Dav- íð Oddsson forsætis- ráðherra þeim gjöm- ingi sem siðlausum og ólögmætum verkn- aði, þar sem ríkis- stjómin hefði ákveðið að selja bréf bankans í dreifðri eignaraðild. En fljótt skipast veður í lofti, nokkram dög- um seinna kúvendir forsætisráðherra og vill að eignarhluti rík- isins 51% séu seld út- völdum hópi, sem hafi þá væntan- lega stjórn bankans í hendi sér. Kjallarinn Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri „Davíö er fulltrúi frjálshyggjunn- ar og styður eftir því sem við á fákeppni og einokun og Halldór sem fulltrúi einhvers óskil- greinds miðjuflokks getur gert nánast hvað sem honum þóknast með auðsveipa hjörð að baki sér. Innan þessa „víðtæku stefnu- mörkunar“ stjórnarflokkanna geta þeir leikið af fingrum fram ýmsa gjörninga, sem hættulegir kunna að reynast lýðræðinu og réttvísi þjóðarinnar. “ Svo virðist sem þremur nánustu vinum forsætisráðherra, þeim Hreini Loftssyni, Jóni Steinari Gunn- laugssyni og Hannesi Hólmsteini, hafi talið sig knúna til i blaða- skrifum að útskýra fyrir þjóðinni og finna hinum breyti- legu skoðunum for- sætisráðherra stað. Afar einkennileg uppákoma, svo ekki sé meira sagt, þegar flokksmenn forsætis- ráðherra úti í bæ taka að sér að gera al- menningi skiljanleg- ar skoðanir forsætis- ráðherra. Banka- málaráðherra, Finn- ur Ingólfsson, virtist koma af fjöllum, vUdi ekkert tjá sig um málið og flokks- bróðir hans, formaður Framsókn- arflokksins, lét það eitt eftir sér hafa að hann vildi dreifða eignarað- Ud. Brambolt Dav- íðs leiddi strax tU rúmlega 5% lækk- unar á hlutabréf- um bankans. Hví- lík uppákoma á stjómarheimUinu. Það er eins og aUt verði snarvitlaust innan ríkisstjórn- arinnar ef einhver pólitísk valdahlut- föU kynnu að raskast í fésýslu- stofnunum ríkis- ins. Helminga- skiptareglan hjá stj órnarUokkunum er eins og óbreyt- anlegt lögmál, sem þjóðin situr uppi með í lengd og bráð. Þetta Það er eins og allt verði snarvitlaust innan ríkisstjórnarinnar ef einhver pólitísk valdahlutföll kynnu að raskast í fésýslustofnunum ríkisins, segir í greininni. „fjármálasiðferði" virðist hugnast formönnum stjórnarflokkanna afar vel. Hvað lá að baki? En hvað lá að baki öUu þessu brambolti? Ef bréf bankans 51% væru seld í opinni dreifðri eignar- aðild þá væru Skífu-Jón og félagar i- Orca S.A. með sín 27% i raun búnir að ná undirtökum í bankan- um, því dreifð bréfaeign tU þús- unda manna er, eins og dæmin sanna innan Eimskips, Flugleiða o.U. stórfyrirtækja, aðeins nöfn sem engin eða litil áhrif hafa á fjár- mál - og skipulag stærstu eignar- haldsaðUanna. Samkvæmt nýjustu fréttum ætla forsætis- og utanríkis- ráðherra að veita samstiUtum hópi meirihluta eignarrétt í Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins til að koma í veg fyrir frekari áhrif þeirra Orca-manna innan bankans. Hafa verður í huga þegar aUur þessi gjörningur er skoðaður að Davíð er fulltrúi frjálshyggjunnar og styður eUir því sem við á fá- keppni og einokun og HaUdór sem fuUtrúi einhvers óskUgreinds miðjuflokks getur gert nánast hvað sem honum þóknast með auðsveipa hjörð að baki sér. Innan þessarar „víðtæku stefnumörkun- ar“ stjómarflokkanna geta þeir leikið af fingrum fram ýmsa gjörn- inga, sem hættulegir kunna að reynast lýðræðinu og réttvísi þjóð- arinnar. Kannski er vísasta ráðið fyrir stjórnarflokkana að halda jafnvæginu sín á miUi með að setja ekkert á vogarskálarnar. Að lokum vU ég minna stjórn- málamenn sem aðra á að þeirra verstu fjendur liggja oftast í eigin hugskoti, glepja menn og ginna til ýmissa óhæfuverka. Hin „kalda skynsemi'1 stjórnmálanna á þar heima. Kristján Pétursson Löggilt skoöanaleyfi Hverjir mega tjá sig um þjóðfé- lagsmál? Eru þau mál viðfang út- valins hóps sem hefur leyfi til aö hafa skoðanir? Undanfamar vikur hef ég ritað nokkrar kjaUaragrein- ar i DV eftir að hafa þekkst boð um það af hálfu blaðsins. í grein- unum hef ég reynt að taka á mál- um sem leitað hafa á huga minn og tekið afstöðu til þeirra út frá skoðunum mínum og bestu sann- færingu. Nokkur em þau sem ég hef hitt og þakkað hafa skrifm en hin em líka tU sem finnst að prest- ur eigi ekki að tjá sig um þjóðfé- lagsmál. Kirkjan í fótspor Krists? Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur ritaði grein í blað- ið 1. september sl. og ræddi þar m.a. um afskipti presta af þjóðfé- einu erfiðasta hlutverki sem hann getur hugsað sér. Vissulega er það ekkert áhlaupaverk að túlka boð- skap Krists fyrir fólki við lok ann- arrar þúsaldar. Mögnuð vom orð- in sem hann mælti fram í Palest- ínu forðum og eru enn. Eftir því sem ég kemst næst í túlkun á texta Guðmundar kallar hann eftir kirkju með afstöðu tU mála er hann lýsir Kristi sem uppreisnar- manni og minnir á nauðsyn þess að því sé gaumur gefinn í tengsl- um við kristnitökuafmælið árið 2000. Ég gef mér að hann vUji að kirkjan feti í þau fótspor Krists. Aldrei verið meiri þörf fyrir þá speki sem birtist í lífi og orðum Krists „Ég ætlaði ekki að fara að pré- dika“ segir Guðmundur í grein- inni og heldur áfram: „Það er ekki þörf á að leikmaður stígi í stólinn." Þar er ég Guðmundi al- gjörlega ósam- mála því hann ræðir í grein sinni um mikil- væg vandamál sem að veröld- inni steðja og gerir það vel og augljóslega af sjónarhóli kristins manns. Vissu- lega er þörf á að hann haldi því áfram og kveðji aðra góða menn, konur og karla, tU liðs við sig í því mikUvæga starfi. Aldrei hefur þörfm verið meiri en einmitt nú að hlusta eftir þeirri speki sem er eldri en þessi veröld sem við þekkjum og birtist í lífi og orðum Krists. Hlutverk kirkj- unnar er m.a. að skoða heiminn og samtíðina í ljósi þeirrar speki. Kirkjan er köUuð tU að láta sig varða manneskjuna aUa í að- stæðum hennar, í þjóðfélagslegum að- stæðum. Hún er þar í góðu samfloti með mörgum mikilvægum stofnunum samfélagsins. Ég nefni löggjafar- samkundu okkar Islendinga sem fæst m.a. við það að iagfæra stöðugt löggjöfma og betmmbæta tU þess að tryggja að fólk verði ekki órétti beitt eða mismunun. Þar er unnið göfugt starf en um leið er hart barist á vettvangi stjórnmálanna fyrir sérhagsmun- um og hyglingum handa þeim sem hverju sinni eru vinir valdsins. Það er heUagt hlutverk kirkjunnar sem og allra þegna landsins og allra stofnana að vaka yfir og standa vörð um heiU fólks og ham- ingju. Og þetta tvennt verður aldrei skUið frá hversdeginum, kjör- um fólks og félags- legum aðstæðum. Manneskjan lifir og hrærist í þjóðfélag- inu og það er hættu- leg afstaða sem birt- ist hjá sumum stjórnmálamönnum sem vUja að kirkjan hugi einungis að ei- lífðinni en ekki þessu lífi. Slík af- staða ber vott um þröngan skUning á hlutverki kirkjunn- ar, hrapallegan mis- skilning á kristinni trú sem er einn mik- Uvægasti aflvaki framfara og mann- réttinda í heiminum um aldir þó vissulega beri þar skugga á vegna breyskleika misviturra manna eins og dæmin sanna í sögunni. Kirkjan sem hreyfing fólks með réttlætiskennd í anda Krists á aö vera spámannleg rödd og bylting- arafl í sérhverju þjóðfélagi, hreyf- ing sem hafnar sinnuleysi um mál- efni þessa heims. ÖUum mönnum á öllum tímum er veitt löggUt skoðananleyfi, ekki af stofnun við AusturvöU eða öðm mannlegu stjómvaldi, heldur af hendi þess sem sett hefur veröld- inni lög sem aldrei verða afmáð. Öm Bárður Jónsson „Það er heilagt hlutverk kirkjunn- ar sem og allra þegna landsins og allra stofnana að vaka yfir og standa vörð um heill fólks og hamingju. Og þetta tvennt verður aldrei skilið frá hversdeginum, kjörum fólks og félagslegum að- stæðum.“ lagsmálum. Hann finnur tU með prestum sem hann telur að gegni Kjallarinn Örn Bárður Jónsson prestur Með og á móti Þarf að endurskoða sam- keppnislögin til að tryggja varanlega samkeppni í matvöruverslun Forsætisráðherra hefur lýst áhyggjum af þróun tii fákepppni í matvöruversl- un og efast um að núgildandi sam- keppnislög tryggi virka samkeppni í greininni til frambúðar. Markmiðið er varanleg samkeppni „Ég tek undir með forsætisráð- herra að það er fuU ástæða til að hafa áhyggjur af makaðsþróun- inni á þessu sviði, og reyndar víð- ar í smásölu sem og heild- sögu. Hagræðing er góðra gjalda verð en mikU viðleitni tU hag- ræðingar hefur oft leitt til fá- keppni. Þar era litlir markaðir Gunnarsson, mun viðkvæm- formaöur ari en stórir. Noytendasamtakan Þess vegna er aðgátar þörf hjá fámennum þjóð- um eins og okkur íslendingum. Það sem fyrst og fremst tryggir neytendur á markaðnum er virk samkeppni. Og tU að viðhalda slíkri samkeppni tU lengdar þarf virk samkeppnislög. Reynslan af gildandi lögum er sú að sam- keppnisyfirvöld hafa ekki treyst sér til að hamla gegn sívaxandi fá- keppni á matvælamarkaðnum. Það er ekki allt sem sýnist í þessum efnum. Þó samkeppnin sýnist mikil, nú sem stendur, gæti næsta sameining á þessu sviði hæglega gengið að henni dauðri. Þess vegna er breytinga þörf á lög- unum svo þau tryggi neytendum virka samkeppni tU lengdar. Það hlýtur aUtaf að vera megin mark- miðið.“ Fremstir í samkeppni og lágu verði „Það er með ólíkindum að spjót- um sé beint að matvöruversluninni þegar menn fara að hafa áhyggjur af verðlagi og samkeppni. Samruni fyrirtækja á þessu sviði hef- ur ekki orðið tU þess að draga úr samkeppninni eða hækka vöru- verðið. Þvert á móti hefur verð á matvörum hækkað mun minna en al- mennt verðlag frá þvi t.d. að Baugur var stofnaður. Allar verðlagstölum og aðrar vísbendingar sýna að matvöru- verslunin hér á landi hefur gegnt, og gegnir enn, forystuhlutverki í því að hamla gegn veröbólgu og halda uppi virkri samkeppni, neytendum og íslensku efnahags- lífi tU hagsbóta. Samkeppnin á þessu sviði er virk og augljós. Það sýnir t.d. mik- U gróska í auglýsingum matvöru- verslanna auk þess sem nýir aðil- ar em þegar komnir á kreik í þessari viðskiptagrein ef einhver sofnar á verðinum. Ríkið ætti því að líta sér nær: breyta glórulausum ofurtoUum á grænmeti í eðlilega verndartolla og huga að samkeppnisaðstöðu þeirra stórfyrirtækja, t.d. á sviði flutninga, olíuverslunar og trygginga, sem hafa verið að kynda undir verðbólgukatlinum að undanfomu.“ -kg Jón Ásgelr Jóhannesson, forstjórí Baugs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.