Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Qupperneq 11
I t Fær þessi a bakinu a vna^ til 9.ð Þegar eðal-grugghljómsveitin Soundgarden hætti störfum árið 1997 eftir 12 ára samveru var engin full- nægjandi skýring gefin á skilnaðin- um. Hljómsveitin hafði ekki gengið í gegnum krísu af nokkurri sort, nýjasta platan (Down On The Upside) var að seljast vel og allt virt- ist eins og blómstrið eina. Það eina sem heyrðist og gat skýrt dauða sveitarinnar var hið sígilda hjal um „tónlistarlegan ágreining". Nú er Chris Cornell, söngvari og aðalkarl Soundgarden, mættur með sína fyrstu sólóplötu, „Euphoria Morning", og erfitt er beinlinis að koma auga á í hverju „tónlistarlegi ágreiningurinn" lá, svo lík er platan því poppaða gruggrokki sem gamla sveitin hans lagði stund á. Chris er reyndar léttari á bárunni og rokkið er ekki framreitt á jafn spark-í- hreðjarnar-legan hátt og áður. Yfir öllu liggur svo auðþekkjanleg söng- rödd Chris sem getur klifrað upp á háa-C-ið eins og glaðasti geldingur jafnt sem jarmað á bassanótunum eins og búktalari Satans. Einrænn kokkur gerist rokkari Chris fæddist í Seattle 20. júlí 1964, yngsta bamið í stórri kaþólikka-fjöl- skyldu. Tíu ára gafst Chris litli upp á gítar- og píanótímunum sem hann hafði verið settur í og fór að sukka stíft með dópæsku Seattle. Hann fékk þó snemma nóg af helvitis dóp- vitleysunni og hefur verið skrauf- þurr síðan um fermingu. Á tánings- aldrinum miðjum fór Chris að vera Ghris Cornell var söngvarinn og aðal- gaurinn í hinni þrýstnu gruggrokk- hljómsveit Soundgar- den. Nú, tveimur árum eftir að Sound- garden hætti störfum, er söngvarinn snúinn aftur í kastljósin með sólóplötu sem er undir áhrifum frá Bítl- unum og full af per- sónulegum textum. sjúklega einrænn, og er einveran þema sem hann notar í mörgum text- um. Foreldrar hans skyldu þegar hann var 15 ára og Chris notaði tækifærið til að hætta í kaþólska skólanum og gerast kokkur. Hann fékk vinnu á frægum sjávarréttar- stað.í Seattle en var svo þurr á manninn við samstarfsfólkið að hann var næstum rekinn. Það er ljóst að þar hefur verið farið fram á að starfsfólk væri „hresst". Aum- ingja Chris væri eflaust enn að svitna feiminn yfír risarækju-risotto ef rokkið hefði ekki komið eins og sá frelsandi gustur sem það er inn í líf hans. Þegar hann var sautján fann hann sig í að lemja á trommur. Sú iðja hélt athygli hans miklu betur en taumlaus tuggan sem dæld hafði ver- ið yfir hann í skólakerfmu. Chris fór trommandi á milli nokkurra kóver- hljómsveita uns hann hitta gaurana sem stofnuðu með honum Soundgar- den 198, sem varð ásamt Nirvana og Green River (síðar Mudhoney) frum- kvöðull i gruggrokkinu og kom Seattle-borg eftirminnilega á rokk- kortið. Chris trommaði fyrst en þótti mun efnilegri sem söngvari því hann gat sungið hærra en aðrir meðlimir. Til að vera gjaldgengur lagahöfund- ur tók Chris upp þráöinn frá gítar- tímum barnæskunnar og spilaði á ryþmagítar á seinni stigum Sound- garden. Hann varð afkastamikill laga- og textahöfundur með tímanum og samdi öll helstu lög Soundgarden, t.d. „Outshined" af Badmotorfmger (1991), sem fyrst vakti verulega at- hygli á bandinu, og svo snilidarlögin „Black Hole Sun“ og „Spoonman" af meistaraverkinu Superunknown (1994) sem hann fékk Grammy-verð- laun fyrir. Persónulegi trúbadorinn „Allt í einu gat ég gert það sem ég vildi og ég varð eiginlega bara hrædd- ur,“ segir hann um það að vinna einn á báti. „Ég varð fyrir miklum áhrif- um frá Bítlunum. Ekki beint Bítla- sándinu eða lögunum þeirra, heldur það hversu fjölbreytta tónlist þeir leyfðu sér að spila. Þeir tóku mis- „Allt í einu gat ég gert það sem ég vildi og ég varð eiginlega bara hræddur," segir Chris Cornell um það þegar hann yfirgaf Soundgarden. munandi stíla og „fíling" og tileink- uðu sér og gerðu sína eigin.“ Víst er sólóskífa Chris fjölbreytt, þó alltaf sé auðheyrt hver sé á ferð. Chris er þó að prófa að syngja á fjöl- breyttari hátt en áður, í einu lagi er hann t.d. ótrúlega líkur Thom Yorke og í öðru rymur hann eins og argasti blökkublúsari. „I Soundgarden var söngurinn hugsaður sem fimmta hljóðfærið,“ segir hann, „og textarnir voru undir áhrifum af því hvemig lögin voru. Á þessari plötu er þessu öfugt farið; tón- listin er sniðin að því hvemig text- amir era. Auðvitað er músikin mikil- væg en ég vildi að textamir og rödd- in væru í fyrsta sæti. Þegar textarnir era mikilvægasti hlutinn þá verður maður nú varla mikið persónulegri.“ Chris semur t.d. lag til heiðurs vini sínum, trúbadornum Jeff Buckley sem var mörgum harmdauði er hann drukknaði. Auðvitað var Chris í vafa um það hvort hann ætti að ganga alla leið, enda kemur hann af kynslóð sem á erfitt með að opna sig og fellur bet- ur að fela tilfinningar sínar með kald- hæðni. „Þegar ég var að semja textana var ég með ákveðið kerfi í gangi. Ef ég samdi eitthvað sem var á grensunni spurði ég sjálfan mig: „Vil ég virki- lega að fólk heyri mig segja þetta? Er þetta of persónulegt? Ég fattaði að þessar efasemdir, þessi hræðsla, var af hinu góða og þýddi bara að það sem ég var að semja væri kraftmik- ið.“ Það sem skiptir Chris þó alltaf mestu máli er það hvort tónlist hafi einhver tilfinningaleg áhrif á hann. „Þegar ég sem tónlist eða hlusta á tónlist er aðalspurningin alltaf: - Fær þessi tónlist hárin á bakinu á mér til að rísa? - Allt annað skiptir miklu minna máh.“ Dr. Gunni BMW Compact Sport Edition Engum líkur Glæsilegur BMW sportbfll! Glæsilegur BMW, hlaðinn aukahlutum og búnaði, með aksturseiginleika sem aðeins BMW státar af. Sérstakur búnaður: • M-leður/tau áklæði á sætum • M-leðurklætt stýri • M-fjöðrun • M-spoilerar allan hringinn • 10 hátalara hljómkerfi • Þokuljós • Fjarstýrðar samlæsingar og ræsivörn BMW ánægja og öryggi: • BMW útvarp með geislaspilara • ABS og ASC+T spólvörn • 4 loftpúðar, 5 höfuðpúðar • Vökva- og veltistýri • Frjókornasía í loftræstingu 1 .948.000 kr. • Aukabúnaður á mynd: álfelgur. 24. september 1999 f Ókus 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.