Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Page 4
„Eg hef aðeins einu sinni týnt
veskinu mínu. Það var þegar ég
var 16 ára gamall. Þetta sumar
hafði ég verið að vinna eins og
brjálæðingur við að steypa rör
og átti því orðið eitthvað af pen-
ingum. Ég ákvað að taka mér frí
úr vinnunni í einn dag enda
verslunarmannhelgi og ég
ætlaði að að skella mér á
ball í Miðgarði. Það var
lítið fjör á þessu balli
þar sem ég týndi ,?
veskinu áður en
ballið byrjaði og
voru það mikil
vonbrigði því í
veskinu voru
hvorki meira né
minna en 180 þús-
und krónur og í þá
daga var það and-
virði góðs bíls.
Veskið fannst aldrei
og ég hef ekki séð
þessa peninga síðan,
segir Magnús, þar sem hann
tekur sér stutta pásu frá æfing-
um á nýju leikriti um Latabæ
sem sýna á innan skamms í Þjóð-
leikhúsinu.
Magnús hefur svo sannarlega
lært af reynslunni því í dag geng-
ur hann varla um með lausafé á
sér. Veskið hans Magga er þó síð-
ur en svo tómlegt, heldur feitt
eins og vel alið svín.
„Ég viðurkenni að það er orðið
nokkuð svert, ég þarf greinilega
að fara að taka til í því,“ segir
Maggi og handleikur veskið.
Þetta er lítið og sætt, brúnt leð-
urveski sem hann keypti úti á
Ítalíu fyrir fjórum árum síðan.
Kannski dálítið stelpulegt en
mjög praktískt að hans sögn.
„Það er svo lítið að það kemst
í brjóstvasann sem er stór kost-
ur. Svo er það lika með svona lít-
illi simanúmerabók, „ segir
Magnús og flettir í gegnum þétt
skrifaðar blaðsíðurnar.
Það sem tekur þó mesta pláss-
ið í veskinu hans Magnúsar eru
nafnspjöld frá hinum og þessum,
sem og kvittanir.
„Ég hirði allar kvittanir og set
þær í heimilisbókhaldið," segir
Maggi, sem þrátt fyrir að hafa
ýmislegt drasl I veskinu sínu,
eins og lesendur geta séð hér til
hliðar, þá er hann greinilega
með fjármálin á hreinu. -snæ
GRIM
Síðan Magnús Scheving týndi 180 þúsund
krónum þegar hann var 16 ára gamall hefur
hann varla gengið um með lausafé á sér.
Veskið hans Magnúsar er þó síður en svo
tómt, heldur uppfullt af ýmsum sneplum
sem segja sína sögu um íþróttaálfinn.
Haugur af pósakvittunum, meðal ann-
ars frá Súfistanum, Hlíðarblómunum,
Húsamiðjunni og Hringbrautar-apóteki.
Kvittun frá saumastofunni Saumsprettan:
„Eglæt oft minnka föt á mig því ég er svo Ift-
III. Ég verð greinilega að fara að ná í þennan
jakka því hann var tilbúinn fyrir meira en
mánuði síðan.“
„Þetta kort nota ég bara erlendis.
Atlaskort með mynd af Magnúsi
sjálfum á framhliðinni: „Ég er ekki
með þetta kort út af myndinni, þó
hún sé náttúrulega mjög töff. Ég
nota þetta kort aðallega erlendis
eða ef ég þarf að kaupa eitthvað
sem konan mín má ekki vita um.“
„Þetta kort nota ég mest af
kortunum en þó verð ég að segja
að ég nota kort afskaplega lítið.“
Tímakort hjá Kírópraktor: „Ég fæ stund-
um þursabit í bakið og er því nýbyrjaður
hjá kírópraktornum Bergi Konráðssyni.
Hann er mjög góður."
Stundaskrá Aerobicks
sports: „Ég er með hana í
veskinu svo ég gleymi ekki
hvenær ég eigi að kenna.“
Herbergislykill frá Radison Edwardsen-hót-
elinu í London: „Nei, nei, hef ég stungið af
meö lykilinn þegar ég gisti þarna fyrir fjórum
mánuðum síðan. Ja, ýmislegt kemur nú í Ijós
gar maöur lagar til í veskinu sínu.“
í flugrútuna: „Ég
tók flugrútuna þegar ég
skrapp til Ítalíu um dag-
inn.“
IRadison Edward-
sen-hótelið í
London: „Ég hef
oft gist þarna."
Kvittun fyrir golf-
hring á A la Cante
Portúgal: „Þetta var
í fyrsta sinn sem ég
spilaði á alvöru golf-
velli. Ég splla ekki
oft golf enda er ég
alveg rosalega léleg-
ur.“
jLestarmiði frá London:
„Þegar ég er í London ferð-
ast ég svo að segja allt
með underground-inum því
það er einfaldlega svo
þægilegt."
Samtals peningar í
veskinu 2385 og 2000
pesetar frá einhverri utan-
landsferðinni.
f Ó k U S 24. september 1999