Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Page 14
Martin Lawrence sló Kevin Costner við Vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum þessa dagana er Blue Streak, gamanmynd með Martin Lawrence í aðalhlutverki, og um síðustu helgi hafði hún vinninginn yfir For Love of the Game, nýjustu kvikmynd Kevins Costners sem þó fékk ágæta aðsókn. Kannski hafa þar • haft eitthvað að segja al- varleg veikindi Lawrence en hann fékk hjartaáfall þegar hann var að skokka í nágrenni heimilis síns og steig ekki fram úr rúmi fyrr en á frumsýningardag. Gagn- rýnendur hafa ekki tekið neinum silkihönskum á myndinni en eru þó sammála um að Lawrence sýni góðan leik og bjargi því sem bjargað verður. John Waters ræður Melananie Griffith John Waters er að hefja tökur á Cecil B. Demented en hugmynd- ina að þeirri kvikmynd segist hann hafa fengið í gegnum at- burði sem hentu milljónaradótt- urina Patty Hearst á sínum tima. Fjallar myndin um kvikmynda- stjömu sem er rænt af nokkrum ósvífn- um kvikmynda- gerðarmönnum sem starfa að mestu í klámbrans- anum. Er hún neydd til þess að leika í 8 mm kvik- mynd sem þeir eru að gera. Nafn myndarinnar er nafn leikstjórans sem stjómar myndinni. Melanie Griffith leikur stjörnuna, Stephen Dorf leikstjórann og Alicia Witt leikur klámmyndastjörnu sem heitir Cherish Oh Lordy. Professor Klump kemur aftur Vinsælasta kvikmynd Eddie Murphys á síðustu misseram er The Nutty Professor. Eftir frekar daprar viðtökur sem Holy Man, Life og Bowfmger, siðustu kvik- myndir hans, hafa fengið þótti honum öruggast að róa á örugg mið og nú er verið að und- irbúa The Nutty Professor 2: Klumps. Þar birt- ast aftur á hvíta tjaldinu prófessor Sherman Klump og hin hliðin á honum, Buddy Love. Eins og flestum er kunnugt er hugmyndin að prófessornum vitlausa fengin frá Jerry Lewis sem lék hann í samnefndri kvikmynd snemma á sjöunda áratugnum. Mótleikarar Murphys í framhaldinu era Jada Pinkettt Smith (var einnig í fyrri myndinni) og Janet Jackson. Bruce Willis víll meíri leik og minni hasar Bruce Willis getur tekið það ró- lega þessa dagana þar sem nýjasta kvikmynd hans, The Sixth Sense, stefnir á það að verða næstvinsælasta kvikmynd- in í Bandaríkjunum á þessu ári. í kjölfarið segir Willis að nú sé komið að því að sýna hvað í honum býr í dramatiskum hlutverkum og fljótlega verður frumsýnd Break- fast of Champ- ions sem Alan Rudolph leikstýr- ir. Willis segir: vinna með Alan Rudolph leysti mig frá því að vera kvikmyndstjarna og verða leikari að nýju.“ Myndin er gerð eftir skáldsögu Kurt Vonnegut. Mót- leikarar Willis eru Nick Nolte og Barbara Hersey. Kresten (Anders W. Berthelsen) stendur yfir líki föður síns. Dogma mynd númer 3, Síðasti söngur Mifume verður frumsýnd í Háskólabíói í dag. Það er erfitt að koma með dogma mynd í kjölfarið á Festen en Mifume hefur staðið undir öllum væntingum og fengið frábærar viðtökur. Hún var frum- sýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar og fékk þar Silfu- björninn og Iben Hjejle fékk sér- stök verðlaun sem besta leikkon- an. Síðan þá hefur myndin verið sýnd víða og fengið fjöldann allan af verðlaunum, m.a. var hún valin besta norræna kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í ágúst. í myndinni segir frá Kresten sem á brúðkaupsnótt sína er VcLk- inn og honum sagt að faðir hans sé látinn. Hann yfirgefur brúður sína og heldur til búgarðs foðurs síns sem er í einangruðu sveitarfé- lagi. Þar þarf hann ekki aðeins að sjá um útför föður síns heldur einnig að ákveða framtíð þroska- hefts bróður síns. í stað þess að taka ákvörðum fær hann eiginkonu sína til að koma á bóndabýlið og ræður jafnframt ráðs- konu sem reynist vera vændiskona með fulla ferðatösku af leyndar- málum. Soren Kragh-Jacobsen er einn þekktasti leikstjóri Dana og tvær fyrstu kvikmyndir hans Sjáðu sætan nafla minn og Gúmmi Tarzan eru meðal vinsælustu kvikmynda sem Danir hafa gert. Áður en hann hóf gerð Síðasta söngs Mifume leikstýrði hann The Island on Bird Street sem einnig var frum- sýnd á kvik- myndahátíð- inni í Berlín. Þess má geta að nafn mynd- arinnar seg- ir Kragh- Jacobsen hafa fengið þegar hann frétti lát japanska leikarans Tos- hiro Mifume; fannst honum Kresten eiga margt sameiginlegt með samúræjanum sem Mifume lék í meistaraverki Kurosawa, Sjö sam- úræjar. -HK Little City í Stjörnubíói: Getur Jon Bon Jovi leikið? Þessari spurningu geta allir sem leggja leið sína í Stjörnubió á næstunni fengið svar við, en í dag er frumsýnd þar ný kvikmynd, Little City þar sem þessi frægi poppsöngvari leikur eitt aðalhlut- verkið. Myndin fjallar um sex manneskjur á þrítugs- og fertugs- aldri sem tengjast á ýmsan hátt í þessari rómantísku gamanmynd. Öðrum megin höfum við Ádam (Josh Charles) sem er málari og leigubílstjóri. Hann er einn af þeim sem aldrei tolla með sömu konunni þrátt fyrir að ekki vanti viljann til að láta samböndin ganga upp. Besti vinur Adams er Kevin (Jon Bon Jovi), barþjónn sem leitar að hinni einu sönnu ást. Vinkona þeirra er Nina (Ana- bella Sci- orra), kokk- Joanna Going, Jon Bon Jovi, Pen- elope Ann Miller og Josh Charles eru í leit að hamingju. ur sem telur að aðeins aular vilji vera með henni og þar eru með- taldir Adam og Kevin, en hún er búin að vera með þeim báðum. Hinum megin höfum við Rebeccu (Penelope Ann Miller) sem hefur nýverið flutt til San Francisco og er ekki alveg með það á hreinu hvort það eru karl- menn eða kvenmenn sem hún vill hafa sem bólfélaga. Hún fær vinnu á barnum þar sem Adam vinnur og lendir fljótt í ástarsam- bandi við Anne (JoBeth Willi- ams) listakennara. í rúminu hjá Anne kemst Rebecca að þvi að það eru ekki konur sem veita henni ánægju. Hjá Anne hittir hún Kate (Joanna Going), fýrr- um kærustu Adams, sem öfugt við Rebeccu er búin að uppgötva að konur höföa meira til hennar. Sexmenningarnir eiga síðan eftir að rugla saman reytum á ýmsan hátt. -HK bíódómur Laugarásbíó - The Out-of-Towners ★ ★ Stt©v© ©g tSoldi© Steve Martin og Goldie Hawn eru gamanleikarar af guðs náð og búa yfir svo miklu aðdráttarafli að ef þeim tekst vel upp þá vill gleym- ast að oftar en ekki er innihaldið rýrt. Svo er með The Out-Of- Towners þar sem í raun skiptir ekki máli um hvað myndin snýst - þar er horft á tvo góða gamardeik- ara gera það sem þeir kunna best. Sem betur fer ná þau ekki alveg að dóminera í myndinni því þau fá gott aðhald frá John Cleese sem mættur er nánast í klæðskera- saumuðu hlutverki, hótelstjóra á finu hóteli í New York sem reynist vera klæðskiptingur. Cleese alveg eins verið að endurtaka hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Fawlty Towers. Steve og Goldie leika hjónin Henry og Nancy Clark. Þau eru orðin ein í kotinu og sjá fram á langt ævikvöld þar sem gleymst hefur að leggja rækt við eldinn sem leiddi þau saman í upphafi. Henry er á leið til New York til að athuga atvinnutilboð sem hann segist hafa fengið. í fyrstu vill Nancy ekki fara með honum en glóðin er enn log- andi og hún fer í humátt á eftir honum. Nú taka við tuttugu og fjór- ar klukkustundir í stórborginni þar sem þau eru án farangurs, pen- inga og kreditkorta og hafa því i fá hús að venda. Henry er dálítið pirr- aður á þessu öllu saman, sem ekki er furða þar sem hann er atvinnu- laus, en það veit frúin ekki. Mitt í öllum látunum tekst þeim að blása í glóðina sem var að slokkna. Steve Martin og Goldie Hawn hafa áður leikið saman með góðum árangri í Houseguest. Þar sópaði meira að þeim, enda höfðu þau á milli handanna bitastæðara hand- rit. The Out-of-Towners er byggð á gamanmynd frá 1970 sem bar sama nafn. Handritið að þeirri kvik- mynd skrifaði Neil Simon og þó að þessi útgáfa sé byggð á handriti hans þá sést lítið af snilligáfu Simons, sem einkennt hefur leikrit hans og kvikmyndahandrit, heldur er handritið frekar hugmyndas- nautt og þríeykið ágæta, Mart- in/Hawn/Cleese, sem öll hafa gert betur, eru á hálum ís en skauta af list fram hjá þynnsta laginu. Leikstjóri: Sam Weisman. Handrit: Marc Lawrence. Kvikmyndataka: John Bailey. Tónlist: Marc Shaim- an. Aðalleikarar: Steve Martin, Goldie Hawn og John Cleese. Hilmar Karlsson 14 f ÓkllS 24. september 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.