Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 25 Myndasögur c (Ö N U (Ö E- Rða nokkurs snnats! Éö oottl aö royna að koma I vag fyrir aö hún .yiði nokkrum að fiórliónil_______x „Sendu 10 eintök af þessu bréfi til vina og brátt munt j þú öölast mikla hamingju. Ef þú vogar þér aö sllta jkeöjuna mun ógæfan elta þig allt þitt Iffl" Cfl Cfl (Ö ÍH 3 Ö^ !h Ö Cfl Cfl o T3 fí :0 Cfl 'Q) 'S 3 Öí Öí •r-H Ifl tKTU PARNAf ÉG VHIT AÐ t>Ú SAGPIST VERA ICVÆNTUK. - EN É6 GET EKKl UFAP ÁN MNi, • H 1 s s Veiðivon Ekkert er skemmtilegra en væn bleikja á flugu. Laxveiðin: Lokatölurnar farnar aö koma - Þverá endaði í 2140 löxum Einkennilegu veiðisumri i laxin- um er að ljúka, fyrstu veiðiámar em komnar með lokatölur sínar. Laxarnir á land eru orðnir kring- um 25 þúsund fiskar og sá stærsti þetta sumarið er 27 pund og veidd- ist í Laxá í Aðaldal. Nokkrir laxar hafa veiðst nálægt þessari þyngd og einn og einn stór hefur sloppið af hjá veiðimönnum. Til eru líka í veiðiánum vænir laxar og þeir eru stærri en þessi 27 punda , en þeir fást ekki til að taka agn veiði- manna enn sem komið er. Nokkrum veiðiám hefur verið lok- að, einhverjum verður lokað núna 15. september og einhverjum 20.september og enn þá aðrar eru opnar til mánaðamóta. Umsjón Gunnar Bender Sjóbirtingsveiðin fer að byrja fyrir alvöru þessa dagana, sumarið í fyrra var ekki gott, en þetta verð- ur vonandi í lagi. Við fréttum af veiðimönnum sem voru í Tungufljóti fyrir fáum dögum og þeir veiddu 8 fiska, sá stærsti var 11 pund. Já, við vorum að tala um lokatöl- urnar og þær eru byrjaðar að koma, Þverá og Norðurá í Borgar- frrði eru hættar þetta sumarið. Lokatölur úr Þverá og Kjarrá eru 2140 laxar og lokatölur úr Norðurá eru 1680 laxar. Rangárnar eru enn í gangi og þar eru komnir 2400 lax- ar, Grímsá í Borgarfirði er enn þá í gangi og þar eru komnir 1666 lax- ar. Langá á Mýrum hefur gefið 1520 laxa og eins og í Blöndu er enn þá veitt þar, en Blanda hefur gefið 1240 laxa. Mega muna sinn fífil fegri Veiðin í Elliðaánum hefur ekki gengið vel í sumar, núna eru komnir 442 laxar úr ánni en í fyrra veiddust aðeins 492 laxar, sem ekki þótti gott. Elliðaárnar þurfa nýtt andlit og það strax, veiðin er á nið- urleið. Skýrslan um vistfræðirann- sóknir á vatnasviði ánna verður vonandi til þess að eitthvað verður gert í málinu. Málið þolir ekki mikla bið eins og staðan er núna. „Ég hef oft veitt í Elliðaánum en sjaldan séð eins lítið af fiski og núna. Það eru laxar í henni en ekki mikið,“ sagði veiðimaður, sem hefur veitt í henni þrisvar í sumar og hefur aðeins veitt einn lax. „Maður veiðir ekki kvótann í ánni lengur, átta laxana, enda hef- ur enginn náð því í sumar og ég held bara einn í fyrrasumar eða tveir hafði náð því. Það er af sem áður var í Elliðaánum," sagði veiðimaðurinn í lokin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.