Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐYIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformadur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfus^óri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórl: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Hrun Samfylkingarinnar Staða stjórnarflokkanna virðist sterk meðal kjós- enda. Skoðanakönnun DV leiðir í ljós að nær helm- ingur kjósenda styður Sjálfstæðisflokkinn og hefur fylgi flokksins aukist verulega frá kosningum á liðnu vori. Framsóknarflokkurinn stendur einnig styrkum fótum og er annar stærsti stjórnmálaflokk- ur landsins miðað við niðurstöður könnunar DV. Það er ekki lítill árangur hjá flokkum, sem eru bún- ir að sitja í ríkisstjórn í rúm fjögur ár, að nær sjö af hverjum tíu kjósendum sem afstöðu taka eru stuðn- ingsmenn þeirra. Þessi styrkleiki stjórnarflokkanna endurspeglar þá hagsæld sem íslendingar búa við og undirstrikar trú þeirra á framtíðina. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur fram að þessu tekist að sigla fram hjá þeim skerjum sem hafa verið á leið hennar. Fátt er ömurlegra fyrir stjórnmálamenn en að verða þess áskynja að málflutningur þeirra fellur í grýttan jarðveg meðal kjósenda. Samfylkingunni tókst ekki í liðnum kosningum að öðlast tiltrú al- mennings og tíminn hefur svo sannarlega ekki unn- ið með henni. Hrun blasir við Samfylkingunni sam- kvæmt könnun DV. Nú er svo komið að fylgið er komið niður í helming þess sem Sighvatur Björg- vinsson taldi að væri viðunandi í síðustu kosning- um. Þá var hann búinn að átta sig á að draumurinn um öflugan jafnaðarmannaflokk sem stæði jafnfætis Sjálfstæðisflokknum yrði ekki að veruleika. Margréti Frímannsdóttur, sem Sighvatur Björg- vinsson skipaði sérstakan talsmann Samfylkingar- innar, hefur ekki tekist að byggja upp trúnað og traust við kjósendur. Og ekki hefur hún fengið mikla hjálp frá samherjum sínum sem flestir þegja þunnu hljóði. Sighvatur Björgvinsson lætur ekki í sér heyra, Össur Skarphéðinsson hefur hægt um sig og meira að segja Jóhanna Sigurðardóttir er þögnuð. Guðmundur Árni Stefánsson hefur einn uppi til- burði til að takast á við pólitík, enda í óformlegu framboði til formanns Samfylkingarinnar þegar og ef að því kemur að bræðingur vinstrimanna velur sér formlega forystu. Á sama tíma og Margrét Frímannsdóttir fær lítinn hljómgrunn hjá kjósendum stendur fyrrum félagi hennar, Steingrímur J. Sigfússon, traustum fótum. Vinstrihreyfmgin, undir forystu fyrrum varafor- manns Alþýðubandalagsins, náði mun betri árangri í síðustu kosningum en margir reiknuðu með. Könn- un DV bendir til að flokknum hafi auðnast að halda því fylgi og það er nokkurt afrek. Vinstrihreyflngin virðist að vísu dæmd til að vera smáflokkur um ókomna framtíð, sem er í sjálfu sér ekki skrýtið fyr- ir flokk sem byggir tilvist sína fyrst og fremst á hug- myndum Steingríms, Hjörleifs Guttormssonar og Ög- mundar Jónassonar. Stærstu tíðindi könnunar DV eru annars vegar hrun Samfylkingarinnar og hins vegar að Fram- sóknarflokkurinn er annar stærsti stjórnmálaflokk- ur landsins. Samfylkingarsinnar leituðu huggunar, eftir afhroð í liðnum kosningum í þeirri staðreynd að bræðingur vinstrimanna væri annar stærsti þingflokkurinn. Ef svo fer sem horfir verður sálu- hjáp forráðamanna Samfylkingarinnar að koma annars staðar frá. Óli Björn Kárason Ég sendi um daginn stutta at- hugasemd í lesendadálk DV vegna viðtals við Carl I. Hagen, formann Framfaratlokksins í Noregi, sem hafði birst stuttu áður í blaðinu. I viðtalinu gefur Hagen íslendingum ráð varðandi vandamál sem geta komið upp vegna innflutnings út- lendinga og eitt af ráðum hans kem- ur fram í fyrirsögninni: Lokið á flóttafólkið meðan tími er til. í at- hugasemd minni gat ég þess að Hagen og flokkur hans hefði ýtt undir fordóma gagnvart nýbúum í Noregi og væri í raun hluti vand- ans. Þórarinn Jóhann Jónsson skrifar síðan lesendabréf í DV 6. september í tilefni af athugasemd minni. Hann skilur þaö svo að ég sé sammála Hagen um að vandamál séu til staðar í Noregi og spyr hvað ég leggi til að við gerum til að leysa umrædd vandamál. Raddir umburðarlyndis og gestrisni yfirgnæfandi Ég vil byrja á að hafna þeirri ráð- leggingu Hagens að loka á flótta- Nýbúarnir hafa ekki safnast saman í sérstökum hverfum hér á landi, börnin hafa lært íslensku og flest fullorðna fólkið komist allvel niður í málinu, segir í greininni. Marglitt samfélag er af hinu góða nokkur af þeim ráð- um sem Hagen gefur okkur og þar tek ég undir með honum. En það er líka mjög mik- ilsvert i þessu sam- bandi að andúð og áróður gegn fólki af ólíkum uppruna hefur ekki farið hátt hér, það hafa ekki komið upp neinir hópar eða flokkar sem hafa alið á kynþáttahatri eða fordómum svo orð sé á gerandi. Þótt það komi fyrir að fólk með ólíka menningu og litarhátt verði fyrir ýmsu óskemmtilegu, „Umburðariyndid felst í því að við getum látið ýmiss konar trú- arbrögð sem og trúleysi og alls kyns venjur, siði og viðhorf gilda saman í marglitu samfélagi. En við verðum líka að skapa um- burðarlyndinu skilyrði. Vestfírð- ingar gera það til dæmis með því að halda sameiginlega hátíð allra íbúa þar sem kunnátta, siðir og venjur allra fá að njóta sín. “ Kjallarinn Einar Ólafsson rithöfundur fólkið. Eg tel einfald- lega að okkur beri sið- ferðileg skylda til að hjálpa fólki í neyð og veita því hæli ef þörf er á og eftir því sem við höfum tök á. Ég tel það vera af hinu góða að fólk hafl sem mest frelsi til að flytjast milli landa. Fólks- flutningar eru stað- reynd og í mörgum löndum er orðin mikil blanda af fólki af ýms- um uppruna. Þeirri þróun verður ekki snúið við. Það er al- gerlega óraunhæft að ísland skeri sig þar úr, hvað sem menn vilja. Það er þó svo að víða hafa ýmis vand- amál fylgt stórfelldum innflutningi erlendra manna, sérstaklega séu þeir frá öðrum heimshornum með ólíka menningu og annan litarhátt. Þótt hér megi margt betur fara og við getum margt lært af reynsl- unni í öðrum löndum, þá hafa þessi vanda- mál þó verið tiltölu- lega lítil hér. Það held ég að sé meðal annars vegna þess að nýbú- amir hafa ekki safnast saman í sér- stökum hverfum þar sem þeir hafa einangrast frá innfæddum. Börnin hafa lært íslensku og flest fullorðna fólkið komist allvel niður í málinu. Þetta er reyndar í samræmi við þá eru raddir umburðarlyndis og gestrisni sem betur fer yfirgnæf- andi. íslendingar ólíkir innbyrðis Þórarinn segist ekki vilja flytja vandræði heim í sinn garð og fmnst sín trú, venjur, siðir og við- horf eiga að gilda í sínum samfé- lagi. Umburðarlyndið felst í því að við getum látið ýmiss konar trúar- brögð sem og trúleysi og alls kyns venjur, siði og viðhorf gilda saman í marglitu samfélagi. En við verð- um líka að skapa umburðarlynd- inu skilyrði. Vestfirðingar gera það til dæmis með því að halda sameig- inlega hátíð allra íbúa þar sem kunnátta, siðir og venjur allra fá að njóta sín. Auðvitað heldur ís- lenska áfram að vera opinbert mál á Vestfjörðum og nýbúarnir þar verða að sætta sig við skötuilminn þegar innfæddum dettur í hug að elda skötu. Við þurfum að skapa aðfluttu fólki skilyrði til að viðhalda sinni menningu og rækta hana. Við skulum athuga það sem oft gleymist að íslendingar eru líka mjög ólíkir innbyrðis. Sumir hafa mestan áhuga á íþróttum svo að jaðrar við sérstaka menn- ingu, öðrum finnst fátt hafa gildi annað en listir, svo dæmi sé tek- ið. Sumir hlusta á rapp en aðrir Bach. Jafnvel í sömu fjölskyldu. Og íslendingar hafa mjög mis- munandi viðhorf. Með venju- legri tillitssemi gengur sambúð- in þó vandræðalitið. Vandræðin byrja kannski þegar við fórum að ganga út frá að það sé eitt- hvað vandasamara að búa sam- an þótt einn trúi á Allah og ann- ar Krist eða einn sé dökkur og ann- ar ljós yfirlitum eða forfeður sumra hafi kveðið rímur en ann- arra sönglað einhvern veginn öðru- vísi. Einar Ólafsson Skoðanir annarra Til hamingju, KR „Sigur í keppnisíþróttum er sjaldnast tilviljunum háður, miklu frekar uppsker íþróttafólk laun erfiðisins - eins og til hefur verið sáð. Ástæða er til að óska Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur og hinum fjölmörgu áhan- gendum þess til hamingju með afmælið og hinn góða ár- angur. Um leið skal þess minnst að ekkert stuðlar betur að vímuefnalausri æsku en það starf sem íþróttahreyf- ingin í landinu vinnur. Ekki er síst ástæða til að minn- ast þess á þeim válegu tímum sem við nú lifum.“ Úr forystugreinum Morgunblaðsins 14. september Bensínskattur bitnar ekki bara á forstjórum „Sjálfsbjörg samtök fatlaðra hefur Sent ríkisstjórn- inni ábendingu þess efnis að skattar á bíla og bensin bitni á félagsmönnum þar sem bifreiðar séu þeim afar mikilvægar. Þeim sem ekki búa við fótlun þykir mjög erfitt að vera án bíls í dagsins amstri .og það er vafa- laust nær ómögulegt fyrir fatlaða að sinna erindum sínum án þess að hafa bíl til umráða. Bifreiða- og bens- ínskattar bitna því ekki aðeins á forstjórunum á nýju jeppunum heldur einnig á öðrum sem geta ekki án bílsins verið; þeim sem fara langa leið til vinnu, for- eldrum sem þurfa að koma börnum sínum í og úr skóla og almennt þeim sem þykir óskemmtilegt að kynnast íslensku vetrarslagviðri of náið.“ Vef-Þjóðviljinn 14. september Davíö getur ekki lengur stungiö höfðinu í sandinn „Davíð Oddsson, forsætisráðherra, fer hamförum þessa dagana. Það er ekki nóg með að hann saki Kaup- þing um vafasama viðskiptahætti, ákveði hverjir mega eiga fjárfestingabanka og líki íslenskum athafnamönnum við rússneska mafíu, heldur hefur hann nú tekið að sér að skilgreina orsakir verðbólguvandans. Lengi vel vildi Davíð ekki viðurkenna nein þenslumerki þrátt fyrir að- varanir stjórnarandstöðu og fíármálastofnana. Nú, þegar verðbólgan hefur tvöfaldast á skömmum tíma og er sú mesta sem mælst hefur hér á landi í sex ár, getur forsæt- isráðherra ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Hag- fræðingar hafa bent á að ýmsar aðgeröir fyrri ríkisstjóm- ar Davíðs Oddssonar, svo sem breytingar á skattalögum og sala á hlutafé ríkisbankanna, hafí ýtt undir þenslu. En Davíð veit betur. Það er skuldasöfnun og þensla sveitar- félaga sem er verðbólguvaldurinn, að hans mati.“ Groska.is 14. september

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.