Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 32
 V í K I N G A FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnieyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Heimsókn Lennarts Meri, forseta Eistiands, stendur nú sem hæst. í gærkvöld hélt forseti íslands honum hátíðar- kvöldverðarboð en áður heimsóttu þeir Alþingi. Forsetarnir fara meðal annars til Akraness og Þingvalla. DV-mynd E.ÓI. V- Talinn nothæfur „Ég hef svo sem aldrei látið skoðanakannanir róta mér mikið til og geri það enn síður þegar um er að ræða per- sónuvinsæld- ir. En auðvit- að þykir mér heldur skárra að fleiri skuli telja mig not- hæfan stjóm- málamann en ómögulegan," sagði Stein- grímur J. Sigfússon í samtali við DV í morgun um könnun DV á vinsældum og óvinsæld- um stjórnmálamanna. -SÁ Táragas á ör- geðja rúðubrjót Þrír piltar á aldrinum 18 til 19 ára voru handteknir í miðbænum eftir átök við lögreglu í nótt. Samkvæmt j^upplýsingum lögreglunnar hafði einn mannana brotið sófa inni á Glaumbar og dyraverðir því kallað eftir lög- reglu. Eftir að lögreglan hafði verið á staðnum var manninum vísað út en það féll honum ekki betur í geð en svo að hann braut rúðu á útléiðinni og síðan aðra rúðu í nærliggjandi húsi. Lögreglan varð vitni að seinna rúðubrotinu og hugðist handtaka manninn. Hann snerist hins vegar til varnar og komu tveir félagar hans honum til aðstoður í átökunum við lögreglumennina sem einnig voru þrír. Svo fór að lögreglan þurfti að kalla til liðsauka og beita táragasi og kylfum til að yfirbuga ólátaseggina. Þeir voru fluttir á lögreglustöð og stð- an til aðhlynningar á slysadeild áður ^en þeir voru vistaðir í fangageymsl- um út nóttina. Piltarnir mega búast við sekt fyrir tiltækið. -GAR Fundahöld á nektarklúbbum: Klámkóngar vilja bæta ímynd sína „Við erum þegar búnir að halda tvo fundi og sá þriðji verður haldinn í næstu viku. Á fundunum reynum við að stilla saman strengi okkar og brjóta heilann I sameiningu um hvernig við getum bætt ímynd skemmtistaða okkar sem hefur ekki verið of góð,“ sagði Grétar Berndsen, eigandi nektardansstaðarins Óðals við Austurvöll. „Síðasti fundur var haldin í Bóhem við Grensásveg og þar mættu allir nema eigandi Club 7,“ sagði Grétar. Ólafur Arnúörð Guðmundsson, veitingamaðm’ á Club 7, segist ekki hafa áhuga á fundum sem þessum: „Ég er eintrjáningur og fer mínar eig- in leiðir. Ég veit ekkert hvað þessir kappar eru að bralla," sagði Ölafur Amíjörð sem var sveitarstjóri á Pat- reksfirði áður en hann sneri sér að rekstri nektardan- staðar stns við Hverfisgötu. Grétar Bernd- sen í Óðali þvertók fyrir að fundahöldin bæri að túlka sem und- irbúning hugsan- legs samruna nektardansstaðanna og sameiginlegs innflutnings á erlendum dansmeyjum: „Við erum einvörðungu að huga að ímynd okkar út á við og reyna að bregðast við í tíma,“ sagði Grétar. -EIR Grétar Berndsen í Óðali. Hýrudregnir skólaliðar: Borgin endurgreiðir Náðst hefur samkomulag milli Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Starfsmannafélags Reykjavíkur um lausn á málefnum skólaliða. Eins og DV greindi frá var dregið fyrirvara- laust af útborguðum launum all- margra þeirra um síðustu mánaða- mót, þar sem talið var að ella hefðu þeir fengið ofgreitt. Starfsmannafélag Reykjavíkur gekk í málið og niður- staða hefur fengist. Skólaliðum verð-. ur nú endurgreitt og mun Reykjavík- urborg sjá um að greiða mismuninn til baka. „Þessu máli er lokið með farsælum endi,“ sagði Sjöfn Ingólfsdóttir, for- maður Starfsmannafélags Reykjavík- ur, við DV i morgun. „í stórum drátt- um snerist málið um að skólaliðar eru ráðnir svokallaðri heilsársráðningu. Þeir vinna í níu mánuði og 120 klukkustundir til viðbótar. Þann tíma þurfa þeir að vinna í beinu framhaldi eftir að skóla lýkur eða áður en hann byrjar. Þessi misskilningur á rætur að rekja til þess hvenær menn byrja að telja fyrsta daginn í tólf mánaða starfi. Vegna þessarar mistúlkunar mynd- aðist gat sem menn töldu sig vera að stoppa í með því að skerða útborgun þeirra. í gær náðist niðurstaða með hvaða hætti skuli gera þetta. Því er hægt að loka málinu og munu skóla- liðar þeir sem dregið var af fá endur- greitt næstu daga. Það gerist með þeim hætti að borgin mun greiða mis- muninn til baka. Við erum mjög ánægð með þessar málályktir." -JSS MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 Þrátt fyrir að iðnaðarmenn séu sjaldgæf sjón í Reykjavík þessa dagana, nema í grennd við nýbyggingu Kringlunnar, rakst Ijósmyndari DV á þennan málara sem var önnum kafinn við að mála skipsmastur. Skipin þurfa líka sitt viðhald. Vera kann að einn skipverji hafi tekið verkið að sér. DV-mynd ÞÖK FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ Veðrið á morgun: Vætusamt á Austur- landi Suðaustlæg átt verður á land- inu, viða 5-8 m/s, og léttir til um landið vestanvert, en 8-13 m/s og áfram vætusamt á Austurlandi. Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig. Veðrið í dag er á bls. 29. MERKILEGA MERKIVELIN brother pt-2ioe nvvéi íslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stærðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 Nýbýlavegi 14 Slmi 554 4443 Veffanq: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.