Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1999
Fréttir
i>v
Forsetinn útskrifaður af sjúkrahúsi í gær:
Meö vinstri hönd í fatla
og þá hægri í löfa Dorrit
Dorrit Moussaieff leiddi og studdi
Ólaf Ragnar Grímsson, forseta ís-
lands, út úr Sjúkrahúsi Reykjavíkur
á slaginu klukkan 15 i gær þegar
forsetinn útskrifaðist þaðan með
brotna öxl eftir fall af hesti. Forset-
inn hafði dvalið næturlangt á
sjúkrahúsinu og samkvæmt heim-
ildum DV vék Dorrit ekki frá
sjúkrabeði hans allan tímann. Er
þau gengu út af sjúkrahúsinu inn í
leifturljós myndavéla og hóp fjöl-
miðlamanna, sem beið fyrir utan,
duldist engum að þar fór ástfangið
par. Lófar þeirra voru sem eitt og
takinu aldrei sleppt. Úr augum
skein væntumþykja, traust, ást.
Láta sár gróa
„Þetta var einn fegursti dagur
sem ég hef lifað,“ sagði forsetinn að-
spurður um atburðina í Landsveit
þar sem hann féll af hestbaki og
braut sig illa á öxl og átti þar við
haustveðrið, stilluna og Heklu sem
skartaði sína fegursta eins og svo
oft áður í áliðnum septembermán-
uði. Atburðurinn sjálfur var eins og
hvert annað
slys sem ekki
varð séð fyrir
og nú skipti
máli að ná
heilsu á ný og
láta sár gróa.
Dorrit Moussai-
eff gerði tilraun
til að svara
spurningum
Brynjólfur Mogen- öfttamanna á
sen yfirlæknir: - lslenskn. en ff
Engin aðgerð að aðist eftir nokk-
sjn“ j a ur orð og lofaði
að svara spum-
ingunum betur þegar hún hefði lært
meira í íslensku. Hún bætti því
reyndar við á ensku að sjálf þekkti
hún þjáningar forsetans því hún
hefði fallið af hestbaki erlendis og
meira að segja brotið á sér öxlina.
Aðgerð síðar?
Forsetinn kvaðst mundu halda
áfram að sinna skylduverkum sín-
um eftir bestu getu þrátt fyrir axlar-
brotið og við svo búið hurfu þau
Dorrit upp í forsetabifreiðina sem
ók á braut. Dorrit veifaði til við-
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff í hópi fréttamanna fyrir utan Sjúkrahús Reykjavíkur síðdegis í gær.
DV-mynd GVA
staddra þegar bifreiðin rann hjá og
var úr fjarlægð séð ekki óáþekk
þjóðhöfðingafrú i aftursæti viðhafn-
curbils.
Að sögn Brynjólfs Mogensens, yf-
irlæknis bæklunardeildar Sjúkra-
húss Reykjavíkur, er vinstri öxl for-
setans illa brotin: „Við teljum ekki
ráðlegt né skynsamlegt að fara í að-
gerð að svo stöddu heldur láta brot-
ið gróa af sjálfu sér. Forsetinn verð-
ur í fatla og ætti auðveldlega að geta
sinnt skyldustörfum sínum. Hins
vegar er ekki ólíklegt að aðgerð
verði gerð síðar á öxl forsetans,"
sagði Brynjólfur Mogensen yfir-
læknir.
Ekki fengust upplýsingar um
hversu lengi Dorrit Moussaieff ætl-
ar að dvelja hér á landi en ráðgert
hafði verið að hún flygi utan í dag.
Þær fyrirætlanir hafa að öllum lík-
indum breyst ef marka skal þann
þétta stuðning er hún veitti forset-
anum þegar hann útskrifaðist af
Sjúkrahúsi Reykjavíkur síðdegis í
gær. -EIR
Tilvistarkreppa
Ámi Þór Sigurðsson er ráðvilltur
um þessar mundir, eins og reyndar
fleiri gamlir allaballar og ófáir kjós-
endur sem héldu að þeir stæðu
frammi fyrir raunverulegum valkost-
um í kjörklefanum í vor. Hann er
enn í Alþýðubandalaginu, bauð sig
fram til Alþingis í vor í nafni Sam-
fylkingar en langar mest til að ganga
í vinstrigrænan flokk Steingríms
Joð, eins og sumir kjósendur Sam-
fylkingarinnar frá í vor.
Þeim sem merktu við essið á kjör-
seðlinum fannst flestum þeir vera að
kjósa stjómmálaflokk með foringja
og öOu sem við á að éta. En þeir voru
bara tilraunadýr sem áttu kannski
að fá annan séns eftir fjögur ár.
Vandræðagangur Árna Þórs stafar
nefnilega af því áð Samfylkingin er
ekki stjórnmálaflokkur heldur til-
raun til kosningabandalags sem á að
endurskoða eftir fjögur ár. Árni Þór
segir að samkvæmt aukalandsfundi
allaballa sumarið 1998 hafi forystu
flokksins verið veitt umboð til að ganga frá sam-
eiginlegu framboði Alþýðubandalags, Alþýðu-
flokks og Kvennalista fyrir þingkosningamar.
Um tilraun væri að ræöa sem endurskoðuð yrði
eftir íjögur ár, árangur metinn og ákvörðun tek-
in um framhaldið.
Forystumenn A-flokkanna hafa unnið drög að
skipulagi nýs stjórnmálaflokks en landsfundur
allaballa hefur hvorki tekið ákvörðun um aðild
að nýjum stjómmálaflokki né ákvörðun um að
leggja flokkinn niður. Flokkurinn er ekki flokkur
heldur bara tilraun til fjögurra ára. Þar við situr
og þess vegna er Ámi Þór á krossgötum. Og
margir kjósendur.
Nú, þegar tæpir fimm mánuðir
eru liðnir frá kosningum, blunda A-
flokkarnir í skúffunum og Árna Þór
er ljóst að Samfylkingin verður
varla annað en tilraun. Engri stjórn-
arandstöðu er til að dreifa og því
síður óumdeildum forystusauð til að
koma henni á framfæri. Og ekki út-
lit fyrir að úr rætist. Til að svo megi
verða þurfa flokksapparötin sem
blunda í skúffunni að kalla til
flokksfélagafunda, kjördæmisráðs-
funda, landsfunda og jafnvel auka-
landsfunda. Þar þarf að ræða og ná
saman um tillögu þess efnis að
leggja flokkana niður eða breyta
þeim í málfundafélög í takt við þá
Samfylkingu sem nú ræður yfír 17
sætum á þingi. Og loks þegar af
nefndri tilraun hefur fæðst stjóm-
málaflokkur þarf að velja honum
formann sem sátt er um og getur
óumbeðinn rifið kjaft við íhaldið.
Mánuður er langur tími í pólitík,
hvað þá tveir eða þrír. Loks þegar
flokksstofnun stendur fyrir dyrum er hætt við að
fleiri en Ámi hafi staðið á krossgötum og horft
hým auga til.Steingrims Joð og félaga. Þar er í
forsvari óumdeildur forystusauður og menn rífa
kjaft við íhaldið af innlifun. Þar eru menn ekki
þjakaðir af pólitískri tilvistarkreppu. Þangað
stefhir Alþýðubandalagið. Dagfari
Davíð hylltur
Eftir bikarúrslitaleikinn um síð-
ustu helgi, þar sem KR-ingar sýndu
og sönnuðu að þeir em bestir allra,
varð nokkur uppákoma þar sem
verið var að afhenda
vesturbæingum bik-
arinn. Davlð Odds-
son forsætisráð-
herra ávarpaði ná-
býlinga sína og
óskaði þeim og
sjálfum sér til
hamingju með
vegsemdina. Þar
sem hann hélt
ræðuna í beinni sjónvarpsútsend-
ingu birtist lukkudýr KR-inga, KR-
ljónið, og tók utan um axlir lands-
föðurins. Heimildir herma að for-
ráðamenn KR og KSÍ hafi nánast
frosið vegna atlota ljónsins sem
bjargaði málinu fyrir horn með þvi
að krjúpa fyrir framan landsföður-
inn og spenna greipar í þögulli að-
dáun. Þess má geta að sá sem legg-
ur ljóninu til lífsmarkið er hinn 15
ára Hilmar Guðjónsson...
Ástir kvikna
Svo sem fram hefur komið í
sandkomi er heitt á milli Ágústu
Johnsoh líkamsræktarfrömuðar
og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
borgarfulltrúa. Nú
heyrist að fyrrver-
andi eiginmaður
Ágústu, Hrafn
Friðbjömsson, sé
í góðu vinfengi við
landsþekkta konu.
Hann mim hafa
sést víða með
hinni geðþekku
útvarpskonu Val-
dísi Gunnarsdóttur af Matthildi,
sem um árabil gladdi hlustendur
Bylgjunnar með þýðri og seiðandi
röddu sinni...
Hulduherinn fúll
Sú yfirlýsing hins skelegga
sendiherra íslands í Washinhgton,
Jóns Baldvins Hannibalssonar,
að hann hyggist ekki snúa heim á
næstunni til að
leiða Samfylkingu
hefur valdið hrolli
meðal stuðnings-
manna hans og er
Hulduher Jóns
Baldvins með
fúlasta móti
þessa dagana.
Samfylkingin er
höfuðlaus og trausti
rúin og þykir nú sýnt að flótti
bresti á bæði til hægri og vinstri.
Hægrikratarnir eru sagðir horfa til
Sjálfstæðisflokksins á meðan vað-
málsdedd Alþýðubandalagsins
íhugar að hverfa til Vinstri-
grænna. Ámi Þór Sigurðsson, að-
stoðarmaður borgarstjóra, er sagð-
ur vera fremstur í fylkingu þeirra
pólítísku flóttamanna sem lengst
eru til vinstri...
Hrakningarforseta
Herra Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti íslands, hefur komist í
hann krappan undanfama daga.
Minnstu munaði að illa færi í Aust-
íjarðaþokunni á dög-
unum þar sem vöm-
bíll bremsaði harka-
lega til að forðast að
aka á forsetabdinn,
þá slasaðist forset-
inn þar sem hann
féll af hestbaki i
Landsveit í fyrra-
dag og vinkona
hans, Doritt Moussaieff,
að honum á slysstað. í þokunni á
Fagradal var það bílstjórinn Eirik-
ur Sigfússon sem af snarræði
bremsaði og af því tdefni orti dr.
Stefán Aðalsteinsson, bróðir Há-
konar skógarbónda:
Eiriki þyrmdi þokan grá,
þungum fæti á hemla brá.
Ef bægt ei heföi hættu frá,
hvar væri Ólafur staddur þá?
Umsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkom @ff. is