Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Page 18
18
MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1999
Sviðsljós
DV
I ijUL
//
^ KRAKKAR!
TÍL HAMINGJU M
. VINNINGANA!
r
#-
0
Kjöris p
DV OQ
akka
ykkur fyrir patttokuna
i Krakkaklúpbsleiknum!
DV sendlr ut vinningana
nasetu daga.
Vínnmgshafar:
13 pennaveski:
övala 5igrid
Halja K. Haraldsdóttír
Áaúöta L. Jóelðdóttir
Þorhallur örn
AlmaBjörk
Inga 6. Jónðdóttir
Sígurróe Bára
Birna K.. HilmarðJóttir
Guðrún D. SigurðarJóttir
Perla D. Björnðdóttir
Davíð 5turluðon
Erla 5. Kriötinðdóttir
Aödíö ÞórJíð
nr. 11614
nr. 7970
Vlnnlngehafar:
nr. 14764
2 ökólabakpokar og vaeatölvur:
Iðunn K. TalJimarðdóttir nr. 6Ö46
bröðtur Áegeireðon nr. 62215
nr. 14566
nr. 6625
nr. 12557
nr. 1291D
eundtoekur, Kjoriebolir og hufun
nr. 14514
Björgvin KrietJánððon
Halldór Baldvin
Blrgir M. Sigurdarson
Bergný Ármannedóttir
Hörður Helaaeon
nr. 15511
nr. 15126
nr. 15630
nr. 10592
nr. 15019
nr. 14496
nr. 3561
9195
130669
nr. 6106
www.kjons.is
Michael Douglas sleppur við vandræði:
Alexandra nýtur
þess að spásséra
með litla prinsinn
Alexandra prinsessa í Danmörku,
eiginkona Jóakims drottningarson-
ar, hefur svo sannarlega nýtt fallegu
síösumardagana að undanförnu til
að fara út að spásséra með litla
prinsinn, son sinn. Og ekki er
Jóakim eftirbátur eiginkonunnar í
þessum efnum.
Þegar fjöl-
skyldan fór frá
höllu drottning-
ar í Kaup-
mannaöfn til
Schackenborg-
arkastala á Jót-
landi sagðist
Jóakim þurfa að
sinna bústörf-
um. Hann hefur
hins vegar varla getað slitið sig frá
litla prinsinum og eiginkonunni.
Prinsinn á fallegan bláan barna-
vagn, eins og hæfir bami með blátt
blóð í æðum, og þegar vel viðrar fær
hann að sofa úti í hreinu suður-
jósku loftinu. Drengurinn kann því
líka vel, eins og nærri má geta.
ítalski tískukóngurinn Georgio Armani reiddi fram allt það nýjasta úr fabrikku sinni á viðamikilli sýningu í Mílanó í
gær. Meðal þess sem Armani sýndi var þessi hálfgagnsæja blússa með öllu tilheyrandi sem ætlast er til að ungar
konur klæðist á vori komanda eða um sumarið, allt eftir hvernig viðrar.
Skilur ekki stakt
orð hjá tengdó
Kvikmyndaleikarinn Michael
Douglas lendir örugglega ekki í
neinum leiðinlegum tengda-
mömmuvandamálum kvænist hann
þokkadísinni Catherine Zeta Jones.
Ástæðan er nefnilega sú að hann
skilur ekki stakt orð af því sem
móðir Catherine segir.
Að sögn Michaels Douglas er fjöl-
skylda Catherine með svo mikinn
velskan hreim að hann gerir ekki
ráð fyrir að skilja nokkurn skapað-
an hlut af því sem hún segir.
Catherine og Michael héldu upp
á sameiginlegan afmælisdag sinn í
New York um helgina með foreldr-
um hennar. Miðað við frásögn
Michaels hefur ekki verið mikið
um samræður.
Catherine leyfði Michael eitt
sinn að hlusta er hún talaði við for-
eldrana í síma. „Þau hljóta að hafa
hljómað í eyrum hans eins og Mars-
búar,“ sagði Catherine sem nýlega
náði titlinum af Jennifer Lopez sem
kynþokkafyllsta leikkona heimsins.
Ítímaritinu Men’s Fitness segir
að Catherine hafi slegið út allar
aðrar kynþokkafullar leikkonur á
Netinu. Þar er Catherine jafnframt
lýst sem einni dularfyllstu og mest
framandi konu sem sést hafi.
Gert er ráð fyrir að Catherine
komi með Michael sér við hlið á
góðgerðartónleika í Wembley í
London í næsta mánuði. Catherine
hefur tjáð skipuleggjendum tónleik-
anna að hún vilji leggja sitt af
mörkum. Að sögn breskra blaða
mun Catherine nota tækifærið þeg-
ar hún er komin til Bretlands til að
heimsækja veika ömmu sína.
Catherine var eyðilögð yfir að
amma hennar skyldi ekki geta
tekið þátt í afmælisveislunni frægu
í New York. Reyndar héldu allir að
um yrði að ræða brúðkaupsveislu
með stæl en svo var ekki.
Fjölskylda Catherine talar með miklum
velskum hreim.
Mick hjá Jerry
við þúsaldamót
Jerry Hall gat ekki hugsað sér
að eyða gamlárskvöldi án eigin-
mannsins fyrrverandi, Micks
Jaggers, svo hún bara bauð hon-
um í fjölskylduparti. Veisluna
heldur Jerry í nýrri tugmilljóna-
villu sinni í St Tropez í Suður-
Frans. Aðrir í veislunni verða
börnin þeirra fjögur. Og kannski
fleiri. „Þetta er ekki bara barn-
anna vegna. Þau Mick eru enn
mjög náin þrátt fyrir allt vesen-
ið,“ segir maður sem veit um
hvað hann talar.
Kryddpíunar
þénuðu dável
Kryddpíurnar eru ekki á
flæðiskeri staddar, hvorki þær
núverandi né hin fyrrverandi.
Samtals þénuðu stúlkurnar
rúma fjóra milljarða íslenskra
króna í fyrra, og þætti sumum
þokkalegt fyrir smágól á plötu.
Mestur hluti tekna stúlknanna
kemur af plötusölu en þær
græddu einnig umtalsvert á
kvikmyndinni sem gagnrýnend-
ur hökkuðu í sig og auglýsinga-
gerð gaf líka góðar tekjur.
Britney Spears
verður leikfang
Þeir sem ekki þekkja til hinn-
ar geðþekku Britney Spears hafa
lengið haldið því fram að hún
væri nú hálfgert leikfang. Er þar
verið að vísa til slétts og fellds
útlits hennar. Brátt geta hinir
sömu farið út í næstu leikfanga-
búð og keypt þar forkunnarfagr-
ar eftirlíkingar af hinni sautján
ára poppstjörnu. Eftirmynd
hinnar barmfögru stjörnu er
tuttugu sentímetra há og henni
fylgja ýmsar góðar græjur, svo
sem fót, töskur og hljóðnemi.
Fyrstu eintökin koma í verslanir
15. október. Kryddpíurnar selja
líka dúkkur í sinni mynd.