Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 7
JL>'V~ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 flutningar .3^^21 Vaxandi flutningar um hafnir landsins - á sama tíma og afskipun fiskafurða dregst saman Flutningar um hafnir landsins eru mjög umfangsmiklir og fara vaxandi með hverju árinu. Þannig hafa heildarflutningar um hafnir landsins vaxið úr rúmum 4,5 milljónum tonna 1996 í rúm- lega 4,7 milljónir tonna á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofu ís- lands. Athygli vekur að tvær stærstu vöruflutningahafnir landsins á eftir Reykjavíkurhöfn eru ekki í hefðbundnum hafnar- bæjum heldur við stóriðjuverin á suðvesturhorni landsins. Stóriðjuhafnir í öðru og þriðja sæti Langstærsta inn- og útflutn- ingshöfn landsins er Reykjavikur- höfn. Þar fóru í gegn 2.120.102 tonn árið 1996, 2.095.159 tonn áriðl997 og 2.112.396 tonn árið 1998. Næststærsta og vaxandi vöruflutningahöfn landsins.;er við ÍSAL, álverið í Straumsvík. Um þá höfn voru flutt 344.566 tonn árið 1996, 466.855 tonn árið 1997 og 544.543 tonn áriðl998. Þriðja stærsta höfnin er við Málmblendi- verksmiðjuna og álverksmiðju Norðuráls á Grimdartanga. Alls voru 322.415 tonn flutt um Grund- artangahöfn árið 1996, þá fóru 343.150 tonn þar um árið 1997 og 368.523 tonn árið 1998. Hafnar- fjarðarhöfn kemur i fjórða sæti vöruflutningahafna landsins með 244.960 tonn árið 1996. Þar fóru 345.493 tonn um árið 1997 og 285.900 tonn á síðasta ári. Minni flutningur á fiskafurðum Flutningur fiskafurða fyrir utan lýsi og mjöl hefur farið minnkandi í umsvifum hafnanna ef á heildina er litið þó einstaka hafnir hafi verið með aukningu. Þannig voru 537.001 tonn af fiskaf- urðum flutt frá höfnum landsins árið 1996 og 503.974 tonn árið 1997. Á síðasta ári var þessi tala komin niður í 492.540 tonn. Ekki kemur fram í þessum tölum hvert sjávar- afurðirnar fara en hugsanlega er eitthvað þar um flutninga að ræða á fiski milli hafna innan- lands til vinnslu eða til áfram- flutnings úr landi. Þá er einnig mikið af fiski flutt á milli lands- hluta með flutningabílum um þjóðvegina. Lýsis- og mjölflutningar frá höfnum landsins hafa einnig minnkað eða úr 369.523 þúsund tonnum árið 1996 í 377.594 tonn árið 1997. Á sfðasta ári voru þess- ir flutningar komnir niður í 274.576 tonn. Reykjavíkurhöfn er enn langstærsta inn- og útflutningshöfn landsins þó umsvif stóriðjuhafnanna a suðvesturhorninu vaxi stöðugt. Flestir þekkja trúlega best gömlu höfnina í Reykjavík, en hafnarsvæði borgarinnar er þó mun víðfeðmara. í dag fara þannig helstu vöruflutningarnir um Sundahöfnina þar sem stærstu skipafélög landsins hafa aðsetur. Meira af eldsneyti en sjávarafurðum Flutningur á brennsluolíu og bensíni til hafna landsins hefur sveiflast aðeins á milli ára. Þannig voru flutt 988.777 tonn af eldsneyti til landsins árið 1996, 1.021.901 tonn árið 1997 og 911.546 tonn árið 1998. Athyglisvert er að eldsneytisflutn- DV mynd GVA. ingar til landsins eru meiri í tonn- um talið en sem nemur flutningi á öllum sjávarafurðum frá höfnum landsins á hverju ári síðan 1996. -HKr. Daglegar ferðir _ á flesta staði: _ Siglufjörð • Hofsós • Borgarnes • Dalvík • Ólafsfjörð • Vestmannaeyjar • Egilsstaði • Seyðisfjörð • Reyðarfjörð • Eskifjörð • Neskaupstað • Varmahlíð • Sauðárkrók • Patreksfjörð • Bíldudal • Tálknafjörð • ísafjörð • Súðavík • Flateyri • Þingeyri • Suðureyri • Bolungarvík • Hellu • Hvolsvöll • Þykkvabæ • Akureyri • Hvammstanga • Vík • Klaustur • Hólmavík • Drangsnes s______________________________^ ÁÐAL FLUTNI NGAR HÉÐINSGÖTU 2 S: 58 V 3030 nn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.