Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 16
flutningar MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 JjV Tækniþróun hjá sendibílstjórum: Að mestu lausir við aflt púlið - þó eru enn til bandagengi í píanóflutningum Nýja sendibílastöðin hf. í Reykja- vík á 50 ára afmæli á næsta ári. Hún var stofnuð 2. febrúar árið 1950 af sex sendibílstjórum í höfuðborg- inni. Hluthöfum fjölgaði fljótlega í 15 en i dag eru 110 bílstjórar sem borga þar stöðvargjöld. Elín Halldórsdóttir er nú stöðvar- stjóri hjá Nýju Sendibílstöðinni en hún tók við af Jóni Bergþórssyni sem var einn af stofnendum stöðv- arinnar. Starfaði kappinn þar til hann varð 72 ára og var þá búinn að vera að í 46 ár. Elín segir allt umhverfi sendibO- stjóra gjörbreytt frá því sem áður var. Nú eru bílarnir stærri og ýmis aukabúnaður og hjálpartæki komin til sögunnar. Ekki er óalgengt að bOamir séu t.d. með kælibúnaði og lyftu. Þá eru í dag notaðar búslóða- lyftur til að koma húsgögnum upp á svalir margra hæða íbúðarblokka. Þannig losna menn aö mestu við púlið og þramm upp og niður stiga með húsgögn, þvottavélar og aðra þunga hluti. Elín segir þó að enn séu starfandi sérstök „bandagengi" sem vinni t.d. við flutning á píanó- um og flyglum upp á gamla mátann. Síðustu tvö árin hefur verið mik- il gróska hjá sendibílstjórum í kjöl- far uppsveiflu á Reykjavíkursvæð- inu. Þá segir Elín að verslanir og þjónustufyrirtæki, sem fyrir nokkrum árum fóru út í að kaupa sér sinn eigin sendibíl, séu nú að hætta slíkum rekstri aftur og snúa sér til sendibílastöðvanna. Hagræð- ingin sem menn sjá í því er að með HP OG SYNIR ehf. Vöruflutningar r Búslóðalyftur hafa mjög létt fólki störfin við búslóðaflutninga. Þessi mynd var tekin er starfsmaður Nýju sendibílastöðvarinnar var að flytja búslóð á Kefla- víkurvelli fyrir skömmu. nýtingu á þjónustu sendibílastöðva losna fyrirtækin við fastan kostnað við viðhald, mannahald og aðra út- gerð sendibíla. Þannig verður eng- inn dauður tími hjá bíl og bílstjóra sem þarf að bera kostnað af því sendibílaþjónustan er aðeins keypt þegar á þarf að halda. -HKr. Afgreiðsla Víkurbraut 5, opin virka daga frá kl. 8-18. Símar 478 1577 - 478 1877, fax 4781997 í Reykjavík Vöruflutningamiðstöðin, Klettagörðum 15 * 104 Reykjavík * Sími 515 2200 Fax 515 2201 * Netfang: vm@islandia.is Daglegar ferðir Höfn- Reykjavík Bílasímar: 852 5813 * 852 5812 * 852 5811 * 852 5817 Umboð: Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Papco, Bifreiðar og landbúnaðarvélar. Gelders Spetra í samstarfi við Eimskip: Flutningsmiðlun í Rotterdam Starfsmenn Gelders Spetra við húsnæði fyrirtækisins í Rotterdam. Eimskip á og rekur eitt af tíu stærstu fyrirtækjum í flutnings- miðlun í Rotterdam, Gelders Spetra Shipping BV. Eimskip keypti fyrirtækið árið 1995 en það hefur verið í rekstri frá árinu 1979. Gelders Spetra er NVOCC-flutn- ingsaðili, þ.e. flutningaþjónusta sem gefur út eigin farmbréf en á ekki sjálft flutningatæki. Þjónusta Gelders Spetra er víðtæk flutn- ingsmiðlun og safnsendingar um allan heim, vöruhúsaþjónusta, lagerhald og vörudreifíng, akst- ursþjónusta, tollafgreiðsla og tryggingamiðlun. Upplýsinga- tæknin er nýtt m.a. til að tengjast tollayfirvöldum og tollafgreiða vörur fyrir viöskiptavini sem tryggir meiri hraða í afgreiðslu. Flutningar á landi ná um allt meginland Evrópu og fer flutn- ingabíll t.d. vikulega til Eystra- saltslandanna með vörur. Gelders Spetra á og rekur 8.500 fm flutningamiðstöð í Rotterdam. Fyrirtækið sér um dreifingu á vörum á meginlandi Evrópu og rekur eigin flutningakerfi og net umboðsfyrirtækja í ölliun heims- álfum sem telur 160 aöila í 64 löndum. Stærstur hluti viðskipta Gelders Spetra er þannig alls óháður íslenska flutningamarkað- inum. Þjónusta við íslensk fýrirtæki Gelders Spetra sér um forflutn- ing og söfnun á vörum sem fara eiga til íslands, fyrir hönd Eim- skip í Rotterdam. Auk þess hafa íslensk fyrirtæki nýtt sér þjón- ustu Gelders Spetra í auknum mæli. Þjónusta Gelders skapar tæki- færi fyrir islensk fyrirtæki i útrás þeirra á erlenda markaði. Dæmi er um fyrirtæki í eigu íslenskra aðila sem framleiðir vörur í Kína, hefur lagerinn hjá Gelders í Rott- erdam sem sér um að endurpakka og merkja vöruna og dreifa henni á meginlandi Evrópu. Þetta skap- ar ótvírætt hagkvæmni fyrir aðila sem eru að einbeita sér fyrst og fremst að sínu markaðsstarfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.