Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Síða 19
! myndlist Lífid eftir vinnu Fyrir börnin Ævitýrið um ástina er sýnt sem fýrr I Kaffileik- húsinu í dag kl.13. Ævintýrið er eftir Þorvald Þorsteinsson. Hinir fullorðnu skemmta sér jafnvel og börnin, enda er allur texti í bundnu máli. Aðgöngugjald er 1200 kr. og sýningin hefst kl. 13, eins og áður sagði. •Opnanir Helga Magnúsdóttir opnar sýningu á vatns- litaverkum í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 í dag kl.14. Helga brautskráðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla Islands. Helga hefur haldið fleiri einkasýningar og jafnframt tekið þátt í samsýningum hérna heima og erlendis. Helga á verk á ýmsum opinberum stöðum, þar á meðal Listásafni Islands. Sýningunni í List- húsi Ófeigs lýkur 13. október og verður opin á almennum verslunartíma. l/ Magnús Kjartansson opnar málverkasýn- ingu í Galleríi Sævars Karls klukkan tvö. Þetta er önnur sýning Magnúsar þar á þessu ári. Magnús sýnir núna „uppstillingar", kyrra- lífsmyndir sem hann málaði fyrir nokkru. Magnús er einn af færustu málurum okkar Is- lendinga, sýningar hans hafa alltaf vakið mikla athygli og góða aðsókn. Sævar Karl og félagar bjóða alla velkomna og að þiggja veitingar. Klukkan 15 verður opnuð sýning I anddyri Nor- ræna hússins á grafíkverkum eftir norska list- málarann John Thdrrisen. Sýningin ber yfir- skriftina Öðruvísllandiö og er þar vísað til samnefnds Ijóðs eftir norska skáldið Rolf Jac- obsen en John Thprrisen hefur gert myndröð helguð Ijóðum skáldsins. Listamaðurinn verð- ur viðstaddur opnun sýningarinnar. Á sýning- unni eru níu grafíkverk unnin með steinprent- stækni og jafnmörg Ijóð sérþrykkt. John Thprrisen var náinn vinur Rolfs Jacobsens. Hann hefur haldið margar einkasýningar frá 1974 og tekið þátt í samsýningum í Noregi og víðar. Myndefni Thprrisens er einkum ex- pressjónistísk og draumórakennd skynjun á landslagi, ýmist með eða án manna og dýra. I málverkum sínum, vatnslitamyndum og stein- prenti vinnur hann aðallega með andstæðu- liti, yfirleitt gult, blátt og rautt. Sýningin í and- dyri Norræna hússins verður opin daglega kl. 9-18, nema sunnudaga kl. 12-18. Henni lýkur 24. október. Aögangur er ókeypis. Pétur Örn sýnir í garðinum að Ártúni 3 á Sel- fossi og sama sýning er einnig í Danmörku og í Þýskalandi. Þetta er víst eitthvað ógurlega sp- eisað dæmi og virkilega flippað. Pétur Örn er að vinna með þrjá hluti í þessum garði fyrir austan fjall. Þeir eru vél, fáni og silhouettur. Ef þið viljið sjá sýninguna þarf að hringja í síma 482 3925. Þá er það sýningin Sænskt bein í ís- lenskum sokki í Nýlistasafninu, Vatnsstlg 3b i Reykjavík. Sýningin er annar hluti sam- vinnuverkefnis milli Nýlistasafnsins og Galleri 54 I Gauta- borg. Fyrri hluti sýn- ingarinnar fór fram s.l. vor, en þá sýndu 9 íslenskir listamenn i Gautaborg. En á sýningunni í Nýlistasafninu sýna 6 sænskir listamenn á tveimur hæðum hússins. Sýningarnar eru opnar daglega frá 14.00 -18.00 nema mánudaga og þeim lýkur 17. október. Aðgangur er ókeypls og allir vel- komnir. Inga Rósa Loftsdóttir sýnir Ævisögu i Geröar- safnl í Kópavogi. Sýningin er opin daglega frá kl. 12-18 nema mánudaga en þá er lokað. Helga Þórðardóttir er með skemmtilega og fjöl- skylduvæna sýningu í Gerðubergi kl. 16. Sýning- in samanstendur af myndum sem Helga málaði á siðasta ári með vatnslitum, pasteli og olíu. Friö- riksson s> mr ■ Gallerý Nema I hvaö, Skola- I 22c. s JMj Strakurinn i HH . 1 u,rift.iii ■ [2 Mynd- og hand. og sýnir skúlptúr-verk sem er frekar ópólitiskt. Myndlistamaðurinn Ólafur Lárusson opnar sýn- ingu á verkum sínum i Listasafni Kópavogs Gerðasafni. Ólafur sýnir þar málverk, teikning- ar og þrívið verk. Hann hefur tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum og haldið margar einka- sýningar hér heima og erlendis. Sýningin stend- ur til 10. október. Benedikt Gunnarsson sýnir sýninguna Sköpun, lif & Ijós, þessa dagana I Listasafni Kópavogs, Gerðasafni - austursal. Sýningin samanstendur af olíumálverkum og akrýl- og pastelmyndum. Opiö alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Helga Magnúsdóttir opnar sýningu á vatnslita- verkum I Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5. Helga brautskráðist frá Myndlista- og handíða- skóla íslands. Helga hefur haldið fleiri einka- sýningar og jafnframt tekið þátt í samsýningum hérna heima og erlendis. Helga á verk á ýms- um opinberum stöðum þar á meðal Listasafni Islands. Sýningunni I Listhúsi Ófeigs lýkur þann 13. október og verður opin á almennum versl- unartíma. Nú standa yfir þrjár sýningar í Listasafni ís- lands. Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir nokkurs- konar yfirlitssýningu sem spannar 20 ára feril og sýningin er liður í þeirri viðleitni safnsins að sinna með sérstökum hætti því markverðasta sem er að gerast í islenskri myndlist. Svo er það sýníngin Nýja málverkið á 9. áratugnum og Öræfalandslag. Á þessum sýningum eru meðal annars verk eftir Jón Óskar, Daða Guðbjörns- son, Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur, Tuma Magnússon og Kristján Steingrím. One o One Shopping, Laugavegi 48b er listræn fatabúð. Nú stendur yfir sýningin Listir. Það eru þau Gabríella Friðriksdóttlr og Magnús Sig- urðsson sem hafa skapað sýninguna en þau kalla sig Maggoggabb ehf. Sýningin sam- anstendur meðal annars af málverkum og Ijóð- um. Opnunartímar eru eftirfarandi: mán.-fös. frá 12-19, lau. frá 11-16 og á sun. frá 14-17. Frakkinn Jean Posocco sýnir vatnslitamyndir af hrauni og vatni i Listakoti, Laugavegi 70, þessa dagana. Sýningin er opin frá 12-18 alla virka daga og 10-16 laugardaga. í nýjum sal félagsins (slensk grafík að Tryggva- gótu 17 (hafnarmegin) stendur sýning á verk- um unnum á pappír; gráfik, teikningar og Ijós- myndir. Meðal þeirra sem sýna að þessu sinni eru Einar Falur Ingólfsson, Guðmundur Ingólfs- son, ívar Brynjólfsson, Spessi og Þorbjörg Þor- valdsdóttir. Öll sýna þau Ijósmyndir sem ekki hafa sést áður í Reykjavík. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags, kl. 14-16. Aðgangur er að öllu leyti ókeypis. Nú stendur yfir sýningin „Málverk og teikning- ar“ eftir Kristján Guðmundsson i galleríinu að Ingólfsstræti 8. Aðdáendur eru hvattir til að mæta og stiðja kauða. Bikarar nefnist sýning Kolbrúnar S. Kjarval á leirmunum í Stöðlakotl við Bókhlöðustíg. Sýn- ingin er opin alla daga frá kl. 14-18. I Listasafni ASÍ stendur yfir sýning á verkum Daða Guðbjörnssonar. Á sýningunni eru 20 olíu- málverk þar sem reynt er að lýsa ynim flókna nú- tíma á Ijóðrænan og persónulegan hátt, án þess að reyna að einfalda myndmálið og kveðja þannig öldina á tímum þar sem myndlist á ekki neina sérstaka merkingu. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl.14-18. Alan James sýnir málverk sín i sameiginlegu sýningarrými Gallerís Foldar og Kringlunnar á annarri hæð Kringlunnar gegnt Hagkaupum. Alan sýnir 8 olíumálverk og stendur sýningin til 15. október. Sýningin er opin á venjulegum opn- unartíma Kringlunnar. Myndlistarsýning Sólveigar Blrnu Stefánsdóttur, i Gallerí Sölva Helgasonar aö Lónkoti i Skaga- firði, sem Ijúka átti 15. september, hefur verið framlengd til 30. september. Á sýningunni eru myndir af hestum. Friðrik Jónsson heldur málverkasýningu i Lista- horninu, Kirkjubraut 3, Akranesi og lýkur henni 4. október. Sýndar verða vatnslitamyndir og olíu- málverk, sem flest eru ný. Friðrik hefur verið við nám í Myndlistaskóla Kópavogs frá 1992 í teikn- ingu, módelteikningu og síðar! vatnslitum og ol- íumálningu. Friðrik hefur einnig sótt námskeið í West Dean College i Sussex í Englandi og einnig sótt tvö sumarnámskeiö njá Bridget Woods hér á landi. Þetta er þriðja elnkasýning Friðriks. Sýningin UNG.DOK.97 er í Gallerí Geysi Hinu Húsinu v/lngólfstorg þessa dagana. Sýningin stendur til 3.10. Hún er í tengslum við stórborg- araráðstefnuna „Storbyens hjerte og smerte" sem er haldin í borginni um þessar mundir. UNG.D0K.97 var Ijósmyndasamkeppni undir stjórn Völundarhússins, ungmennaverkefni tengt bæjarfélaginu í Bergen. Þau gáfu 130 ungmennum í Bergen á aldrinum 14-21 árs, einnotamyndavélar árið 1997. Ungmennin áttu að skrásetja hversdagsleikann með orðin föt, líkaml, felulitlr og kærleika i huga. Alls voru um 2000 myndir framkallaðar og eru allir sigurveg- arar með á sýningunni, tiu talsins. Magnús Kjartansson opnar málverkasýningu I Gallerí Sævars Karls. Þetta er önnur sýning Magnúsar hjá okkur á þessu ári. Magnús sýnir núna „uppstillingar". kyrralifsmyndir sem hann málaði fýrir nokkru. Magn- ús er einn af færustu mál- urum okkar íslendinga, sýningar hans hafa alltaf vakiö mikla athygli og góða aðsókn. Sævar og félagar bjóða alla vel- komna. Tölvumyndlist, eða stafræn myndlist (Digital art) er listform sem er mjög að ryðja sér til rúms á tímum aukinnar tölvutækni. Er hér ótvírætt kominn til sögunnar nýr valmöguleiki fyrir fólk sem vill finna farveg fyrir sköpunargleði sina og nýta til þess spennandi nútímatækni. Tölvu- myndlistamaðurinn Ellert Grétarsson opnaði um síðustu helgi sýningu á Cafe Nlelsen á Egils- stöðum. Þar má sjá 21 tölvumyndverk eftir hann. Einnig hefur Ellert uppfært vefgalleriið Gallerí Elg, sem er á slóðinni www.eld- horn.is/~elg. I galleríinu og á sýningunni er að finna myndir sem eiga það sameiginlegt að vera unnar með tölvutækni eingöngu. Við gerð þeirra er þrívíddartækni og stafræn myndvinnslutækni notuð í bland. Sýningin á Café Nielsen verður opin út þennan mánuð en í október veröur hún sett upp í Keflavík. Snjólaug Guðmundsdóttlr frá Brúarlandi sýnir vefnað og flóka í Listhornlnu, Akranesi. I Lónskot, norðan Hofsóss, sýnir Ragnar Lár teikningar sínar. Efni þeirri tengist þjóðsöguleg- um atburðum sem gerðust I Skagafirði. Óteljanlegur fjöldi snjallra myndlistakvenna sýnir á samsýningunni Land sem nú stendur yfir í Listasafnl Árnesinga á Selfossi. Þetta er að sjálfssögðu allt saman algjör snilld og fólk sem mætir ekki hlýtur að vera eitthvað bilað, enda frítt inn. Sýningin er opin fimmtudaga til og með sunnudaga. í Safnasafninu á Svalbarðsströnd standa nú yfir níu sýningar. Sú nýjasta er sýning Hannesar Lár- ussonar á 33 ausum og fleira spennandi. I Hólum í Hjaltadal stendur yfir kirkjusýningin Heyr himnasmlður. 24. september 1999 f Ókus 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.