Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1999 Spurningin Vísir spyr í Ólafsvíkurbíói á forsýn- ingu á myndinni Ungfrúin góða og Húsið. Hvernig fannst þér myndin? Aðalsteinn Snæbjörnsson neta- gerðarmeistari: „Mjög góð mynd þetta, en það var dálítið grár húmor í henni.“ Kristinn Jón Friðþjófsson útgerð- armaður: „Mér fannst þetta mjög falleg mynd og hún er vel gerð.“ Skúli Alexandersson, fyrrverandi alþingismaður: „Ég tel að hún sé með betrl íslenskum myndum. Ég spái henni góðs gengis." Björg Bára Halldórsdóttir fram- kvæmdastjóri: „Mjög góð mynd eftir góðri sögu. Þetta er gott hjá Guðnýju." Helga Lárusdóttir húsmóðir: „Frábær mynd, skemmtileg leik- mynd og vel tekin.“ Guðrún Karlsdóttir leikskóla- stjóri og Ragnhildur Albertsdótt- ir framkvæmdastjóri: Báðar: „Tvö orð. Frábær mynd.“ Lesendur Sjónvarpsrás fyrir íþróttaviðburði - fyrirspurn til Ólafs Haukssonar blaöamanns Áhorfskannanir hafa margsýnt að beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum eru eitt vinsælasta sjónvarpsefni sem völ er á og hafa farið í 60-70 % áhorf á landsvísu, segir m.a. í bréfi Björns. Björn Gunnarsson skrifar: Kæri Ólafur. í dálkinum „Með og á móti“ í DV, þriðjudaginn 21. sept- ember sl., svarar þú spurningu blaðamanns DV hvort skynsamlegt sé að RÚV setji á laggirnar aðra sjónvarpsrás fyrir beinar útsending- ar, s.s. íþróttaviðburði, þannig: „Eins og það sé ekki nóg af slíku nú þegar. Sjónvarpið á miklu frekar að hætta að senda út íþróttaefni og leggja niður íþróttafréttadeildina. Hvaða annað séráhugamál minni- hlutahóps fær eiginlega sérstaka fréttadeild ?“ Satt að segja þurfti ég að lesa þessi ummæli þín 3 sinnum til að reyna að skilja þau - ég skil þau ekki enn! Samkvæmt upplýsingum frá ÍSÍ (íþróttasambandi íslands) eru tæp- lega 100.000 íslendingar skráðir fé- lagar hjá einhverju af þeim fjöi- mörgu íþrótta- og ungmennafélög- um sem eru starfandi um land allt. Sé haft í huga að íslendingar eru um 270.000 talsins gera þetta um 40% af íslensku þjóðinni. Þetta er fyrir UTAN þau tugþúsund íslend- inga sem eru skráð hjá líkamsrækt- arstöðvum þannig að ég fullyrði að yfirgnæfandi meirihluti íslensku þjóðarinnar stundi reglulega íþrótt- ir af einhverju tagi. Einnig hafa áhorfskannanir margsýnt að beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum eru eitt vin- sælasta sjónvarpsefni sem völ er á og hafa farið í 60-70 % áhorf á landsvísu sem er svipað og Hemmi Gunn og Spaugstofan höfðu hjá Sjónvarpinu þegar þau voru sem vinsælust! Því bið ég þig vinsamlegast, Ólaf- ur Hauksson, um að svara eftirfar- andi spumingum: 1) Hvaða minnihlutahóp ertu eig- inlega að tala um ? 2) Finnst þér virkilega eðlilegt að RÚV, sem fær afnotagjöld af hverju sjónvarpstæki, leggi niður íþrótta- deildina og hætti umfjöllun um íþróttir þegar stór hluti þjóðarinnar leggur stund á íþróttir? Getur þú nefnt eina ríkisrekna sjónvarpsstöð í Evrópu sem gerir slíkt? 3) Finnst þér ekki skynsamlegra að færa íþróttaefni á sérstaka rás þannig að þeir sem EKKI hafa áhuga á íþróttum geti horft á sitt efni í friði? - í stuttu máli, Ólafur: Um hvað ertu eiginlega að tala? Stór skammtur af boltaleikjum - svar Ólafs Haukssonar Þama ruglar Björn saman óskyldum atriðum. Iðkendur íþrótta er ekki þaö sama og áhorfendur. Meginhluti sjónvarpsútsendinga frá íþróttaviðburðum er frá boltaleikj- um. Þótt þeir séu vinsælir hjá mörg- um þá slagar íjöldi' boltaspilara eða áhorfenda vart í að vera tíundi hluti þjóöarinnar nema í einstaka undan- tekningartilfellum. Þetta séráhugamál minnihluta- hóps fær óhemjugóða þjónustu fjöl- miðla. DV og Mogginn era með 8 til 16 íþróttasíður á dag, fyrst og fremst um boltaleiki. Útvarpsstöðvarnar senda út beint og flytja boltafréttir. Sjónvarpsstöðvamar senda út beint og flytja boltafréttir á einum þrem- ur rásum og þar að auki er allt um íþróttir að fmna á Netinu og texta- varpinu. Boltaleikir era hvorki merkilegra né ómerkilegra fyrirbæri en stjóm- mál, tónlist, skátastarf, líkamsrækt eða hvað annað. í svari mínu í DV vakti ég hins vegar athygli á því að nú þegar fá íþróttir (fyrst og fremst boltaleikir) afar mikla fréttaþjón- ustu í öllum fjölmiðlum. Það er ekkert náttúrulögmál að Sjónvarpið þurfi að vera með ná- kvæmlega sama efni og allir hinir. Úr því að Sjónvarpið býr við þröng- an kost í peningamálum er allt í lagi að hugsa róttækt um þær leiöir sem bjóðast til úrlausnar. Ein leiðin sem menn tala um er að demba enn meiri peningum í boltann og stofna nýja sjónvarpsrás undir íþróttaefni. Hvaða áhrif hefur það á annað dag- skrárefni? Jú, lengri útsendingar- tími. En hvar eru peningarnir til að framleiða efnið? Önnur leið er að stokka spilin og hætta þessu bolta- dekri í Sjónvarpinu. Áhugafólk um boltaíþróttir fær nægar fréttir af sínum liðum annars staðar frá. Það mætti líka hugsa sér að einhverjir standi upp úr sjónvarpsstólnum, leggi frá sér bjórdósina og fari á völlinn til að sjá þetta með eigin augum og hvetja sitt lið. - Væri það ekki best fyrir alla? Hrottar herja á höfuðborgina Jóhann Jónsson skrifar: Hann fer sívaxandi hrottaskapur- inn og ofstopinn sem saklausum borguram er sýndur af misindis- mönnum í þjóðfélaginu. Þetta er að sjálfsögðu mest áberandi hér í höf- uðborginni þar sem við fáum fréttir í fjölmiðlum næstum daglega af óhugnanlegum atburðum sem eiga sér stað, ýmist á götum úti eða í hý- býlum fólks eöa við þau. Það óhugn- anlegasta og nýjasta dæmið er um fúlmenni sem réðust að og mis- þyrmdu ungum manni til að inn- heimta fikniefnaskuld sem bróðir mannsins hafði stofnað til. Beinbrot og líkamlegar limlestingar á fólki er nokkuö sem lögreglan verður að vera viðbúin að taka alvarlega og ekki kemur tO greina að sleppa óbótamönnum sem era sekir um [UÍgBíÍÍ^1fD)Æ\ þjónusta allan sólarhringinn H H r \z* H f \ jt ) H snt mynd af iim sínum sem verða á lesendasíðu „Beinbrot og líkamlegar limlestingar á fólki er nokkuð sem lögreglan verður að vera viðbúin að taka alvariega og ekki kemur til greina að sleppa óbóta- mönnum sem eru sekir um slíka glæpi.“ slíka glæpi. Þeir eiga umsvifalaust að vera settir undir lás og slá þar til dómur gengur í máli þeirra. Ég er sammála leiðarahöfundi í DV sl. mánudag en þar era þessi mál tekin fyrir undir fyrirsögninni „Öfugsnúið þjóðfélag" og spurt: Er nema von aö fúlmenni fari sínu fram? Og þar er átt við linkind ráða- manna og jafnvel mismunun í áherslu í réttarkerfinu og skort á lagaákvæðum til að taka á málum. Það er óverjandi í okkar þjóðfé- lagi að hrottar komist upp með að herja á höfuðborgina í þeim mæli sem nú hefur verið raunin á undan- fómum misseram. Það er mál að þessum ósköpum linni. Fleiri borgarfulltrú- ar afþakka Guðlaugur Þór Þórðarson borgar- fulltr. hafði samband við DV: Að gefnu tilefni vegna frétta um oftekin nefndarlaun nokkurra borgarfulltrúa í ferðamálanefnd, mörgum mánuðum eftir að hún var lögð niður, vil ég upp- lýsa að auk mín hefur Pétur Friðriksson, sem einnig var i nefndinni ,afþakkað hin umræddu nefndarlaun (kr. 30.000 á mánuði). - Þetta upplýsist hér með. Bóksalan í Bónus Gunnar skrifar: Bónus í Holtagörðmn hefur á undan- fórnum árum hafí nýútkomnar bækur til sölu fyrir jólin. Ekki hafa þó allar nýútkomnar bækur verið fáanlegar þar og þykir mér það miður. Fyrir síðustu jól ætlaði ég t.d. að kaupa þar 6 bækur en einungis tvær gat ég keypt þar því verslunin hafði ekki hinar í boði. Því vil ég skora á Bónus-menn að gera nú vel við bókafólk fyrir næstu jól og bjóða allar útgáfubækur þessa árs og hafa þær á góðum stað í versluninni svo að þær séu vel sýnilegar, ekki síst eldra fólki sem gjamar veigrar sér við ös og troðningi. Það hlýtur líka að vera andstæU samkeppnislögum ef aðeins er boðið upp á nokkra bókartitla en hinum úthýst. Vel fylgst með farþegunum Gunnar Sigurðsson hringdi: Hinn snjalli kaupmaöur Garðar í Herragarðinum augiýsti lengi vel „í góðum höndum hjá Garðari" og gafst vel, að sögn. Nú kemur í ljós að bæði starfsmenn forseta- skrifstofunnar og starfsmenn Flugleiða hafa haft vakandi auga með ferðum forseta íslands, sem tók sér oftar ferð á hendur til London, þar sem allar ferðir hans virtust hefj- ast eða enda. Það hefur því sannarlega verið haft vakandi auga með forsetan- um af Flugleiðastarfsmönnum sem og starfsmönnum forsetaembættisins. Þar kom þó að leyndinni var svipt af ferð- um forseta um mitt sumar þegar nán- ustu samstarfsmönnum hans var til- kynnt að þeim væri heimilt að sega ailt af iétta um ferðir hans og hinn nýorðna vinskap hans og ástkonu hans. Óskandi er að fleiri farþegar Flugleiða geti reitt sig á að þeir séu í góðum höndum hjá félaginu og það viti hvar hægt er að ná í þá ef mikið liggur við er þeir bregða sér út fyrir pollinn. Niður með nektarbúllurnar Sjöfn skrifar: Ég lýsi fyrirlitningu minni á hinni öru þróun sem virðist ætla að verða í nektarbúllum, og orðið hefur þegar í Reykjavík, og sem ætlar sömuleiðis að verða á landsbyggðinni. Ég bið bara Guð að hjálpa litlum þorpum á lands- byggðinni ef þar eiga að bætast við nektarbúllur á borð við þær sem komnar eru á Akureyri og maður heyrir að víða annars staðar bíði íbú- anna. Ég tek dæmi af stöðum eins og Húsavík, Isafirði, Dalvík og Reyðar- firði. Eiga hamingjusamar eiginkonur aö þurfa að sjá á eftir mönnum sínum í nektarbúllu hverja helgi til að berja augum naktar kvensniftir umvefja súlufjanda gegn greiðslu af sameigin- legum heimilispeningum? Niður með nektarbúllurnar og niðurlæginguna. Til hamingju, lögreglustjóri Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Ég er einn þeirra sem ekki hafa alltaf veriö ásáttir við aðgerðir lögreglunnar í fíkniefnamálunum og kannski freist- ast til að kenna yfirmanni hennar, Böðvari Bragasyni, um linlega frammi- stööu. En nú verð ég að ganga fram fyr- ir skjöldu og óska lögreglustjóra og mönnum hans til hamingju varðandi stóra fikniefnamálið. Maður minnist þess þegar Svartstakkar Mússólínis völtuðu yfir starfsemi mafiunnar á ítal- iu á sínum tíma. Við skulum þó vona að hér á íslandi þurfum við ekki að grípa til svo róttækra aðgerða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.